Fćrsluflokkur: Spil og leikir
Ţađ var sannarlega nóg af flugeldasýningum í umferđinni og má sem dćmi nefna örfáar skákir:
Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1992) vann glćsilegan sigur međ góđri riddarafléttu gegn Óliver Aroni Jóhannessyni (2170).
Skákkennarinn og höfundur Gulu bókarinnar,Siguringi Sigurjónsson (1969) átti magnađann sprett gegn IM Björgvin Jónssyni (2353) og vann örugglega!

Dagur Ragnarsson gerđi jafntefli viđ IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) eftir ţétta sókn en ţetta var í annađ skiptiđ sem ţeir tefla kappskák í vikunni!
IM Karl Ţorsteinsson (2456) blés í herlúđra og steinlímdi stöđu hvíts gegn Mikael Jóhanni Karlssyni (2077)
Mikael 0 1 Karl
Af öđrum úrslitum er meira en nóg ađ taka. Í ekki svo mörgum orđum voru úrslit umferđarinnar nokkuđ óvćnt; stigalćgri menn fóru mikinn og nokkrir eru nú í hópi efstu manna.
Stóru tíđindi Dagsins voru helst:
- Trölliđ og Víkingurinn Gunnar Freyr Rúnarsson (2045) vann FM Halldór Grétar Einarsson(2187)
- Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1992) lagđi Óliver Aron Jóhannesson (2170) međ glćsilegri riddarafléttu!
- Skákkennarinn Siguringi Sigurjónsson (1969) vann IM Björgvin Jónsson (2353) međ talsverđum tilţrifum
- Björn Hólm Birkisson (1911) vann Sverri Örn Björnsson (2117)
- Gauti Páll Jónsson (1871) vann Helga Brynjarsson (1978)
- Dagur Ragnarsson gerđi jafntefli viđ IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) eftir ţétta sókn.
- Örn Leó Jóhannsson (2048) gerđi jafntefli viđ ísfirđinginn ískalda Guđmund St. Gísason(2315)
Sem sagt, allt ađ gerast í súkkulađiverksmiđjunni, Nói Siríus.
Pörun 4. umferđar verđur birt kl. 16 n.k. laugardag!
Efstu menn eftir ţrjár:
22.1.2015 | 21:26
Tvö stúlknaskákmót fara fram um mánađarmótin
Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur
Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 31. janúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.
Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna). Mótiđ hefst kl. 12 og tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
Veitt verđa sérstök verđlaun fyrir sveitir sem eingöngu hafa á skipa nemendum úr 1.-3. bekk. Mćti a.m.k. fjórar slíkar sveitir tefla ţćr í sér flokki.
Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. per sveit en ţó ađ hámarki kr. 10.000 per skóla.
Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um skráđar sveitir má nálgast hér.
Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni
Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram, sunnudaginn 1. febrúar, í Rimaskóla og hefst kl. 11.
Veitt verđa ţrenn verđlaun í öllum flokkum en teflt er fimm flokkum.
- 8.-10. bekkur (1999-2001)
- 5.-7. bekkur (2002-2004)
- 3.-4. bekkur (2005-2006)
- 1.-2. bekkur (2007-2008). (Jafnframt mega yngri stelpur tefla.)
- Peđaskák (leikskólaaldur og fyrir ţćr sem ekki treysta sér ekki í hefđbundna skák)
Tefldar verđa 10 mínútna skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.
Samhliđa mótinu verđur tefld Peđaskák sem er ćtlađ ungum keppendum sem hafa nýlega byrjađ ađ tefla.
Allir keppendur fá Prins Póló í lok mótsins!
Ţátttökugjöld eru 500 kr. á keppenda. Systur greiđa ţó ekki meira en 750 kr.
Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um skráđar keppendur má nálgast hér.
Skráningar í bćđi mót ţurfa ađ berast í sl. 29. janúar nk.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2015 | 11:56
Stórmeistari, alţjóđlegur meistari, FIDE-meistari og einn titillaus efstir á Skákţingi Reykjavíkur
Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir međ 5 vinninga ađ lokinni sjöttu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í gćr. Ţađ er stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2492), alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2433), FIDE-meistarinn Guđmundur Gíslason (2315) og hinn titillausi Oliver Aron Jóhannesson (2170). Dagurinn í gćr var ekki góđur dagur fyrir ţá Dag og Dag sem efstir voru fyrir umferđ gćrdagsins.
Í gćr unnu almennt hinir stigahćrri ţá stigalćgri á efri borđum mótsins og virđist kenningin "stig tefla" eiga ágćtlega viđ. Á ţessu voru ţó nokkrar undantekningar. Óvćntustu úrslitin gćrdagsins voru sigur Harđar Jónassonar (1541) á Lofti Baldvinssyni (1987) og Dawid Kolka (1829) á alţjóđlega meistaranum Sćvari Bjarnasyni (2114). Mikael Jóhann Karlsson (2077) gerđi sér svo lítiđ fyrir og vann Ţorvarđ F. Ólafsson (2245).
Fimm skákmenn eru í 5.-9. sćti međ 4˝ vinning. Ţađ eru ţeir nafnar Dagur Arngrímsson (2368) og Ragnarsson (2059), Björn Ţorfinnsson (2373), Mikael Jóhann og Bjarni Sćmundsson (1895).
Sjöunda umferđ fer fram á sunnudag.
Sigurgöngu Magnusar Carlsen (2862) lauk í gćr ţegar hann gerđi jafntefli viđ Ivanchuk (2715) í níundu umferđ Tata Steel-mótsins í Sjávarvík. Áđur hafđi Norđmađurinn ungi unniđ sex skákir í röđ. Úkraínumađurinn tefldi stíft til jafnteflis međ hvítu mönnum og var ţráteflt snemma tafls. Mikiđ var um jafntefli í gćr og röđ efstu manna ađ mestu leyti óbreytt. Frídagur er í dag en lokaumferđirnar ţrjár verđa tefldar föstudag-sunnudag.
Stađa efstu manna:
- 1. Carlsen (2862) 7˝ v.
- 2.-3. Wesley So (2762) og Maxime Vachier-Lagrave (2757) 6˝ v.
- 4.-7. Ivanchuk (2715), Giri (2784), Caruana (2820) og Ding Liren (2732) 6 v.
Wei Yi (2675) og David Navara (2729) eru eftir í b-flokki međ 8 vinninga.
Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.
20.1.2015 | 23:37
Carlsen međ sjöttu sigurskákina í röđ!
Magnus Carlsen (2862) heldur áfram ótrúlegu rönni á Tata Steel-mótinu sem er í gangi í Wijk aan Zee. Í níundu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann Radjabov (2731) og var ţađ sjötta vinningsskák hans í röđ. Á morgun mćtir hann Ivanchuk (2715). Vinnur hann ţá sjöundu skákina í röđ og endurtekur ţar međ ćvintýri Caruana frá Sinqenfeld Cup frá í haust?
Stađa efstu manna:
- 1. Carlsen (2862) 7 v.
- 2.-3. Wesley So (2762) og Maxime Vachier-Lagrave (2757) 6 v.
- 4.-5. Ivanchuk (2715)og Ding Liren (2732) 5˝ v.
- 6.-7. Giri (2784) og Caruana (2828) 5 v.
David Navara (2729), sem verđur međal keppenda á Reykjavíkurskákmótinu er efstur í b-flokki međ 7˝ vinning.
Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.
20.1.2015 | 23:01
Björgvin međ öruggan sigur í Stangarhyl.
Ţrjátíu kátir skákkarlar mćttu í Stangarhyl í dag og skemmtu sér viđ skák í ţrjá og hálfan tíma. Björgvin Víglundsson var öryggiđ uppmálađ eins og hann er oftast og varđ efstur međ 9˝ vinning. Stefán Ţormar var sá eini sem náđi jafntefli viđ hann í dag. Guđfinnur R Kjartansson og Ingimar Halldórsson urđu svo jafnir í öđru til ţriđja sćti međ 7 ˝ vinninga en Guđfinnur var hćrri á stigum.
Sćbjörn Larsen var einn í fjórđa sćti međ 6 ˝ vinning. Magnús V Pétursson sá óútreiknanlegi skákmađur blandađi sér í hóp efstu manna í dag og varđ í fimmta til áttunda sćti međ 6 vinninga ásamt Stefáni Ţormar, Gunnari Finnssyni og Páli G. "Magggi er sterkur" eins og hann segir okkur sjálfur.
Viđ minnum á Toyotaskákmótiđ sem verđur haldiđ 30 janúar í söludeild Toyota. Viđ biđjum vćntanlega ţátttakendur ađ forskrá sig í netföngin finnur.kr@internet.is og í rokk@internet.is eđa í síma 8931238 og 8984805
Ţađ eru nú ţegar 14 búnir ađ skrá sig til ţátttöku. Verđur auglýst nánar ţegar nćr dregur.
Sjá nánari úrslit dagsins í töflu og myndum frá ESE
20.1.2015 | 19:10
Tvö stúlknaskákmót um mánađarmótin
Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur
Íslandsmót grunnskólasveita 2015 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 31. janúar nk. í Rimaskóla, Reykjavík.
Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna). Mótiđ hefst kl. 12 og tefldar verđa 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
Veitt verđa sérstök verđlaun fyrir sveitir sem eingöngu hafa á skipa nemendum úr 1.-3. bekk. Mćti a.m.k. fjórar slíkar sveitir tefla ţćr í sérflokki.
Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. per sveit en ţó ađ hámarki kr. 10.000 per skóla.
Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar sveitir má nálgast hér.
Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni
Íslandsmót stúlkna 2015 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram, sunnudaginn 1. febrúar, í Rimaskóla og hefst kl. 11.
Veitt verđa verđlaun í tveimur flokkum.
Fćddar 1999-2001.
Fćddar 2002 og síđar.
Tefldar verđa 10 mínútna skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda.
Samhliđa mótinu verđur tefld Peđaskák sem er ćtlađ ungum keppendum sem hafa nýlega byrjađ ađ tefla.
Skráning fer fram hér. Upplýsingar um skráđar keppendur má nálgast hér.
Skráningar í bćđi mót ţurfa ađ berast í sl. 29. janúar nk. fyrir hádegi.
Spil og leikir | Breytt 21.1.2015 kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2015 | 16:44
Skákdagurinn framundan
Skákdagurinn verđur haldinn hátíđlegur um land allt mánudaginn 26. janúar. Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og ţjóđhetja á ţá stórafmćli, en hann stendur á áttrćđu. Feril Friđriks ţekkja flestir. Hann varđ Íslandsmeistari 1952 ţá sautján ára gamall, tefldi frćgt einvígi viđ Bent Larsen 1956 og var nćstu árin međal allra bestu skákmanna heims. Friđrik gegndi embćtti forseta FIDE 1978-1982 og átti farsćlan feril sem skrifstofustjóri Alţingis um árabil.
Taflborđin verđa tekin upp í skólum, taflfélögum, fyrirtćkum og víđar á Skákdaginn og munu landsmenn ţannig heiđra afmćlisbarniđ í verki. Ţegar eru allmargir viđburđir fyrirhugađir. Eldri skákmenn í Reykjavík munu halda áfram baráttunni um Friđrikskónginn ţar sem Gunnar Gunnarsson hefur titil ađ verja. Gunnarar hafa reyndar unniđ Friđrikskónginn síđustu ţrjú ár! Tafliđ hefst 19:30 og er teflt um Friđrikskónginn í skákherberginu í KR-heimilinu.
Friđrik hefur veriđ félagi í Taflfélagi Reykjavíkur allan sinn feril. Taflfélagsmenn munu heiđra ţennan helsta félaga sinn međ Frikkanum 2015, en um ţann titil verđur teflt á nćsta skemmtikvöldi Taflfélagsins sem verđur haldiđ föstudagskvöldiđ 30. janúar. Tefldar verđa stöđur upp úr skákum Friđriks. Auk ţess er Skákţing Reykjavíkur sem nú er í gangi honum til heiđurs.
Vinaskákfélagiđ og Skákfélagiđ Hrókurinn standa fyrir Friđriksmóti í Vin á mánudaginn.
Skákfélagiđ Huginn mun ađ kvöldi Skákdagsins standa fyrir hrađkvöldi í félagsađstöđu sinni í Mjóddinni.
Lágafellsskóli í Mosfellsbć er mikill skákskóli. Ţar sinnir Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir kennari viđ skólann skákkennslu í fullu starfi. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari mun tefla fjöltefli í skólanum morguninn eftir Skákdaginn. Fjöltefli verđa einnig haldin í Kerhólsskóla, Hvolsskóla Hvolsvelli og víđar.
Taflfélögin út á landi láta ekki sitt eftir liggja og verđur Hugin međ opiđ hús um kvöldiđ á Húsavík og Skákfélag Akureyrar higgur á skákmót í verslunarmiđstöđinni Glérártorgi. Ţá hefur heyrst af skákviđburđum á Blönduósi og Patreksfirđi.
Skáksundlaugarsett verđa vígđ víđa um land, m.a. á Ólafsvík, Ólafsfirđi og Seltjarnarnesi.
Frekar upplýsingar um Skákdaginn er ađ vćnta í vikunni og má senda upplýsingar um viđburđi á stefan@skakakademia eđa gunnar@skaksamband.is.
19.1.2015 | 16:27
Dagur og Dagur í forystu á Skákţingi Reykjavíkur
Margar spennandi viđureignir voru í 5.umferđ Skákţings Reykjavíkur sem tefld var síđastliđinn sunnudag. Hart var barist á toppnum sem fyrr og urđu tveir titilhafar ađ játa sig sigrađa.
Á 1.borđi mćttust alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) og FIDE meistarinn Guđmundur Gíslason (2315) í hörkuskák. Í ţessari orrustu um toppsćtiđ mćttust stálin stinn og varđ eitthvađ undan ađ láta. Svo fór ađ lokum ađ Ísfirđingurinn knái, Gummi Gísla, lagđi niđur vopn eftir harđa rimmu og nokkra vel útfćrđa leiki Dags. Afar mikilvćgur og sterkur sigur hjá Degi í toppbaráttunni.
Á 2.borđi mćttust TR-ingurinn síungi Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2245) og Rimaskólaundriđ Dagur Ragnarsson (2059). Báđir höfđu ţeir náđ góđum úrslitum fyrr í mótinu og báđir voru ţeir taplausir fyrir ţessa viđureign. Eftir heiđarlegan bardaga var ţađ Dagur sem vann skákina og trónir hann nú á toppnum ásamt nafna sínum Degi Arngrímssyni. Í ţessu samhengi er athyglivert ađ rifja upp ţungbćra kennslustund Dags Ragnarssonar á Evrópumóti ungmenna í Batumi í Georgíu síđastliđiđ haust ţar sem hann varđ ađ gera sér ađ góđu ađ skilja 122 skákstig eftir í Batumi. Slík reynsla hefur bugađ margan skákmanninn, en Dagur er međ höfuđiđ skrúfađ rétt á og hefur honum tekist ađ vinna međ ţessa erfiđu reynslu á uppbyggilegan hátt. Afraksturinn er augljós nú eftir fimm skákir í Skákţinginu ţví piltur hefur 41/2 vinning sem skipar honum á bekk međ efsta manni mótsins og skilar honum 72 skákstigum.
Á 3.borđi börđust Suđurnesjatrölliđ Jóhann Ingvason (2126) og Grafarvogsstjarnan Oliver Aron Jóhannesson (2170). Margir reiknuđu vafalítiđ međ sigri Olivers í ljósi hraustlegrar framgöngu hans í mótinu til ţessa, en Jóhann er sýnd veiđi en ekki gefin. Auk ţess berast nú ţćr fregnir úr undirheimunum ađ Jóhann sé í stífum ćfingum hjá ónefndum stórmeistara. Svo virđist sem ţćr ćfingar séu ađ skila sér ţví Jóhann gerđi jafntefli viđ Oliver og hefur ţví nćlt sér í 11/2vinning í síđustu tveimur skákum gegn tveimur ungum og afar efnilegum skákmönnum.
Á 4.borđi stýrđi sonur Suđurnesjatröllsins, Örn Leó Jóhannsson (2048), hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2492). Ţađ er ljóst ađ ţrátt fyrir örlítiđ hikst í stórmeistaravélinni í 3.umferđ ađ ţá mćtir Stefán einkar vel undirbúinn til leiks í Skákţingiđ. Á kaffistofunni veltu menn ţví fyrir sér hvort Stefán vćri ađ beita heimabrugguđum launráđum í ţessari skák gegn Erni Leó. Ekki verđur úr ţví skoriđ hér en hitt er ljóst ađ Stefán vann skákina eftir nokkrar sviptingar. Er Stefán sterklega grunađur um ađ hafa fínpússađ byrjanir sínar áđur en Skákţingiđ hófst.
Fullyrđa má ađ Akademíuforinginn Stefán Bergsson (2085) hafi fariđ eilítiđ ađra leiđ en stórmeistarinn í sínum byrjanaundirbúningi fyrir Skákţingiđ. Erfitt er ađ finna orđ til ađ lýsa ţví nánar en ljóst er ađ orđiđ fínpússning vćri nokkuđ villandi í ţví samhengi. Stefán stýrđi svörtu mönnunum gegn stjórnarmanni Taflfélags Reykjavíkur, Ţóri Benediktssyni (1895). Ţórir lék 1.e4 og Stefán svarađi međ 1...f5. Var ţađ mál manna á kaffistofunni ađ 1...f5 vćri ađ öllum líkindum versti mögulegi svarleikur svarts gegn 1.e4. Enda fór ţađ svo ađ Ţórir vann skákina.
Óvćnt úrslit voru framleidd á 6.borđi hvar Bjarni Sćmundsson (1895) stýrđi svörtu mönnunum til sigurs gegn alţjóđlega meistaranum Sćvari Bjarnasyni (2114). Bjarni á ţađ til ađ ganga berserksgang á skákborđinu og er besta dćmiđ um ţađ er hann lagđi titilhafana Róbert Lagerman (2320) og Dag Arngrímsson (2367) ađ velli í Reykjavíkurskákmótinu áriđ 2011, líkt og skákáhugamönnum er vafalítiđ enn í fersku minni. Sćvar fékk nú ađ finna fyrir vélabrögđum Bjarna sem er til alls líklegur í ţessum ham.
Af öđrum úrslitum bar hćst ađ skákţjálfarinn dagfarsprúđi Björn Ţorfinnsson (2373) lagđi kollega sinn, skákţjálfarann Loft Baldvinsson (1987), ađ velli á rétt rúmum klukkutíma. Staunton-sérfrćđingurinn Jón Viktor Gunnarsson (2433) vann landsliđskonuna geđţekku Hallgerđu Helgu Ţorsteinsdóttur (1992) og byrjanaprófessorinn Dađi Ómarsson (2256) er aftur kominn á beinu brautina eftir sigur á Dawid Kolka (1829).
Línur eru teknar ađ skýrast í Skákţinginu. Dagur Arngrímsson og Dagur Ragnarsson leiđa mótiđ međ 41/2 vinning en í humátt á eftir ţeim međ 4 vinninga koma Guđmundur Gíslason, Oliver Aron Jóhannesson, Stefán Kristjánsson, Jón Trausti Harđarson, Jón Viktor Gunnarsson, Bjarni Sćmundsson og Ţórir Benediktsson. Ađrir hafa minna.
Í 6.umferđ verđur risaslagur á 1.borđi hvar Stefán Kristjánsson hefur hvítt gegn Degi Arngrímssyni. Á 2.borđi er ekki síđri bardagi ţar sem Dagur Ragnarsson hefur hvítt gegn Jóni Viktori Gunnarssyni. Athygliverđ rimma er jafnframt á 4.borđi en ţar mćtast Rimaskólabrćđurnir Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson í baráttu um Grafarvogskrúnuna. Ţađ mun eitthvađ ganga á í skáksal Taflfélags Reykjavíkur ţegar 6.umferđ verđur tefld og mörgum spurningum ósvarađ ţar til ţá. Munu nafnarnir halda toppsćtinu eđa er Dagur ađ kveldi kominn? Mun nýr Dagur upp rísa? Hvađa afbrigđi verđur fínpússađ á eldhúsborđi stórmeistarans fyrir umferđina? Verđur Grafarvogur samur eftir slag Olivers og Jóns Trausta? Hvađ leikur Akademíuforinginn í 1.leik?
Ekki missa af fjörinu. Klukkur verđa rćstar á slaginu 19:30 á miđvikudagskvöldiđ nćstkomandi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2015 | 15:18
Norđurorkumótiđ - Skákţing Akureyrar 2015 hófst í gćr
Norđurorkumótiđ, Skákţing Akureyrar 2015 hófst í gćr međ 10 skákum. Hart var barist á öllum borđum og engin skák endađi međ jafntefli. 21 keppandi er skráđur til leiks. Ţar á međal eru margir reyndir kappar, ungir og efnilegir drengir og kempur sem hafa ekki teflt kappskák á Akureyri í langan tíma. Ungu, óreyndu drengirnir stóđu sig vel en máttu sín lítils gegn reynsluboltunum. Ţeirra tími mun koma.
Á fyrsta borđi áttust viđ Sveinbjörn Sigurđsson og Áskell Örn Kárason. Skákinni lauk eftir 38 leiki ţegar Sveinbjörn féll međ erfiđa stöđu.
Á öđru borđi vann Ólafur Kristjánsson glćsilegan sigur á Kristjáni Hallberg í ađeins 19 leikjum. Tvímćlalaust glćsilegasta skák kvöldsins.
Á ţriđja borđi mćttust Ulker Gasanova og Jón Kristinn Ţorgeirsson. Langt er síđan Ulker hefur teflt á skákmótum á heimavelli og gaf hún ungstirninu ekkert eftir. Jón tók ţađ til bragđs ađ skipta upp í seinnihluta miđtaflsins og Ulker sat uppi međ erfiđa stöđu og lék af sér. Hún gafst upp eftir 35 leiki.
Á fjórđa borđi áttust viđ Smári Ólafsson og Logi Jónsson. Smári tefldi djarft og fórnađi tveimur peđum fyrir frumkvćđiđ. Seinni peđsfórnin var vafasöm. Í kjölfariđ lék Smári illa af sér og Logi náđi ađ króa drottningu Smára inni. Smári gafst ţá upp.
Á fimmta borđi mćtti Hreinn Hrafnsson ungstirninu Símoni Ţórhallssyni. Símon saumađi jafnt og ţétt ađ hreini og vann hann í vel tefldri skák í 26 leikjum.
Á sjötta borđi mćtti Haraldur Haraldsson Eymundi Eymundssyni sem ekki hefur teflt mikiđ ađ undanförnu. Eymundur fékk ţrönga stöđu og vann Haraldur nokkuđ örugglega. Eymundur gafst upp eftir 34 leiki eftir ađ hafa leikiđ af sér skiptamun í erfiđri stöđu.
Á sjöunda borđi mćttust Haki Jóhannesson og Sigurđur Eiríksson. Haki hefur í mörg ár haft hćgt um sig í kappskákum í heimabćnum. Ţetta var spennandi skák ţar sem Sigurđur reyndi ađ herja á hálfopna a-línu en Haki lagđi undir sig opna c-línu. Opna línan reyndist happadrýgri og Haki bćtti stöđu sína jafnt og ţétt uns Sigurđur ţurfti ađ gefa drottningu sína fyrir riddara og hrók. Ţćr bćtur reyndust ekki nćgar ţrátt fyrir kröftuga taflmennsku svarts og Haki hafđi ađ lokum sigur eftir laglegan lokahnykk í 50. leik.
Á áttunda borđi stóđ hinn reynslulitli Benedikt Stefánsson vel í sveitunga sínum úr Hörgárdalnum, Hjörleifi Halldórssyni. Svo fór ađ lokum ađ reynslan lagđi ćskuna af velli í endatafli eftir 36 leiki.
Á níunda borđi var hinn ungi Oliver Ísak Ólafsson óheppinn ađ ná ekki ađ halda heldur verra hróksendatafli gegn Jakobi Sćvari Sigurđssyni. Jakob nýtti reynslu sína og vann í 45 leikjum.
Á tíunda og neđsta borđi tefldi Gabríel Freyr Björnsson sína fyrstu kappskák gegn kennara sínum, Andra Frey Björgvinssyni. Gabríel átti erfitt uppdráttar og mátti játa sig sigrađan eftir 35 leiki.
Karl Egill Steingrímsson sat yfir í fyrstu umferđ.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 5
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 128
- Frá upphafi: 8778728
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar