Leita í fréttum mbl.is

Dagur og Dagur í forystu á Skákţingi Reykjavíkur

Margar spennandi viđureignir voru í 5.umferđ Skákţings Reykjavíkur sem tefld var síđastliđinn sunnudag. Hart var barist á toppnum sem fyrr og urđu tveir titilhafar ađ játa sig sigrađa.

Á 1.borđi mćttust alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) og FIDE meistarinn Guđmundur Gíslason (2315) í hörkuskák. Í ţessari orrustu um toppsćtiđ mćttust stálin stinn og varđ eitthvađ undan ađ láta. Svo fór ađ lokum ađ Ísfirđingurinn knái, Gummi Gísla, lagđi niđur vopn eftir harđa rimmu og nokkra vel útfćrđa leiki Dags. Afar mikilvćgur og sterkur sigur hjá Degi í toppbaráttunni.

Á 2.borđi mćttust TR-ingurinn síungi Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2245) og Rimaskólaundriđ Dagur Ragnarsson (2059). Báđir höfđu ţeir náđ góđum úrslitum fyrr í mótinu og báđir voru ţeir taplausir fyrir ţessa viđureign. Eftir heiđarlegan bardaga var ţađ Dagur sem vann skákina og trónir hann nú á toppnum ásamt nafna sínum Degi Arngrímssyni. Í ţessu samhengi er athyglivert ađ rifja upp ţungbćra kennslustund Dags Ragnarssonar á Evrópumóti ungmenna í Batumi í Georgíu síđastliđiđ haust ţar sem hann varđ ađ gera sér ađ góđu ađ skilja 122 skákstig eftir í Batumi. Slík reynsla hefur bugađ margan skákmanninn, en Dagur er međ höfuđiđ skrúfađ rétt á og hefur honum tekist ađ vinna međ ţessa erfiđu reynslu á uppbyggilegan hátt. Afraksturinn er augljós nú eftir fimm skákir í Skákţinginu ţví piltur hefur 41/2 vinning sem skipar honum á bekk međ efsta manni mótsins og skilar honum 72 skákstigum.

Á 3.borđi börđust Suđurnesjatrölliđ Jóhann Ingvason (2126) og Grafarvogsstjarnan Oliver Aron Jóhannesson (2170). Margir reiknuđu vafalítiđ međ sigri Olivers í ljósi hraustlegrar framgöngu hans í mótinu til ţessa, en Jóhann er sýnd veiđi en ekki gefin. Auk ţess berast nú ţćr fregnir úr undirheimunum ađ Jóhann sé í stífum ćfingum hjá ónefndum stórmeistara. Svo virđist sem ţćr ćfingar séu ađ skila sér ţví Jóhann gerđi jafntefli viđ Oliver og hefur ţví nćlt sér í 11/2vinning í síđustu tveimur skákum gegn tveimur ungum og afar efnilegum skákmönnum.

Á 4.borđi stýrđi sonur Suđurnesjatröllsins, Örn Leó Jóhannsson (2048), hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2492). Ţađ er ljóst ađ ţrátt fyrir örlítiđ hikst í stórmeistaravélinni í 3.umferđ ađ ţá mćtir Stefán einkar vel undirbúinn til leiks í Skákţingiđ. Á kaffistofunni veltu menn ţví fyrir sér hvort Stefán vćri ađ beita heimabrugguđum launráđum í ţessari skák gegn Erni Leó. Ekki verđur úr ţví skoriđ hér en hitt er ljóst ađ Stefán vann skákina eftir nokkrar sviptingar. Er Stefán sterklega grunađur um ađ hafa fínpússađ byrjanir sínar áđur en Skákţingiđ hófst.

Fullyrđa má ađ Akademíuforinginn Stefán Bergsson (2085) hafi fariđ eilítiđ ađra leiđ en stórmeistarinn í sínum byrjanaundirbúningi fyrir Skákţingiđ. Erfitt er ađ finna orđ til ađ lýsa ţví nánar en ljóst er ađ orđiđ fínpússning vćri nokkuđ villandi í ţví samhengi. Stefán stýrđi svörtu mönnunum gegn stjórnarmanni Taflfélags Reykjavíkur, Ţóri Benediktssyni (1895). Ţórir lék 1.e4 og Stefán svarađi međ 1...f5. Var ţađ mál manna á kaffistofunni ađ 1...f5 vćri ađ öllum líkindum versti mögulegi svarleikur svarts gegn 1.e4. Enda fór ţađ svo ađ Ţórir vann skákina.

Óvćnt úrslit voru framleidd á 6.borđi hvar Bjarni Sćmundsson (1895) stýrđi svörtu mönnunum til sigurs gegn alţjóđlega meistaranum Sćvari Bjarnasyni (2114). Bjarni á ţađ til ađ ganga berserksgang á skákborđinu og er besta dćmiđ um ţađ er hann lagđi titilhafana Róbert Lagerman (2320) og Dag Arngrímsson (2367) ađ velli í Reykjavíkurskákmótinu áriđ 2011, líkt og skákáhugamönnum er vafalítiđ enn í fersku minni. Sćvar fékk nú ađ finna fyrir vélabrögđum Bjarna sem er til alls líklegur í ţessum ham.

Af öđrum úrslitum bar hćst ađ skákţjálfarinn dagfarsprúđi Björn Ţorfinnsson (2373) lagđi kollega sinn, skákţjálfarann Loft Baldvinsson (1987), ađ velli á rétt rúmum klukkutíma. Staunton-sérfrćđingurinn Jón Viktor Gunnarsson (2433) vann landsliđskonuna geđţekku Hallgerđu Helgu Ţorsteinsdóttur (1992) og byrjanaprófessorinn Dađi Ómarsson (2256) er aftur kominn á beinu brautina eftir sigur á Dawid Kolka (1829).

Línur eru teknar ađ skýrast í Skákţinginu. Dagur Arngrímsson og Dagur Ragnarsson leiđa mótiđ međ 41/2 vinning en í humátt á eftir ţeim međ 4 vinninga koma Guđmundur Gíslason, Oliver Aron Jóhannesson, Stefán Kristjánsson, Jón Trausti Harđarson, Jón Viktor Gunnarsson, Bjarni Sćmundsson og Ţórir Benediktsson. Ađrir hafa minna.

Í 6.umferđ verđur risaslagur á 1.borđi hvar Stefán Kristjánsson hefur hvítt gegn Degi Arngrímssyni. Á 2.borđi er ekki síđri bardagi ţar sem Dagur Ragnarsson hefur hvítt gegn Jóni Viktori Gunnarssyni. Athygliverđ rimma er jafnframt á 4.borđi en ţar mćtast Rimaskólabrćđurnir Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson í baráttu um Grafarvogskrúnuna. Ţađ mun eitthvađ ganga á í skáksal Taflfélags Reykjavíkur ţegar 6.umferđ verđur tefld og mörgum spurningum ósvarađ ţar til ţá. Munu nafnarnir halda toppsćtinu eđa er Dagur ađ kveldi kominn? Mun nýr Dagur upp rísa? Hvađa afbrigđi verđur fínpússađ á eldhúsborđi stórmeistarans fyrir umferđina? Verđur Grafarvogur samur eftir slag Olivers og Jóns Trausta? Hvađ leikur Akademíuforinginn í 1.leik?

Ekki missa af fjörinu. Klukkur verđa rćstar á slaginu 19:30 á miđvikudagskvöldiđ nćstkomandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 12
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8765865

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband