Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur varđ í 2.- 4. sćti í Hastings

Gummi Kja í HastingsÍslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson varđ í 2.-4. sćti á áramótaskákmótinu í Hastings sem lauk 6. janúar. Guđmundur var ađeins hársbreidd frá ţví ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Hastings-mótiđ er elsta alţjóđlega mótiđ og hefur ađeins falliđ niđur á tímum heimsstyrjaldanna. Ţađ var haldiđ í fyrsta sinn áriđ 1895.

Of langt mál fćri í ađ telja upp alla ţá meistara sem teflt hafa í Hastings en fyrirkomulag mótsins hefur tekiđ ýmsum breytingum í tímans rás. Hin síđari ár hefur ţađ fariđ fram í opnum flokki. Í ár dró ţađ til sín 88 skákmenn og sigurvegari varđ Kínverjinn Jun Zhao, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum. Í 2.-4. sćti urđu Guđmundur Kjartansson, Pólverjinn Alexander Mista og Alexandr Fier frá Brasilíu, allir međ 7 vinninga. Árangur Guđmundar reiknast upp á 2583 elo-stig. Hann var nýkominn úr Suđur-Ameríkuferđ ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni ţar sem ţeir tefldu međ góđum árangri á nokkrum alţjóđlegum mótum og stigatalan er ađ taka kipp upp á viđ og verđur hann međ í kringum 2500 elo-stig á nćsta stigalista.

Greinarhöfundur renndi yfir skákir Guđmundar frá Hastings og ţar ber af sigurskák hans í lokaumferđ mótsins:

Hastings 2014-2015; 9. umferđ:

Mark Hebden – Guđmundur Kjartansson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Bg5 h6 5. Bxf6 Dxf6 6. Rc3 c6 7. Db3 De7

Athyglisverđur leikur og sjaldséđur en mćlt er međ 7. ... a5 međ hugmyndinni 8. ... a4.

8. a3 Rd7 9. Hd1 g5!? 10. e4?!

Hvítur bregst hart viđ en traustara var 10. e3. Hćtt er viđ ađ kraftar svartreita biskupsins leysist úr lćđingi viđ ţennan leik.

11. Be2 g4! 12. Rd2 e5!

Stöđumynd 2015-01-10-2Snarplega teflt. Svartur hefur náđ ađ hrifsa til sín frumkvćđiđ.

13. cxd5 exd4 14. dxc6 bxc6 15. Ra4 Re5 16. O-O O-O 17. Rc4 Be6 18. Dc2 Rxc4 19. Bxc4 Bxc4 20. Dxc4 Dxe4 21. Hd3?

Ţó svartur hafi unniđ peđ hefur hvítur nokkrar bćtur og hefđi gert best í ţví ađ skorđa d4-peđiđ međ riddara, 21. Rc5 og – Rd3 viđ tćkifćri var betra.

21. ... Dg6 22. Rc5 Had8 23. Hfd1 Hfe8 24. H3d2 h5!

Svartur getur ekki bćtt vígstöđu sína á betri hátt, í peđunum á kóngsvćng leynist dulinn kraftur.

25. He2 h4 26. Dd3 Dxd3

Einnig kom til greina ađ leika 26. ... Hxe2 27. Dxe2 h3. Guđmundur taldi möguleika sína ekki síđri án drottninganna.

27. Hxe8+ Hxe8 28. Rxd3 He2 29. Kf1 Hc2 30. Ke1?

Ţar fór sú von. Hann gat haldiđ í horfinu međ 30. Rb4!

30. ... c5! 31. Hd2 Hxd2 32. Kxd2 c4 33. Rb4 d3 34. Rc6 Bxb2 35. a4 

Hvítur vonast til ađ leika 36. Ra5 og sćkja ađ c4 peđinu. Í svona stöđum ţarf oft einn veikleika til viđbótar.

Stöđumynd 2015-01-10-135. ... h3! 36. g3 a6 37. Re7+ Kf8 38. Rc6 f6 39. Ra5 Bd4 40. Rxc4 Bxf2 41. Re3 Bxe3+!

- og Hebden gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 42. Kxe3 f5! 43. Kxd3 f4! og svart peđ kemst upp borđ.

 

Góđ ţátttaka á Skákţingi Reykjavíkur

Á vel skipuđu Skákţingi Reykjavíkur ţar sem 68 skákmenn eru skráđir til leiks hafa nokkrir valinkunnir meistarar unniđ skákir sínar í fyrstu tveim umferđunum: Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Dagur Arngrímsson, Björn Ţorfinnsson, Guđmundur Gíslason og nokkrir til viđbótar. 

Á fimmtudaginn hófst svo Gestamót Hugins og Breiđabliks í Stúkunni á Breiđabliksvelli. Keppendalistinn liggur enn ekki fyrir en mótiđ mun vera vel skipađ. Meira um ţađ síđar.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 6
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8765859

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband