Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Shamkir-mótið hófst með fimm jafnteflum - meira fjör í Saint Louis

php3PXVL2

Shamkir-mótið. þar sem teflt er til minningar um Vugar Gashimov, hófst í Aserbaídsjan í gær. Mótið hófst á rólegu nótunum en öllum fimm skákum umferðarinnar lauk með jafntefli. Þar með talið skák, tveggja stigahæstu skákmanna heims, Magnúsar Carlsen (2843) og Shakhryar Mamedyarov (2814).  Önnur umferð hefst kl. 11 í dag og þá teflir heimsmeistarinn við David Navara (2745). 

Nánari umfjöllun á Chess.com


dphppykTdE

Öllu meira fjör var í Saint Louis í gær þar önnur umferð bandaríska meistaramótsins fór fram. Wesley So (2786) og Akobian (2647) eru efstir með fullt hús. Áskorandinn Fabiano Caruana (2804) yfirspilaði KR-inginn Alexandr Lendermann (2599) og er í 3.-4. sæti með 1,5 vinninga. Lendermann er ekki áskrifandi af New in Chess og fékk heldur betur á kenna á því að það getur verið dýrt að spara. Sjá nánar Chess.com þar sem finna má ítarlega frásögn frá gærdeginum. 

Þriðja umferð hefst kl. 18 í dag. Þá teflir Caruana við undradrenginn Jeffery Xiong (2665). 

 

 


Hraðskákmótaröð TR – Mót 4 fer fram eftir viku

Fjórða mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 27. apríl í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með.

Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Frítt inn!

Dagskrá mótaraðarinnar:

  • Mót 1: 26.janúar
  • Mót 2: 23.febrúar
  • Mót 3: 23.mars
  • Mót 4: 27.apríl

Mælst er til þess að skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformið til þess að auðvelda skipulagningu mótsins. Einnig verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.

SKRÁNINGARFORM

SKRÁÐIR KEPPENDUR


Skákþing Norðlendinga hefst eftir viku á Húsavík

Copy-of-www.ICELANDICCHESSCHAMPIONSHIP.COM_

Skákþing Norðlendinga 2018 verður haldið 27. – 29. apríl á Húsavík. Telfdar verða sjö umferðir. Fyrstu fjórar umferðirnar verða atskákir (25 mín) en lokaumferðirnar þrjár verða kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik). Mótið verður reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

Skákmeistari Norðlendinga getur aðeins orðið sá sem á lögheimili á Norðurlandi, en mótið er öllum opið.

Skákstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Núverandi Skákmeistari Norðlendinga er Haraldur Haraldsson frá Akureyri.

Mótsstaður: Framsýn, Garðarsbraut 26.

Dagskrá

• Mótið hefst kl. 20.00 á föstudagskvöldið 27. apríl, en þá verða telfdar 4 umferðir af 25 mínútna atskákum.
• 5. umferð kl. 11.00 laugardaginn 28. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)
• 6 umferð kl. 17.00 laugardaginn 28. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)
• 7. umferð kl. 11.00 sunnudaginn 29. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)

Verðlaun

1. sæti 45.000 kr.
2. sæti 30.000
3. sæti 20.00
4. sæti 15.000
5. sæti 10.000

Aukaverðlaun fær efsti skákmaður með minna en 1800 stig, 10.000 kr.. Verði menn jafnir að vinningum skiptast verðlaun jafnt milli þeirra.

Verðlaun verða einnig veitt fyrir þrú efstu sætin í flokkin skákmanna 16 ára og yngi.

Þátttökugjöld

Þátttökugjöld fullorðnir : 4000 kr.
Unglingar 16 ára og yngri : 2000 kr.

Yfirseta

Heimilt verður hverjum keppanda að taka sjálfvalda yfirsetu (bye) tvisvar í mótinu og fæst hálfur vinningur fyrir hvert bye.

Ekki verður þó hægt að taka bye í 1. eða 7. umferð.

Tilkynna þarf til skákstjóra hvenær keppandi ætlar að taka sjálfvalda yfirsetu áður en parað er í viðkomandi umferð.

Skráning

 

Stigaútreikningur

Verði fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Norðlendinga“ munu stig ráða, en notast verður við leiðbeinandi fyrirmæli frá Alþjóðaskáksambandinu FIDE.

• Direct encounter
• The greater number of wins
• The greater number of games with Black (unplayed games shall be counted as played with White)
• AROC
• Buchholz Cut 1

Hraðskákmót Norðlendinga

Hraðskákmót Norðlendinga 2018 verður haldið að aðalmótinu loknu, sunnudaginn 29. apríl og hefst kl. 14.30 eða síðar.

Ekkert þáttökugjald er í það mót og í verðlaun eru hefðbundnir verðlaunagripir.

Upplýsingar

Hermann Aðalsteinsson veitir allar frekari upplýsingar – lyngbrekku@simnet.is


Lenka með jafntefli í lokaumferðinni - Gunina Evrópumeistari í þriðja sinn

Gunina-460x307

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), gerði jafntefli við þýsku skákkonuna Judith Fuchs (2286) í elleftu og síðustu umferð EM kvenna í Slóvakíu í dag. Lenka hlaut 5 vinninga og varð í 93. sæti af 144 keppendum. Frammistaða Lenku samsvaraði 2259 skákstigum og hækkar hún um 15 skákstiga fyrir hana.

Evrópumeistari kvenna varð hin rússneska Valentina Gunina (2507). Öruggur sigur hjá rússnesku skákdrottningunni sem hlaut vinningi meira en næstu konur. Þriðji Evrópumeistartitilinn Gúnínu sem vann sama mót árin 2012 og 2014. 

Röð efstu kvenna:

Clipboard01


Lokastöðuna má nálgast hér

Alls tóku 144 skákkonur þátt frá 30 löndum. Þar af voru 13 stórmeistarar, 29 alþjóðlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka var annar tveggja fulltrúa Norðurlandanna. Hin er Pia Cramling. Pia átti ekki gott mót og endaði í aðeins 68. sæti. 


Guðmundur með jafntefli við stórmeistara

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2430), gerði jafntefli við úkraínska stórmeistarann Michail Brodsky (2542) í áttundu og næstsíðustu umferð Rector Cup sem fram fór í Kharkiv í Úkraínu í dag. Guðmundur hefur 5 vinninga og er í þriðja sæti. 

Mótinu lýkur á morgun. Þá teflir Guðmundur við úkraínska stórmeistarann Valeriy Neverov (2484). 

Um er að ræða manna 10 manna lokað skákmót. Guðmundur er fimmti í stigaröð keppenda. Meðalstigin eru 2424 skákstig. 

Mótið á Chess-Results.


Bandaríska meistaramótið hófst í gær - Shamkir-mótið hefst í dag

Bandaríska meistaramótið í skák hófst í gær. Tíunda árið í röð fer það fram í St. Louis. Tólf skákmenn taka þátt í mótinu og eru allir sterkustu skákmenn landsins með að Gata Kamsky undanskyldum sem hafnaði boði um þátttöku.  Wesley So (2786) vann Yaroslav Zherebukh (2640) og Varuzhan Akobian (2647) lagði Alexander Onichuk (2672) að velli. Öðrum skákum lauk með jafntelfi.

ítarlega frásögn frá fyrstu umferð má finna á Chess.com.

Í dag hefst annað stórmót. Minningarmótið um Gashimov sem fram fer í Shamkir í Aserbaídsjan. Meðal keppenda eru Magnus Carlsen og Mamedyarov og mætast þeir einmitt í fyrstu umferð. Upphitun fyrir mótið má finna á Chess.com.  

Mótin eru fullkomin að því leyti að umferðir hefjast á góðum tíma fyrir þá sem fylgjast með báðum mótum. Taflmennskan í Shamkir hefst kl. 11 en kl. 18 í St. Louis þegar öllu ætti að vera lokið í Shamkir. 

 

 


Lenka vann Zhukovu í næstsíðustu umferð

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), vann afar góðan sigur á úkraínsku landsliðskonunni og stórmeistaranum Nataliu Zhukovu (2426) í tíundu og næstsíðustu umferð EM kvenna í gær. Lenka hefur 4,5 vinning eftir 10 umferðir en lokaumferðin hófst núna kl. 9:15 í morgun. 

Friðsamt var á efstu borðunum og hefur Valentina Gunina (2507) vinnings forskot fyrir lokaumferðina. Vinningi á eftir henni eru Anna Ushenina (2422), Úkraínu, Nana Dzagnidze (2507), Georgíu, Antoaneta stefanova (2479), Búlgaríu, Elisabeth Paehtz (2468), Þýskalandi, og Ekaterina Atalik (2452), Tyrklandi. 

Lenka teflir við þýsku skákkonuna Judith Fuchs 2286) í lokaumferðinni. Sú er stórmeistari kvenna. 

Alls taka 144 skákkonur þátt frá 30 löndum. Þar af eru 13 stórmeistarar, 29 alþjóðlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka er annar tveggja fulltrúa Norðurlandanna. Hin er Pia Cramling. 


EM kvenna: Lenka með jafntefli í níundu umferð

50

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2198), gerði jafntefli við rússnesku skákkonuna Ekaterina Smirnova (2153) í áttundu umferð EM kvenna sem fram fór í gær. Lenka hefur 3,5 vinninga. 

Rússneski stórmeistarinn Valentina Gunina (2507) er efst með 8 vinninga. Fjórar skákkonur hafa 7 vinninga en það eru Anna Ushenina (2422), Úkraínu, Antoaneta stefanova (2479), Búlgaríu, Elisabeth Paehtz (2468), Þýskalandi, og Ekaterina Atalik (2452), Tyrklandi. 

Í tíundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer í dag, teflir Lenka við úkraínska stórmeistarann Natalia Zhukova (2426). Natalia hefur átt afar slæmt mót og hefur aðeins fengið 1 vinning í síðustu sex skákum. 

Alls taka 144 skákkonur þátt frá 30 löndum. Þar af eru 13 stórmeistarar, 29 alþjóðlegir meistarar og 35 sem eru stórmeistarar kvenna. Lenka er annar tveggja fulltrúa Norðurlandanna. Hin er Pia Cramling. 


Guðmundur tapaði í sjöundu umferð

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2430), tapaði fyrir úkraínska stórmeistaranum Alexander Kovchan (2585) í sjöundu umferð Rector Cup í Úkraínu í gær. Fyrsta tapskák Guðmundar en Kovchan þessi er langstigahæstur keppenda og nú efstur. Hefur 5 vinninga.

Guðmundur er þrátt fyrir tapið í 2.-3. sæti með 4,5 vinninga ásamt úkraínska stórmeistaranum Valeriy Neverov (2484). 

Frídagur er í dag í tilefni síðasta vetrardags. Áttunda og næstsíðasta umferð verður tefld á morgun. Þá teflir Gummi við úkraínska stórmeistarann Michail Bordsky (2542) sem er næststigahæstur keppenda. 

Um er að ræða manna 10 manna lokað skákmót. Guðmundur er fimmti í stigaröð keppenda. Meðalstigin eru 2424 skákstig. 

Mótið á Chess-Results.


Íslandsmót skákfélaga

Daði Ómarsson hefur slegið inn skákir 1. deildar Íslandsmóts skákfélaga. Þær má nálgast í viðhengi sem fylgir fréttinni.

 


Rewind to the beginningOne move backFlip the boardShow moves paneShow commentsPlay one moveFast-forward to the end
Lenderman, Aleksandr - Thorhallsson, Simon
2600 - 2027
Icelandic Team Championship 2017-18 - 1s, 2018.03.01

Lenderman, Aleksandr - Thorhallsson, Simon (PGN)

1. d4 Nf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 O-O 5. Nc3 d6 6. Nf3 Nc6 7. O-O a6 8. Bf4 Rb8 9. Rc1 b5 10. c5 Nh5 11. Be3 e5 12. cxd6 cxd6 13. dxe5 dxe5 14. Bc5 Re8 15. Bd6 Rb7 16. Ne4 Rd7 17. Rxc6 Bb7 18. Qc2 Bxc6 19. Qxc6 Re6 20. Qxa6 Bf8 21. Nxe5 Bxd6 22. Nxd7 Qxd7 23. Qa8+ Kg7 24. Rd1 Qe7 25. Nxd6 Rxd6 26. Rxd6 Qxd6 27. Qd5 Qb4 28. Qe5+ Nf6 29. Bc6 Qe1+ 30. Kg2 b4 31. Bd5 1-0

« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband