Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Fjölbreytt dagskrá á uppskeruhátíđ Hróksins á laugardaginn

Skákhátíđ á Grćnlandi. Hróksmenn hafa fariđ sex sinnum til Grćnlands á síđustu 12 mánuđum og margir hátíđir eru framundan.

Hrókurinn býđur til uppskeruhátíđar laugardaginn 9. júlí milli klukkan 14 og 16 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, viđ Reykjavíkurhöfn. Ţar verđur tafl og tónlist, vöfflur og bókamarkađur, myndasýning frá Grćnlandi og kynning á starfi félagsins.

Hrókurinn hefur sent mikiđ af vönduđum og góđum fatnađi til Grćnlands. Elisabeth Nielsdóttir međ framlag frá prjónahópum Gerđubergs og Rauđa krossins í Reykjavík.

Hrókurinn hefur haft ađstöđu í vöruskemmu Brims sl. tvö ár og ţar hefur veriđ miđstöđ fatasöfnunar í ţágu barna og ungmenna á Grćnlandi. Fjölmargir hafa lagt söfnuninni liđ og hefur mikiđ af góđum fatnađi fariđ til fjölmargra ţorpa og bćja á Grćnland og komiđ í góđar ţarfir.

Guđjón Kristinsson frá Dröngum kennir börnum í Kulusuk útskurđ á hátíđ Hróksins í febrúar 2016.

Á laugardag verđur margt til gamans gert; Linda Guđmundsdóttir frá Finnbogastöđum í Trékyllisvík mun leika á harmónikku, Valdimar Tómasson mun stýra bókamarkađi í ţágu verkefna Hróksins á Grćnlandi og skákmeistarar tefla viđ gesti og gangandi.

Hrókurinn stóđ fyrir MótX-einvígi Shorts og Hjövars Steins í vor.

Hróksliđar hafa á síđustu 12 mánuđum fariđ sex sinnum til Grćnlands ađ útbreiđa skák og vináttu, og fjölmargar ferđir eru á teikniborđinu. Hér heima hefur Hrókurinn síđan áriđ 2003 heimsótt Barnaspítala Hringsins flesta fimmtudaga, auk ţess ađ halda uppi líflegu skákstarfi í ţágu fólks međ geđraskanir, aldrađra og barna. Ţá efndi Hrókurinn í vor til afar vel heppnađs MótX-einvígis milli stórmeistaranna Nigels Shorts og Hjörvars Steins Grétarssonar. Síđast en ekki síst stóđ Hrókurinn fyrir afar vel heppnuđu skákmaraţoni í maí í ţágu sýrlenskra flóttabarna og söfnuđust ţrjár milljónir króna, sem runnu óskiptar til Fatimusjóđs og UNICEF.

Frá skákmaraţoni Hróksins í ţágu sýrlenskra flóttabarna.

Í nóvember veitti Hrafn Jökulsson forseti félagsins viđtöku viđurkenningu Barnaheilla -- Save the children fyrir starf í ţágu barna á Íslandi og Grćnlandi. Ţá var Hrafn útnefndur máttarstólpi Vinjar, frćđslu- og bataseturs Rauđa krossins og í janúar hlaut Hrókurinn viđurkenningu Minningarsjóđs Gunnars Thoroddsens.

Hróksmenn hafa heimsótt Barnaspítala Hringsins flesta fimmtudaga síđan áriđ 2003.

Verkefni Hróksins nćstu misseri verđa kynnt á uppskeruhátíđinni, og má nefna skákmót í öllum landsfjórđungum, áframhaldandi skáklíf í Hringnum, Vin og víđar og ţátttöku í ýmsu góđargerđarstarfi.

Skáklífiđ blómstrar í Vin, frćđslu- og batasetri Rauđa krossins, en ţar hafa Hróksmenn haldiđ uppi skáklífi síđan 2003.

Allir eru hjartanlega velkomnir á uppskeruhátíđ Hróksins.


Sólarmót Skákakademíunnar á fimmtudag

bjorn_og_bjorgvin

Á fimmtudaginn kemur verđur heiđskýrt og hlýtt um alla borg. Skákakademía Reykjavíkur efnir ţví til Sólarmóts Skákakademíunnar í hádeginu. Tafliđ hefst 12:05 og tefldar verđa fimm umferđir hrađskák. Mótiđ fer fram á Útitaflinu viđ Lćkjargötu.

Unglingalandsliđ Íslands ćfir grimmt ţessa dagana undir Ólympíumót 16ára og yngri sem fram fer í Slóvakíu síđar í mánuđinum. Krakkarnir mćta til leiks í Sólarmótiđ og munu án efa skipa sér í efstu sćtin.

Góđ verđlaun fyrir efstu ţrjú sćtin.

Skráning á stađnum, fyrir 12:00.


Stórsigur gegn Skotum í lokaumferđinni - sjöunda sćti niđurstađan

Gullaldarliđiđ vann skosku sveitina 3˝-˝ í lokaumferđ heimsmeistaramóts skáksveita 50 ára og eldri sem fram fór í dag. Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Friđrik Ólafsson unnu sínar skákir í dag. Verr gekk hins vegar í gćr en ţá náđi ensku skákmennirnir ađ hefna fyrir enska fótboltalandsliđiđ međ sigri á okkar mönnum međ minnsta mun. Íslenska sveitin endađi í sjöunda sćti en Ţjóđverjar unnu nauman sigur á mótinu eftir harđa baráttu viđ Armena. 

Úrslit 8. umferđar

HM 8. umferđ

 

 

 


Úrslit 9. umferđar

HM 9. umferđ

 

 

 


Íslensku skáksveitina skipuđu:

  1. Jóhann Hjartarson (2547) 4 v. af 8
  2. Helgi Ólafsson (2543) 5 v. af 8
  3. Margeir Pétursson (2509) 6 v. af 8
  4. Jón L. Árnason (2490) 5 v. af 8
  5. Friđrik Ólafsson (2377) 3. v af 4


Lokastöđu mótsins má nálgast hér.

 


Skák eflir skóla - nýir ţátttakendur

Skák eflir skóla – kennari verđur skákkennari er verkefni sem Skáksambandiđ vinnur í samstarfi viđ mennta- og menningarmálaráđuneytiđ. Skólaveturinn 2015-16 var fyrsta framkvćmdarár verkefnisins. Megintilgangur ţess er ađ fjölga skákkennurum međal grunnskólakennara. Hver kennari sem tekur ţátt kennir skák einu sinni í viku í sínum skóla og nýtur leiđsagnar og ađstođar verkefnisstjóra. Níu skólar tóku ţátt í verkefninu í vetur; Á höfuđborgarsvćđinu, Reykjanesi, suđurlandi og Hólmavík. Mikil ánćgja var hjá kennurunum međ verkefniđ og hafa ţeir nćr allir náđ samkomulagi viđ sinn skólastjóra um ađ halda áfram međ skákkennslu í stundatöflu á nćsta ári. Ţeir verđa ţó ekki formlegir ţátttakendur í verkefninu nćsta skólaár en munu ţó njóta stuđnings frá verkefnisstjóra.

Ţrettán nýir skólar víđs vegar af landinu koma inn í verkefniđ nćsta skólaár:

Kársnesskóli

Dalskóli

Ingunnarskóli

Grunnskóli Húnaţings vestra

Húnavallaskóli

Grunnskóli Fáskrúđsfjarđar

Nesskóli (Neskaupsstađ)

Flúđaskóli

Grunnskóli Vestmannaeyja

Varmárskóli

Melaskóli

Salaskóli

Undirbúningur fyrir nćsta skólaár er ţegar hafinn međ einstaklingsfundum fyrir ţátttakendur. Námskeiđ fyrir kennara verđur haldiđ í ágúst. Verkefnisstjóri mun svo heimsćkja skólanna snemma í haust og leggja línurnar fyrir veturinn. Eitt af markmiđum fyrir veturinn er ađ tengja verkefniđ meir inn í framkvćmd Landsmóts í skólaskák. Ţannig verđur leitast eftir ţví viđ ţátttakendur ađ ţeir taki ađ sér framkvćmd undanmóta á sínum svćđum.

Stefán Bergsson,

Verkefnisstjóri Skák eflir skóla – kennari verđur skákkennari


Síđasta vika sumarnámskeiđa TR ađ hefjast – opiđ fyrir skráningu

Alţjóđlegi meistarinn og skákkennarinn, Bragi Ţorfinnsson, hefur undanfarnar vikur leitt börn á sumarnámskeiđum TR um helstu króka og kima skáklistarinnar. Börnin virđast hafa drukkiđ í sig fróđleikinn en ekki síđur skemmt sér konunglega í glímu sinni viđ ţćr ţrautir og leiki sem Bragi hefur blásiđ til.

Framundan er síđasta vika sumarnámskeiđanna og ţví einungis tvö námskeiđ eftir ţetta sumariđ. Námskeiđin eru opin öllum börnum fćdd 2003-2009.

Námskeiđ #7 hefst mánudaginn 4.júlí kl.10:00. Námskeiđ #8 hefst sama dag kl.13:30. Skráning á námskeiđin er nú í fullum í gangi og má nálgast skráningareyđublađiđ međ ţví ađ smella hér.


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákţorsti Viktors Kortsnoj

KorchnoiEftirmćli sem falliđ hafa um Viktor Kortsnoj sem lést ţann 6. júní sl. 85 ára ađ aldri eru flest á ţann veg, ađ ţar sé genginn eftirminnilegur baráttujaxl. Garrí Kasparov hafđi orđ á ţví ađ Kortsnoj hefđi veriđ trúandi fyrir ţví ađ snúa á manninn međ ljáinn í einhverju flóknu hróksendatafli. En ţađ gerđist ekki og ţví gefst tćkifćri til ađ gera upp einstćđan skákferil stórmeistara sem kom margoft viđ sögu hér á landi.

Kortsnoj og Paul Keres eru fyrstir nefndir međal skákmanna sem nćst hafa komist ţví ađ hampa heimsmeistaratitlinum; á árunum 1974-1981 háđi Kortsnoj ţrjú einvígi viđ Anatoli Karpov, hiđ fyrsta var í reynd um heimsmeistaratitilinn en Bobby Fischer neitađi ađ verja titil sinn. Hvađ „langlífi“ á skáksviđinu varđar á Kortsnoj engan sinn líka og Emanuel Lasker sá eini sem stenst einhvern samanburđ.

Eftir stórmót IBM í júlí áriđ 1976 gekk Kortsnoj inn á lögregustöđ í Amsterdam og bađst hćlis sem pólitiskur flóttamađur. Ţetta var stćrsta frétt The New York times ţann daginn. Hann var 45 ára gamall, hafđi átt fast sćti í sovéska landsliđinu, tekiđ ţátt i fjórum áskorendakeppnum og unniđ mýmörg alţjóđleg mót. En orđ voru dýr í ţá daga og Kortnoj hafđi látiđ ýmislegt flakka í viđtali viđ júgóslavneskt dagblađ um ţann mikla ađstöđumun sem var á honum og óskabarninu Anatolí Karpov. Hann var látinn gjalda fyrir ummćli sín međ árs keppnisbanni á erlendri grund en ţegar leyfiđ var endurvakiđ var hann farinn ađ hugsa sér til hreyfings. Kortsnoj blómstrađi skáklega séđ í „“útlegđinni“ en fjölskyldan heima fékk ađ glíma viđ margháttađa erfiđleika, einkasonurinn Igor neitađi ađ gegna herţjónustu og sat í fangelsi í tvö ár. Bella eiginkona Kortsnojs fékk ađ yfirgefa Sovétríkin voriđ 1982. Ţá var hann tekinn saman viđ ađra konu, Petru Lewerwijk.

Ef velja á úr mót eđa einvígi frá meira en 60 ára ferli vandast máliđ. Ég hef alltaf haldiđ upp á taflmennsku hans á millisvćđamótinu 1973 en ćtla ađ velja kafla úr ferli hans sem sýndi magnađan keppnisţrótt. Heimsmeistaraeinvígiđ í Baguio á Filippseyjum stóđ í meira en ţrjá mánuđi var frá byrjun heilmikill farsi ţar sem helst voru í fréttum dulsálfrćđingurinn Zoukhar, spegilgleraugu, jógúrt, Ananda- marga liđ međ vafasama fortíđ, svikull ađstođarmađur og ţar fram efir götunum. Kortsnoj virtist ekki ćtla ađ ráđa viđ hinn útsmogna stíl Karpovs og eftir 27 skákir var stađan 5:2 Karpov í vil en teflt var uppá sex sigra. Í nćstu fjórum skákum vann Kortsnoj ţrisvar og gerđi eitt jafntefli. Sigrarnir voru fengnir í löngum og ströngum endatöflum sem Kortsnoj tefldi frábćrlega vel. Stađan var 5:5 en 32. skákina vann Karpov og hélt titlinum. Nokkrum dögum síđar gekk Kortsnoj inn í skáksal Ólympíumótsins í Buenos Aires. Ţá var klappađ fyrir honum. Hann tefldi fyrir Sviss og náđi bestum árangri fyrsta borđs manna, hlaut 9 vinninga af ellefu mögulegum og hélt eftirminnilega skáksýningu sem jafnast á viđ ţá sem Fischer hélt í Havana 1966 og Kasparov í Manila 1992. Síđustu árin voru Kortsnoj erfiđ. Hann fékk heilablóđfall áriđ 2011 og var bundinn viđ hjólastól upp frá ţví. Hann virtist haldinn óslökkvandi skákţorsta og undir ţađ síđasta tefldi hann á hverjum degi viđ einn vin sinn í kringum 100 hrađskákir á dag.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


Gullaldarliđiđ: Stórsigur gegn Úkraínu

Gullaldarliđiđ vann stórsigur, 3˝-˝, í sjöundu umferđ skáksveita 50 ára og eldri sem fram fór fyrr í dag. Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson unnu sínar skákir á 1.-3. borđi.Friđrik Ólafsson, sem tefldi á fjórđa borđi, gerđi jafntefli.

Strákarnir okkar, töpuđu hins vegar mjög slysalega gegn Ţýskalandi í gćr međ minnsta mun en ţar stefndi lengi vel í íslenskan sigur. Margeir vann, Helgi gerđi jafntefli en Jóhann og Jón töpuđu báđir slysalega eftir ađ hafa haft vćnlegrar stöđur - sérstaklega sá síđarnefndi.

Úrslit 6. umferđar

HM 6. umferđ

Úrslit 7. umferđar

Hm 7. umferđ

 

Íslenska sveitin hefur núna 10 stig af 14 mögulegum og er í sjöunda sćti. Góđ úrslit í lokumferđunum tveimur geta fleytt sveitinni í verđlaunasćti. 

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer í fyrramáliđ teflir íslenska sveitin viđ sterka sveit Englands sem stillir upp gođsögnunum Nunn og Speelman á 1. og 2. borđi.

Sveit Englands.

HM 8. umferđ

 

 


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig komu í dag, 1. júlí. Hannes Hlífar Stefánsson (2577) hefur endurheimt efsta sćsti stigalistans. Héđinn Steingrímsson (2572) er annar og Íslandsmeistarinn Jóhann Hjartarson (2556) er ţriđji. Ţorsteinn Magnússon hćkkađi mest allra frá júní-listanum eđa um 77 skákstig. Litlar breytingar eru á listanum ađ ţessu sinni. Ađeins eitt íslenskt mót var reiknađ, sjálft Íslandsmótiđ. Ţess fyrir utan tóku Íslendingar ađeins ţátt í einu alţjóđlegu móti, ţ.e. í Sardiníumótinu. 

Heildarlistann má finna í PDF.

Topp 20

Nr.SkákmađurTitStigSká.Br.
1Stefansson, HannesGM257700
2Steingrimsson, HedinnGM257210-5
3Hjartarson, JohannGM2556119
4Gretarsson, Hjorvar SteinnGM25508-30
5Olafsson, HelgiGM254300
6Petursson, MargeirGM250900
7Arnason, Jon LGM249000
8Danielsen, HenrikGM248000
9Kristjansson, StefanGM246400
10Gunnarsson, Jon ViktorIM2457113
11Gretarsson, Helgi AssGM244800
12Kjartansson, GudmundurIM244211-8
13Thorsteins, KarlIM243900
14Thorfinnsson, BragiIM2433117
15Gunnarsson, ArnarIM243100
16Thorhallsson, ThrosturGM241100
17Thorfinnsson, BjornIM2398102
18Ulfarsson, Magnus OrnFM238500
19Arngrimsson, DagurIM237800
20Olafsson, FridrikGM237700


Mestu hćkkanir

Sardiníufararnir, Ţorsteinn Magnússon (77) og Heimir Páll Ragnarsson (70) hćkka langmest allra á stigum frá júní-listanum. Guđmundur Gíslason (47) er ţriđji eftir stórgott Íslandsmót.

Nr.SkákmađurTitStigSká.Br.
1Magnusson, Thorsteinn 1415977
2Ragnarsson, Heimir Pall 1645970
3Gislason, GudmundurFM23271147
4Johannsson, Orn Leo 22571131
5Bjornsson, Gunnar 2130920
6Bergsson, Stefan 1993919
7Sigurdsson, Snorri Thor 1972919
8Hjartarson, JohannGM2556119
9Thorfinnsson, BragiIM2433117
10Gunnarsson, Jon ViktorIM2457113

 

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2855) er efstur á heimslistanum, Vladimir Kramnik (2812) annar og Fabi Caruana (2810). 

Topp 100 má nálgast hér.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Gullaldarliđiđ beiđ lćgri hlut - en leynivopn á leiđinni!

HM-Dresden-2016-myndir-620x330Gullaldarliđ Íslands tapađi sinni fyrstu viđureign í 5. umferđ á HM skákliđa 50 ára og eldri í Dresden á fimmtudag. Íslenska stórmeistarasveitin beiđ lćgri hlut fyrir mjög öflugri sveit Armeníu, 3-1, og er nú í 3.-7. sćti. Fjórar umferđir eru eftir á mótinu og ljóst ađ seinni hálfleikurinn verđur ćsispennandi.

Jóhann Hjartarson mćtti hinum gođsagnakennda Rafael Vaganian á 1. borđi. Armeninn var um árabil í hópi sterkustu skákmanna heims og varđ m.a. skákmeistari Sovétríkjanna 1989. Ţeir Jóhann tefldu sjö kappskákir á árunum 1989-92 og ţá hafđi okkar mađur sannkallađ fantatak á Vaganian: sigrađi fimm sinnum, gerđi eitt jafntefli og tapađi ađeins einni skák.

Jóhann Hjartarson EM Landsliđa 2015

Jóhann Hjartarson

En Vaganian tefldi glćsilega međ svörtu mönnunum í Dresden og fórnađi snemma skiptamun. Tölvuheilarnir töldu Jóhann međ mun betri stöđu en Vaganian hafđi kafađ dýpra.

Halldór Grétar Einarsson liđstjóri: ,,Ţótt skakreiknarnir gefi stöđuna +1 á hvítan ţá er öllum mannlegum ljóst ađ svartur var međ mun betri stöđu í raun, vegna ţess hve mikiđ auđveldara var ađ tefla hana. Jóhann var óánćgđur međ leiki 40 til 42 hjá sér. Hann var búinn ađ tefla vörnina mjög vel, en ţarna tapađi hann tveimur tempóum, sem skiptir miklu máli í svona stöđu.

HM-Dortmund-2016_Hjartarson-Vaganian

Jóhann Hjartarson – Rafael Vaganian. — 40. Hb1+ (stöđumynd) Kxa4 41. Bc2+ Ka3 42. f5 Ka2. „Jóhann var óánćgđur međ leiki 40 til 42 hjá sér. Hann var búinn ađ tefla vörnina mjög vel, en ţarna tapađi hann tveimur tempóum, sem skiptir miklu máli í svona stöđu.“ HGE

Jón L. Árnason

Jón L. Árnason

Jón L. Árnason lenti snemma í klemmu gegn stórmeistaranum Sergey Galduntsá 4. borđi eftir ađ peđsfórn skilađi ekki tilćtluđum árangri.

Halldór: ,,Jón var ekki ánćgđur međ 15. — Rxd5. Mun betri leikur var 15. — Bc8 sem hefđi skilađ ágćtum bótum fyrir peđsfórnina.

 

HM-Dortmund-2016_galdunts-arnason

Sergey Galdunts – Jón L. Árnason. — 15. De1 (stöđumynd) Rxd5. ,,Jón var ekki ánćgđur međ 15. — Rxd5. Mun betri leikur var 15. — Bc8 sem hefđi skilađ ágćtum bótum fyrir peđsfórnina.“

Skákir Helga Ólafssonar viđ Ashot Anastasian og Margeirs Péturssonar gegn Karen Movsziszian voru allan tímann í jafnvćgi, og lauk báđum međ jafntefli.

13588937_1017463711694696_554947098_o

Margeir Pétursson

Halldór segir ađ sigur Armena hafi veriđ verđskuldađur: ,,Ţeir áttu skiliđ ađ vinna. Ţeir tefldu betur í dag og sérstaklega var mikilvćgur sigurinn á 1. borđi.

Fimm liđ munu berjast um sigur á HM ađ mati Halldórs, enda langbest skipuđ: Armenía, Ţýskaland, England, Íslands og ţýska skákfélagiđ Emanuel Lasker Gesellschaft.

Englendingar unnu stórsigur á skáksveit frá Úkraínu í 5. umferđ, Ţýskaland lagđi kvennasveit Rússlands og Emanuel Lasker Gesellschaft sigrađi ţýska félagiđ Forchheim.

13588971_1017463208361413_1020885971_oArmenar og Ţjóđverjar eru nú efstir, hafa sigrađ í öllum sínum viđureignum. Gullaldarliđiđ er í 3.-7. sćti og mćtir sveit Ţýskalands í 6. umferđ. Ţjóđverjarnir eru í miklu stuđi og ćtla sér greinilega ađ landa heimsmeistaratitlinum á heimavelli.

Sveitina leiđir Uwe Bönsch sem hefur 4 vinninga af 5, og á 2. borđi hefur Klaus Bischoff unniđ allar fimm skákir sínar og reiknast árangur hans til ţessa upp á 3001 skákstig!

Eini veiki hlekkur sveitarinnar til ţessa er alţjóđameistarinn Karsten Volke á 3. borđi, međ 3 vinninga af 5. Á 4. borđi hefur stórmeistarinnRaj Tischbirek rakađ saman 4 vinningum í jafnmörgum skákum.

HM-Dortmund-2016_porun_6umf

Halldór Grétar býst viđ háspennu í lokaumferđunum fjórum:

,,Ţađ eru fimm jafn sterk liđ í mótinu. Ţau munu öll tefla innbyrđis. Viđ höfum teflt viđ tvö af fjórum. Ţurfum helst ađ vinna hin tvö til ađ eiga möguleika á sigri, myndi ég halda. Hin liđin hafa teflt einu sinni viđ annađ liđ í topphópnum.

Og liđstjórinn er hvergi banginn:

,,Í nótt kemur flugvél međ áhorfendur frá Íslandi — eiginkonurnar! Ţćr mćta um hádegisbil. Viđ ćtlum ađ fćra ţeim sigur á Ţjóđverjum.

Nánar á vefsíđu Hróksins.


Gullaldarliđiđ á toppnum á HM - flugeldasýning Jóns L. tryggđi sigur í 4. umferđ

Gullaldarliđ Íslands vann fjórđa sigurinn í röđ á HM skáksveita 50 ára og eldri í Dresden í dag. Jón L. Árnasonvar hetja dagsins, sigrađi Gerhard Köhler í 23 leikjum eftir ađ hafa fórnađ mönnum á báđar hendur. Armenía, Ţýskaland og Ísland eru nú einu liđin sem hafa sigrađ í öllum viđureignum sínum. Gullaldarliđiđ mćtir sterkri sveit Armeníu í fimmtu umferđ.

Íslenska stórmeistarasveitin mćtti mjög sterku liđi Emanuel Lasker Gesellschaft í fjórđu umferđinni. Á 1. borđi gerđu Jóhann Hjartarson og Arthur Jusupov jafntefli, og sama var uppi á teningnum í viđureignumHelga Ólafssonar og Alexanders Graf, og Margeirs Péturssonar og Jakobs Meister.

Jón L. Árnason mćtti Köhler á 4. borđi, en Ţjóđverjinn er ţekktastur fyrir ađ hafa teflt ţúsundir hrađskáka viđ Viktor Korchnoi, ţegar hinn mikli meistari dvaldi sér til hressingar á heilsuhćli í Dresden. Jón er einn mesti sóknarskákmađur íslenskrar skáksögu, og hann hélt sannkallađa flugeldasýningu og tryggđi íslenska liđinu mjög dýrmćtan sigur. 

Jón L. Árnason – Gerhard Köhler

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_1

Fórn I — 17. Rg5 h6 18. Dh5!? (stöđumynd) „Ţađ ţýđir ekkert ađ snúa til baka ţegar mađur er kominn út í miđja á ! 18.Rfxe6 fxe6 19.Rxe6 Db6 20.Rxf8 var líka hćgt.“ HGE

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_2

Fórn II — 20. – g6? 21. Rxg6! (stöđumynd) Rxg6?! „(21. – fxg6 var skárra, en eftir 22.Bxe6+ Hf7 23.Bxf7+ Kxf7 24.Dh7+ er hvítur međ betra.)“ HGE

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_3

Fórn III — 22. Bxe6! (stöđumynd) Bd6? 23. Dxg6+ Og svartur gafst upp. „Kannski tók hvítur nokkra áhćttu međ mannsfórninni [fyrstu], en fyrst hún gekk upp ţá var hún góđ !“ HGE

  • Halldór Grétar Einarsson skýrđi skákina á Skákhorninu
Halldór Grétar Einarsson liđstjóri Gullaldarliđsins var ađ vonum ánćgđur međ sína menn: ,,Viđ vorum ađ klára ađ fara yfir skákir dagsins. Ţađ var varla leikinn slćmur leikur í ţessari umferđ en margir snjallir. Jón L. ruggađi ađeins bátnum til ađ vinna sinn andstćđing á glćsilegan hátt.

Af öđrum úrslitum í fjórđu umferđ bar hćst ađ Ţýskaland lagđi England og Armenía sigrađi Kanada.

HM-Dortmund-2016_porun-5

Rafael_Vaganian

Rafael Vaganian

Í fimmtu umferđ mćtir Gullaldarliđiđ Armeníu í sannkölluđum stórleik. Fyrir armensku sveitinni fer gođsögninRafael Vaganian sem er ţekktur fyrir leiftrandi sóknarstíl og algert óttaleysi viđ skákborđiđ.

Alls taka 57 skáksveitir ţátt í HM í Dresden og verđa tefldar 9 umferđir. Margir af ţekktustu skákmönnum síđustu áratuga eru međal keppenda, en óhćtt er ađ segja ađ ţátttaka íslenska Gullaldarliđsins hafi vakiđ mesta athygli. Auk fjórmenninganna sem héldu uppi heiđri Íslands í dag er Friđrik Ólafsson í liđinu, en ţessi síungi snillingur sem nú er 81 árs tefldi fyrst fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu áriđ 1952.

Nánar á vefsíđu Hróksins.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 42
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 8779355

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband