Fćrsluflokkur: Spil og leikir
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) hefur vinningsforskot á alţjóđlegu skákmóti sem fram fer í Cardiff í Wales. Átta umferđum af tíu er lokiđ á mótinu. Í gćr voru tveir búlgarskir stórmeistarar á matseđli Hjörvars. Ţađ voru Marian Petrov (2461) og Boris Chatalbashev (2545). Hjörvar hefur 7 vinninga. Í 2.-3. sćti eru Petrov og enski stórmeistarinn Peter Wells (2419).
Hjörvar mćtir Wells í níundu og síđustu umferđ sem hefst kl. 16 í dag. Birkir Karl Sigurđsson (1883) hefur 4 vinninga og er um miđbik mótsins.
11.7.2016 | 17:49
Skáktilbođ á tónleika Soryang Yoo í Norđurljósasal Hörpu á laugardaginn
Vakin er athygli á tónlistarviđburđi, sem Skáksamband Íslands stendur fyrir í Norđurljósasal Hörpu, laugardaginn 16. júlí nk., en ţar kemur fram píanistinn SoRyang Yoo, sem borin er og barnsfćdd í Seoul í S-Kóreu. Henni var á unga aldri spáđ miklum frama í tónlistinni og hafđi ţegar 11 ára ađ aldri unniđ til fjölda tónlistarverđlauna í heimalandi sínu. 16 ára gömul yfirgaf hún heimabć sinn og hélt til Evrópu til ađ afla sér frekari menntunar í tónlistinni.
Hún útskrifađist frá Folkvang-Tónlistarháskólanum í Essen međ prófgráđu sem konsert píanisti, innritađist ađ ţví loknu í Tón-og sviđslistaskólann í Vínarborg og lauk ţađan prófi sem Master of Arts. Síđan ţá hefur SoRyang haldiđ tónleika víđa um lönd, ađallega í Evrópu. Hún er vel ţekkt fyrir túlkun sína á Mozart og heldur reglulega tónleika, ţar sem verk hans eru flutt, í Mirabell-höllinni í Salzburg, Mozart-húsinu og í St. Péturskirkjunni í Vínarborg.
Líklega er SoRyang kunnust fyrir ađ hafa flutt músíkina úr tónlistarsölunum út á opin svćđi borganna og ţannig gefiđ almenningi kost ađ á njóta klassískra verka hinna miklu meistara. Hún hefur haldiđ tónleika á ýmsum sögufrćgum stöđum, m.a í Vínarborg og ýmsum öđrum borgum í Evrópu. Ţetta hefur boriđ hróđur SoRyang víđa, langt út fyrir hiđ nýja heimaland hennar, Austurríki.
Ţeim sem hafa hug á ađ vita meira um SoRuyang er hćgt ađ benda á vefsíđu hennar eđa ţá "gúgla" SoRyang Yoo, SoRyang pianiste, eđa eitthvađ í ţá veru. Ţar er ađ finna mikinn fróđleik um feril hennar auk fjölda hljóđdćma frá tónleikum hennar.
Tildrög ţessara tónleika eru í stuttu máli ţau ađ Friđrik Ólafsson, stórmeistari, kynntist SoRyang á skákhátíđ í Dresden sem hann hefur sótt undanfarin ár, en ţađ er sambýlismađur SoRyang, Dr. Rainer Maas, sem stađiđ hefur fyrir skákhátíđinni í samvinnu viđ borgaryfirvöld í Dresden og skákhreyfinguna ţar í borg. Ţess má geta ađ Dr.Maas, sem rekur öflug fyrirtćki í byggingariđnađinum í Dresden og víđar, er einlćgur ađdáandi skáklistarinnar og hefur látiđ gott af sér leiđa í hennar ţágu. Er nú Dresden talin sú borg í Ţýskalandi ţar sem skáklífiđ stendur međ hvađ mestum blóma og eru ţó margar um hituna.
Til ţess ađ gera langa sögu stutta ţá hafđi Dr. Maas samband viđ Friđrik fyrir nokkru og tjáđi honum áhuga ţeirra SoRyang á ţví ađ koma til Íslands í sumar og ferđast hér um. Hann gat ţess í leiđinni ađ SoRyang gćti vel hugsađ sér ađ halda hér einn konsert eđa svo. Brást Skáksamband Íslands vel viđ óskinni og tók ađ sér skipulagningu tónleikanna.
Meiri upplýsingar um tónleikana er ađ finna á vefsíđu Hörpu.
Spil og leikir | Breytt 12.7.2016 kl. 10:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2016 | 10:25
Guđmundur á toppnum í Ankara
Guđmundur Kjartansson (2442) hefur 5˝ vinning eftir sex umferđir á alţjóđlegu móti sem fram fer í Ankara í Tyrklandi. Í fimmtu umferđ vann hann tyrkneska alţjóđlega meistarann Mert Erdogdu (2451) og í sjöttu umferđ sem fram fór í morgun gerđi hann jafntefli viđ moldóska alţjóđlega meistarann Vladimir Hamitevici(2475).
Ađeins ein umferđ er tefld í dag en á morgun eru tvćr umferđir. Hefjast ţćr kl. 7 og 14.
11.7.2016 | 10:15
Hjörvar í 1.-2. sćti í Wales
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) vann enska alţjóđlega meistarann Jack Rudd (2213) í sjöttu umferđ alţjóđlegs skákmóts í Cardiff í Wales í gćr. Hjörvar hefur 5 vinninga og er efstur međ 5 vinninga ásamt búlgarska stórmeistaranum Marian Petrov (2461). Ţeir sitja einmitt ađ tafli núna er hćgt ađ fylgjast međ skák ţeirra í beinni.
Birkir Karl Sigurđsson (1883) hefur 3 vinninga og einnig í beinni. Hann teflir viđ velska skákmanninn John Waterfield (1980).
Tvćr umferđir fara fram í dag. Síđari umferđ dagsins hefst kl. 16.
11.7.2016 | 10:06
Sumarskákmót í Vin á miđvikudaginn
Vinaskákfélagiđ & Hrókurinn bjóđa til skákmóts í Vin, miđvikudaginn 13. júlí klukkan 13. Sex umferđir, 7 mínútna umhugsunartími. Veitingar ađ hćtti hússins. Allir hjartanlega velkomnir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2016 | 10:48
Hjörvar í 2.-7. sćti í Wales - Guđmundur međ fullt hús í Ankara - í beinni kl. 14 í dag
Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) er í 2.-7. sćti á alţjóđlegu móti í Cardiff í Wales. Hjörvar hefur 4 vinninga eftir 5 umferđir. Í gćr hlaut hann 1˝ vinning í tveimur skákum. Birkir Karl Sigurđsson (1883) hefur 2˝ vinning en hann gerđi tvö jafntefli í gćr. Sjötta umferđ mótsins hefst í dag kl. 14.
Ţá teflir Hjörvar viđ enska alţjóđlega meistarann Jack Rudd (2213) en Birkir viđ enska skákmanninn Joshua Huggs (2003). Ţeir félagar verđa í beinni.
Guđmundur Kjartansson (2442) hefur byrjađ međ miklum látum á alţjóđlegu móti í Ankara. Í morgun vann Anar Aliakbarov (2332) og hefur fullt hús eftir fjórar umferđir.
Fimmta umferđ hefst kl. 14 og verđur hćgt ađ fylgjast međ Gumma í beinni.
10.7.2016 | 10:37
Dortmund-mótiđ hófst í gćr: MVL vann Caruana
Dortmund-mótiđ hófst í gćr. Átta skákmenn taka ţátt venju samkvćmt. Stigahćstur keppenda er, Hr. Dortmund, Vladmir Kramnik (2812), en hann hefur unniđ mótiđ oftar en nokkur annar. Nćstir í stigaröđ keppenda eru Caruana (2810) og Vachier-Lagrave (2798). Ţessir kappar eru í 2.-4. sćti á stigalista FIDE.
Kramnik gerđi jafntefli viđ Dominguez (2713) í fyrstu umferđ. Stóru tíđindi voru hins vegar ţau ađ MVL (Maxime Vachier-Lagrave) lagđi Caruana (2818), sigurvega mótsins tvö síđustu ár, ađ velli.
Úrslit 1. umferđar:
MVL og Kramnik mćtast í annarri umferđ sem hefst kl. 13:15 í dag.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24) - hefjast kl. 13:15
9.7.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Brögđ og brellur á HM 50+ í Dresden
Eftir fjóra sigra í fyrstu umferđum HM skáksveita skipađra skákmönnum 50 ára og eldri hefur íslenska sveitin misst dampinn, fyrst međ ţví ađ tapa mikilvćgri viđureign fyrir Armeníu og síđan kom fyrir Ţjóđverjum. Ekki verđur sagt ađ heppnin hafi veriđ međ okkur ţessa dagana, t.d. missti Jóhann Hjartarson niđur afar vćnlega stöđu gegn Vaganjan á fimmtudaginn og í gćr voru bćđi Jóhann og Jón L. Árnason međ góđ fćri í miđtaflinu en töpuđu aftur. Af ţessu má ráđa ađ óraunhćft hafi veriđ ađ gera sér vonir um sigur fyrir fram ţó ađ íslenska sveitin hafi veriđ sú stigahćsta í mótinu ţegar lagt var af stađ. Ýmsar ađrar sveitir virđast vera í betri ćfingu og eru vanari hinum óvenjulega upphafstíma hverrar umferđar, kl. 9.30 ađ morgni. Eftir umferđ gćrdagsins eru Ţjóđverjar efstir međ 12 stig og síđan koma Armenar međ 11 stig. Fram ađ ţessu er ţađ einungis Margeir Pétursson sem hefur teflt ađ fullum styrk, en hann hefur hlotiđ fjóra vinninga úr fimm skákum. En međ góđum endaspretti er hćgt ađ ná viđunandi árangri.
Heimsmeistaramótiđ er háđ í tveimur aldursflokkum, 50 ára og eldri og 65 ára og eldri. Ţađ fer fram í Radebeul, sem er úthverfi Dresden, en međal ţess sem hćgt er ađ sjá og skođa er safn um útgefandann Karl May, mikinn ćvintýramann sem kom undir sig fótunum međ ţví ađ skrifa bókaflokk um indíána. Dómarinn úr einvígi aldarinnar, Lothar Schmid, átti og rak forlagiđ síđustu ćviár sín.
Samsetning mótsins er ţannig ađ ýmsir ţýskir klúbbar geta veriđ međ. Ţannig tefldum viđ í fyrstu umferđ viđ sveit skipađa hinum svonefndu Dettman-brćđrum, en styrkleikinn ţar á bć var ćđi misjafn. Einn brćđranna komst býsna nálćgt ţví ađ ná jafntefli viđ greinarhöfund en smá brella gerđi honum lífiđ leitt:
Gerd Dettman Helgi
Hvítur hafđi ekki tekiđ neina áhćttu og stefndi ađ miklum uppskiptum og jafntefli. Ţađ bćrast ýmsar tilfinningar í brjósti ţess sem gera sér vonir um ná sigri og hjá undirrituđum var ţađ ađallega ergelsi yfir ţví ađ hafa villst út í ţessa leiđinlegu stöđu. Ég hafđi nýveriđ lagađ peđastöđu mína međ ţví ađ leika 25. ...h6-h5 en meira virtist ekki spunniđ í ţann leik. En peđiđ valdar g4-reitinn og sennilega hefur ţađ komiđ bróđur Dettman á óvart ţegar ég bauđ drottningaruppskipti og lék:
26. ... De6!
Hvítur gerir nú best í ţví ađ víkja drottningunni til en ég ţóttist sjá ađ međ 27 ... Rxe2+ 28. Dxe2 Db3 gćti svartur skapađ sér einhver fćri. Hvítur á hins vegar svariđ 29. Ha1! og jafntefliđ er ekki langt undan. En hann gekk í gildruna ...
27. Dxe6? Rxe2+ 28. Kf1 Rxc1!
Girt er fyrir allt ađgengi drottningarinnar ađ d1-reitnum og hvítur neyddist til ađ leika 29. Dd7 en eftir 29. ... Hxd7 30. Hxd7 Rb3 31. Hxb7 a5 vann svartur án teljandi erfiđleika.
Í fjórđu umferđ vann íslenska sveitin öfluga ţýska sveit, Thüringen, og ţađ var Margeir sem tryggđi sigurinn:
Andstćđingi Margeirs var umhugađ um ađ verđa ekki kćfingarmát 38. Rf7+ Kg8 39. Rh6+ Kh8 40 Dg8+! Hxg8 41. Rf7 mát til ađ valda f7-reitinn kyrfilega lék hann 37. ... Hc8-c7. En samt kom:
38. Rf7+ Kg8
Eftir 38. .. Hcxf7 vaknar ţemađ mát í borđi, 39. Dxf7! Hxf7 40. Hd8+ og mátar.
39. Rd8+ Kh8 40. Re6!
Fjölskyldugaffall. Svartur gafst upp.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. júlí 2016
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2016 | 09:12
Guđmundur, Hjörvar, Birkir Karl og Dortmund í beinni í dag!
Skákáhugamenn sem hafa gaman ađ fylgjast međ skákum beint á netinu geta tekiđ gleđi sína eftir margar mjög rólegar vikur í skákheimi. Hvert mótiđ á fćtur öđrum ađ skella á um ţessar mundir.
Guđmundur Kjartansson (2442) er í beinni í dag frá alţjóđlegu móti í Ankara í Tyrklandi. Í dag teflir hann viđ Gökhan Narman (2010) og hófst skákin kl. 7. Tvćr umferđir eru tefldar í dag og hefst sú síđari kl. 14. Í gćr vann hann mun stigalćgri andstćđing í fyrstu umferđ. 143 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru tveir stórmeistarar.
Skákmótiđ í Wales heldur einnig áfram í dag. Sú fyrri hefst núna kl. 9:30 en sú síđari kl. 16. Í fyrri umferđ dagsins teflir Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) viđ Wales-verjann Nigel Ralphs (2000) og Birkir Karl Sigurđsson (1883) viđ serbnesku skákkonuna Tihana Ivekovic (2129). Báđir eru ţeir í beinni.
Hjörvar hefur 2,5 vinning eftir 3 umferđir en Birkir hefur 1,5 vinning.
Dortmund-mótiđ hefst kl. 13:30. Međal keppenda eru Kramnik, Caruana og Vachier-Lagrave.
8.7.2016 | 14:16
Hjörvar Steinn og Birkir Karl í beinni frá Wales
Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) og Birkir Karl Sigurđsson (1883) hófu í gćr taflmennsku á alţjóđlegu móti í Cardiff í Wales. Ţeir tóku reyndar yfirsetu í fyrstu umferđ en komu inn í annarri umferđ sem einnig fór fram í gćr. Ţá unnu ţeir báđir mun stigalćgri andstćđinga.
Ţriđja umferđin er nýhafin. Hjörvar teflir viđ austurríska FIDE-meistarann Walter Braun (2207) og Birkir teflir viđ eitt lykilmanna Wales á Ólympíuskákmótum í 10 ár, Tim Kett (2209).
Hćgt er ađ fylgjast međ ţeim í beinni. Umferđin hófst kl. 14. Tvćr umferđir fara fram á morgun.
Alls taka 58 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af fimm stórmeistarar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 120
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar