Leita í fréttum mbl.is

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 8. umferđ - Adhiban einn efstur!

AdhibanRapport8thRoundMikiđ var um ađ vera í áttundu og nćstsíđustu umferđ GAMMA Reykjavíkurskákmótsins. Fyrir umferđina voru Rapport og Adhiban efstir međ 6 vinninga af 7 og menn spenntir fyrir baráttuskák á milli ţessarar frumlegu og skemmtilegu skákmanna. Mjög óvćnt ţá lék Rapport skelfilega af sér snemma í skákinni og átti enga möguleika og varđ ţetta ein af fyrstu skákunum í umferđinni til ađ klárast!

 

Eina skákin sem klárađist fyrr var ţegar indverska ungstirniđ Nihal Sarin ţrálék gegn andstćđingi sínum til ađ ţvinga fram jafntefli. Venjulegast myndi hann berjast fyrir sigrinum en jafntefliđ tryggđi honum sinn annan áfanga ađ stórmeistaratitli og ţví möguleiki á ađ hann skrái sig fljótlega á spjöld sögunnar sem einn af yngstu skákmönnum allra tíma til ađ ná stórmeistaratitlinum. 

 

NihalSarinNorm

Adhiban er í algjörri lykilstöđu fyrir lokaumferđina og ljóst ađ jafntefli mun nćgja honum til ađ vinna GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ í ár. Gríđarlega óvćntur lokahnykkur í skák Daniel Fernandez og Mustafa Yilmaz varđ til ţess ađ Yilmaz er einn í öđru sćti eftir sigur á Fernandez. Úrslitin höfđu svo slćm áhrif á Fernandez ađ hann dró sig úr mótinu sem er ekki til eftirbreytni!

 

Hannes Hlífar Stefánsson er efstur Íslendinga međ 6 vinninga af 8 en getur best náđ skiptu öđru sćti eftir úrslitin hjá Yilmaz. Hannes er í stórum hópi skákmanna vinningi á eftir Adhiban í ţriđja sćti.  Jóhann Hjartarson og Ţröstur Ţórhallsson hefđu mögulega getađ náđ Hannesi ađ vinningum en töpuđu sínum skákum gegn sterkum stórmeisturum.

 

Mikil gleđitíđindi voru tilkynnt í dag ţegar GAMMA framlengdi styrktarsamning sinn viđ mótiđ til ţriggja ára en GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ hefur veriđ haldiđ undanfarin fimm ár međ GAMMA sem ađalstyrktarađila og glćsilegan mótsstađ í Hörpu. Samningar hafa einnig náđst viđ Hörpu um ađ mótiđ verđi nćstu ţrjú ár í Hörpu.  Ţetta eru stórgóđar fréttir fyrir skákhreyfinguna en Reykjavíkurskákmótiđ er flaggskip hreyfingarinnar og hefur róđur ţess vaxiđ mikiđ í skákheiminum og iđullega hefur mótiđ veriđ kosiđ eitt af ţremur bestu opnum mótum heims ár hvert.

 

Níunda og síđasta umferđin á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í ár hefst klukkan 11:00 á morgun, miđvikudag. Yilmaz fćr hvítt á Adhiban í síđustu umferđinni í hreinni úrslitaskák!

Hannes fćr svart á Richard Rapport en margar athyglisverđar skákir verđa á morgun međ mikiđ undir! Hart verđur barist um verđlaunasćti og áfanga ađ titlum og áhorfendur velkomnir á skákstađ.

 

Úrslit 8. umferđar

 

Heimasíđa mótsins

Úrslit á Chess-Results

Beinar útsendingar međ skýringum GM Simon Williams og WIM Fiona Steil-Antoni

 

Útsending 8. umferđar:

Watch Reykjavik Open, Round 8 from Chess on www.twitch.tv


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.12.): 2
 • Sl. sólarhring: 88
 • Sl. viku: 715
 • Frá upphafi: 8660922

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 369
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband