Fćrsluflokkur: Spil og leikir
11.4.2018 | 13:49
Pistill Benedikts Ţórissonar: Góđ ferđ til Svíaríkis á Rilton Cup
Um áramótin fór ég á skemmtilegt skákmót sem nefnist Rilton Cup og fer fram árlega í Stokkhólmi. Ţetta var mjög skemmtilegt mót og svo er Stokkhólmur falleg borg ţar sem margt er hćgt ađ skođa og nýttum viđ pabbi okkur ţađ en ég leyfđi honum ađ koma međ mér í ferđina.
Ég tefldi í flokki skákmanna međ minna en 1800 Elo-stig en síđan voru líka undir og yfir 2200 flokkar. Alls tóku nćstum ţví 400 keppendur ţátt í öllu mótinu en í mínum flokki voru ţeir 86. Ég var fimmti stigalćgsti skákmađurinn (og svo voru nokkrir stigalausir) en ég hćkkađi samt um meira en 90 Elo-stig og fékk 3 vinninga. Ţađ voru tefldar sjö umferđir og tvisvar voru tvćr umferđir sama daginn sem mér finnst bara fínt. Ég var líka vanur tímamörkunum sem voru 90+30. Ég byrjađi mjög vel og náđi ţannig ađ halda mig frá stigalćgstu andstćđingunum en allir sem ég tefldi viđ voru miklu stigahćrri en ég, minnst 300 stigum og mest 600 stigum.
(Dómararnir voru mjög strangir varđandi allan rafeindabúnađ svo ţađ var ekki séns ađ taka mynd eftir ađ umferđir voru byrjađar!)
Ég ćtla ađeins ađ fara yfir umferđirnar en ég mćli međ ţessu móti fyrir alla, sérstaklega krakka sem langar ađ prófa ađ tefla viđ nýja andstćđinga og bćta sig ennţá meira. Ţetta er líka stutt ferđalag og ţađ kostar ekki mikiđ ađ fljúga til Svíţjóđar. Svo er líka gott ađ á ţessum tíma ţarf ekki ađ taka mikiđ frí úr skóla (auđvitađ er samt alltaf gaman ađ fá frí!).
- umferđ: Hvítt gegn Svía međ 1562 Elo-stig - Jafntefli
Eins og alltaf í fyrstu umferđ er erfitt ađ vita hvern mađur fćr en ég og pabbi vorum búnir ađ reikna út ađ ţessi miđaldra Svíi vćri líklegur. Ţađ stóđst og ég fann nokkrar skákir međ honum og sá ađ hann var e5 gaur. Ég ákvađ ţví ađ henda á hann skoska gambítnum sem ég hef soldiđ notađ.
Svíinn lék snemma h6 og var mjög passívur. Ég fékk miklu betri stöđu og eftir 28 leiki var ég eiginlega bara međ unniđ
Eftir ađ ég lék Rxd6 lítur svarta stađan alls ekki vel út. Ég tefldi samt ekki nógu vel í framhaldinu og lék af mér manni en var međ bćtur fyrir hann og á endanum sömdum viđ jafntefli.
- umferđ: Svart gegn Svía međ 1645 Elo-stig Jafntefli
Annar miđaldra heimamađur var andstćđingurinn í annari umferđ. Ég fann engar skákir međ honum ţannig ađ ég rifjađi bara upp mínar helstu byrjanir. Skákin byrjađi á d4, d5 og síđan Bf4 en mér finnst ţessi biskupsleikur frekar algengur í dag hjá hvítum. Líklega er ţađ útaf London-system sem er vinsćlt en hann stillti ţví einmitt upp gegn mér. Ég stillti bara upp í rólegheitum og eftir 18 leiki var stađan hnífjöfn
Hér lék ég Hc7 en kannski er t.d. Dh6 betri áćtlun. Ég lenti síđan í pínu vandrćđum sem ég náđi ađ bjarga mér úr og viđ sömdum jafntefli eftir 43 leiki eftir ađ hann leyfđi mér ađ ţráskáka.
- umferđ: Hvítt gegn Svía međ 1494 Elo-stig Sigur
Enn einn heimamađurinn en ţessi var miklu yngri, fćddur áriđ 2000. Aftur átti ég erfitt međ ađ finna skákir međ andstćđingnum ţannig ađ ég tefldi bara eitthvađ í tölvunni og leysti taktík og svona. Aftur fékk ég á mig e5 og aftur beitti ég skoska gambítnum en mér finnast taktískar stöđur skemmtilegar. Hann stillti pínu óvenjulega upp og lék m.a. g6 snemma sem ég hef ekki fengiđ á mig. Stađan var jöfn en í 15. leik lék hann af sér og gaf mér fćri á ađ ná góđri sókn
Hann var ađ leika Ra5 sem er ekki góđur leikur. Ég lék Bg5 og síđan Rf6+. Hann tók riddarann međ biskupnum og ég til baka međ mínum biskup og ţess vegna eru svörtu reitirnir í kringum kónginn orđnir mjög veikir. Hér er ég međ unniđ en hann gerđi mér mjög auđvelt fyrir og leyfđi mér ađ planta drottningunni á h6. Ţá var hann óverjandi mát og gafst upp eftir bara 19 leiki.
- umferđ: Svart gegn Svía međ 1720 Elo-stig Tap
Ég var sem sagt međ 2 vinninga eftir 3 umferđir og hafđi enn ekki tapađ skák. Ég var ánćgđur međ svona góđa byrjun og vissi ađ mótiđ gćti bara veriđ gott úr ţessu. Aftur fékk ég Svía og var ţessi einu ári yngri en pabbi sem skildi mig ekki ţegar ég sagđi ađ ég tefldi bara viđ einhverja gamla karla. Ég fann nokkrar skákir međ honum og vissi ţví ađ hann tefldi d4. Viđ tefldum drottningarpeđsbyrjun og ég var ekki í neinum vandrćđum í byrjuninni en í 16. leik lék ég af mér ţegar ég gerđist of bráđur á miđborđinu. Ég lék d-peđinu frá d5 til d4 til ađ opna línur en gaf honum ţá fćri á fléttum á kóngsvćng. Ég tapađi í 20 leikjum en lćrđi mikiđ af skákinni, ađallega ađ halda áfram ađ laga hjá mér tímasetninguna á sóknarađgerđum, en ég er stundum soldiđ óţolinmóđur og vil bara komast sem fyrst í sóknina.
- umferđ: Hvítt gegn sćnska jólasveininum međ 1449 Elo-stig Tap
Okkur fannst mjög fyndiđ ađ ég skildi tefla viđ jólasveininn. Ţiđ getiđ séđ mynd af honum hérna https://chess-db.com/public/pinfo.jsp?id=1709330. Reyndar kom svo í ljós ađ hann var búinn ađ raka af sér skeggiđ enda jólin alveg ađ verđa búin. Enn á ný var ţađ skoski gambíturinn og aftur lék svartur h6 snemma. Aftur tókst mér ađ fá unna stöđu út úr byrjuninni og í 21. leik átti ég algjöra bombu
Hér er f5 svakalega sterkur leikur. Ég lék í stađinn e6 sem er líka góđur leikur en ekki eins sterkur og f5 sem opnar allar leiđir ađ svarta kónginum. Skömmu seinna missti ég svo aftur af leiđ sem hefđi gefiđ mér gjörunna stöđu
Ég skil ekki ennţá hvernig ég missti af Hg6 en kannski sá ég líka ekki alveg framhaldiđ nógu marga leiki á eftir. Í stađinn fór ég međ hrókinn til baka á e5 en var samt međ mun betra alla skákina, alveg ţangađ til síđustu leikina ţegar ég lék henni klaufalega niđur. Svekkjandi tap en lćrdómsríkt.
- umferđ: Svart gegn Svía međ 1522 Elo-stig Sigur
Ţarna var ég búinn ađ tapa tveimur í röđ en ég var alveg rólegur ţví ég vissi ađ ég hafđi teflt skákirnar vel ţrátt fyrir ţađ. Ţađ ţýddi ekkert annađ en ađ mćta ákveđinn til leiks gegn ţessum Svía sem var meira en 80 ára gamall en ţađ finnst mér frekar rosalegt. Ég vann hann í 30 leikjum en hann tefldi e4 sem ég mćtti međ Sikileyjarvörn. Hann tefldi Alapin (c3) afbrigđiđ gegn henni sem ég hef skođađ soldiđ og ég átti ekki í neinum vandrćđum í byrjuninni. Hann lék svo af sér peđi ţannig ađ ég fékk mun betra en lokin á skákinni voru frekar furđuleg
Hér var hvítur ađ leika Bd3 og ţá á svartur hinn lćvísa Rc5 sem vinnur allavega skiptamun. Í stađinn lék ég Ha1+ sem gefur hvítum betri stöđu ţví ţá getur hann skákađ á b8 međ hróknum. Ţá lék sá gamli hinsvegar Kg2 (í stađinn fyrir Kh2) sem er hrikalegur afleikur ţví ţá skáka ég biskupinn á d3 af međ Re1+. Hann gafst strax upp og mikilvćgur sigur hjá mér í höfn eftir tvćr tapskákir í röđ.
- umferđ: Hvítt gegn Svía međ 1492 Elo-stig Tap
Enn á ný mćtti ég heimamanni á miđjum aldri eins og pabbi segir. Ég gat lítiđ undirbúiđ mig ţví ég fann engar skákir međ honum. Upp kom Sikileyjarvörn og stillti ég upp ensku árásinni sem ég hef veriđ ađ skođa og fengiđ góđa leiđsögn í. Strax í 10. leik fannst mér hann leika furđulega ţegar hann fórnađ skyndilega biskup á g4 peđiđ mitt. Ég hef aldrei séđ ţetta og ţetta er alls ekki gott fyrir svartan
Hér er ég einfaldlega manni yfir og eiginlega međ unna stöđu. Ţví miđur langhrókađi ég eftir uppskiptin á g4 í stađinn fyrir ađ leika bara Hg1 sem ég reyndar skođađi en ég var eitthvađ smeykur viđ Bh4+. Eftir ađ ég tók svo riddarann til baka međ drottningu á e3 varđ hún leppur eftir Bg5. Mér fannst ţetta rosa klaufalegt og ég var svekktur eftir skákina sem ég tefldi í smá tíma í viđbót. Ţetta voru stćrstu mistökin hjá mér í öllu mótinu en ég get samt veriđ ánćgđur ţví ég held ađ ég hafi bara stađiđ mig mjög vel og ţetta var skemmtileg ferđ. Ég tefldi heilt yfir vel og bćtti heilmikilli reynslu viđ hjá mér.
(Hér er ég ađ skođa frćgt skip sem heitir Vasa-skipiđ. Ţađ sökk bara strax í höfninni fyrir 350 árum af ţví ađ ţađ var kolvitlaust byggt!)
11.4.2018 | 08:18
Lenka međ ţriđja jafntefliđ í röđ í Slóvakíu
Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), sótt hart ađ hinni pólsku Alicja Sliwicka (2329) í fjörlegri skák í ţriđju umferđ EM kvenna í gćr í Slóvakíu. Sá pólska var klók og fórnađi drottningunni fyrir hrók en tókst ţess ađ stađ ađ stilla upp í óvinnandi virki. Ţriđja jafntefli Lenku í jafnmörgum gegn mun stigahćrri skákkonu.
Fjórđa umferđ fer fram í dag og hefst kl. 13:15. Ţá teflir Lenka viđ asersku landsliđskonuna Gulnar Mammadova (2360) sem er ţrátt fyrir nafniđ mun ekki vera ekki skyld Skakhryar Mamedyarov.
Nana Dzagnidze (2507), Georgíu, og Demainte Cornettte (2467), Litháen, sem sló í gegn á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu eru efstar međ fullt hús eftir 3 umferđir.
Alls taka 144 skákkonur ţátt frá 144 löndum. Ţar af eru 13 konur sem bera stórmeistaratitil, 29 sem er alţjóđlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2018 | 15:22
Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram 17. apríl
Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram ţriđjudaginn 17. apríl í Laugalćkjarskóla.
10.4.2018 | 14:00
Gunnar Erik sigrađi á lokamóti Bikarsyrpu TR
Gunnar Erik Guđmundsson (1553) kom, sá og sigrađi á fimmta og síđasta móti Bikarsyrpunnar ţennan veturinn en teflt var í Skákhöll TR um nýliđna helgi. Gunnar hlaut 6 vinninga í skákunum sjö en í öđru sćti međ 5,5 vinning var Benedikt Ţórisson (1291) . Fimm keppendur komu jafnir í mark međ 5 vinninga; Örn Alexandersson (1481), Árni Ólafsson (1275), Rayan Sharifa (1222), Tómas Möller (1169) og Óttar Örn Bergmann Sigfússon (1142) ţar sem Örn hlaut ţriđja sćtiđ á mótsstigum (tiebreaks). Efst stúlkna var Anna Katarina Thoroddsen en hún landađi 4 vinningum.
Ţar međ var ljóst ađ Gunnar Erik sigrađi í fjórđa mótinu í röđ og raunar fór hann taplaus í gegnum öll fimm mótin sem er eftirtektarverđur árangur. Ţađ ţarf ţví ekki ađ koma á óvart ađ hann hlaut ađ auki verđlaun fyrir ađ vera međ besta samanlagđa árangur í mótum syrpunnar í vetur og fćr ţví nafn sitt ritađ á hinn eftirsótta farandbikar. Allar líkur eru á ađ Gunnar sé nú útskrifađur úr Bikarsyrpunni enda ekki langt í ađ kappinn rjúfi 1600-stiga múrinn.
Verđlaun fyrir samanlagđan árangur félaga í Taflfélagi Reykjavíkur hlutu Adam Omarsson, Benedikt Ţórisson og Árni Ólafsson.
Viđ óskum verđlaunahöfum til hamingju međ árangurinn og ţökkum öllum ţeim sem hafa veriđ međ okkur í Bikarsyrpunni í vetur. Viđ hefjum aftur leik í haust og hlökkum til ađ hitta ykkur!
Nánar á heimasíđu TR.
- Úrslitin úr móti helgarinnar
- Skákirnar (Dađi Ómarsson sló inn)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2018 | 11:00
Caruana sigurvegari GRENKE-mótsins
Fabiano Caruana (2784) er sjóđheitur ţessa dagana. Hann vann Vitiugov (2735) í lokaumferđ GRENKE-mótsins í Baden-Baden og vann öruggan sigur á mótinu. Áskorandinn hlaut 6˝ vinning eđa vinningi meira en heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2843) sem varđ annar eftir jafntefli viđ Anand (2776) í lokaumferđinni. Vitiugov varđ í 3.-4. sćti ásamt Aronian (2794).
Caruana er nú kominn í annađ sćti heimslistans međ 2817,5 skákstig. fór upp fyrir Mamedyarov (2814). Ásamt Carlsen (2837,5) er ţessir ţrír međ gott forskot á nćstu menn en fjórđi er Krmanik (2792) 22 stigum á eftir Aseranum.
Nánar á Chess.com.
Lokastađan
- Heimasíđa GRENKE Chess Classic
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
- GRENKE Chess Open
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2018 | 08:23
Lenka međ annađ gott jafntefli í Slóvakíu
Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), byrjar afar vel á EM kvenna sem nú er í gangi í Vysoke Tatry í Slóvakíu. Í annari umferđ, sem fram fór í gćr, gerđi hún jafntefli viđ hina georgísku Meri Arabidze (2393). Lenka hefur nú gert jafntefli viđ tvćr skákkonur sem eru mun stigahćrri en hún.
Ţriđja umferđ fer fram í dag og sem fyrr teflir Lenka viđ stigahćrri skákkonu. Andstćđingur dagsins er hin pólska Alicja Sliwicka (2329).
Ţriđja hefst kl. 13:15 og er hćgt ađ fylgjast međ Lenku í beinni.
Alls taka 144 skákkonur ţátt frá 144 löndum. Ţar af eru 13 konur sem bera stórmeistaratitil og 35 sem eru stórmeistarar kvenna.
10.4.2018 | 07:51
Patrick vann Páskamót Vinaskákfélagsins
Glćsilegt páskamót Vinaskákfélagsins var haldiđ mánudaginn 9 apríl 2018, kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Alls tóku 17 manns ţátt í mótinu. Tefldar voru 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri var Hörđur Jónasson. Mótiđ var reiknađ til hrađskákstiga.
Eftir smá hökt í byrjun, ţá rann mótiđ í gegn međ miklum sóma. Patrick Karcher (1998) kom sá og sigrađi međ fullu húsi eđa 6 vinningum. Í öđru sćti var Guđni Pétursson (2133) međ 5 vinninga og í 3 sćti varđ Jóhann Valdimarsson (1502) međ 4 vinninga ásamt fleirum, en fékk bronsiđ á stigum.
Gaman ađ geta ţess ađ ein kona tefldi í mótinu en ţađ var Margrét H. Halldórsdóttir og fékk hún 2 vinninga. Í lokin voru skákmenn og konur bođiđ upp á kaffi og vöfflur ađ hćtti Inga Hans starfsmann Vinjar.
Öll úrslit er hćgt ađ sjá á chess-results
Kveđja Hörđur Jónasson varaforseti.
10.4.2018 | 07:00
Íslandsmót grunnskólasveita fer fram á sunnudaginn
Íslandsmót grunnskóla 8.10. bekkur 2018 fer fram í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, sunnudaginn 15. apríl. Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 10+5. Teflt verđur eftir svissneska kerfinu. Taflmennskan hefst kl. 13 og lýkur mótinu um kl. 17.
Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8.10. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1.7. bekk er ţeim leyfilegt ađ tefla međ sínum skóla en ţá ađeins í a- og b-sveit. Í hverri sveit mega vera allt ađ ţrír varamenn.
Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.
Veitt verđa verđlaun fyrir efstu b-c sveitir ásamt verđunum fyrir efstu sveitir af landsbyggđinni.
Veitt verđa borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi.
Íslandsmeistarinn fćr keppnisrétt til ţátttöku á Norđurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í Finnlandi í september.
Skráning fer fram á Skák.is. Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi á hádegi 13. apríl nk.
Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram.
Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 4.4.2018 kl. 10:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2018 | 14:14
Bragi Ţorfinnsson formlega orđinn fjórtándi íslenski stórmeistarinn
Bragi Ţorfinnsson er fjórtándi íslenski stórmeistarinn. Á heimasíđu FIDE má finna lista yfir nýja titilhafa, sem samţykktir voru á fundi FIDE í Minsk í Hvíta-Rússlandi 7.-8. apríl og á ţeim lista má finna nafn Braga Ţorfinnssonar.
Innilega til hamingju Bragi!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Öllum skákum áttundu og nćstsíđustu umferđar lauk međ jafntefli í gćr. Carlsen (2843) tókst ekki ađ vinna Vitiugov (2735) og jafntefli samiđ eftir 63 leiki. Caruana (2784) gerđi jafntefli viđ Aronian (2794).
Lokaumferđin hefst kl. 13 í dag. Ţá teflir Carlsen viđ Anand (2776) sem hefur ekki átt gott mót og Caruana mćtir Vitiugov. Verđi tveir keppendur efstur og jafnir verđur teflt til ţrautar međ styttri umhugsunartíma. Carlsen verđur ađ vinna sína skák og treysta á ađ Caruana vinni ekki.
Nánar á Chess.com.
Stađan:
- Heimasíđa GRENKE Chess Classic
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13)
- GRENKE Chess Open
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 4
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 8778727
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar