Leita í fréttum mbl.is

GAMMA Reykjavíkurskámótiđ 7.umferđ - Rapport og Adhiban orđnir efstir

Adhiban_7throundRichard Rapport og Baskaran Adhiban eru orđnir einir efstir á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu en ţeir unnu báđir góđa sigra í 7. umferđinni sem lauk nú í kvöld.

 

Rapport, sem er stigahćsti skákmađur mótsins međ 2715 elóstig, lagđi ađ velli Alexander Lenderman á efsta borđi. Rapport tefldi ađ vanda frumlega og blés til sóknar og yfirspilađi andstćđing sinn sem leyfđi honum ađ máta sig á borđinu.

 

Baskaran Adhiban sem er međ 2650 elóstig náđi ađ fylgja Rapport eftir og vann sigur međ svörtu mönnunum í Caro-Kann vörn. 

 

Sigurinn kemur Adhiban í góđa stöđu ţar sem hann mun stýra hvítu mönnunum gegn Rapport í 8. umferđinni. Ţeir hafa báđir 6 vinninga eftir umferđinir 7.

 

Fjölmargir skákmenn hafa 5,5 vinning en efstir Íslendinga eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann Hjartarson og Ţröstur Ţórhallsson. Hannes gerđi gott jafntefli viđ fyrrverandi heimsmeistarakandídatinn Gata Kamsky en Jóhann og Ţröstur unnu stigalćgri andstćđinga.

 

Áttunda umferđin hefst á morgun kl. 15:00 og augu flestra verđa á viđureigninni á efsta borđi á milli Adhiban og Rapport. Jóhann fćrt svart á Matthieu Cornette á međan ađ Ţröstur fćrt hvítt á Alejandro Ramirez og Hannes hvítt á Ravi Haria sem hefur átt gott mót.

 

Skákskýringar verđa á sínum stađ á mótsstađ og einnig er hćgt ađ fylgjast međ beinum útsendingum á netinu á chess.com/tv undir stjórn stórmeistarans Simon Williams og alţjóđlega meistarans Fionu Steil-Antoni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.12.): 2
 • Sl. sólarhring: 88
 • Sl. viku: 715
 • Frá upphafi: 8660922

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 369
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband