Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Lenka vann á fyrirhafnarlausan hátt

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), vann fyrirhafnarlausan sigur í sjöundu umferđ EM kvenna í gćr. Andstćđingur hennar hin portúgalska Cararina Leite Oralova (2134) mćtti ekki til leik. Hélt ađ ţađ hefđi veriđ frídagur í gćr. 

Lenka hefur 3 vinninga vinninga. Rússneska skákkonan Valentina Gunina (2507) er efst međ 6 vinninga. 

Frídagur er hins vegar í dag. Í áttundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Lenka viđ hina serbnesku Teodora Injac (2290), sem er alţjóđlegur meistari kvenna. 

Alls taka 144 skákkonur ţátt frá 30 löndum. Ţar af eru 13 stórmeistarar, 29 alţjóđlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka er annar tveggja fulltrúa Norđurlandanna. Hin er Pia Cramling. 


Skákţáttur Morgunblađsins: 13 ára Ţjóđverji stal senunni

GMF12LS9THvítur leikur og vinnur.

Georg Maier – Magnús Carlsen

Stađan kom upp í fimmtu umferđ efsta flokks skákhátíđarinnar GRENKE chess sem stendur yfir ţessa dagana í Karlsruhe og Baden Baden í Ţýskalandi. Ţađ merkilega viđ ţessa stöđu er ađ hvítur á ţrjá leiki sem allir leiđa til vinnings. Ég er nánast handviss um ađ ţeir sem eitthvađ kunna fyrir sér myndu finna rétta leikinn án mikillar yfirlegu. Heimamađurinn Maier hafđi teflt vel en virtist aldrei afhuga jafntefli gegn heimsmeistaranum sem hafđi greinilega teygt sig of langt ţegar hér var komiđ sögu. Vinningsleikirnir ţrír eru:

A) 39. Hh5.

Svartur á enga haldgóđa vörn gegn hótuninni 40. Hxh7+, t.d. 39.... De7 40. Hxh7+ Kxh7 40. Hh1+ Kg8 41. 41.Be6+ Hff7 42. Hh6! međ hótuninni 43. Dh5. Engin vörn finnst.

B) 39. Hh1.

Vinnur einnig t.d. 39.... De7 40. Hxh7+ Kxh7 41. Hh5+ Kg6 42. Hh6+! Kf7 43. Dh5+ og mátar.

C) 39. Hf5

– og svartur er varnarlaus, t.d. 39.... Db8 40. Hxf8+ Dxf8 41. Hb1 og vinnur. Hvítur átti nćgan tíma fram ađ 40. leik til ađ finna einn ţessara leikja. Kannski var hann hrćddur viđ ađ vinna. Hann valdi:

39. Ha1?

og eftir...

39.... De7 40. Dxg7+ Dxg7 41. Hxg7 Kxg7 42. Hxa4 Bc6 43. Hb4... sömdu keppendur um jafntefli.

Magnús tefldi strax í fyrstu umferđ viđ hinn nýbakađa áskoranda Fabiano Caruana. Eins og oft áđur virtist hann hafa í fullu tré viđ Bandaríkjamanninn en upp kom flókiđ hróksendatafl ţar sem peđ svarts voru komin lengra, kóngsstađan betri og vinningshorfur ţarafleiđandi góđar:

GMF12LS9PGrenke classic; 1. umferđ:

Fabiano Caruana – Magnús Carlsen

Svartur á leik og stađan er unnin en vinningsleikurinn á fátt líkt međ mynstrum sem skákmenn hafa oft í kollinum í hróksendatöflum. 54.... Hh7! hefur ţann tilgang ađ hamla för hvítu peđanna. Ađalbrigđiđ er svona: 55. Kxd3 Hd7+! 56. Ke4 a5 57. g5 a4 58. g6 Hd8! 59. Hc7 a3 60. g7 a2 og svartur vinnur. En Magnús valdi ađ leika:

54.... a5?

og eftir...

55. h6! He2+ 56. Kxd3 Hh2 57. g5

varđ hann ađ sćtta sig viđ skiptan hlut...

57.... Hh3+ 58. Kd2 Hh2+ 59. Kd3

– Jafntefli.

Eftir ţessi vonbrigđi hefur lítiđ gengiđ hjá Norđmanninum ţótt hann sé ađ venju međ í baráttunni um sigurinn. Stađan ţegar fjórar umferđir eru eftir: 1.-3. Caruana, Vachier-Lagrave og Vitiugov 3˝ v. (af 5). 4.-5. Carlsen og Aronjan 3 v. 6.-7. Anand og Bluebaum 2 v. 8.-10. Hou Yifan, Maier og Naiditsch 1˝ v.

GMF12LS9LUm ţađ leyti sem ađalmótiđ hófst lauk keppni í opna A-flokknum en ţar var mikiđ mannval á ferđinni og eitt sterkasta opna mót ársins. Úrslitin hafa vakiđ mikla athygli ţví ađ 13 ára Ţjóđverji, Vincent Keymer, bar glćsilegan sigur úr býtum, hlaut átta vinninga af níu mögulegum og stal gjörsamlega senunni. Hann er talinn mesta efni sem Ţjóđverjar hafa eignast um áratuga skeiđ. Fjórir efstu urđu:

1. Keymer 8 v. (af 9). 2.-4. Korobov, Shirov og Gordievskí 7˝ v. Ađstođarmađur Keymers og ţjálfari á mótsstađ var ungverski stórmeistarinn Peter Leko.

Vignir Vatnar Stefánsson, nýorđinn 15 ára, tók ţátt í ţessu móti og stóđ sig ágćtlega, hlaut 5˝ vinning af níu mögulegum og hafnađi vel fyrir ofan mitt mót en keppendur voru hvorki fleiri né fćrri en 787 talsins. Fađir hans, Stefán ´Már Pétursson, tefldi í opna B-flokknum og hlaut fimm vinninga af níu mögulegum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. apríl 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


Góđ byrjun Guđmundar í Úkraínu

Alţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2430) byrjar vel á alţjóđlegu móti í Kharkiv í Úkraínu. Eftir 3 umferđir hefur Guđmundur hlotiđ 2,5 vinninga og er efstur keppenda.

Úrslit Guđmundar í 1.-3. umferđ:

Clipboard01

 

 

 

 

 

Í fjórđu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Guđmundur viđ moldóvska FIDE-meistarann Andrei Macovei (2388). 

Um er ađ rćđa manna 10 manna lokađ skákmót. Guđmundur er fimmti í stigaröđ keppenda. Međalstigin eru 2424 skákstig. 

Mótiđ á Chess-Results.


EM kvenna: Lenka tapađi í sjöttu umferđ

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), tapađi í gćr fyrir skoska stórmeistaranum Ketevan Arakhamia-Grant (2347) í sjöttu umferđ EM kvenna í Slóvakíu. Lenka hefur 2 vinninga.  

Sjöunda umferđ fer fram í dag. Ţá teflir Lenka viđ portúgölsku skákkonuna Cararina Leite Oralova (2134). Loks fćr Lenka stiglćgri andstćđing.

Fjórir skákkonur eru efstar og jafnar međ 5 vinninga. Ţađ eru Valentina Gunina (2507), Rússlandi, Mariya Muzychuk (2540) og Anna Ushenina (2422), Úkraínu, og Nana Dzagnidze (2507), Georgíu.  

Alls taka 144 skákkonur ţátt frá 30 löndum. Ţar af eru 13 stórmeistarar, 29 alţjóđlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka er annar tveggja fulltrúa Norđurlandanna. Hin er Pia Cramling. 


100 keppendur tóku ţátt í Meistaramóti Kópavogs í 1.-4. bekk

Líf og fjör var í Kópavogsstúkunni í dag ţegar fjöldi krakka á aldrinum 7-10 ára tóku ţátt í Meistaramóti Kópavogs í skólaskák. Mótinu var skipt í 3 hluta, 3.-4. bekkur, 2. bekkur og síđan 1. bekkur. Klukkan 8:30-11:30 var keppt í flokki 3.-4. bekkjar ţar sem 50 galvaskir krakkar tóku ţátt. Tefldar voru 8 skákir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Margir börđust um efstu sćtin og voru allir hnífjafnir í efstu sćtum nema Tómas Möller sem vann allar sínar skákir. Í öđru sćti lenti Katrín María Jónsdóttir međ 6 vinninga, í ţriđja sćti lenti Jóhann Helgi Hreinsson, en alls voru fimm keppendur međ 6 vinninga ţar sem stigaútreikningur réđi úrslitum.

Kópavogur1

Efstu ţrír strákar (3.-4. bekkur)                                                       

  1. Tómas Möller  8.v.
  2. Jóhann Helgi Hreinsson 6.v.
  3. Andri Hrannar Elvarsson 6.v.


Kópavogur2

Efstu ţrjár stelpur (3.-4. bekkur) 

  1. Katrín María Jónsdóttir 6.v.
  2. Sesselja Kjartansdóttir 5.v.
  3. Halla Marín Sigurjónsdóttir 5.v.


Nánar á Chess-Results.

Um hádegi streymdu inn krakkar úr 1. og 2. bekk. Tefldu ţessir bekkir á sama tíma í tvískiptu móti. Í 2. bekk voru 39 krakkar skráđir til leiks. Teknar voru 6 umferđir og fljótt fóru stelpurnar ađ keppast um efstu sćtin. Guđrún Fanney Briem vann allar sínar skákir. Í öđru sćti lenti Elín Lára Jónsdóttir og í ţví ţriđja lenti Stefán Logi Svansson bćđi međ 5 vinninga, en Elín Lára vann á stigaútreikningi. 

Kópavogur3

Efstu ţrír strákar (2. bekkur)                                                            

  1. Stefán Logi Svansson 5.v.
  2. Hrannar Már Másson 4,5.v.
  3. Kári Finnur Auđunsson 4,5.v.

Kópavogur4

Efstu ţrjár stelpur (2. bekkur)

 

  1. Guđrún Fanney Briem 6.v.
  2. Elín Lára Jónsdóttir 5.v.
  3. Ţórhildur Helgadóttir 5.v.

Sjá nánar á Chess-Results.

Í 1. bekk tóku 8 sprćkir krakkar ţátt og sigrađi ţar Dagur Andri Svansson međ fullt hús stiga. Í öđru sćti varđ Óđinn Ben Harđarson og Mikael Nökkvi Rafnsson í ţví ţriđja. 

Kópavogur5

Efstu ţrír strákar (1. bekkur)                                                            

  1. Dagur Andri Svansson
  2. Óđinn Ben Harđarson
  3. Mikael Nökkvi Rafnsson

Sjá nánar á Chess-Results.

Skákstjóri var Kristófer Gautason. Vill hann ţakka skákkennurum í Kópavogi fyrir gott mót og frábćrt starf í sínum skólum.  Ţađ er greinilegt ađ skáklífiđ í Kópavogi blómstrar um ţessar mundir ţegar voriđ er gengiđ í garđ. 


EM kvenna: Lenka tapađi í fimmtu umferđ

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), tapađi í gćr fyrir slóvakísku skákkonunni Zuzana Cibickova (2327), sem er stórmeistari kvenna, í fimmtu umferđ EM kvenna. Fyrsta tapskák Lenku sem hefur ávallt teflt viđ stigahćrri skákkonur. 

Sjötta umferđ fer fram í dag. Ţá teflir Lenka viđ skosku skákkonuna Ketevan Arakhamia-Grant (2347). Sú er stórmeistari í skák. Lenka teflir ţví sem fyrr viđ stigahćrri andstćđing. 

Sviptingar urđu í toppbaráttunni í gćr. Efstar eru hin rússneska Valentina Gunina (2507) og hin úkraínska Anna Ushenina (2422), fyrrum heimsmeistari kvenna. Anna vann hina georgísku Nana Dzagnidze (2507) sem hafđi fyrir gćrdaginn unniđ allar sínar skákir. 

Alls taka 144 skákkonur ţátt frá 30 löndum. Ţar af eru 13 stórmeistarar, 29 alţjóđlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka er annar tveggja fulltrúa Norđurlandanna. Hin er Pia Cramling. 


Íslandsmót grunnskólasveita fer fram á sunnudaginn - skráningarfrestur rennur út á hádegi

Íslandsmót grunnskóla 8.–10. bekkur 2018 fer fram í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, sunnudaginn 15. apríl. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 10+5. Teflt verđur eftir svissneska kerfinu. Taflmennskan hefst kl. 13 og lýkur mótinu um kl. 17.  

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8.–10. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1.–7. bekk er ţeim leyfilegt ađ tefla međ sínum skóla en ţá ađeins í a- og b-sveit. Í hverri sveit mega vera allt ađ ţrír varamenn. 

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla. 

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-c sveitir ásamt verđunum fyrir efstu sveitir af landsbyggđinni. 

Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi.  

Íslandsmeistarinn fćr  keppnisrétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Finnlandi í september.  

Skráning fer fram á Skák.is. Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi á hádegi 13. apríl nk

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram. 

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.


Öđlingamótiđ: Hörđ barátta framundan – ţrír efstir og jafnir

Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278), Ţorvarđur F. Ólafsson (2176) og stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova (2200) eru efst og jöfn međ 3,5 vinning ţegar fjórum umferđum af sjö er lokiđ í Skákmóti öđlinga. Í fjórđu umferđ lagđi Sigurbjörn Ögmund Kristinsson (2010) nokkuđ örugglega og ţá hafđi Ţorvarđur betur gegn Kristni J. Sigurţórssyni (1744) eftir laglega fléttu. Lenka tók yfirsetu og mun gera slíkt hiđ sama í nćstu umferđ ţar sem hún situr nú ađ tafli á Evrópumóti kvenna sem fer fram í Slóvakíu. Ţrír keppendur koma nćstir međ 3 vinninga og spennan ţví mikil fyrir seinni hlutann.

Á ţriđja borđi vann Haraldur Baldursson (1949) góđan sigur á Kristjáni Guđmundssyni (2289) ţar sem sá síđarnefndi missti illa niđur mjög vćnlega stöđu í endatafli og ţá hafđi hinn margreyndi Björgvin Kristbergsson (1063) betur gegn Lárusi H. Bjarnasyni (1563) ţrátt fyrir mikinn stigamun.

Fimmta umferđ fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst venju samkvćmt á slaginu 19.30. Öll úrslit ásamt skákum mótsins má finna á Chess-Results.

Nánar á heimasíđu TR.

 


Lenka međ stutt jafntefli í gćr

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), gerđi sitt fjórđa jafntefli í jafnmörgum umferđum EM kvenna í Slóvakíu í gćr. Andstćđingur gćrdagsins var aserska landsliđskonan Gulnar Mammadova (2360). Skákin var stutt eđa ađeins 14 leikir. Prýđisbyrjun hjá Lenku sem hefur teflt viđ mun stigahćrri skákkonur í öllum umferđunum fjórum.

Georgíska skákkonan, Nana Dzagnidze (2507), er efst međ fullt hús. 

Fimmta umferđ fer fram í dag og hefst kl. 13:15.  Ţá mćtir Lenka slóvakísku skákkonunni Zuzana Cibickova (2327), sem er stórmeistari kvenna.  Hćgt er ađ fylgjast međ skákinni hér.

Alls taka 144 skákkonur ţátt frá 30 löndum. Ţar af eru 13 konur sem bera stórmeistaratitil, 29 sem eru alţjóđlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. 


Skólameistaramót Kópavogs hefst á morgun

Skólameistaramót Kópavogs fara fram í stúkunni viđ Kópavogsvöll á nćstu vikum: 

Föstudaginn 13.apríl fyrir hádegi 8:30 - 11:30: Meistaramót Kópavogs í skólaskák: 3.-4.bekkur – opiđ öllum.


Föstudaginn 13.apríl eftir hádegi 12:00 - 13:45: Meistaramót Kópavogs í skólaskák: 2. bekkur – opiđ öllum.

Föstudaginn 13.apríl eftir hádegi 14:00 - 15:45: Meistaramót Kópavogs í skólaskák: 1. bekkur – opiđ öllum.

Miđvikudaginn 18.apríl fyrir hádegi 8:30 - 11:30: Meistaramót Kópavogs í skólaskák og Kjördćmamót Reykjaness: 8.-10.bekkur (ţeir sem eru međ skákstig og 3 stigalausir frá hverjum skóla)

Miđvikudaginn 18.apríl eftir hádegi 12:00-15:00: Meistaramót Kópavogs í skólaskák og Kjördćmamót Reykjaness : 1.-7.bekkur (ţeir sem eru međ skákstig og 3 stigalausir frá hverjum skóla)

Miđvikudaginn 9. maí fyrir hádegi 8:30 - 11:30: Meistaramót Kópavogs í skólaskák: stúlkur 5.-10.bekkur – opiđ öllum.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Mćting í öll mót er 15 mínútum fyrir upphaf ţeirra.
Ţađ er Skákdeild Breiđabliks í samvinnu viđ skákkennara í Kópavogi sem sér um skólamótin.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8778734

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband