Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Guðmundur efstur eftir jafntefli

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2430), gerði jafntefli við Kasakann Alisher Suleymenov (2351), sem er FIDE-meistari, á Rector Cup-mótinu í Úkraínu í gær. Guðmundur er efstur á mótinu en hann hefur hlotið 4,5 vinninga í sex skákum. 

Nú hefst endaspretturinn en Guðmundur mætir þremur stigahæstum keppendunum, sem allir eru úkraínskir stórmeistarar, í lokaumferðunum sem framundan eru. Í dag mætir hann stigahæsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistaranum Alexander Kovchan (2585). 

Um er að ræða manna 10 manna lokað skákmót. Guðmundur er fimmti í stigaröð keppenda. Meðalstigin eru 2424 skákstig. 

Mótið á Chess-Results.


Öflugt unglingastarf á Fischer-setri

IMG_5149 (002)

Sunnudaginn 15. apríl sl. var síðasti kennsludagur skákkennslu grunnskólabarna í Fischersetri. En þetta var síðasti tíminn af 10 skipta námsskeiði sem byrjaði eftir áramót og var í umsjón Helga Ólafssonar stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands og honum til aðstoðar voru meðlimir Skákfélags Selfoss og nágrennis. Alls voru það 20 krakkar sem sóttu námsskeiðið og síðasta kennsludaginn var haldið skákmót. Úrslit skákmótsins urðu þau að í fyrsta sæti var Anton Fannar Kristinsson, í 2. sæti var Martin Patryk Sprichakham  og í 3. sæti Sigurjón Óli Ágústsson í 3. Sæti.


Lenka tapaði í áttundu umferð

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), tapaði fyrir hinni serbnesku Teodoru Injac (2290) í áttundu umferð EM kvenna í dag. Lenka hefur 3 vinninga.

Rússneski stórmeistarinn Valentina Gunina (2507) er efstt með 7 vinninga. Í 2.-4. sæti með 6,5 vinninga hafa Anna Ushenina (2422), Úkraínu, Antoaneta Stefanova (2479), Búlgaríu, Klaudia Kulon (2319), Póllandi. Sú síðastnefnda hefur komið afar mikið á óvart enda aðeins í 65 í stigaröð keppenda. Einnig er vert að benda á góða frammistöðu heimamannsins Lauru Unuk (2329) sem var meðal keppenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu. Hún er í 5.-7. sæti með 6 vinninga þrátt fyrir að vera aðeins nr. 57 í stigröð keppenda.  Átján efstu sætin gefa keppnisrétt á heimmeistaramótinu í skák (64 manna úrslitakeppni). 

Níunda umferð fer fram í dag. Lenka mætir þú hinni rússnesku Ekaterina Smirnova (2153), sem er FIDE-meistari kvenna. 

Alls taka 144 skákkonur þátt frá 30 löndum. Þar af eru 13 stórmeistarar, 29 alþjóðlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka er annar tveggja fulltrúa Norðurlandanna. Hin er Pia Cramling. 


Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram þriðjudaginn 17. apríl í Laugalækjarskóla.

Tefldar verða 6-7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. 
 
Teflt er í yngri flokki 1.-7. bekkur og eldri flokki 8.-10. bekkur. Sigurvegari hvors flokks fær sæti á Landsmótinu í skólaskák.
 
Mótið hefst klukkan 16:00.
 
Hver skóli má senda til leiks sína skólameistara eða sterkustu skákmenn.
 
Skráning á stebbibergs@gmail.com

Hörðuvallaskóli Íslansdmeistari grunnskólasveita

30738935_10156159064500275_8193145421338509312_n

Skáksveit Hörðuvallaskóla vann öruggan sigur á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í gær, 15. apríl, í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Hörðuvellingar hófu mótið miklum látum, því þeir unnu Ölduselsskóla 4-0 í fyrstu umferð. Sveitin hlaut 26½ vinning í 28 skákum. Þriðji Íslandsmeistaratitill Hörðuvallaskóla á jafn mörgum árum.

Skáksveit Íslandsmeistara Hörðuvallaskóla skipuðu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 4½ v. af 5
  2. Stephan Briem 7 v. af 7
  3. Arnar Milutin Heiðarsson 7 v. af 7
  4. Sverrir Hákonarson 5 v. af 5
  5. Benedikt Briem 2 v. af 2
  6. Óskar Hákonarson 1 v. af 2 

Liðsstjóri var Gunnar Finnsson.

Baráttan um hin tvö verðlaunaætin var harðari. Þar börðust Rimaskóli, Ölduselsskóli og Laugalækjarskóli. Svo fór að Rimaskóli hlaut silfrið en Ölduselsskóli krækti sér í bronsið.

Sveit Rimaskóla skipuðu:

  1. Nansý Davíðsdóttir 5 v. af 7
  2. Joshua Davíðsson 5 v. af 7
  3. Arnór Gunnlaugsson 3½ v. af 6
  4. Anton Breki Óskarsson 4 v. af 5
  5. Kjartan Karl Gunnarsson 3 v. af 3

Liðsstjóri var Björn Ívar Karlsson

Sveit Ölduselsskóla skipuðu:

  1. Óskar Víkingur Davíðsson 4 v. af 7
  2. Stefán Orri Davíðsson 5 v. af 7
  3. Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson 5½ v. af 7
  4. Birgir Logi Steinþórsson 5 v. af 7

Liðsstjóri var Björn Ívar Karlsson

B-sveit Rimaskóla vann keppni b-liða. Liðsstjóri þar var einnig Björn Ívar Karlsson. 

Borðalaunahafar urðu sem hér segir:

  1. Alexander Oliver Mai (Laugalækjarskóla) 6½ v.
  2. Stephan Briem (Hörðuvallaskóla) 7 v.
  3. Arnar Milutin Heiðarsson (Hörðuvallaskóla) 7 v.
  4. Sverrir Hákonarson (Hörðuvallaskóla) og Birgir Logi Steinþórsson (Ölduselsskóla) 5 v.

Skákstjóri mótsins var Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Lokastöðuna má finna á Chess-Results.


Guðmundur efstur eftir sigur í fimmtu umferð

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2430), vann ísraelska FIDE-meistarann Yair Parkhov (2373) í fimmtu umferð Rector Cup sem nú er í gagni í Úkraínu. Guðmundur hefur byrjað afar vel og er efstur með 4 vinninga.

Sjötta umferð fer fram í dag og þá teflir Guðmundur við FIDE-meistarann Alisher Suleymenov (2351). Þess má geta að í lokaumferðunum þremur mætir Guðmundur öllum stórmeisturunum þremur.  

Um er að ræða manna 10 manna lokað skákmót. Guðmundur er fimmti í stigaröð keppenda. Meðalstigin eru 2424 skákstig. 

Mótið á Chess-Results.


Íslandsmót skákfélaga: Skákir 2. deildar

Daði Ómarsson hefur slegið inn skákir 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga. Þær má finna sem viðhengi með frétt.


Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram á morgun

Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram þriðjudaginn 17. apríl í Laugalækjarskóla.

Tefldar verða 6-7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. 
 
Teflt er í yngri flokki 1.-7. bekkur og eldri flokki 8.-10. bekkur. Sigurvegari hvors flokks fær sæti á Landsmótinu í skólaskák.
 
Mótið hefst klukkan 16:00.
 
Hver skóli má senda til leiks sína skólameistara eða sterkustu skákmenn.
 
Skráning á stebbibergs@gmail.com

Arnar Smári og Fannar Breki umdæmismeistarar Norðurlands eystra

30120445_1633711063391386_552076446_n

Umdæmismótið fyrir Norðurland eystra var háð á Akureyri í dag. Í eldri flokki háðu þeir Arnar Smári Signýjarson (Giljaskóla) og Gabríel Freyr Björnsson (Brekkuskóla) einvígi um sigurinn og þar hafði sá fyrrnefndi sigur

30120531_1633711263391366_131584210_n_1

Í yngri flokki tefldu fimm strákar um sigurinn. Eftir harða keppni bar Fannar Breki Kárason (Glerárskóla) sigur úr býrum, en Kristján Ingi Smárason (Borgarhólsskóla) varð í öðru sæti. Var Kristján um tíma með unnið í úrslitaskákinni, en lék illa af sér og tapaði. Í þriðja sæti varð Ingólfur Árni Benediktsson (Naustaskóla), en lestina ráku þeir Jökull Máni Kárason (Glerárskóla, 1. v.) og Ingólfur Bjarki Steinþórsson (Naustaskóla).

Myndirnar tók Smári Sigurðsson.


Guðmundur með jafntefli í fjórðu umferð

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2430), gerði jafntefli við moldóska FIDE-meistarann Andrei Macovei (2388) á alþjóðlega mótinu Rector Cup í Úkraínu. Guðmundur hefur 3 vinninga og er í 1.-2. sæti. 

Í fimmtu umferð, sem fram fer í dag teflir Gummi við ísraelska FIDE-meistarann Yair Parkhov (2373).

Um er að ræða manna 10 manna lokað skákmót. Guðmundur er fimmti í stigaröð keppenda. Meðalstigin eru 2424 skákstig. S 

Mótið á Chess-Results.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8778734

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband