Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skákţorsti Viktors Kortsnoj

KorchnoiEftirmćli sem falliđ hafa um Viktor Kortsnoj sem lést ţann 6. júní sl. 85 ára ađ aldri eru flest á ţann veg, ađ ţar sé genginn eftirminnilegur baráttujaxl. Garrí Kasparov hafđi orđ á ţví ađ Kortsnoj hefđi veriđ trúandi fyrir ţví ađ snúa á manninn međ ljáinn í einhverju flóknu hróksendatafli. En ţađ gerđist ekki og ţví gefst tćkifćri til ađ gera upp einstćđan skákferil stórmeistara sem kom margoft viđ sögu hér á landi.

Kortsnoj og Paul Keres eru fyrstir nefndir međal skákmanna sem nćst hafa komist ţví ađ hampa heimsmeistaratitlinum; á árunum 1974-1981 háđi Kortsnoj ţrjú einvígi viđ Anatoli Karpov, hiđ fyrsta var í reynd um heimsmeistaratitilinn en Bobby Fischer neitađi ađ verja titil sinn. Hvađ „langlífi“ á skáksviđinu varđar á Kortsnoj engan sinn líka og Emanuel Lasker sá eini sem stenst einhvern samanburđ.

Eftir stórmót IBM í júlí áriđ 1976 gekk Kortsnoj inn á lögregustöđ í Amsterdam og bađst hćlis sem pólitiskur flóttamađur. Ţetta var stćrsta frétt The New York times ţann daginn. Hann var 45 ára gamall, hafđi átt fast sćti í sovéska landsliđinu, tekiđ ţátt i fjórum áskorendakeppnum og unniđ mýmörg alţjóđleg mót. En orđ voru dýr í ţá daga og Kortnoj hafđi látiđ ýmislegt flakka í viđtali viđ júgóslavneskt dagblađ um ţann mikla ađstöđumun sem var á honum og óskabarninu Anatolí Karpov. Hann var látinn gjalda fyrir ummćli sín međ árs keppnisbanni á erlendri grund en ţegar leyfiđ var endurvakiđ var hann farinn ađ hugsa sér til hreyfings. Kortsnoj blómstrađi skáklega séđ í „“útlegđinni“ en fjölskyldan heima fékk ađ glíma viđ margháttađa erfiđleika, einkasonurinn Igor neitađi ađ gegna herţjónustu og sat í fangelsi í tvö ár. Bella eiginkona Kortsnojs fékk ađ yfirgefa Sovétríkin voriđ 1982. Ţá var hann tekinn saman viđ ađra konu, Petru Lewerwijk.

Ef velja á úr mót eđa einvígi frá meira en 60 ára ferli vandast máliđ. Ég hef alltaf haldiđ upp á taflmennsku hans á millisvćđamótinu 1973 en ćtla ađ velja kafla úr ferli hans sem sýndi magnađan keppnisţrótt. Heimsmeistaraeinvígiđ í Baguio á Filippseyjum stóđ í meira en ţrjá mánuđi var frá byrjun heilmikill farsi ţar sem helst voru í fréttum dulsálfrćđingurinn Zoukhar, spegilgleraugu, jógúrt, Ananda- marga liđ međ vafasama fortíđ, svikull ađstođarmađur og ţar fram efir götunum. Kortsnoj virtist ekki ćtla ađ ráđa viđ hinn útsmogna stíl Karpovs og eftir 27 skákir var stađan 5:2 Karpov í vil en teflt var uppá sex sigra. Í nćstu fjórum skákum vann Kortsnoj ţrisvar og gerđi eitt jafntefli. Sigrarnir voru fengnir í löngum og ströngum endatöflum sem Kortsnoj tefldi frábćrlega vel. Stađan var 5:5 en 32. skákina vann Karpov og hélt titlinum. Nokkrum dögum síđar gekk Kortsnoj inn í skáksal Ólympíumótsins í Buenos Aires. Ţá var klappađ fyrir honum. Hann tefldi fyrir Sviss og náđi bestum árangri fyrsta borđs manna, hlaut 9 vinninga af ellefu mögulegum og hélt eftirminnilega skáksýningu sem jafnast á viđ ţá sem Fischer hélt í Havana 1966 og Kasparov í Manila 1992. Síđustu árin voru Kortsnoj erfiđ. Hann fékk heilablóđfall áriđ 2011 og var bundinn viđ hjólastól upp frá ţví. Hann virtist haldinn óslökkvandi skákţorsta og undir ţađ síđasta tefldi hann á hverjum degi viđ einn vin sinn í kringum 100 hrađskákir á dag.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765410

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband