Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Skákþing Reykjavíkur: Skákir 1.-4. umferðar

Gauti PállGauti Páll Jónsson hefur slegið inn skákir 1.-4. umferðar Skákþings Reykjavíkur. Skákirnar fylgja með sem viðhengi.

 


Hannes og Guðmundur unnu í fyrstu umferð í Gíbraltar

Hannes og Guðmundur í Kosta RíkaHannes Hlífar Stefánsson (2573) og Guðmundur Kjartansson (2468) unnu báðir í fyrstu umferð opna skákmótsins í Gíbraltar sem hófst í dag. Andstæðingar þeirra höfðu 2014-2142 skákstig. 

Önnur umferð fer fram á morgun. Þá teflir Guðmundur við hinn sterka pólska stórmeistara Mateusz Bartel (2631) en Hannes við þýska alþjóðlega meistarann Arno Zude (2377).

Alls taka 253 frá 46 löndum þátt í efsta flokki mótsins. Þar eru 72 stórmeistarar. Hannes er nr. 40 í stigaröð keppenda en Guðmundur er nr. 82.


Björgvin efstur í  fimmtánda sinn.

Björgvin VíglundssonBjörgvin Víglundsson var efstur  hjá Ásum í dag eins og hann hefur verið í þau fimmtán skipti sem hann hefur mætt á skákdaga sem af er vetrar. Björgvin fékk 8 1/2 vinning af 10 í dag. Ingimar Halldórsson varð annar með 8 vinninga. Össur Kristinsson varð þriðji með 7 vinninga.

Föstudaginn, 30 janúar nk., verður svo Toyotaskákmótið haldið í höfuðstöðvum Toyota í Kauptúni. Þetta verður áttunda Toyotaskákmótið sem er haldið. Fyrsta mótið var haldið í Stangarhyl 4 árið 2008. Síðustu sex mót hafa öll farið fram í Söludeild Toyota.

Teflt er um veglegan farandbikar og fullt af öðrumClipboard02
verðlaunum, sem öll eru gefin af Toyota á Íslandi. Tefldar verða níu umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Allir skákmenn karlar 60+ og konur50+ velkomin. Nú þegar eru skráðir á milli 20 og 30 keppendur.

Við biðjum væntanlega þátttakendur vinsamlega að forskrá sig í rokk@internet.is og finnur.kr@internet.is eða í síma 8984805 og 8931238. Það er svo miklu auðveldara fyrir mótshaldara að vita fjöldann fyrirfram svona  nokkurn veginn. Mótið byrjar kl. 13.00. Biðjum menn að mæta vel fyrir þann tíma, sérstaklega þá sem ekki eru búnir að tilkynna þátttöku. 

Sigurvegarar á Toyota mótum 

  • 2008 Björn Þorsteinsson
  • 2009 Jóhann Örn Sigurjónsson
  • 2010 Sigurður Herlufsen
  • 2011 Björn Þorsteinsson
  • 2012 Gunnar Gunnarsson
  • 2013 Bragi Halldórsson
  • 2014 Bragi Halldórsson 

Nánari úrslit dagsins í meðf. töflu og myndir frá ESE. 

Clipboard01


Adam Omarsson sló Íslandsmet í gær - sá yngsti í sögunni til að tefla fjöltefli!

Adam í fjötefliAdam Omarsson, 7 ára, sem var efstur í sínum flokki á Íslandsmóti barna fyrir skemmstu og gamall nemandi á Laufásborg tefldi tvö fjöltefli í gærþ Fyrst byrjaði hann kl 10:00 á móti 15 drengum og hið síðari byrjaði kl 12:45 á móti 12 stúlkum.

Hvort fjöltefli tók 1½ tíma. Lenka Ptácníková, móðirAdam í fjötefli2 hans, sem er Íslandsmeistari kvenna í skák, lék fyrsta leikinn fyrir hann.

Krakkarnir voru einbeittir og duglegir að tefla og skemmtu sér mjög vel. Skákkennsla hefur verið þróast á Laufásborg siðan árið 2009 og eldri krakkar geta valið að tefla tvisvar á dag. 

Myndaalbúm á Facebook.

 


Skákdagur Íslands haldinn hátíðlegur á Foss Hóteli í Vesturbyggð

1Skákdagur Íslands var haldinn hátíðlegur á Patreksfirði í gær en 36 nemendur í 2. – 9. bekk frá Patreksskóla og Tálknafjarðarskóla kepptu um Suðurfjarðabikarinn í skólaskák.

Tefldar voru tvær umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Bæjarstjóri Vesturbyggðar Ásthildur Sturludóttir lék fyrsta leik fyrir Hilmi Frey Heimisson nemanda Patreksskóla.Mótið var afar spennandi og mjótt var á munum eftir fyrri umferðina. Það fór þó að lokum að Tálknafjarðarskóli vann viðureignina með 1 vinningi 15 ½ - 14 ½ og halda þá bikarnum næsta árið.2

Einnig var happdrætti þar sem allir áttu jafna möguleika á að vinna en það voru Landsbanki Íslands, Lyfja og Verslunin Fjölval sem gáfu vinninga. Verslunin Albína færði krökkunum drykki.

Mótið var haldið á hinu glæsilega hóteli Foss Hótel Vestfirðir en þetta er annað árið í röð sem hótelið býður aðstöðu sína í tilefni dagsins. En GM Henrik Danielsen færði hótelinu skáksett og klukku til afnota fyrir gesti.

Mótstjórar voru GM Henrik Danielsen og  Áróra Hrönn Skúladóttir.

Myndaalbúm (ÁHS)


Umsóknarfrestur um styrki til SÍ rennur út um mánaðarmótin

Þann 1. febrúar nk. rennur út frestur til að sækja um styrki til SÍ en hægt er að sækja um styrki til SÍ þrisvar á ári. Í styrktarreglum SÍ segir meðal annars:

Aðalmarkmið styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er að styðja við bakið á þeim skákmönnum sem sýnt hafa mestar framfarir, metnað og ástundun á síðustu 12 mánuðum, og þykja því líklegastir til að ná enn lengra í nánustu framtíð. Einnig er markmiðið að verðlauna fyrir afburðaárangur og hvetja þannig til afreka.

Styrkjum frá SÍ er ekki ætlað að styrkja hinn almenna skákáhugamann til farar erlendis, heldur einungis þá sem þykja skara fram úr. Sérstök áhersla er lögð á yngri skákmenn sem eru tilbúnir til að leggja á sig þjálfun til að standa sig á þeim mótum sem styrkbeiðni liggur fyrir um.

Við allar úthlutanir á að vera lögð áhersla á jafnrétti kynjanna og að þeim stúlkum sem skarað hafa fram úr í hverjum aldursflokki sé gert kleift að afla sér reynslu á skákmótum erlendis til jafns á við stráka. Sams konar kröfur um ástundun, árangur og framfarir eru hins vegar gerðar til stúlkna og drengja, kvenna og karla, hvað styrkjaúthlutanir varðar.

Styrktarreglur SÍ má finna hér.


Afmæliskveðja frá forseta FIDE

Friðrik Ólafsson fékk án efa margvíslega afmælisóskir í dag. Ein þeirra birtist á heimasíðu FIDE þar sem núverandi forseti FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, sendir honum kveðju. Í henni segir meðal annars:

You are known as a principled person, who has a lot to offer and to learn from. You actively share your life story and experiences to younger chess players and serve as a true model of an International Chess Grandmaster!

The whole chess world congratulates you on your achievements and hopes that you enjoy your birthday and be assured that all the good deeds that you have accomplished are appreciated by all. Thank you for your great contribution to the development of chess, both as a player and as President of FIDE.


Bréfið í heild sinni má nálgast á heimasíðu FIDE.

Congratulations_to_Fridrik_Olafsson

  


Friðrik Ólafsson gerður að heiðursborgara

Friðrik Ólafsson
Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, verður gerður að heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða, miðvikudaginn 28. janúar. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra þar að lútandi á fundi sínum sl. fimmtudag.

Friðrik Ólafsson er sjötti einstaklingurinn sem gerður er að heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Þeir sem hlotið hafa þessa nafnbót áður eru; séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010, Erró árið 2012 og Yoko Ono árið 2013.

Með því að sæma Friðrik Ólafsson heiðursborgaratitli vill Reykjavikurborg
þakka Friðriki fyrir árangur hans og afrek á sviði skáklistarinnar. Friðrik fagnar 80 ára afmæli sínu í dag, 26. janúar, og er vel við hæfi að heiðra hann fyrir dýrmætt framlag hans til íslenskrar menningar á þeim tímamótum.

Áhugi á skák er óvíða meiri en á Íslandi. Þessi áhugi stendur á gömlum merg en líklega hefur enginn Íslendingur haft jafn mikil áhrif á skákíþróttina hérlendis og Friðrik Ólafsson.

Friðrik er fæddur árið 1935 og varð Íslandsmeistari í skák aðeins 17 ára gamall. Hann varð Norðurlandameistari árið eftir og stórmeistari í skák árið 1958, fyrstur íslenskra skákmanna. Með því hóf hann sig upp í hóp sterkustu skákmanna heims og varð um leið víðkunnur jafnt innan skákheimsins sem utan. Afrek hans við skákborðið mörkuðu jafnframt ótvíræð tímamót í íslenskri skáksögu.

Athygli manna á Friðriki vaknaði fljótlega eftir að hann fór að taka þátt í skákmótum sem ungur drengur, bæði vegna þess hve góðum árangri hann náði og ekki síst vegna þess hvernig hann fór að því að ná þessum árangri. Þegar í upphafi sýndi hann óvenjulega dirfsku og hugkvæmni og í skákum hans brá fyrir meiri tilþrifum en menn áttu að venjast.

Árangur Friðriks hafði einnig mikil áhrif á það í hvaða farveg þróun skákmála féll. Jarðvegur skáklistarinnar var plægður þannig að hér hefur sprottið upp og dafnað slík sveit stórmeistara að hver einasta stórþjóð mætti telja sig fullsæmda af slíkri fylkingu.

Friðrik lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands og starfaði hjá dómsmálaráðuneytinu áður en hann varð atvinnumaður í skákíþróttinni árið 1974. Friðrik var forseti alþjóðaskáksambandsins FIDE á árunum 1978-1982 og að því loknu starfaði hann sem skrifstofustjóri Alþingis. Á sínum skákferli vann Friðrik allmörg alþjóðleg skákmót, varð skákmeistari Norðurlanda og sex varð hann Íslandsmeistari.

Það er Reykjavíkurborg mikill heiður að tilnefna Friðrik Ólafsson sem heiðursborgara Reykjavíkur.


GAMMA helsti stuðningsaðili Reykjavíkurskákmótsins 2015-18

20150126-_14A8409
Nú þegar hafa 25 stórmeistarar í skák skráð sig á Reykjavikurskákmótið og á enn eftir að fjölga í þeim hópi að mati Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Reykjavíkurskákmótið 2015 fer fram 10. til 18. mars í Hörpu og er 29. mótið í ríflega fimmtíu ára sögu þess.

GAMMA verður aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins og undirrituðu Gunnar Björnsson og Agnar Tómas Möller, fyrir hönd GAMMA, samstarfssamning til fjögurra ára í dag. Við sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpað á sjálfum skákdeginum, sem haldinn er hátíðlegur á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák.

merki_skakmotsins 

Gunnar Björnsson segist fagna tímamótasamstarfi við GAMMA um alþjóðlegu Reykjavíkurskákmótin 2015 til 2018: „Sá öflugi stuðningur tryggir mótinu áframhaldandi umgjörð við hæfi. Áherslur Gamma á fagmennsku og árangur falla vel að framtíðarsýn Skáksambandsins, sem væntir góðs af samstarfinu við GAMMA, ekki síst varðandi mótið í ár og 80 ára afmælismót Friðriks Ólafssonar,“ segir Gunnar.

20150126-_14A8514

Friðrik Ólafsson sem er áttræður í dag var viðstaddur undirskriftina. Friðrik varð Íslandsmeistari í skák 17 ára gamall árið 1952 og næstu árin var hann á meðal bestu skákmanna heims. Þá var Friðrik forseti FIDE frá 1978 til 1982 og skrifstofustjóri Alþingis um árabil. Er Reykjavíkurskákmótið haldið honum til heiðurs í ár.

Metþátttaka var slegin í fyrra þegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku þátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótið nýtur mikillar virðingar og var í fyrra valið næst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári.

Meðal keppenda í ár er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov, einn sterkasti skákmaður heims, og lykilmaður í landsliði Aserbaídsjan sem er núverandi Evrópumeistari landsliða. Indverska skákdrottningin, Tanya Sadchev, tekur einnig þátt en hún er af mörgum álitin þjóðhetja  á Indlandi. 

  • Mynd 1: Gunnar Björnsson og Agnar Tómas Möller skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára. Viðstaddur undirritunina var Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sem er áttræður í dag.
  • Mynd2: Agnar Tómas Möller, stjórnandi hjá GAMMA, skoraði á Friðrik Ólafsson í hraðskák eftir að skrifað var undir samninginn. Eftir snarpa viðureign var þráteflt. 

Stefán Þór sigraði á Friðriksmóti Víkingaklúbbsins

Stefán Þór SigurjónssonStefán Þór Sigurjónsson sigraði á Friðriksmótinu, miðnæturmóti Víkingaklúbbsins, sem haldið var á veitingarstaðnum Ölstofunni í gærkvöldi. Mótið var jafnframt fyrsti viðburður skákdagsins, en hlé var gert á taflmennsku um miðnætti , til að heiðra meistara Friðrik með kveðskap og skálað var fyrir goðinu, sem er áttræður í dag, Telfd var bæði skák og Víkingaskák og tapaði Stefán einungis einni viðureign, en þátttakendur voru sex. Stefán hlaut því hinn forkunnarfagra Friðriksbikar í verðlaunasafn sitt. Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. Rúnarsson urðu í 2-3 sæti.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8778734

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband