Fćrsluflokkur: Spil og leikir
19.1.2015 | 11:29
Janúarmót Hugins: Hjörleifur sigrađi í vestur
Vestur-riđli lauk í nýlega (ađ mestu) međ sigri Hjörleifs Halldórssonar (1920) frá Akureyri. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga og er hálfum á undan nćsta manni.
Vestanmenn eru afar seinţreyttir til vandrćđa ef marka má mótstöfluna, enda gerđu fjórir efstu jafntefli í öllum innbyrđis skákunum! Í heildina gerđu vestanmenn jafntefli í níu skákum, en ađeins tveim lauk međ jafntefli fyrir austan.
Sagt er ađ vestanmenn séu međ ţessu ađ undirbúa sig fyrir samningaviđrćđur viđ Evrópusambandiđ, en allir sem einn eru miklir áhugamenn um inngöngu. [Gćti veriđ ósatt #KvPalli]
Tefldar voru ţrjár skákir úr 6. umferđ og ein úr 7. (Jakob og Jakub) og urđu úrslit eftirfarandi:

Lokastađan í vestur er ţví ţannig:
1. Hjörleifur Halldórsson 5,5 vinningar af 7
2. Jakob Sćvar Sigurđsson 5
3. Hermann Ađalsteinsson 4,5
4. Rúnar Ísleifsson 4
5. Sigurbjörn Ásmundsson 4
6. Ármann Olgeirsson 2,5
7. Jón Ađalsteinn Hermannsson 1
8. Jakub Piotr Statkiewicz 0,5
Ţess ber ađ geta ađ Ármann Olgeirsson og Jón Ađalsteinn Hermannsson eiga inni frestađa skák, en hún hefur engin áhrif á röđ keppenda.
Allar skákir mótsins eru ađgengilegar á síđunni og er bent á tenglana ađ neđan.
Austur
Ţegar hefur veriđ greint frá ţví ađ Tómas Veigar Sigurđarson sigrađi í austur riđli. Nú er öllum skákum riđilsins lokiđ og ţví hćgt ađ birta lokaniđurstöđuna, en síđasta skák riđilsins var tefld s.l. miđvikudag og lauk međ sigri Ćvars ákasonar (1433) í skák gegn Sighvati Karlssyni (1298).
Lokastađan í austur:
1. Tómas Veigar Sigurđarson 6,5
2. Sigurđur Gunnar Daníelsson 6
3. Smári Sigurđsson 5
4. Hlynur Snćr Viđarsson 4
5. Ćvar Ákason 2
6. Sighvatur Karlsson 2
7. Heimir Bessason 1,5
8. Guđmundur Hólmgeirsson 1
Úrslitakeppnin
Ţegar ţetta liggur allt fyrir er hćgt ađ birta hverjir koma til međ ađ tefla til úrslita. Úrslitakeppnin fer ţannig fram ađ tefldar verđa tvćr skákir um endanleg sćti efstu menn úr hvorum riđli tefla ţannig um 1.-2. sćtiđ, nćst efstu um 3.-4. o.s.frv..
Ţá verđur jafnframt keppst um hvort liđiđ fćr fleiri vinninga og er heiđurinn í verđlaun. Úrslitakeppnin fer fram um nćstu helgi og verđur nánar auglýst fljótlega.
Sjá nánar á Skákhuganum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2015 | 10:36
Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur efstur - ekur frá Ísafirđi til ađ tefla á skákţinginu
Guđmundur Gíslason er efstur ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur og hefur unniđ allar skákir sínar. Í 2.-5. sćti koma svo Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Ţorvarđur Ólafsson og Dagur Arngrímsson međ 3 ˝ vinning.
Talsvert hefur veriđ um óvćnt úrslit á skákţinginu sem er vel skipađ. Guđmundur lćtur sig ekki muna um ađ aka eđa fljúga á milli Ísafjarđar og Reykjavíkur til ađ tefla skákir sínar og hann vann Sćvar Bjarnason á miđvikudagskvöldiđ og teflir viđ Dag Arngrímsson í fimmtu umferđ. Hann er einnig međ á Gestamóti Hugins ţar sem 68 skákmenn taka ţátt en ţar er teflt á fimmtudagskvöldum í Stúkunni á Kópavogsvelli.
Ivantsjúk efstur í Wijk aan Zee
Fyrsta verkefni heimsmeistarans Magnúsar Carlsen eftir ađ hann varđi titil sinn á dögunum í Sochi viđ Svartahaf er ađ tefla á stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Magnús var ekki međ í fyrra en í ársbyrjun 2013 vann hann mótiđ međ fáheyrđum yfirburđum, hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum og jafnađi besta árangur Garrís Kasparovs frá 1999. Viđ komuna til Wijk hafđi Magnús orđ á ţví ađ ţađ vćri eins og ađ koma heim til sín; hann tefldi ţarna fyrst 13 ára gamall í C-flokki áriđ 2004 og vann međ glćsibrag, hlaut 10 ˝ vinninga af 13. Frá 2007 hefur hann teflt í A-flokknum sjö sinnum, deildi sigrinum međ Aronjan áriđ 2008 og vann mótin enn árin 2010 og 2013. Taflmennska hans í fyrstu ţrem umferđunum var daufleg en svo hrökk hann í gang, vann heimamanninn Van Wely, sem í umferđinni á undan gerđi sig ađ athlćgi sakir ömurlegrar međhöndlunar gjörunnins endtafls í skák viđ Pólverjann Wojtaszek sem hefur unniđ bćđi Carlsen og Caruana. En stađa efstu manna er ţessi: 1. Ivantsjúk 4 v. (af 5) 2-3. Ding, Wojtazek 3 ˝ v. 4. 7. Carlsen, Giri, So og Caruana 3 v .
Anish Giri er í dag fremsti skákmađur Hollendinga og hann ćtlar sér stóra hluti, vann sigur á Georgíumanninum Jobava á fimmtudaginn:
Wijk aan Zee; 5. umferđ:
Anish Giri Baadur Jobava
Kóngsindversk vörn
1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4
Afbrigđi sem dregur nafn sitt af byssusting. Hvítur gengur beint til verks og reynir ađ ryđjast inn drottningarmegin.
9. ... Rh5 10. He1 Rf4 11. Bf1 f5 12. a4 h6 13. Rd2 g5 14. Ha3 g4 15. a5 h5 16. c5 h4 17. Rc4 Reg6 18. cxd6 cxd6 19. Rb5 Hf6 20. g3 hxg3 21. hxg3 a6 22. Rc3 Rh4!
Georgíumađurinn er ţekktur fyrir mikla hugmyndaauđgi. Ţađ er stórhćttulegt ađ ţiggja manninn, t.d. 23. gxh4 Hh6! o.s.frv. eđa 23. gxf4 Rf3+! og vinnur.
23. Re2!
Best. Giri lćtur skiptamun af hendi fyrir gott spil.
23. ... Rf3+ 24. Hxf3 Rxe2 25. Bxe2 gxf3 26. Bxf3 Bh6 27. Rb6 Hb8 28. Kg2 Bxc1 29. Dxc1 f4 30. Hh1 Hg6 31. Hh5 Df8 32. Dh1 Df6 33. Dh2!?
Hafi ţessi rólegi leikur sem bćtir stöđu hvíts nánast ekki neitt veriđ byggđur á ţeirri vissu ađ svartur myndi vilja losa um mennina á drottningarvćng gengur hann fullkomlega upp. Jobava átti um 5 mínútur til ađ ná tímamörkunum viđ 40. leik.
Gengur í gildruna.
34. Bxg4 Hxg4 35. Dh3! Dg6
Eđa 35. ... f3+ 36. Kh2 Dg7 37. Rd7! og vinnur.
36. Kf3!
og Jobava sá sína sćng uppreidda og gaf skákina, 36. ... fxg3 37. Dxg4 Dxg4+ 38. Kxg4 gxf2 strandar á 39. Hg5+ og 40. Hf5 sem vinnur..
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. janúar 2015.
Spil og leikir | Breytt 22.1.2015 kl. 11:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2015 | 09:26
Kapptefliđ um Friđrikskónginn - annađ mótiđ í kvöld
Fyrsta mótiđ af fjórum í Kappteflinu um Skákkóng Friđriks Ólafssonar var teflt í KR-heimilinu sl. mánudag og lauk međ sigri KRISTJÁNS STEFÁNSSONAR.
Segja má ađ sigur hans hafi komiđ öllum á óvart nema honum sjálfum, var ţó ekki viđ neina aukvisa ađ etja. Kristján er reyndar stórmeistarabani eftir ađ hafa lagt Danielssen á Grćnlandi, auk ţess ađ hafa gert jafntefli viđ Bent Larsen á sinni tíđ í fjöltefli á Bárugötunni verandi međ unniđ tafl.
Ţrjú bestu mót hvers keppanda telja til stiga og vinnings.
Gallerý Skák og Skákdeild KR standa saman ađ mótshaldinu. Mótaröđin heldur áfram í kvöld og tafliđ hefst kl. 19.30. Telfdar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
Muniđ ađ mćta. Kaffi og kruđerí međan á tafli stendur.
Nánari úrslit mótsins fyrir viku hér ađ neđan:
Magnus Carlsen (2862) vann sína fimmtu skák í röđ ţegar hann vann öruggan sigur á Hou Yifan (2673) í áttundu umferđ Tata Steel-mótins í dag. Carlsen er efsur međ 6 vinninga Wesley (2762) er kominn í 2.-4. sćti eftir ađ hafa yfirspilađ Ivanchuk (2715) í dag. Maxime Vachier-Lagrave (2757) og Ding Liren (2732) eru einnig í 2.-4. sćti eftir sigra í dag.
Stađa efstu manna:
- 1. Carlsen (2862) 6 v.
- 2.-4. Wesley So (2762), Maxime Vachier-Lagrave (2757) og Ding Liren (2732) 5˝ v.
- 5. Ivanchuk (2715) 5
- 6.-7. Radjabov (2731) og Caruana (2828) 4˝
Frídagur er á morgun. Níunda umferđ fer fram á ţriđjudag.
Í b-flokki eru Íslandsvinirnir Erwin L´Ami (2613) og Wei Yi (2675) langefstir međ 6˝ vinning.
Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.
18.1.2015 | 16:02
Mamedyarov tekur ţátt í Reykjavíkurskákmótinu
Einn sterkasti skákmađur heims, Shakhriyar Mamedyarov (2759), tekur ţátt í Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer 10.-18. mars nk. Mamedyarov sem er frá Aserbaídsjan er nr. 12 í heiminum í dag. Fáir skákmenn í heiminum ţykja tefla jafn skemmilega en Aserinn brosmildi.
Hćst hefur Mamedyimarov fariđ í fjórđa sćti heimslistans er ţađ var áriđ 2007. Hćst fór hann í 2775 skákstig en ţađ var í ágúst í fyrra.
Mamedyarov er lykilmađur í aserka landsliđinu sem vann sigur á EM landsliđa 2007 og 2011.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur varđ í 2.- 4. sćti í Hastings
Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson varđ í 2.-4. sćti á áramótaskákmótinu í Hastings sem lauk 6. janúar. Guđmundur var ađeins hársbreidd frá ţví ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Hastings-mótiđ er elsta alţjóđlega mótiđ og hefur ađeins falliđ niđur á tímum heimsstyrjaldanna. Ţađ var haldiđ í fyrsta sinn áriđ 1895.
Of langt mál fćri í ađ telja upp alla ţá meistara sem teflt hafa í Hastings en fyrirkomulag mótsins hefur tekiđ ýmsum breytingum í tímans rás. Hin síđari ár hefur ţađ fariđ fram í opnum flokki. Í ár dró ţađ til sín 88 skákmenn og sigurvegari varđ Kínverjinn Jun Zhao, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum. Í 2.-4. sćti urđu Guđmundur Kjartansson, Pólverjinn Alexander Mista og Alexandr Fier frá Brasilíu, allir međ 7 vinninga. Árangur Guđmundar reiknast upp á 2583 elo-stig. Hann var nýkominn úr Suđur-Ameríkuferđ ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni ţar sem ţeir tefldu međ góđum árangri á nokkrum alţjóđlegum mótum og stigatalan er ađ taka kipp upp á viđ og verđur hann međ í kringum 2500 elo-stig á nćsta stigalista.
Greinarhöfundur renndi yfir skákir Guđmundar frá Hastings og ţar ber af sigurskák hans í lokaumferđ mótsins:
Hastings 2014-2015; 9. umferđ:
Mark Hebden Guđmundur Kjartansson
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Bg5 h6 5. Bxf6 Dxf6 6. Rc3 c6 7. Db3 De7
Athyglisverđur leikur og sjaldséđur en mćlt er međ 7. ... a5 međ hugmyndinni 8. ... a4.
8. a3 Rd7 9. Hd1 g5!? 10. e4?!
Hvítur bregst hart viđ en traustara var 10. e3. Hćtt er viđ ađ kraftar svartreita biskupsins leysist úr lćđingi viđ ţennan leik.
11. Be2 g4! 12. Rd2 e5!
Snarplega teflt. Svartur hefur náđ ađ hrifsa til sín frumkvćđiđ.
13. cxd5 exd4 14. dxc6 bxc6 15. Ra4 Re5 16. O-O O-O 17. Rc4 Be6 18. Dc2 Rxc4 19. Bxc4 Bxc4 20. Dxc4 Dxe4 21. Hd3?
Ţó svartur hafi unniđ peđ hefur hvítur nokkrar bćtur og hefđi gert best í ţví ađ skorđa d4-peđiđ međ riddara, 21. Rc5 og Rd3 viđ tćkifćri var betra.
21. ... Dg6 22. Rc5 Had8 23. Hfd1 Hfe8 24. H3d2 h5!
Svartur getur ekki bćtt vígstöđu sína á betri hátt, í peđunum á kóngsvćng leynist dulinn kraftur.
25. He2 h4 26. Dd3 Dxd3
Einnig kom til greina ađ leika 26. ... Hxe2 27. Dxe2 h3. Guđmundur taldi möguleika sína ekki síđri án drottninganna.
27. Hxe8+ Hxe8 28. Rxd3 He2 29. Kf1 Hc2 30. Ke1?
Ţar fór sú von. Hann gat haldiđ í horfinu međ 30. Rb4!
30. ... c5! 31. Hd2 Hxd2 32. Kxd2 c4 33. Rb4 d3 34. Rc6 Bxb2 35. a4
Hvítur vonast til ađ leika 36. Ra5 og sćkja ađ c4 peđinu. Í svona stöđum ţarf oft einn veikleika til viđbótar.
35. ... h3! 36. g3 a6 37. Re7+ Kf8 38. Rc6 f6 39. Ra5 Bd4 40. Rxc4 Bxf2 41. Re3 Bxe3+!
- og Hebden gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 42. Kxe3 f5! 43. Kxd3 f4! og svart peđ kemst upp borđ.
Góđ ţátttaka á Skákţingi Reykjavíkur
Á vel skipuđu Skákţingi Reykjavíkur ţar sem 68 skákmenn eru skráđir til leiks hafa nokkrir valinkunnir meistarar unniđ skákir sínar í fyrstu tveim umferđunum: Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Dagur Arngrímsson, Björn Ţorfinnsson, Guđmundur Gíslason og nokkrir til viđbótar.
Á fimmtudaginn hófst svo Gestamót Hugins og Breiđabliks í Stúkunni á Breiđabliksvelli. Keppendalistinn liggur enn ekki fyrir en mótiđ mun vera vel skipađ. Meira um ţađ síđar.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. janúar 2015.
Spil og leikir | Breytt 11.1.2015 kl. 23:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjöunda umferđ Tata Steel-mótsins hófst kl. 12:30 í Sjávarvík (Wijk aan Zee). Í sjöttu umferđ í gćr bar ţađ helst til tíđinda ađ Carlsen (2862) vann Caruana (2820) í uppgjöri tveggja stigahćstu skakmanna heims. Eftir slaka byrjun er Carlsen nú kominn í 2-4. sćti međ 4 vinninga eftir 3 sigurskákir í röđ.
Stađa efstu manna:
- 1. Ivanchuk (2715) 4˝ v.
- 2.-4. Wojtaszek (2744), Carlsen (2862) og Wesley So (2762) 4 v.
- 5.-7. Maxime Vachier-Lagrave (2757), Ding Liren (2732) og Giri (2784) 3˝ v.
Í umferđ dagsins er uppgjör heimsmeistaranna en Carlsen teflir viđ Hou Yifan (2673) heimsmeistara kvenna.
Í b-flokki eru Íslandsvinirnir Erwin L´Ami (2613) og Wei Yi (2675) efstir međ 4˝ vinning.
Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.
Spil og leikir | Breytt 18.1.2015 kl. 19:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2015 | 10:50
Laugardagsćfingar T.R. komnar á fullt
Barna- og unglingaćfingar Taflfélags Reykjavíkur hófust um síđastliđna helgi en á sama tíma fór fram Íslandsmót barna tíu ára og yngri ţar sem margir fastagesta ćfinganna voru međal ţátttakenda. Laugardagsćfingarnar halda áfram í dag og verđur ţá kynnt til leiks örlítiđ breytt fyrirkomulag byrjendaćfinganna sem hafa mćlst mjög vel fyrir. Međ breytingunni er vonast til ađ betur verđi komiđ til móts viđ ólíkar ţarfir krakkanna sem eru komin mislangt á allra fyrstu stigum skáklistarinnar.
Breytingin felst í ţví ađ kl. 11-11.40 verđur áherslan á ţau börn sem eru ađ stíga sín allra fyrstu skref, ţ.e. fariđ verđur yfir mannganginn, virđi mannanna og grundvallarreglur skákarinnar. Kl. 11.45-12.25 verđur áherslan síđan á ţau börn sem eru komin örlítiđ lengra, ţ.e. fariđ verđur yfir hvernig hentug uppstilling mannanna er í byrjun tafls, hvernig skal máta, hvernig skal nota skákklukku og hvernig framkomu skal sýna viđ skákborđiđ.
Skákćfingarnar fara fram alla laugardaga yfir vetrartímann í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 (gengiđ inn ađ norđanverđu). Ókeypis er á ćfingarnar sem eru opnar öllum börnum (fćddum 2002 og síđar) en félagsmenn fá ítarlegri kennslu sbr. dagskrá hér ađ neđan. Ekki ţarf ađ skrá börnin fyrirfram á ćfingarnar. Á vef T.R. er ađ finna nánari upplýsingar um ćfingarnar og fylgja hér ađ neđan nokkrir tenglar sem gott er ađ líta á.
Dagskrá veturinn 2014-2015
- 11.00-11.40 Byrjendaflokkur I
- 11.45-12.25 Byrjendaflokkur II
- 12.30-13.45 Skákćfing stúlkna/kvenna
- 14.00-15.15 Skákćfing fyrir börn fćdd 2002 og síđar (opnar ćfingar)
- 15.15-16.00 Félagsćfing fyrir börn fćdd 2002 og síđar
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2015 | 12:44
Tveir stigahćstu skákmenn heims tefla saman í dag - Ivanchuk efstur - Pólverji slćr í gegn
Sjötta umferđ Tata Steel-mótsins hófst nú kl. 12:30 í Sjávarvík (Wijk aan Zee). Ţar mćtast tveir stigahćstu skákmenn heims Caruana (2820) og Carlsen (2862) og stýrir Ítalinn hvítu mönnunum. Ivanchuk (2715) hefur fariđ mikinn og er efstur međ 4 vinninga. Mesta athygli hefur hins vegar vakiđ frammistađa Pólverjans Wojtaszek (2744) sem hefur lagt ađ velli bćđi Carlsen og Caruana. Pólverjinn var međal ađstođarmanna Anand í heimsmeistaraeinvíginu gegn Carlsen.
Stađa efstu manna:
- 1. Ivanchuk (2715) 4 v.
- 2.-3. Wojtaszek (2744) og Ding Liren (2732) 3˝ v.
- 4.-7. Caruana (2820), Wesley So (2762), Carlsen (2862) og Giri (2784) 3 v.
Pólverjinn mćtir Hou Yifan (26739 og Ivanchuk teflir viđ Krótann Ivan Saric (2666) sem vann b-flokkinn í fyrra.
Í b-flokki eru Íslandsvinirnir Erwin L´Ami (2613), Wei Yi (26759 og David Navara (2769) efstir međ 3˝ vinning. L´Ami og Navara eru međal keppenda á nćsta Reykjavíkurskákmóti.
Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.
Önnur umferđ Nóa Síríusmótsins Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđabliks var tefld í gćr, fimmtudag.
Talsvert var af óvćntum úrslitum í umferđinni og ber ţar hćst sigur Dags Ragnarssonar (2059) í viđureign viđ WGM Lenku Ptácníková (2270) og sigur Hrafns Loftssonar (2165) gegn IM Björgvin Jónssyni (2353)
Fjórir eru nú efstir međ fullt hús: GM Ţröstur Ţórhallson (2433), IM Jón Viktor Gunnarsson(2433), Hrafn Loftsson (2165) og Dagur Ragnarsson (2059).
Guđmundur Stefán Gíslason (2315) ogÖgmundur Kristinsson (2062) eiga inni frestađa skák og geta bćst viđ hóp efstu manna.
En ţađ voru liđsmenn ungu kynslóđarinnar sem stal senunni í umferđinni ţví fjölmargir úr ţeirra hópi náđu hagstćđum úrslitum sem kannski mćtti lýsa sem óvćntum:
Dagur Ragnarsson (2059) Lenka Ptácníková (2270) 1 0
IM Karl Ţorsteinsson (2456) Óliver Aron Jóhannesson (2170) 1/2 1/2
Sverrir Örn Björnsson (2117) Gauti Páll Jónsson (1871) 1/2 1/
Örn Leó Jóhannsson (2048) Halldór Grétar Einarsson (2187) 1/2 1/2
Magnús Teitsson (2205) Dagur Andri Friđgeirsson (1849) 1/2 1/2
Pörun 3. umferđar verđur birt á laugardaginn, 17. janúar, kl. 17!
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 17
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 8778721
Annađ
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar