Færsluflokkur: Spil og leikir
8.6.2016 | 09:10
Hátt spennustig í Tónlistarskóla Seltjarnarness
Andrúmsloftið í Tónlistarskóla Seltjarnarness var þrungið spennu í gær er 7.umferð Skákþings Íslands var tefld. Hart var barist, bæði á toppi og botni, og óvænt úrslit litu dagsins ljós líkt og í flestum umferðum Skákþingsins til þessa.
Mikil eftirvænting hafði myndast fyrir viðureign Héðins Steingrímssonar og Braga Þorfinnssonar, en þeir voru efstir í mótinu fyrir skák dagsins. Skákin var spennandi allt fram að síðasta andartaki er kóngarnir tveir stóðu einir eftir á borðinu. Jafnteflið tryggði þeim áframhaldandi stöðu á toppnum.
Jóhann Hjartarson lagði Hjörvar Stein Grétarsson að velli í hörkuskák og þar með náði Jóhann þeim Héðni og Braga að vinningum í toppsæti mótsins. Sama leik lék Jón Viktor Gunnarsson sem í dag vann Björn Þorfinnsson. Þeir Héðinn, Bragi, Jóhann og Jón Viktor hafa allir 5 vinninga að loknum 7 skákum. Jón Viktor og Héðinn mætast í næstu umferð í sannkölluðum toppslag.
Guðmundur Gíslason hélt áfram stórbrotinni frammistöðu og skrifaði nýjan kafla í ævintýrasögu sína. Hann vann Guðmund Kjartansson með svörtu mönnunum og hefur nú unnið fjórar skákir í röð; tvær gegn stórmeisturum og tvær gegn alþjóðlegum meisturum. Guðmundur er nú aðeins einum vinningi á eftir efstu mönnum.
Einar Hjalti Jensson vann Davíð Kjartansson og lyfti sér með því upp að hlið Guðmundar Gíslasonar með 4 vinninga. Einar Hjalti á eftir að tefla við alla fjóra efstu menn mótsins og gæti því orðið örlagavaldur á lokaspretti baráttunnar um Íslandsmeistaratitilinn.
Margir fylgdust spenntir með feðgaslagnum þar sem Örn Leó Jóhannsson hafði hvítt gegn föður sínum, Jóhanni Ingvasyni. Eftir mikla baráttu lék Örn Leó illa af sér í 29.leik og varð að játa sig sigraðan skömmu síðar. Þetta var fyrsta sigurskák Jóhanns í mótinu.
Úrslit 7.umferðar:
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2454 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 1 - 0 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2410 |
2574 | GM | Steingrimsson Hedinn | ½ - ½ | IM | Thorfinnsson Bragi | 2426 |
2580 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 0 - 1 | GM | Hjartarson Johann | 2547 |
2370 | IM | Jensson Einar Hjalti | 1 - 0 | FM | Kjartansson David | 2371 |
2457 | IM | Kjartansson Gudmundur | 0 - 1 | FM | Gislason Gudmundur | 2280 |
2226 | Johannsson Orn Leo | 0 - 1 | Ingvason Johann | 2142 |
Staðan eftir 7.umferð:
Rk. | Name | FED | Rtg | Pts. | Rp | K | rtg+/- | |
1 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | ISL | 2454 | 5,0 | 2501 | 10 | 5,4 |
2 | GM | Steingrimsson Hedinn | ISL | 2574 | 5,0 | 2508 | 10 | -3,2 |
3 | GM | Hjartarson Johann | ISL | 2547 | 5,0 | 2600 | 10 | 5,7 |
4 | IM | Thorfinnsson Bragi | ISL | 2426 | 5,0 | 2555 | 10 | 12,6 |
5 | FM | Gislason Gudmundur | ISL | 2280 | 4,0 | 2537 | 20 | 46,0 |
6 | IM | Jensson Einar Hjalti | ISL | 2370 | 4,0 | 2402 | 20 | 7,0 |
7 | IM | Thorfinnsson Bjorn | ISL | 2410 | 3,5 | 2407 | 10 | -0,2 |
8 | IM | Kjartansson Gudmundur | ISL | 2457 | 3,0 | 2319 | 10 | -12,4 |
9 | FM | Kjartansson David | ISL | 2371 | 2,5 | 2271 | 20 | -15,4 |
10 | Johannsson Orn Leo | ISL | 2226 | 2,0 | 2269 | 20 | 3,4 | |
11 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | ISL | 2580 | 2,0 | 2212 | 10 | -26,5 |
12 | Ingvason Johann | ISL | 2142 | 1,0 | 2132 | 20 | -3,8 |
8.umferð er tefld í dag og hefst kl.15:
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2410 | IM | Thorfinnsson Bjorn | Ingvason Johann | 2142 | ||
2280 | FM | Gislason Gudmundur | Johannsson Orn Leo | 2226 | ||
2371 | FM | Kjartansson David | IM | Kjartansson Gudmundur | 2457 | |
2547 | GM | Hjartarson Johann | IM | Jensson Einar Hjalti | 2370 | |
2426 | IM | Thorfinnsson Bragi | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2580 | |
2454 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | GM | Steingrimsson Hedinn | 2574 |
8.6.2016 | 06:27
Góð byrjun íslenskra keppenda í Sardiníu alþjóðlegur meistari lagður þrír í beinni í dag
Íslensku keppendurnir byrja flestir prýðilega á Porto Mannu-skákmótinu sem nú er í gangi á ítölskunni eyjunni Sardiníu. Sex íslenskir taka þátt auk þess sem yfirdómarinn er Ingibjörg Edda Birgisdóttir og er nú kölluð í daglegu tali Inga yfir. Svo fylgir með aukafólk svo íslenska sendinefndin er eitthvað á annan tuginn.
Vel fer um mannskapinn enda úrvalsastæður eru á skákstað. Maturinn er stórgóður en gisting með fullu fæði kostar um 63 eða tæplega 9.000. Búið er í húsum. Staðurinn er einnig úrvalsgóður fyrir fjölskyldufólk svo óhætt er að mæla með þessu móti fyrir þá sem vilja tefla og jafnvel að taka fjölskylduna með. En um mótið sjálft. Fimm umferðum af níu er nú lokið.
Stefán Bergsson (1974) er efstur Íslendinganna með 3½ vinning, Gunnar Björnsson (2110), Baldur Teódór Petersson (2019) og Snorri Þór Sigurðsson (1953) hafa 3 vinninga, Þorsteinn Magnússon (1338) hefur 2 vinninga og Heimir Páll Ragnarsson (1575) hefur 1½ vinning.
Í gær var tvöfaldi dagurinn. Þá tefldi undirritaður eina allra mestu spennandi skák á ferlinum. Andstæðingurinn var ungur þýskur alþjóðlegur meistari, Jonathan Carlstedt (2466). Ég hafði nýlega setið á útitaflinu á Íslandi ásamt Stefáni, Birni Ívar og Agnari Tómas Möller. Þar fékk fimm mínútna fyrirlestur um hvernig ætti að tefla á móti Phildor-vörninni sem Agnar hafði beitt gegn mér. Ég notaði það setup og fékk afbragðstöðu úr byrjuninni og var Birni Ívari ákaflega þakklátur.
Sá þýski hleypti upp stöðunni með því að gefa 2 menn fyrir hrók og upp kom gríðarlega spennandi skák sem stal allri athygli nærstadda. Ég taldi mig vera með betra og tefldi til vinnings og ég hafði það á tilfinningunni að það gerði andstæðingurinn minn einnig. Ætlaði ekki að sætta sig við jafntefli við stigalágan andstæðing Að lokum leystist upp staðan og upp kom endatafl með léttum köflum þar sem ég var peði yfir sem mér tókst að svíða í 96 leikjum!
Ótrúlega sætur sigur. Skákin hafði hins vegar tekið um 5½ klukkustund og minni en klukkutími í næstu skák. Búið var að loka matsölustaðnum og ekkert annað í boði en skófla í sig pizzusneiðum. Í seinni skákinni tefldi ég við ítalska alþjóðlega meistarann Luca Moroni sem fórnaði á manni í byrjun skákar án þess að hugsa og átti ég aldrei nokkurn séns.
Í dag verðum við þrír í beinni. Stefán teflir við gríska alþjóðlega meistarann Georgios Souleidis (2419), ég tefli við rússneska stórmeistarann Sergei Beshukov (2372), sem var skella í sig staupum í gær og verður vonandi kolryðgaður, og Baldur við þýsku skákkonuna Zoya Schleining (2364) sem er stórmeistari kvenna.
Umferðin hefst kl. 13 og því um að ræða fína upphitun fyrir Íslandsmótið sem hefst kl. 15.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
- Úrslitaþjónusta
- Myndaalbúm (GB)
8.6.2016 | 05:34
Subway í Mjódd (Dagur Ragnarsson) sigraði á Mjóddarmóti Hugins
Dagur Ragnarsson sem tefldi fyrir Subway í Mjódd sigraði með 6,5v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 4. júní sl. í göngugötunni í Mjódd Annar var Gauti Páll Jónsson með 6v sem tefldi fyrir Gámaþjónustuna.Dagur og Gauti Páll gerðu jafntefli í 4 umferð. Úrslitin réðust svo í 6. og næst síðustu umferð þegar Dagur vann Þorvarð F. Ólafsson, ÍTR á meðan Gauti Páll gerði jafntefli við Tómas Björnsson, Nettó í Mjódd. Dagur sigldi svo sigrinum í höfn í lokaumferðinni með því að vinna hinn efnilega Stephan Briem, Valitor sem stóð sig mjög vel á mótinu. Það voru þrír skákmenn jafnir í 3. 5. sæti með 5v en það voru Þorvarður F. Ólafsson, ÍTR, Helgi Brynjarsson, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Daði Ómarsson, Lyfjaval í Mjódd.
32 skákmaður tók þátt sem aðeins meira en í fyrra og fer að nálgast meðal þátttöku, en þátttakan er samt töluvert minni en fyrst eftir hruni. Mótið var ágætlega skipað þótt flestir sigurvegar síðustu ára væru vant við látnir vegna þátttöku á Skákþingi Íslands, sem fram fer um þessar mundir á Seltjarnarnesi. Af þeim sem tóku þátt hafði aðeins Daði Ómarsson unnið mótið áður, þannig að við fengum nýjan sigurvegara að þessu sinni. Mótshaldið tókst vel og komu engin ágreiningsefni upp og í þetta sinn tókst að taka úr umferð fyrir mótið þær klukkur sem eiga það til að dettta út í hraðskákinni. Veðurspáin fyrir helgina gerði ráð fyrir sól og blíðu og bestu helgi sumarsins til þessa, sem er ekki alveg besta veðrið fyrir mótshald í göngugötunni í Mjódd. Spáin gekk ekki alveg eftir því það var skýjað fram eftir degi á laugardaginn, þótt veðrið væri annars mjög gott. Það hefði því verið hægt að nota skjávarpa en hann reyndist ekki falur í þetta sinn svo eins og í fyrra var gripið til þess ráðs að skákstjóri las upp pörun hverrar umferðar. Þegar keppendur eru ekki fleiri en í þessu móti gengur það vel upp. Skákfélagið Huginn þakkar keppendum fyrir þátttökuna og fyrirtækjunum fyrir þeirra framlag til mótsins..
Lokastaðan á Mjóddarmótinu:
Röð | Nafn | Vinn. | TB1 | TB2 | TB3 |
1 | Subway í Mjódd, Dagur Ragnarsson | 6,5 | 32 | 23 | 29 |
2 | Gámaþjónustan, Gauti Páll Jónsson | 6 | 29 | 22 | 23,5 |
3 | ÍTR, Þorvarður F. Ólafsson | 5 | 33 | 23 | 20,5 |
4 | Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Helgi Brynjarsson | 5 | 31 | 22 | 20,5 |
5 | Lyfjaval í Mjódd, Daði Ómarsson | 5 | 31 | 22 | 19,5 |
6 | Nettó í Mjódd, Tómas Bjornsson | 4,5 | 32 | 23 | 17 |
7 | Valitor, Stephan Briem | 4,5 | 30 | 21 | 15,8 |
8 | Frú Sigurlaug ehf, Óskar Haraldsson | 4,5 | 26 | 20 | 13,3 |
9 | Arion banki, Þórir Benediktsson | 4 | 29 | 21 | 14 |
10 | Íslandsbanki í Breiðholti, Dawid Kolka | 4 | 27 | 19 | 11,5 |
11 | Sorpa, Sigurður Freyr Jónatansson | 4 | 26 | 19 | 10,5 |
12 | Íslandspóstur, Sigurður Ingason | 4 | 26 | 19 | 11,5 |
13 | Stefán Arnalds | 4 | 24 | 18 | 10,5 |
14 | Hjá Dóra, Jón Víglundsson | 4 | 22 | 15 | 10,8 |
15 | Ökuskólinn í Mjódd, Þór Valtýsson | 3,5 | 27 | 19 | 11,5 |
16 | BV 60, Jón Úlfljótsson | 3,5 | 21 | 16 | 8,25 |
17 | Benedikt Briem | 3,5 | 21 | 16 | 8,5 |
18 | GM Einarsson múrarameist., Eiríkur K. Björnsson | 3 | 29 | 19 | 9,5 |
19 | Dominos, Hjalmar Sigurvaldason | 3 | 27 | 19 | 10,8 |
20 | Efling stéttarfélag, Árni Thoroddsen | 3 | 24 | 17 | 7 |
21 | Finnur Finnsson | 3 | 23 | 18 | 7 |
22 | Björgvin Kristbergsson | 3 | 23 | 16 | 5,5 |
23 | Apótekarinn i Mjódd, Óskar Long Einarsson | 3 | 20 | 15 | 4,5 |
24 | Landsbankinn í Mjódd, Örn Alexandersson | 3 | 19 | 14 | 6 |
25 | Konráð K. Björgólfsson | 3 | 18 | 13 | 4,5 |
26 | Guðjón Ólafsson | 3 | 15 | 11 | 2 |
27 | Suzuki bílar, Hörður Jónasson | 2,5 | 20 | 15 | 3,25 |
28 | Ármann Pétursson | 2 | 19 | 15 | 1,5 |
29 | Benedikt Þórisson | 2 | 19 | 14 | 2,5 |
30 | Bjartur Þórisson | 1 | 24 | 17 | 0,5 |
31 | Sigurjón Ólafsson | 1 | 23 | 16 | 0,5 |
32 | Pétur Jóhannesson | 1 | 19 | 13 | 0,5 |
Lokastaðan í chess-results.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2016 | 05:33
Eiríkur sigraði á hraðkvöldi Hugins
Eiríkur Björnsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 6. júní sl. Eiríkur vann hraðkvöldið með fullu húsi 6v í sex skákum og er þetta í þriðja sinn í röð sem sigurvegarinn leggur alla andstæðinga sína að velli. Annar var Vigfús Ó. Vigfússon með 5v. Eiríkur og Vigfús mætust í spennandi skák í lokaumferðinni þar sem Vigfús náði ekki að klár fórnina sem hann var byrjaður á þrátt fyrir nægan tíma. Þá gekk Eiríkur á lagið og kláraði dæmið. Þriðji var svo Hjálmar Sigurvaldason með 4v. Eiríkur dró Hjálmar Sigurvaldason í happdrættinu. Eiríkur valdi úttekt hjá Saffran en Hjálmar valdi pizzumiða frá Dominos. Hlé verður gert á þessum skákkvöldum í sumar en þráðurinn tekinn upp næsta haust.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Eiríkur Björnsson, 6v/6
- Vigfús Ó. Vigfússon, 5v
- Hjálmar Sigurvaldason, 4v
- Jón Úlfljótsson, 3v
- Finnur Kr. Finnsson 2v
- Hörður Jónasson, 1v
- Björgvin Kristbergsson
Úrslitin í chess-results
7.6.2016 | 23:28
Hátt spennustig í Tónlistarskóla Seltjarnarness
Andrúmsloftið í Tónlistarskóla Seltjarnarness var þrungið spennu í dag er 7.umferð Skákþings Íslands var tefld. Hart var barist, bæði á toppi og botni, og óvænt úrslit litu dagsins ljós líkt og í flestum umferðum Skákþingsins til þessa.
Mikil eftirvænting hafði myndast fyrir viðureign Héðins Steingrímssonar og Braga Þorfinnssonar, en þeir voru efstir í mótinu fyrir skák dagsins. Skákin var spennandi allt fram að síðasta andartaki er kóngarnir tveir stóðu einir eftir á borðinu. Jafnteflið tryggði þeim áframhaldandi stöðu á toppnum.
Jóhann Hjartarson lagði Hjörvar Stein Grétarsson að velli í hörkuskák og þar með náði Jóhann þeim Héðni og Braga að vinningum í toppsæti mótsins. Sama leik lék Jón Viktor Gunnarsson sem í dag vann Björn Þorfinnsson. Þeir Héðinn, Bragi, Jóhann og Jón Viktor hafa allir 5 vinninga að loknum 7 skákum. Jón Viktor og Héðinn mætast í næstu umferð í sannkölluðum toppslag.
Guðmundur Gíslason hélt áfram stórbrotinni frammistöðu og skrifaði nýjan kafla í ævintýrasögu sína. Hann vann Guðmund Kjartansson með svörtu mönnunum og hefur nú unnið fjórar skákir í röð; tvær gegn stórmeisturum og tvær gegn alþjóðlegum meisturum. Guðmundur er nú aðeins einum vinningi á eftir efstu mönnum.
Einar Hjalti Jensson vann Davíð Kjartansson og lyfti sér með því upp að hlið Guðmundar Gíslasonar með 4 vinninga. Einar Hjalti á eftir að tefla við alla fjóra efstu menn mótsins og gæti því orðið örlagavaldur á lokaspretti baráttunnar um Íslandsmeistaratitilinn.
Margir fylgdust spenntir með feðgaslagnum þar sem Örn Leó Jóhannsson hafði hvítt gegn föður sínum, Jóhanni Ingvasyni. Eftir mikla baráttu lék Örn Leó illa af sér í 29.leik og varð að játa sig sigraðan skömmu síðar. Þetta var fyrsta sigurskák Jóhanns í mótinu.
Úrslit 7.umferðar:
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2454 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 1 - 0 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2410 |
2574 | GM | Steingrimsson Hedinn | ½ - ½ | IM | Thorfinnsson Bragi | 2426 |
2580 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 0 - 1 | GM | Hjartarson Johann | 2547 |
2370 | IM | Jensson Einar Hjalti | 1 - 0 | FM | Kjartansson David | 2371 |
2457 | IM | Kjartansson Gudmundur | 0 - 1 | FM | Gislason Gudmundur | 2280 |
2226 | Johannsson Orn Leo | 0 - 1 | Ingvason Johann | 2142 |
Staðan eftir 7.umferð:
Rk. | Name | FED | Rtg | Pts. | Rp | K | rtg+/- | |
1 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | ISL | 2454 | 5,0 | 2501 | 10 | 5,4 |
2 | GM | Steingrimsson Hedinn | ISL | 2574 | 5,0 | 2508 | 10 | -3,2 |
3 | GM | Hjartarson Johann | ISL | 2547 | 5,0 | 2600 | 10 | 5,7 |
4 | IM | Thorfinnsson Bragi | ISL | 2426 | 5,0 | 2555 | 10 | 12,6 |
5 | FM | Gislason Gudmundur | ISL | 2280 | 4,0 | 2537 | 20 | 46,0 |
6 | IM | Jensson Einar Hjalti | ISL | 2370 | 4,0 | 2402 | 20 | 7,0 |
7 | IM | Thorfinnsson Bjorn | ISL | 2410 | 3,5 | 2407 | 10 | -0,2 |
8 | IM | Kjartansson Gudmundur | ISL | 2457 | 3,0 | 2319 | 10 | -12,4 |
9 | FM | Kjartansson David | ISL | 2371 | 2,5 | 2271 | 20 | -15,4 |
10 | Johannsson Orn Leo | ISL | 2226 | 2,0 | 2269 | 20 | 3,4 | |
11 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | ISL | 2580 | 2,0 | 2212 | 10 | -26,5 |
12 | Ingvason Johann | ISL | 2142 | 1,0 | 2132 | 20 | -3,8 |
8.umferð er tefld á miðvikudag og hefst kl.15:
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2410 | IM | Thorfinnsson Bjorn | Ingvason Johann | 2142 | ||
2280 | FM | Gislason Gudmundur | Johannsson Orn Leo | 2226 | ||
2371 | FM | Kjartansson David | IM | Kjartansson Gudmundur | 2457 | |
2547 | GM | Hjartarson Johann | IM | Jensson Einar Hjalti | 2370 | |
2426 | IM | Thorfinnsson Bragi | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2580 | |
2454 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | GM | Steingrimsson Hedinn | 2574 |
6.6.2016 | 10:40
Hraðkvöld hjá Hugin í kvöld - Omar vann á síðasta hraðkvöldi
Omar Salama sigraði örugglega á hraðkvöldi Hugins sem, haldið var 30. mai sl. Þegar kom að lokum hraðkvöldsins stóð enginn andstæðinga Omars ósigraður eftir svo hann var með fullt hús 8v af átta mögulegum á æfingunni. Það var hins vegar hörð barátta um næstu sæti og réðst endanleg röð ekki fyrr en í lokaumferðinni þegar Gauti Páll færði Sigurði Ingasyni annað sætið með því að vinna Vigfús. Sigurður Ingason var annar með 6v, Vigfús Ó. Vigfússon þriðji með 5,5v og Gauti Páll varð að gera sér 4. sætið að góðu með 5v. Þátttakendur voru 9 og tefldu einfalda umferð allir við alla. Omar dró Hörð Jónasson í happdrættinu og völdu þeir báðir pizzumiða frá Dominos.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Omar Salama, 8v/8
- Sigurður Ingason, 6v
- Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
- Gauti Páll Jónsson, 5v
- Sigurður Freyr Jónatansson, 4v
- Hjálmar Sigurvaldason, 2,5v
- Hörður Jónasson, 2v
- Björgvin Kristbergsson, 2v
- Finnur Kr. Finnsson, 1v
Úrslitin í chess-result
6.6.2016 | 00:59
Skákgleði á Hátíð hafsins
Það var líflegt um að litast við Grandagarð í dag er fólk naut veðurblíðunnar á Hátíð hafsins. Taflfélag Reykjavíkur tók þátt í herlegheitunum og bauð gestum varðskipsins Óðins að grípa í tafl. Fjölmargir þekktust boðið; karlar og konur, piltar og stúlkur, ömmur og afar, feður og mæður, leikskólabörn, kennarar, iðnaðarmenn, skáld, unglingar, fræðimenn, forstjórar, ferðamenn, og þannig mætti lengi telja.
Eitt sinn var mikið teflt um borð í Óðni. Svo kom sjónvarpið til sögunnar. Fyrrum áhafnarmeðlimir sem áttu leið hjá höfðu á orði að gaman væri að sjá fólk tefla á nýjan leik í Messanum.
Það er á stundum sem þessum sem hugurinn reikar til kaffistofa landsins, til heimila, til fólks sem hefur gaman af að grípa í tafl sér til dægradvalar en ekki til að svala keppnisþörf. Hin íslenska skákhreyfing þarf að standa þessum hópi opin, ekki síður en keppnisskákmönnum.
Þetta var fólkið sem fyllti Messann í dag. Fólk sem tefldi með gleðina að vopni frekar en kappsemi. Fólk sem naut félagsskaparins ekki síður en glímunnar við skákgyðjuna.
Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfæri þökkum til Sjóminjasafnsins í Reykjavík fyrir samstarfið. Vonandi verður leikurinn endurtekinn að ári.
5.6.2016 | 22:46
Guðmundur Gíslason óstöðvandi
Veislan í Tónlistarskóla Seltjarnarness hélt áfram í dag er 6.umferð Landsliðsflokks var tefld. Efstu menn mótsins mættust í tveimur spennuþrungnum viðureignum, yngsti keppandinn vann sína fyrstu skák og ævintýri Vestfirðingsins, Guðmundar Gíslasonar, virðist hvergi nærri lokið.
Það var gestkvæmt á Seltjarnarnesinu í dag. Áhorfendur spáðu mikið í framvindu skákanna og greindu hverja skákstöðuna á fætur annarri af bæði festu og innlifun. Á meðal áhorfenda var fyrrum heimsmeistari, fyrrum ólympíumeistari, nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrrum forseti FIDE og loks núverandi landsliðseinvaldur karlaliðs Íslands. Sannarlega glæsilegur áhorfendahópur það.
Flestra augu beindust að skák Jóhanns Hjartarsonar sem stýrði hvítu mönnunum gegn Íslandsmeistaranum Héðni Steingrímssyni. Jóhann tefldi grimmt til sigurs en Íslandsmeistarinn varðist vel. Jóhann virtist teygja sig ögn of langt og Héðinn fékk hartnær unnið tafl. Þá urðu Héðni á mistök sem Jóhann nýtti sér til að snúa taflinu aftur sér í vil. Eftir mikil uppskipti glímdu þeir í hróksendatafli þar sem Jóhann hafði tvö peð gegn einu peði Héðins. Með nákvæmri taflmennsku náði Héðinn að halda jafntefli.
Í hinni viðureign efstu manna hafði Bragi Þorfinnsson hvítt gegn Jóni Viktori Gunnarssyni. Bragi fékk vænlegt tafl eftir byrjunina en náði ekki fylgja því nægjanlega vel eftir í miðtaflinu. Þeir sömdu um jafntefli eftir 32 leiki.
Guðmundur Gíslason hélt uppteknum hætti og vann sína þriðju skák í röð, nú gegn Einari Hjalta Jenssyni. Guðmundur sem virðist nú óstöðvandi í mótinu eftir brösótta byrjun er aðeins 1,5 vinningum á eftir efstu mönnum.
Björn Þorfinnsson mætti ungstirninu Erni Leó Jóhannssyni og þurfti sigur til að tryggja stöðu sína í toppbaráttunni. Það er skemmst frá því að segja að Björn sá aldrei til sólar í dag og varð að játa sig sigraðan eftir aðeins 19 leiki. Þetta var fyrsta sigurskák Arnar Leós í mótinu og hefur hann nú 2 vinninga.
Guðmundur Kjartansson vann Jóhann Ingvason í spennandi skák og Davíð Kjartansson vann Hjörvar Stein Grétarsson í ótefldri skák.
Héðinn Steingrímsson og Bragi Þorfinnsson eru efstir og jafnir með 4,5 vinninga en Jóhann Hjartarson og Jón Viktor Gunnarsson koma næstir með 4 vinninga. Þeir Bragi og Jóhann eru einu taplausu keppendur mótsins. 7.umferð fer fram á þriðjudag klukkan 15 og ber þar hæst viðureign efstu manna mótsins, Héðins Steingrímssonar og Braga Þorfinnssonar. Þá tefla stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson. Einnig mætast feðgarnir Örn Leó Jóhannsson og Jóhann Ingvason.
Úrslit 6.umferðar:
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2410 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 0 - 1 | Johannsson Orn Leo | 2226 | |
2142 | Ingvason Johann | 0 - 1 | IM | Kjartansson Gudmundur | 2457 | |
2280 | FM | Gislason Gudmundur | 1 - 0 | IM | Jensson Einar Hjalti | 2370 |
2371 | FM | Kjartansson David | + - - | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2580 |
2547 | GM | Hjartarson Johann | ½ - ½ | GM | Steingrimsson Hedinn | 2574 |
2426 | IM | Thorfinnsson Bragi | ½ - ½ | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2454 |
Staðan eftir 6.umferð:
Rk. | Name | FED | Rtg | Pts. | Rp | K | rtg+/- | |
1 | GM | Steingrimsson Hedinn | ISL | 2574 | 4,5 | 2530 | 10 | -1,2 |
2 | IM | Thorfinnsson Bragi | ISL | 2426 | 4,5 | 2560 | 10 | 10,6 |
3 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | ISL | 2454 | 4,0 | 2457 | 10 | 1,0 |
4 | GM | Hjartarson Johann | ISL | 2547 | 4,0 | 2544 | 10 | 0,2 |
5 | IM | Thorfinnsson Bjorn | ISL | 2410 | 3,5 | 2457 | 10 | 4,2 |
6 | FM | Gislason Gudmundur | ISL | 2280 | 3,0 | 2492 | 20 | 31,4 |
7 | IM | Kjartansson Gudmundur | ISL | 2457 | 3,0 | 2384 | 10 | -5,1 |
8 | IM | Jensson Einar Hjalti | ISL | 2370 | 3,0 | 2349 | 20 | -3,0 |
9 | FM | Kjartansson David | ISL | 2371 | 2,5 | 2333 | 20 | -5,4 |
10 | Johannsson Orn Leo | ISL | 2226 | 2,0 | 2349 | 20 | 15,8 | |
11 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | ISL | 2580 | 2,0 | 2223 | 10 | -21,0 |
12 | Ingvason Johann | ISL | 2142 | 0,0 | 1677 | 20 | -16,2 |
7.umferð fer fram á þriðjudag og hefst klukkan 15:
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2454 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2410 | |
2574 | GM | Steingrimsson Hedinn | IM | Thorfinnsson Bragi | 2426 | |
2580 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | GM | Hjartarson Johann | 2547 | |
2370 | IM | Jensson Einar Hjalti | FM | Kjartansson David | 2371 | |
2457 | IM | Kjartansson Gudmundur | FM | Gislason Gudmundur | 2280 | |
2226 | Johannsson Orn Leo | Ingvason Johann | 2142 |
5.6.2016 | 10:30
Teflt um borð í Óðni í dag kl.14-16
Taflfélag Reykjavíkur hyggst leggja sitt á vogarskálarnar til að gera Sjómannadaginn sem skemmtilegastan. Í samstarfi við Sjóminjasafnið verður efnt til skákgleði í Messanum um borð í varðskipinu Óðni þar sem gestir geta sest niður og gripið í tafl, líkt og tíðkast á öllum betri kaffistofum bæjarins.
Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20.öld og má sjá hinar heimsþekktu togvíraklippur á afturdekki skipsins. Heimildir herma að um borð í Óðni hafi verið lífleg skákmenning og er ætlunin að endurvekja þá stemningu. Skákáhugamenn eru hvattir til þess að taka þátt í gleðinni um borð í Óðni í dag kl.14-16 (við Sjóminjasafnið Grandagarði 8).
5.6.2016 | 00:28
Héðinn og Bragi efstir - Hamskipti Guðmundar Gíslasonar
Mikið fjör var á Seltjarnarnesi í dag þegar 5.umferð Landsliðsflokks var tefld. Sem fyrr buðu keppendur til fjörlegrar veislu sem leiddi til mikilla sviptinga og óvæntra úrslita.
Davíð Kjartansson (2371) tefldi vasklega gegn Héðni Steingrímssyni (2574) og fórnaði snemma manni fyrir sóknarfæri. Íslandsmeistarinn var hins vegar með á nótunum í tónlistarskólanum og vann nokkuð örugglega. Héðinn er því kominn á kunnuglegar slóðir í toppsætið með 4 vinninga.
Æði er runnið á Guðmund Gíslason (2280) sem í dag stýrði svörtu mönnunum til sigurs gegn Hjörvari Steini Grétarssyni (2580). Eftir þrjú töp í fyrstu þremur skákunum hefur Guðmundur lagt tvo stigahæstu menn mótsins að velli.
Hafi einhver haldið fyrir umferðina að Þorfinnssynirnir Bragi og Björn myndu skipta vinningi dagsins friðsamlega á milli sín þá skjátlaðist þeim hinum sömu hrapallega. Bræðurnir háðu blóðugan 84 leikja bardaga þar sem staðan á borðinu virtist aldrei vera í jafnvægi, ef undan er skilin upphafsstaðan. Bragi þáði fórnir Björns sem í staðinn saumaði fast að Braga. Björn sýndi enga miskunn og reyndi ítrekað að máta bróður sinn sem varðist fimlega. Að lokum rann mátsókn Björns út í sandinn, en hún skilaði þó því að Björn náði nógu mörgum peðum af bróður sínum til þess að vera ekki í taphættu sjálfur. Særðir og þreyttir eftir langa orrustu féllust þeir bræður loks í faðma og innsigluðu jafnteflið.
Jón Viktor Gunnarsson (2454) sýndi klærnar gegn Jóhanni Hjartarsyni (2547) og á tímabili virtist Jón Viktor standa til vinnings. Jóhann varðist vel og brá á það ráð að beina taflinu í endatafl þar sem hann varðist með biskup gegn hrók. Skákin endaði með jafntefli eftir 92 leiki.
Einar Hjalti Jensson (2370) tefldi mjög vel gegn Jóhanni Ingvasyni (2142) og vann skákina nokkuð örugglega. Þá gerðu Guðmundur Kjartansson (2457) og Örn Leó Jóhannsson (2226) jafntefli í baráttuskák eftir að nokkuð hallaði á Guðmund í endataflinu.
Héðinn og Bragi eru efstir með 4 vinninga að loknum fimm umferðum. Næstir með 3,5 vinninga eru Björn, Jón Viktor og Jóhann. Í 6.umferð ber hæst viðureign Jóhanns og Héðins.
Úrslit 5.umferðar:
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2426 | IM | Thorfinnsson Bragi | ½ - ½ | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2410 |
2454 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | ½ - ½ | GM | Hjartarson Johann | 2547 |
2574 | GM | Steingrimsson Hedinn | 1 - 0 | FM | Kjartansson David | 2371 |
2580 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 0 - 1 | FM | Gislason Gudmundur | 2280 |
2370 | IM | Jensson Einar Hjalti | 1 - 0 | Ingvason Johann | 2142 | |
2457 | IM | Kjartansson Gudmundur | ½ - ½ | Johannsson Orn Leo | 2226 |
Staðan að lokinni 5.umferð:
Rk. | Name | Rtg | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | Pts. | |
1 | GM | Steingrimsson Hedinn | 2574 | * | 0 | 1 | 1 | 1 | 1 | 4,0 | ||||||
2 | IM | Thorfinnsson Bragi | 2426 | * | ½ | ½ | 1 | 1 | 1 | 4,0 | ||||||
3 | IM | Thorfinnsson Bjorn | 2410 | ½ | * | 0 | 1 | 1 | 1 | 3,5 | ||||||
4 | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2454 | * | ½ | 1 | 0 | 1 | 1 | 3,5 | ||||||
5 | GM | Hjartarson Johann | 2547 | ½ | 1 | ½ | * | 1 | ½ | 3,5 | ||||||
6 | IM | Jensson Einar Hjalti | 2370 | 0 | * | ½ | ½ | 1 | 1 | 3,0 | ||||||
7 | FM | Gislason Gudmundur | 2280 | 1 | 0 | 0 | 0 | * | 1 | 2,0 | ||||||
8 | IM | Kjartansson Gudmundur | 2457 | 0 | 0 | ½ | * | 1 | ½ | 2,0 | ||||||
9 | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2580 | ½ | 0 | 0 | * | ½ | 1 | 2,0 | ||||||
10 | FM | Kjartansson David | 2371 | 0 | 0 | 0 | 1 | ½ | * | 1,5 | ||||||
11 | Johannsson Orn Leo | 2226 | 0 | 0 | 0 | ½ | ½ | * | 1,0 | |||||||
12 | Ingvason Johann | 2142 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | * | 0,0 |
6.umferð (sunnudag klukkan 15):
Rtg | Name | Result | Name | Rtg | ||
2410 | IM | Thorfinnsson Bjorn | Johannsson Orn Leo | 2226 | ||
2142 | Ingvason Johann | IM | Kjartansson Gudmundur | 2457 | ||
2280 | FM | Gislason Gudmundur | IM | Jensson Einar Hjalti | 2370 | |
2371 | FM | Kjartansson David | GM | Gretarsson Hjorvar Steinn | 2580 | |
2547 | GM | Hjartarson Johann | GM | Steingrimsson Hedinn | 2574 | |
2426 | IM | Thorfinnsson Bragi | IM | Gunnarsson Jon Viktor | 2454 |
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 13
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 181
- Frá upphafi: 8779387
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 134
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar