Fćrsluflokkur: Spil og leikir
26.1.2015 | 09:00
KR & Gallerý Skák - Kapptefliđ um Taflfkóng Friđriks
Gunnar Freyr Rúnarsson hefur, tekiđ forustuna í mótaröđinni til heiđurs Friđrik Ólafssyni eftir tvo mót af fjórum sem fram fer um ţessar mundir í KR-heimilinu í Frostaskjóli í samstarfi viđ Gallerý Skák. Ţriđja umferđin verđur tefld ţar í kvöld á 80 ára afmćlisdegi meistarans, jafnframt ţví sem Íslenska skákdeginum er fagnađ.
Ţrjú bestu mót hvers keppanda af fjórum telja til stiga og vinnings. Gunnar Freyr leiđir nú međ 15 stig, Kristján Stefánsson međ 10 en hann vann fyrsta mótiđ Óskar Long međ 9; Björgvin Víglundsson međ 8 stig eftir eitt mót, svo allt er í raun opiđ enn. Mótinu lýkur svo ađ viku liđinni.
Meistara Friđrik eru fćrđar innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins og skákmenn hvattir til ađ fjölmenna í kvöld kl. 19.30 til ađ tefla honum og skákgyđjunni til dýrđar. /ESE
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2015 | 00:32
Skákdagurinn runninn upp - Friđrik áttrćđur í dag
Í dag 26. janúar er Skákdagur Íslands haldinn hátíđarlegur. Teflt er víđsvegar um land og töflin tekin upp í allmörgum félögum, skólum og jafnvel verslunarmiđstöđum!
Víkingaklúbburinn reiđ á vađiđ en hans mót, hófst kl. 22 og átti ađ standa framyfir miđnćtti. Ţá átti ađ skála fyrir meistaranum ađ hćtti Víkinga.
Skákfélag Akureyrar stendur fyrir skákmóti í verslunarmiđstöđunni Glerártorgi. Skákfélagiđ Huginn stendur fyrir mótum bćđi í Reykjavík og á Húsavík. Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn standa fyrir hinu árlega Friđriksmóti í Vin. Skákdeild KR og Gallerý Skák tefla um Taflkóng Friđriks ţar sem Gunnar Freyr Rúnarsson stefnir ađ ţví ađ fjórđi Gunnarinn á fjórum árum sem hampar kónginum! Hinir eru Gunnar Skarphéđinsson, Gunnar I. Birgisson og Gunnar Gunnarsson.
Skólaheimsóknir eru farnar um Suđurlandiđ ţar sem Björn Ţorfinnsson mun heimsćkja skóla og sundlaugartöfl eru vígđ á ýmsum stöđum um landiđ.
Stađiđ er fyrir keppni á milli grunnskólanna í Patreks- og Tálknafjarđar, Suđurfjarđarkeppnin.
Skákdagur Íslands er ekki bara Skákdagur ţví um er eiginlega ađ rćđa skákviku. Félagar Friđriks í Taflfélagi Reykjavíkur, halda skemmtikvöld á föstudaginn, Frikkinn, ţar sem stöđur úr skákum Friđrik verđa tefldar. Ţess fyrir utan er Skákţing Reykjavíkur nú í ár haldiđ honum til heiđurs.
Eldri skákmenn í Ásum og Riddaranum halda sitt árlega á Toyota-skákmót á föstudaginn.
Hér hefur veriđ stiklađ á stóru en gera má ráđ töfl verđi víđa tekinn upp í dag!
Ein stórfrétt tengd Reykjavíkurskákmótinu, sem í ár er afmćlismót Friđriks, verđur gerđ opinber á Skákdaginn en nánar um ţađ síđar!
Óskađ er eftir stuttum fréttum og myndum um viđburđi sem fram fara á Skákdaginn í netföngin stefan@skakakademia eđa gunnar@skaksamband.is.
Til hamingju međ daginn skákmenn! Og síđast en ekki síst. Til hamingju međ daginn Friđrik Ólafsson!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2015 | 22:13
Stefán og Jón Viktor efstir á Skákţingi Reykjavíkur
Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2492) og alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2433) eru efstir á Skákţingi Reykjavíkur en sjöunda umferđ fór fram í dag. Stefán vann Oliver Aron Jóhannesson (2170) en Jón Viktor hafđi sigur gegn Guđmundi Gíslasyni (2315). Sem fyrr var nokkuđ um óvćnt úrslit. Ungstirniđ Vignir Vatnar Stefánsson (1959) gerđi sér lítiđ fyrir og vann Dađa Ómarsson (2256).
Annar ungur og efnilegur skákmađur, Jóhann Arnar Finnsson (1477) vann Hörđ Garđarsson (1792) og Mikael Jóhann Karlsson (2077) lagđi Omar Salama (2282) ađ velli.
Mikael Jóhann er í 3.-5. sćti međ 5,5 vinning ásamt ţeim Degi Ragnarssyni (2059) og alţjóđlega meistaranum Björns Ţorfinnssonar (2373) sem vann kollega sinn Dag Arngrímsson (2368).
Áttunda og nćstsíđa umferđ fer fram á miđvikudaginn. Ţá mćtast međal annars toppmennirnir Stefán-Jón Viktor, Dagur R-Mikael Jóhann, Björn-Oliver og Dagur A.-Vignir Vatnar.
Spil og leikir | Breytt 26.1.2015 kl. 00:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2015 | 22:04
Fimm efstir og jafnir á Skákţingi Akureyrar - Norđurorkumótinu
Önnur umferđ Norđurorkumótsins - Skákţings Akureyrar fór fram í dag. Fimm skákmenn eru efstir og jafnir međ fullt hús. Ţađ eru Ólafur Kristjánsson (2118), Áskell Örn Kárason (2271), Jón Kristinn Ţorgeirsson (2059), Símon Ţórhallsson (1961) og Haraldur Haraldsson (1957).
Ţriđja umferđ fer fram á sunnudaginn og ţá mćtast međal annars Haraldur-Áskell, Ólafur-Jón Kristinn og Hjörleifur Halldórsson-Símon..
25.1.2015 | 20:40
Keppt um Friđriksbikarinn á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar
Víkingaklúbburinn ćtlar ađ minnast 80. ára afmćlis Friđriks Ólafssonar í dag sunnudaginn 25. janúar kl 22.00 á Ölstofunni. Keppt verđur um Friđriksbikarinn, í skák og Víkingaskák og verđur mótiđ fram yfir miđnćtti, en ţá skála hinir miklu Víkingar í mjöđ Friđrik til heiđurs, enda verđur hann áttrćđur á miđnćtti.
Öll ţekkjum viđ afrek Friđriks yfir skákborđinu á síđustu öld, en fćrri vita ađ Friđrik er guđfađir Víkingaskákarinnar á Íslandi, ţví hann kynnti sér leikinn, eins og lesa má í bćklingi sem höfundur Víkingaskákarinnar Magnús Ólafsson lét gefa út:
Friđrik Ólafsson stórmeistari hefur kynnt sér víkingaskák og gefiđ eftirfarandi umsögn:
"Ţađ eru greinilegt, ađ ţetta er miklu flóknara tafl en venjulegt tafl, vegna ţess ađ ţađ eru ţrjár stefnur í borđinu í stađinn fyrir tvćr. Svo eru fleiri menn og fleiri reitir.
Í venjulegri skák leikur hvítur fyrsta leiknum og byggir strax upp hótun, sem er svarađ međ vörn eđa gagnhótun, en í víkingaskák komast liđin ekki í snertingu viđ hvort annađ fyrr en eftir eina tíu leiki. Ţađ tekur t.d. 4 leiki ađ hóta međ biskup í byrjuninni í víkingaskák. Ţađ ţarf ađ leika fyrst tveim peđum fram og síđan biskupnum tvo leiki. manngangur víkingaskákarinnar er auđlćarđur, en ţađ tekur svolítinn tíma ađ átta sig á stefnum í borđinu.
Ég býst viđ ađ ţađ verđi ađ byggja upp skákfrćđi fyrir víkingaskákina frá grunni. Ţó eru ýmsar meginreglur sem halda sér eins og t.d. ađ hafa sterkt miđborđ, ađ koma mönnum fljótt og veikja ekki kóngsstöđuna, en ađferđin til ţess ađ gera ţetta verđur allt öđruvísi í víkingaskák. http://viking-chess.blogspot.com/.../samantekit-islensku...
25.1.2015 | 18:38
Magnus Carlsen sigurvegari í Sjávarvík
Tata Steel mótinu lauk í dag Sjávarvík (Wijk aan Zee). Magnus Carlsen (2862) gerđi jafntefli í lokaumferđinni viđ Króatann Ivan Saric (2666) og ţađ dugđi til sigurs í mótinu ţar sem heimamađurinn Anish Giri (2784) sem var ađeins hálfum vinningi á eftir honum gerđi jafntefli viđ Pólverjann Wojtaszek (2744). Vachier-Lagrave (2767), Ding Liren (2732) og Wesley So (2762) unnu allir í dag og náđu Giri ţar međ ađ vinningum.
Lokaröđ efstu manna:
- 1. Magnus Carlsen (2862) 9 v.
- 2.-5. Maxime Vachier-Lagrave (2757), Anish Giri (2784), Wesley So (2762), Ding Liren (2732) 8˝ v.
- 6. Vassily Ivanchuk (2715) 7˝
- 7. Fabiano Caruana (2820) 7 v.
Kínverjinn Wei Yi (2675) sigrađi í b-flokki en hann hlaut 10˝. David Navara (2729) varđ annar međ 10 vinninga og Sam Shankland (2652) varđ ţriđji međ 9 vinninga.
25.1.2015 | 10:49
Tómas Veigar sigurvegari Janúarmótsins - Vestriđ međ besta liđiđ
Nú er lokiđ ţví mikla og krefjandi verkefni ađ halda skákmót í fullri lengd fyrir keppendur frá gervöllu Norđurlandi.
Janúarmótinu lauk í dag međ pompi og prakt ţegar riđlarnir tveir mćttust í keppni um endanleg sćti í mótinu, sem einnig var liđakeppni. 16 keppendur tókust í hendur og tefldu tvćr kappskákir viđ liđsmann hins liđsins, rađađ eftir nákvćmri röđ sem hafđi fengist eftir 7 kappskákir ţar á undan.
Ţeir villtu og trylltu, sem segjast vera ađ vestan og geta ekki annađ, byrjuđu gríđarvel og unnu sínar viđureignir allar á borđum 4-8, sem sagt fimm vinningar fyrir Vestur en ţrír fyrir Austur.
Áhugavert er ađ engri skák lauk međ jafntefli í fyrri umferđinni, en Vestanmenn eru sérstakir áhugamenn um einmitt jafntefli líklega hafa ţeir ţó samiđ yfir sig í mótinu sjálfu, enda gerđu ţeir 10 jafntefli á međan Austanmenn létu sér nćgja ađ gera tvö.
Ţá var komiđ ađ seinni umferđinni, sérstaklega vegna ţess ađ hana mátti ekki tefla á undan ţeirri fyrri ţađ hefđi nú veriđ firra.
Helmingur keppenda varđ ađ vinna til ađ jafna stöđuna og vonast til ađ gera betur í hrađskák, en vćri jafnt eftir kappskákirnar skyldi tefla 2 hrađskákir og eina armageddon skák ef enn yrđi jafnt.
Á efsta borđinu gerđu Hjörleifur og Tómas Veigar jafntefli og var ţá ljóst ađ Tómas er sigurvegari mótsins fékk 8 vinninga af 9 mögulegum í heildina og tapađi ekki skák.
Jakob Sćvar, Ćvar Ákason og Sam Rees áttu ţađ sameiginlegt ađ hafa tapađ fyrri skákinni en unniđ ţá seinni og ţurfti ţví ađ tefla hrađskák til úrslita.
Fyrstir tefldu Ćvar Ákason og Sigurbjörn Ásmundsson og lauk ţeirri glímu međ fullnađarsigri Sigurbjörns.
Ţví nćst tefldu Jakob Sćvar og Sigurđur G Daníelsson hrađskák til úrslita. Siggi er velţekktur refur í hrađskák og tókst ađ vinna báđar og tryggja sér ţannig 3. sćtiđ í heildarmótinu.
Ađ lokum var komiđ ađ Sam Rees og Jóni Ađalsteini ađ tefla hrađskák til úrslita. Viđureign ţeirra var afar spennandi og fóru leikar ţannig ađ ţeir unnu hvor sína hrađskákina. Ţurfti ţví ađ grípa til bráđabana eđa armageddon skákar, en ţar dugar svörtum jafntefli til ađ vinna viđureignina. Sam Rees stýrđi svörtu mönnunum og komst í ágćtt liđsaflaforskot, en ekki vildi betur til en ađ ólöglegur leikur birtist á borđinu og tapađi hann ţví skákinni. Jón stóđ ţví uppi sem sigurvegari viđureignarinnar.
2. umferđ lauk sem sagt 4 4, en ţađ dugđi Austanmönnum skammt, ţví Vestanmenn unnu fyrri umferđina 5 3. Villtu trylltu unnu ţví 9 7 ţegar öllu hefur veriđ haldiđ til haga.
Lokastađa mótsins er ţví svofelld:
Hermann Ađalsteinsson bar hitann og ţungann af mótshaldinu og honum til ađstođar var Tómas Veigar. Keppendum er ţökkuđ ţátttakan, sérstaklega ţeim sem hliđruđu til fyrir ferđalöngum og hinir líka
Til hamingju Vestanmenn! Ţangađ til nćst..
25.1.2015 | 10:33
Carlsen međ hálfsvinnings forskot fyrir lokaumferđina - Giri vann fjórđu skákina í röđ
Magnus Carlsen (2862) gerđi jafntefli viđ Kínverjann Ding Liren (2732) í tólftu og nćstsíđustu umferđ Tata Steel-mótsins í gćr. Anish Giri (2784) er kominn í mikiđ stuđ og er kominn í annađ sćtiđ eftir sigur á Wesley (2762) í maraţonskák í gćr. Fjórđa vinningsskákin í röđ. Lokaumferđin hefst fyrr en venjulega eđa kl. 11.
Í lokaumferđinni teflir Carlsen viđ Saric (2666) en Giri viđ Wojtaszek (2744).
Stađa efstu manna:
- 1. Magnus Carlsen (2862) 8˝ v.
- 2. Anish Giri (2784) 8 v.
- 3.-5. Maxime Vachier-Lagrave (2757), Wesley So (2762) og Ding Liren (2732) 7˝ v
- 6.-7. Vassily Ivanchuk (2715) og Fabiano Caruana (2820) 7 v.
- 8. Teimor Radjabov (2734) 6 v.
Kínverjinn Wei Yi (2675) er efstur í b-flokki međ 10 vinninga. Hefur vinningssforskot á David Navara (2729) sem er annar.
24.1.2015 | 20:00
Guđmundur efstur - ekur frá Ísafirđi til ađ tefla á skákţinginu
Guđmundur Gíslason er efstur ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur og hefur unniđ allar skákir sínar. Í 2.-5. sćti koma svo Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Ţorvarđur Ólafsson og Dagur Arngrímsson međ 3 ˝ vinning.
Talsvert hefur veriđ um óvćnt úrslit á skákţinginu sem er vel skipađ. Guđmundur lćtur sig ekki muna um ađ aka eđa fljúga á milli Ísafjarđar og Reykjavíkur til ađ tefla skákir sínar og hann vann Sćvar Bjarnason á miđvikudagskvöldiđ og teflir viđ Dag Arngrímsson í fimmtu umferđ. Hann er einnig međ á Gestamóti Hugins ţar sem 68 skákmenn taka ţátt en ţar er teflt á fimmtudagskvöldum í Stúkunni á Kópavogsvelli.
Ivantsjúk efstur í Wijk aan Zee
Fyrsta verkefni heimsmeistarans Magnúsar Carlsen eftir ađ hann varđi titil sinn á dögunum í Sochi viđ Svartahaf er ađ tefla á stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Magnús var ekki međ í fyrra en í ársbyrjun 2013 vann hann mótiđ međ fáheyrđum yfirburđum, hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum og jafnađi besta árangur Garrís Kasparovs frá 1999. Viđ komuna til Wijk hafđi Magnús orđ á ţví ađ ţađ vćri eins og ađ koma heim til sín; hann tefldi ţarna fyrst 13 ára gamall í C-flokki áriđ 2004 og vann međ glćsibrag, hlaut 10 ˝ vinninga af 13. Frá 2007 hefur hann teflt í A-flokknum sjö sinnum, deildi sigrinum međ Aronjan áriđ 2008 og vann mótin enn árin 2010 og 2013. Taflmennska hans í fyrstu ţrem umferđunum var daufleg en svo hrökk hann í gang, vann heimamanninn Van Wely, sem í umferđinni á undan gerđi sig ađ athlćgi sakir ömurlegrar međhöndlunar gjörunnins endtafls í skák viđ Pólverjann Wojtaszek sem hefur unniđ bćđi Carlsen og Caruana. En stađa efstu manna er ţessi: 1. Ivantsjúk 4 v. (af 5) 2-3. Ding, Wojtazek 3 ˝ v. 4. 7. Carlsen, Giri, So og Caruana 3 v .
Anish Giri er í dag fremsti skákmađur Hollendinga og hann ćtlar sér stóra hluti, vann sigur á Georgíumanninum Jobava á fimmtudaginn:
Wijk aan Zee; 5. umferđ:
Anish Giri Baadur Jobava
Kóngsindversk vörn
1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4
Afbrigđi sem dregur nafn sitt af byssusting. Hvítur gengur beint til verks og reynir ađ ryđjast inn drottningarmegin.
9. ... Rh5 10. He1 Rf4 11. Bf1 f5 12. a4 h6 13. Rd2 g5 14. Ha3 g4 15. a5 h5 16. c5 h4 17. Rc4 Reg6 18. cxd6 cxd6 19. Rb5 Hf6 20. g3 hxg3 21. hxg3 a6 22. Rc3 Rh4!
Georgíumađurinn er ţekktur fyrir mikla hugmyndaauđgi. Ţađ er stórhćttulegt ađ ţiggja manninn, t.d. 23. gxh4 Hh6! o.s.frv. eđa 23. gxf4 Rf3+! og vinnur.
23. Re2!
Best. Giri lćtur skiptamun af hendi fyrir gott spil.
23. ... Rf3+ 24. Hxf3 Rxe2 25. Bxe2 gxf3 26. Bxf3 Bh6 27. Rb6 Hb8 28. Kg2 Bxc1 29. Dxc1 f4 30. Hh1 Hg6 31. Hh5 Df8 32. Dh1 Df6 33. Dh2!?
Hafi ţessi rólegi leikur sem bćtir stöđu hvíts nánast ekki neitt veriđ byggđur á ţeirri vissu ađ svartur myndi vilja losa um mennina á drottningarvćng gengur hann fullkomlega upp. Jobava átti um 5 mínútur til ađ ná tímamörkunum viđ 40. leik.
33. ... Bg4??
Gengur í gildruna.
34. Bxg4 Hxg4 35. Dh3! Dg6
Eđa 35. ... f3+ 36. Kh2 Dg7 37. Rd7! og vinnur.
36. Kf3!
og Jobava sá sína sćng uppreidda og gaf skákina, 36. ... fxg3 37. Dxg4 Dxg4+ 38. Kxg4 gxf2 strandar á 39. Hg5+ og 40. Hf5 sem vinnur..
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. janúar 2015.
Spil og leikir | Breytt 19.1.2015 kl. 10:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2015 | 13:05
Nćstsíđasta umferđin byrjuđ - Carlsen međ hálfs vinnings forskot á So
Magnus Carlsen (2862) gerđi jafntefli viđ Frakkann Maxime Vachier-Lagrave (2757) í elleftu umferđ Tata Steel-mótsins í gćr. Wesley So (2762) vann hins vegar Króatann Ivan Saric (2666) er ađeins hálfum vinningi á eftir heimsmeistaranum. Anish Giri (2784) og Ding Liren (2732) unnu báđir í gćr og eru hálfum vinningi ţar á eftir.
Tólfta og nćstsíđasta umferđ er nýhafin. Ţar teflir Carlsen viđ Ding Liren og So teflir viđ Giri.
Stađa efstu manna:
- 1. Magnus Carlsen (2862) 8 v.
- 2. Wesley So (2762) 7˝ v
- 3.-5. Maxime Vachier-Lagrave (2757), Anish Giri (2784) Ding Liren (2732) 7 v.
- 6.-7. Vassily Ivanchuk (2715) og Fabiano Caruana (2820) 6˝ v.
Kínverjinn Wei Yi (2675) er efstur í b-flokki međ 9 vinninga.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 9
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 8778732
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar