Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Lokaumferđin hefst kl. 11

https_%2F%2Fs3-us-west-2.amazonaws (1)

Lokaumferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst fyrr en vanalega eđa kl. 11. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, setur umferđina og leikur fyrsta leik hennar. Eins og fram hefur komiđ hafa Indverjarnir slegiđ í gegn. Baskaran Adhiban er í vćnlegri stöđu fyrir lokaumferđina og dugar jafnteflis til sigurs á mótinu. Indverska undriđ, Nihal Sarin, 13 ára, hefur tryggt sér áfanga ađ stórmeistaratitli.

Hannes Hlífar Stefánsson, sem er efstur Íslendinga, teflir viđ ungverska ofurstórmeistarann Richard Rapport. 

Heimasíđa Reykjavíkurskákmótsins


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 8. umferđ - Adhiban einn efstur!

AdhibanRapport8thRoundMikiđ var um ađ vera í áttundu og nćstsíđustu umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins. Fyrir umferđina voru Rapport og Adhiban efstir međ 6 vinninga af 7 og menn spenntir fyrir baráttuskák á milli ţessarar frumlegu og skemmtilegu skákmanna. Mjög óvćnt ţá lék Rapport skelfilega af sér snemma í skákinni og átti enga möguleika og varđ ţetta ein af fyrstu skákunum í umferđinni til ađ klárast!

 

Eina skákin sem klárađist fyrr var ţegar indverska ungstirniđ Nihal Sarin ţrálék gegn andstćđingi sínum til ađ ţvinga fram jafntefli. Venjulegast myndi hann berjast fyrir sigrinum en jafntefliđ tryggđi honum sinn annan áfanga ađ stórmeistaratitli og ţví möguleiki á ađ hann skrái sig fljótlega á spjöld sögunnar sem einn af yngstu skákmönnum allra tíma til ađ ná stórmeistaratitlinum. 

 

NihalSarinNorm

Adhiban er í algjörri lykilstöđu fyrir lokaumferđina og ljóst ađ jafntefli mun nćgja honum til ađ vinna GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ í ár. Gríđarlega óvćntur lokahnykkur í skák Daniel Fernandez og Mustafa Yilmaz varđ til ţess ađ Yilmaz er einn í öđru sćti eftir sigur á Fernandez. Úrslitin höfđu svo slćm áhrif á Fernandez ađ hann dró sig úr mótinu sem er ekki til eftirbreytni!

 

Hannes Hlífar Stefánsson er efstur Íslendinga međ 6 vinninga af 8 en getur best náđ skiptu öđru sćti eftir úrslitin hjá Yilmaz. Hannes er í stórum hópi skákmanna vinningi á eftir Adhiban í ţriđja sćti.  Jóhann Hjartarson og Ţröstur Ţórhallsson hefđu mögulega getađ náđ Hannesi ađ vinningum en töpuđu sínum skákum gegn sterkum stórmeisturum.

 

Mikil gleđitíđindi voru tilkynnt í dag ţegar GAMMA framlengdi styrktarsamning sinn viđ mótiđ til ţriggja ára en GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ hefur veriđ haldiđ undanfarin fimm ár međ GAMMA sem ađalstyrktarađila og glćsilegan mótsstađ í Hörpu. Samningar hafa einnig náđst viđ Hörpu um ađ mótiđ verđi nćstu ţrjú ár í Hörpu.  Ţetta eru stórgóđar fréttir fyrir skákhreyfinguna en Reykjavíkurskákmótiđ er flaggskip hreyfingarinnar og hefur róđur ţess vaxiđ mikiđ í skákheiminum og iđullega hefur mótiđ veriđ kosiđ eitt af ţremur bestu opnum mótum heims ár hvert.

 

Níunda og síđasta umferđin á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í ár hefst klukkan 11:00 á morgun, miđvikudag. Yilmaz fćr hvítt á Adhiban í síđustu umferđinni í hreinni úrslitaskák!

Hannes fćr svart á Richard Rapport en margar athyglisverđar skákir verđa á morgun međ mikiđ undir! Hart verđur barist um verđlaunasćti og áfanga ađ titlum og áhorfendur velkomnir á skákstađ.

 

Úrslit 8. umferđar

 

Heimasíđa mótsins

Úrslit á Chess-Results

Beinar útsendingar međ skýringum GM Simon Williams og WIM Fiona Steil-Antoni

 

Útsending 8. umferđar:

Watch Reykjavik Open, Round 8 from Chess on www.twitch.tv


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ áfram í Hörpu 2019-21

IMG_3995

GAMMA verđur ađalstyrktarađili Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu árin 2019-21. Ţađ var tilkynnt viđ upphaf áttundu og nćstsíđustu umferđ mótsins í dag. Ađ lokinni tilkynningu ţess efnis lék Agnar Tómas Möller, einn eigenda GAMMA, fyrsta leikinn fyrir indverska stórmeistarann Baskaran Adhiban gegn hinum ungverska Richard Rapport en ţeir tveir voru efstir fyrir umferđina međ 6 vinninga. Agnar lék 1. d2-d4 og ţađ reyndist Indverjanum vel ţví hann sannfćrandi sigur á Ungverjanum í 27 leikjum. 

Viđtal viđ Agnar á Chess.com má finna ađ neđan.

 

 


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Umferđ kl. 15, skákskýringar og hádegisfyrirlestur

_3129012

Áttunda og nćstsíđasta umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins hefst kl. 15 í dag. Skákskýringar Helga Áss Grétarssonar hefjast kl. 17:00. Rétt er ađ minna á hádegisfyrirlestur Helga Ólafssonar, Bobby Fischer Comes Home, kl. 11:30 á Bryggjunni Brugghúsi.

Á efsta borđi mćtast Adhiban og Richard Rapport en ţeir eru efstir međ 6 vinninga. Fimm skákmenn hafa 5,5 vinninga. Indverski undradrengurinn Nihal Sarin teflir viđ landa sinn Suri Vaibhav. Jafnteflir tryggir Sarin áfanga ađ alţjóđlegum stórmeistaratitli ţótt ađ enn verđi einni umferđ ólokiđ.

Ţrír Íslendinga hafa 5 vinninga og verđa allir í beinni útsendingu í dag. Ţađ eru Jóhann Hjartarson, Ţröstur Ţórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Sigur í dag ţýđir möguleika á einu af efstu sćtum mótsins. Vignir Vatnar Stefánsson, sem hefur 4,5 vinninga, verđur einnig í beinni en hann teflir viđ hollenska stórmeistarann Erwin L´Ami sigurvegara mótsins frá 2015.

Lokaumferđin er á morgun og hefst kl. 11.

Heimasíđa mótsins

 

 


Hádegisfyrirlestur Helga Ólafssonar kl. 11:30 í Bryggjunni brugghúsi

Olafsson-y-Bobby-Fischer-435

Helgi Ólafsson verđur međ hádegisfyrirlestur í dag kl. 11:30 í Bryggjunni brugghúsi. Fyrirlesturinn ber nafniđ "Bobby Fischer Comes" og fjallar eins og nafniđ ber međ sér um heimkomu Fischers til Íslands. Helgi er afar góđur sögumađur og óhćtt er ađ mćla međ fyrirlestrinum.

Tilvaliđ er ađ gćta sér á úrvalsmati á Bryggjunni úr tilbođsverđi á međan er hlustađ er á Helga en Bryggjan er einn besti matsölustađur landsins samkvćmt TripAdvisor.

 


GAMMA Reykjavíkurskámótiđ 7.umferđ - Rapport og Adhiban orđnir efstir

Adhiban_7throundRichard Rapport og Baskaran Adhiban eru orđnir einir efstir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu en ţeir unnu báđir góđa sigra í 7. umferđinni sem lauk nú í kvöld.

 

Rapport, sem er stigahćsti skákmađur mótsins međ 2715 elóstig, lagđi ađ velli Alexander Lenderman á efsta borđi. Rapport tefldi ađ vanda frumlega og blés til sóknar og yfirspilađi andstćđing sinn sem leyfđi honum ađ máta sig á borđinu.

 

Baskaran Adhiban sem er međ 2650 elóstig náđi ađ fylgja Rapport eftir og vann sigur međ svörtu mönnunum í Caro-Kann vörn. 

 

Sigurinn kemur Adhiban í góđa stöđu ţar sem hann mun stýra hvítu mönnunum gegn Rapport í 8. umferđinni. Ţeir hafa báđir 6 vinninga eftir umferđinir 7.

 

Fjölmargir skákmenn hafa 5,5 vinning en efstir Íslendinga eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann Hjartarson og Ţröstur Ţórhallsson. Hannes gerđi gott jafntefli viđ fyrrverandi heimsmeistarakandídatinn Gata Kamsky en Jóhann og Ţröstur unnu stigalćgri andstćđinga.

 

Áttunda umferđin hefst á morgun kl. 15:00 og augu flestra verđa á viđureigninni á efsta borđi á milli Adhiban og Rapport. Jóhann fćrt svart á Matthieu Cornette á međan ađ Ţröstur fćrt hvítt á Alejandro Ramirez og Hannes hvítt á Ravi Haria sem hefur átt gott mót.

 

Skákskýringar verđa á sínum stađ á mótsstađ og einnig er hćgt ađ fylgjast međ beinum útsendingum á netinu á chess.com/tv undir stjórn stórmeistarans Simon Williams og alţjóđlega meistarans Fionu Steil-Antoni.


Mustafa Yilmaz sigurvegari á Harpa Blitz annađ áriđ í röđ!

MustafaYilmazTyrkneski stórmeistarinn Mustafa Yilmaz kom sá og sigrađi á hinu árlega Harpa Blitz hrađskákmóti sem fram fór laugardagskvöldiđ 10. mars.

Alls mćttu um 60 keppendur til leiks og auk Yilmaz var hinn ungi Nodirbek Abdusattarov mćttur til leiks ásamt fyrrverandi sigurvegara mótsins, Yaacov Norowitz.

Á daginn kom ađ ţessir ţrír báru höfuđ og herđar yfir ađra keppendur og röđuđu sér í ţrjú efstu sćtin. Yilmaz og Abdusattarov gerđu innbyrđis jafntefli og var ţađ eina skákin sem Yilmaz vann ekki.

Glćsilegur sigur međ 8.5 vinning en Abdusattarov sýndi góđa takta og leyfđi ađeins eitt jafntefli til viđbótar viđ Konstantin Kavutsky og fékk 8 vinninga. Norowith var svo í ţriđja sćti.

Ţeir fengu allir peningaverđlaun fyrir sinn árangur. 

Efstur Íslendinga var Magnus Pálmi Örnólfsson međ 6.5 en Róbert Lagerman kom nćstur međ 6 vinninga ásamt nokkrum öđrum.

Gaman hefđi veriđ ađ fá fleiri sterka íslenska skákmenn í mótiđ enda góđ verđlaun í bođi fyrir stuttan "vinnutíma".

Skákstjórn var undir styrkri stođ Ingibjargar Eddu Birgisdóttur og Ingvars Ţórs Jóhannessonar og gekk mótiđ eins og smurđ vél!

 

Úrslit á Chess-results


Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fer fram á fimmtudaginn

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu fimmtudaginn 15. mars.  (ekki á miđvikudegi vegna Reykjavík Open) Tefldar verđa 6. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótiđ kl. 17.15. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis.  Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, auk ţess sem ţrjár efstu stúlkur og ţrír efstu Víkingar fá verđlaunapening.  Allir keppendur fá páskaegg, en hámarksfjöldi ţátttakenda er 40.

Barna og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins verđa vikulega á miđvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauđsynlegt er ađ skrá sig (nafn og fćđingarár) til ađ tryggja ţátttöku.

Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (guli kassinn efst)

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Heimilisfang hér:

Knattspyrnufélagiđ Víkingur
Trađarlandi 1, 108 Reykjavík


GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ: Umferđ dagsins kl. 15 - Kotra kl. 19

Reykjavik last day 452

Sjöunda umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins fer fram í dag og hefst kl. 15. Eins og fram kom í gćr eru sex skákmenn efstir og jafnir međ 5 vinninga og ţar á međal eru ungverski stórmeistarinn Richard Rapport (2715), stigahćsti keppandi mótsins, og indverski undrabarniđ Nihal Sarin (2534).

Hannes Hlífar Stefánsson (2533) er efstur íslensku skákmannanna međ 4˝ vinning, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Bárđur Örn Birkisson (2212), Jóhann Hjartarson (2513) og Ţröstur Ţórhallsson (2419) koma nćstir međ 4 vinninga. 

Hannes teflir viđ sjálfan Gata Kamsky (2677), Jóhann mćtir Frakkanum Sebastien Midoux (2319), Bárđur Örn viđ indverska stórmeistarann Kidambi Sundaraajan (2427) og Ţröstur viđ Vera Nebolsian (2211) unnustu Gata Kamsky.

RÚV fjallađi um gang mála í gćr og talađi viđ Vigni Vatnar og Praggnanandhaa (2507) en sá síđarnefndi hafđi sigur eftir heljulega vörn Vignis. Sjá nánar hér.

Í gćr fór fram afar vel heppnađur hádegisfyrirlestur Guđmundar G. Ţórarinssonar á Bryggjunni brugghúsi. Á morgun verđur Helgi Ólafsson međ slíkan fyrirlestur. Hefst kl. 11:30 og hćgt ađ kaupa sér frábćran mat á góđu verđi á međan hlustađ er á Helga. Fyrirlestur Helga ber nafniđ Bobby Fischer Comes Home.

Skákskýringar Sigurbjörns Björnssonar hefjast kl. 17. 

Ţeir sem vilja hvíla í skák geta spilađ á Kotrumóti kl. 19.  Nánari upplýsingar á vefsíđu mótsins. 

Heimasíđa mótsins

Úrslit á Chess-Results

Beinar útsendingar međ skýringum GM Simon Williams og WIM Fional Steil-Antoni


Íslandsmót barnaskólasveita 2018 - 4.-7. bekkur fer fram nćstu helgi

Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur, fer fram helgina 17.-18. mars í Rimaskóla. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verđur 10+5 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Tafliđ hefst kl. 11 á laugardegi og sunnudegi.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 4.–7. bekk. Skákmenn úr í 1.–3. bekk er leyfilegt ađ tefla međ sínum skóla en ţá ađeins í a-sveit hans. Í hverri sveit mega vera allt ađ ţrír varamenn.

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verđunum fyrir efstu sveitir af landsbyggđinni.

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í september nćstkomandi í Finnlandi.

Skráning fer fram á Skák.is. Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/11jT18zQdVVXTL8WTuNRaRVu5Dxia9H3DivXAb2La5Vc/

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi á hádegi 16. mars.. Ekki er hćgt ađ skrá sveitir á skákstađ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8778676

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband