Leita í fréttum mbl.is

Góđ byrjun íslenskra keppenda í Sardiníu – alţjóđlegur meistari lagđur – ţrír í beinni í dag

P1040344Íslensku keppendurnir byrja flestir prýđilega á Porto Mannu-skákmótinu sem nú er í gangi á ítölskunni eyjunni Sardiníu. Sex íslenskir taka ţátt auk ţess sem yfirdómarinn er Ingibjörg Edda Birgisdóttir og er nú kölluđ í daglegu tali – Inga yfir.  Svo fylgir međ aukafólk svo íslenska sendinefndin er eitthvađ á annan tuginn.

Vel fer um mannskapinn enda úrvalsastćđur eru á skákstađ. Maturinn er stórgóđur en gisting međ fullu fćđi kostar um €63 eđa tćplega 9.000. Búiđ er í húsum. Stađurinn er einnig úrvalsgóđur fyrir fjölskyldufólk svo óhćtt er ađ mćla međ ţessu móti fyrir ţá sem vilja tefla og jafnvel ađ taka fjölskylduna međ. En um mótiđ sjálft.  Fimm umferđum af níu er nú lokiđ.

P1040369

Stefán Bergsson (1974) er efstur Íslendinganna međ 3˝ vinning, Gunnar Björnsson (2110), Baldur Teódór Petersson (2019) og Snorri Ţór Sigurđsson (1953) hafa 3 vinninga, Ţorsteinn Magnússon (1338) hefur 2 vinninga og Heimir Páll Ragnarsson (1575) hefur 1˝ vinning.

P1040381

Í gćr var tvöfaldi dagurinn. Ţá tefldi undirritađur eina allra mestu spennandi skák á ferlinum. Andstćđingurinn var ungur ţýskur alţjóđlegur meistari, Jonathan Carlstedt (2466). Ég hafđi nýlega setiđ á útitaflinu á Íslandi ásamt Stefáni, Birni Ívar og Agnari Tómas Möller. Ţar fékk fimm mínútna fyrirlestur um hvernig ćtti ađ tefla á móti Phildor-vörninni sem Agnar hafđi beitt gegn mér. Ég notađi ţađ setup og fékk afbragđstöđu úr byrjuninni og var Birni Ívari ákaflega ţakklátur.

Sá ţýski hleypti upp stöđunni međ ţví ađ gefa 2 menn fyrir hrók og upp kom gríđarlega spennandi skák sem stal allri athygli nćrstadda. Ég taldi mig vera međ betra og tefldi til vinnings og ég hafđi ţađ á tilfinningunni ađ ţađ gerđi andstćđingurinn minn einnig. Ćtlađi ekki ađ sćtta sig viđ jafntefli viđ stigalágan andstćđing  Ađ lokum leystist upp stađan og upp kom endatafl međ léttum köflum ţar sem ég var peđi yfir sem mér tókst ađ svíđa í 96 leikjum!

Ótrúlega sćtur sigur. Skákin hafđi hins vegar tekiđ um 5˝ klukkustund og minni en klukkutími í nćstu skák. Búiđ var ađ loka matsölustađnum og ekkert annađ í bođi en skófla í sig pizzusneiđum.  Í seinni skákinni tefldi ég viđ ítalska alţjóđlega meistarann Luca Moroni sem fórnađi á manni í byrjun skákar án ţess ađ hugsa og átti ég aldrei nokkurn séns.  

Í dag verđum viđ ţrír í beinni.  Stefán teflir viđ gríska alţjóđlega meistarann Georgios Souleidis (2419), ég tefli viđ rússneska stórmeistarann Sergei Beshukov (2372), sem var skella í sig staupum í gćr og verđur vonandi kolryđgađur, og Baldur viđ ţýsku skákkonuna Zoya Schleining (2364) sem er stórmeistari kvenna.

Umferđin hefst kl. 13 og ţví um ađ rćđa fína upphitun fyrir Íslandsmótiđ sem hefst kl. 15.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 8765532

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband