Færsluflokkur: Pistlar
7.10.2010 | 11:09
Spáð í spilin fyrir Íslandsmót skákfélaga
Gunnar Björnsson, ritstjóri Skák.is, hefur venju samkvæmt skrifað pistil í aðdraganda Íslandsmóts skákfélaga þar sem spáð er í spilin. Ritstjórinn spáir baráttu á milli Eyjamanna og Bolvíkinga um Íslandsmeistaratitilinn rétt eins og í fyrra en spáir þeim fyrrnefndu titlinum að þessu sinni.
Pistill á bloggsíðu ritstjórans
Pistlar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2010 | 20:28
Ól í skák: Lokapistill
Ólympíuskákmótið endaði mjög vel en íslensku sveitirnar unnu báðar 3-1 í lokaumferðinni. Sveitin í opnum flokki vann Rússland 5 en stelpurnar unnu Jamaíka í spennuþrunginni viðureign þar sem heyra mætti æsta stuðningsmenn Jamaíka stynja og dæsa þegar Lenka bjargaði sér fyrir horn í lokin.
Hjörvar hvíldi hjá strákunum. Bræðurnir Bragi og Björn unnu góða sigra á 3. og 4. borði en stórmeistararnir Hannes og Héðinn gerðu jafntefli. Hannes með svörtu á fyrsta borði. Héðinn mun líklega haft vinningsstöðu um tíma. Góð úrslit og fertugasta sætið staðreynd. Til samanburðar endaði liðið í Dresden 2008 í 64. sæti, þá með 4 stórmeistara innanborðs en nú tefldu tveir með sveitinni. Besti árangur síðan í Bled 2002. Það urðu Þjóðverjar sem erfðu hið beiska 64. sæti!
Miklar umræður urðu í aðdraganda mótsins um val á liðinu en Helgi Ólafsson, landsliðsþjálfari, hafði lagt til að Henrik yrði ekki valinn og stjórn SÍ ákvað að gefa Helga býsna frjálsar hendur um val á liðinu. Helgi getur verið stoltur af sínum árangri og ljóst að strákarnir voru mjög ánægðir með liðsstjórn Helga. Liðinu var raðað nr. 54 fyrir mót, endar 14 sætum fyrir ofan það og 24 sætum ofar en í Dresden. Allir meðlimir sveitarinnar hækka á stigum en til samanburðar lækkuðu allir á stigum í Dresden.
Sú stefna sem stjórn SÍ valdi, að ráða landsliðsþjálfara, leggja mun meiri áherslu á undirbúning, skilaði sér því með góðum árangri beggja liða og miklum framförum frá síðustu mótum.
Skoðum árangur sveitarmiðlima:
1. Hannes Hlífar Stefánsson, 6,5 v. af 11 - hækkar um 2 skákstig
2. Héðinn Steingrímsson, 6 v. af 10 - hækkar um 4 stig
3. Bragi Þorfinnsson, 5,5 v. af 9 - hækkar um 12 stig
4. Björn Þorfinnsson, 4,5 v. af 7 - hækkar um 4 stig
5. Hjörvar Steinn Grétarsson, 4 v. af 7 - hækkar um 2 stig
Samtals hækka sveitarmeðlimir um 24 stig sem samsvarar því að íslenska sveitin fékk um 2,5 vinningi meira en gera hefði mátt fyrir mót.
Viðureign kvennasveitarinnar í lokaumferðinni varð ekki síður æsileg. Til að byrja með leit viðureignin vel út. Bæði Hallgerður og Jóhanna unnu örugga sigra, Sigurlaug hafði góða stöðu og lék af sér og tapaði. Lenka tefldi æsilegustu skák umferðarinnar. Hún fékk betra en tefldi ónákvæmt og skyndilega var staðan á borðinu orðin hrikalega spennandi og Lenka gat hæglega tapað. Ég var eini Íslendingurinn sem eftir var en þarna voru örugglega um 8-10 Jamaíkabúar sem voru á nálum enda væntanlega hafði þetta verið einn þeirra besti árangur ef þeir hefðu náð 2-2 jafntefli. Lenka lék einu sinni þegar hún átti 1 sekúndu eftir og heyrði ég þá vonbrigðastunurnar fyrir aftan mig. Ekki urðu þær minni þegar Lenka snéri á Jamaísku. Þegar Lenka hafði unnið ákvað ég að sýna mikla hógværð í virðingaskini við þessu stuðningsmenn.
Allir meðlimir kvennasveitarinnar hækka á stigum - sem er auðvitað frábært. Ekki síst vegna þess að Davíð Ólafsson, sem átti að verða liðsstjóri þeirra, forfallaðist aðeins með sólarhringsfyrirfara. Ég hljóp í skarðið með skömmum fyrirvara en get auðvitað ekki sinnt starfinu af sama mætti og Davíð hefði gert, m.a. annars vegna FIDE-þingsins, auk þess sem skáklegi grunnur minn er miklu lélegri. Davíð reyndist okkur stelpunum þó mikill hjálparkokkur. Hann talaði við stelpurnar á Skype og gaf þeim góð ráð. Helgi aðstoðaði einnig stelpur eftir mætti. Stelpurnar þurftu svo eðli málsins að taka meira af skarið sjálfar en ella. Virkilega vel af sér vikið hjá þeim. T.d. var ég upptekinn í tvo daga vegna FIDE-þings og þá áttu þær góð úrslit. Ákveðið var að sú sem myndi klárast næstsíðast myndi ekki fara heldur veita síðustu skákkonunni stuðning með því að vera áfram.
Skoðum árangur sveitarmiðlima:
1. Lenka Ptácníková, 8,5 v. af 11 - hækkar um 36 stig
2. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 5,5 v. af 11 - hækkar um 13 stig
3. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, 2,5 v. af 8 - hækkar um 16 stig
4. Tinna Kristín Finnbogadóttir , 3 v. af 7 - hækkar um 1 stig
5. Jóhanna Björg Jóhansdóttir, 2,5 v. af 7 - hækkar um 21 stig
Sveitarmeðlimir hækka um 87 stig! Það þýðir að sveitin hafi fengið u.þ.b. 6 vinningum meira en hún hefði átt að fá samkvæmt stigum. Ég ætla að nefna sérstaklega hana Lenku sem var sannkallaður leiðtogi í góðum hópi. Hún tapaði í fyrstu umferð en eftir það tapaði hún ekki skák og vann sex skákir í röð. Maður er virkilega stoltur af stelpunum og Davíð landsliðsþjálfara sem undirbjó liðið greinilega mjög vel fyrir átökin!
Í norðurlandakeppninni hafnaði sveitin í opnum flokki í þriðja sæti. Danir unnu þá keppni en það var með fáranlegum endaspretti og í raun og veru án þess að vera mjög sannfærandi. Sune Berg varð líka hálfvandræðalegur þegar við óskuðum honum til hamingju og sagði að sem betur fer væri mótið ekki lengra! Svíar urðu aðrir, Norðmenn sem voru með stigahæsta liðið urðu aðeins fjórðu, Magnus Carlsen, náði sér aldri á strik og tapaði þremur skákum. Finnar urðu fimmtu og Færeyingar sjöttu.
Danir og Íslendingar urðu mun ofar en stigin gerðu ráð fyrir, Svíar, Finnar og Færeyingar u.þ.b. á pari en Norðmenn lægri.
Lokastaðan í opnum flokki:
- 19 (44) Danmörk, 15 stig (257,5)
- 34 (34) Svíþjóð, 13 stig (277)
- 40 (54) Ísland, 13 stig (257,5)
- 51 (23) Noregur, 12 stig (274,5)
- 59 (60) Finnland, 12 stig (218)
- 80 (83) Færeyjar, 11 stig (185,5)
Þrátt fyrir góða lokaniðurstöðu kvennaliðsins dugði það ekki þriðja sæti. Svíar unnu þá keppni, Danir urðu aðrir, Norðmenn þriðju, þrátt fyrir að vera þar einnig stigahæstir. Íslendingar voru skammt á eftir og getum vel við unað. Liðið lenti í efri helmingi mótsins. Þrjár af stúlkunum eru undir tvítugu þannig að lið Íslands ætti bara að styrkjast næstu ár.
Lokastaðan í kvennaflokki:
- 41 (55) Svíþjóð, 12 stig (244,5)br
- 45 (57) Danmörk, 12 stig (200,5)
- 53 (45) Noregur, 11 stig (204)
- 57 (69) Ísland, 11 stig (201)
Á ýmsu gekk á FIDE-þinginu. Eftir .þennan eina FIDE-þing sem ég hef setið er ég sannfærður um að Kirsan sé afar gáfaður einstaklingur með mjög sterka nærveru. Menn geta svo deilt um siðferðið á bakvið ýmislegt sem hann hefur gert. Kosningarnar og framkoma Kasparov er það sem stendur upp úr í minningunni. Að sumra mati tapaði Karpov allt að 10 atkvæðum við þennan hamagang. Það er ljóst að það réði þó aldrei úrslitum.
Silvio Danilov kom sá og sigraði í Evrópu-kosningunum, eitthvað sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuðum síðan. Vonbrigði Ali voru mikil og virtist að einhver leiti kenna Norðmönnum um ófarir sínar og taldi að Norðmenn hafi haft áhrif á hinar Norðurlandaþjóðirnar.
Sjálfur náði ég góðu sambandi við ýmsa þarna sem vonandi skilar sér í auknum tengslum í framtíðinni. Til dæmis gæti verið að okkur yrði boðið að taka þátt í Smáþjóðarleikunum. Ef við þiggjum það boð er þó ljóst að við munum aldrei senda okkar a-lið. Ég nefndi þann kost við menn úti að Ísland myndi senda u-20 lið og var tekið vel í það. Nefnt var mig hvort Ísland hefði áhuga að taka þátt í Commonwelth-móti. Ég bíð eftir frekari upplýsingum. Ég ræddi við hina Norðurlandaþjóðirnar um útfærslur á því að þjóðirnar myndi bjóða t.d. fulltrúum hinna Norðurlandanna á sín helstu opnu mót (Reykjavíkurmótið, Rilton Cup, Artic Open og Politiken Cup) og var vel tekið í það skoða það og við ætlum að ræða það betur síðar. Ýmsir eins og t.d. Írar, Pólverjar og Tyrkir sýndu Reykjavíkurskákmótinu mikinn áhuga.
Aðstæður allar í Khanty Mansiysk voru allar til fyrirmyndar og mun betri en menn áttu von á. Helgi talaði um að þetta væru bestu aðstæður síðan í Manila 1992. Skipulagning heimamanna að öllu leyti til fyrirmyndar. Lögreglumenn voru á öllum gatnamótum og höfðu t.d. rúturnar sem fluttu okkur á milli ávallt forgang. Aldrei þurfti að bíða eftir rútu nema um stutta stund. Fluttir voru inn starfsmenn frá St. Pétursborg til að vinna á hótelum, fólk sem talaði góða ensku. Öll liðin höfðu svokallaðan tudor" eða aðstoðarmann. Okkar aðstoðarmaður var hún Natalyia, tvítug stúlka í tungumálanámi frá nágrannaborg Khanty, stóð sig með miklum sóma sem okkar aðstoðarmaður. Liðin voru misheppin einn mikill Íslandsvinur sagði við mig í miklum öfundartón að þeirra aðstoðarmaður væri some stupid boy".
Góður andi var í hópunum og mikið hlegið og haft gaman. Skákmennirnir voru hraustir þrátt fyrir smá magapestir og einstaka hálsbólgur.
Þegar mótinu lauk mót bauð fararstjórinn liðsmönnum út að borða Sumir kusu reyndar fremur að fara á verðlaunaafhendinguna sem aðrir höfðu engan áhuga á að fara á.
Mín reynsla eftir þetta er að SÍ þarf helst að senda 3 menn út með liðunum í framtíðinni, eins og til stóð. Að hafa tvo menn er mjög knappt.
Ferðalagið heim var erfitt og strangt og þegar ég er að klára þennan pistil hef ég verið á fótum í nærri 40 tíma samfellt. Sumir sváfu reyndar eins og englar í fluginu og mátti t.d. sjá tvo stórmeistara nánast í faðmlögum í vélinni heim.
Ég vil að lokum þakka fyrir allar baráttukveðjurnar sem við fengum!
Kveðja,
Gunnar Björnsson
Pistlar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2010 | 05:57
Lokumferð Ólympíuskákmótsins hafin
Ellefta og síðasta um Ólympíuskákmótsins hófst kl. 5 í nótt. Íslenska liðið í opnum flokki mætir ungum og efnilegum Rússum (Rússland 5) en kvennasveitin teflir við lið Jamaíka.
Hægt er að fylgjast með viðureignunum beint.
Pistlar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2010 | 16:44
Pistill nr. 12
Nú fer að sjá fyrir endann á Ólympíuskákmótinu. Strákarnir gerðu 2-2 jafntefli við Letta og stelpurnar töpuðu 0,5-3,5 fyrir sterkri sveit Austurríkis. Lokaumferðin hefst kl. 11 (5 um nótt heima) svo við þurfum að breyta örlítið rythmanum. Í dag var svo niðurstaðan að Ólympíuskákmótið 2014 færi fram í Tromsö en ekki í Albena í Búlgaríu.
En fyrst um skákir gærdagsins. Hannes tapaði eftir slysalegan afleik og hafði áður hafnað jafntefli. Héðinn gerði solid jafntefli með svörtu, Bragi vann mjög góðan sigur á þriðja borði en Björn gerði jafntefli í skák þar sem hann átti vinningsstöðu um tíma. Allir strákarnir eru sem fyrr í stigagróða.
Lenka gerði stutt jafntefli á fyrsta borði með svörtu gegn stigahærri andstæðingi, Hallgerður og Sigurlaug töpuðu báðar eftir erfiða vörn en Jóhanna tefldi ónákvæmt á fjórða borði og tapaði. Þrátt fyrir þetta eru þær allar í stigagróða og ljóst að það mun ekki breytast!
Strákarnir mæta Rússum V sem stillir upp ungum og efnilegum strákum en stelpurnar mæta sveit Jamaíka. Góð úrslitum á morgun (í nótt) tryggja sveitunum gott lokasæti!
Undirritaður sótti FIDE-þingið bæði í gær og í dag. Í gær var kosið hverjir yrðu varaforsetar (vice presidents) og bar það helst til tíðinda Zurab Azmaiparashvili, sem lengi hefur í stjórn náði ekki kjöri. Sá maður hefur lengi verið mjög umdeildur. Í gær var svo boð á vegum Norðmannanna til að kynna Tromsö. Ég og Jóhann sóttum kynninguna og hittum þar m.a. mennta- og menningarmálaráðherra Noregs. Ég spurði hana hvort að Eiríkur rauði væri norskur eða íslenskur og fékk svarið að hann væri íslenskur! Allt gert fyrir atkvæðið. Ég tók einnig upp í annað skiptið atkvæði Nikaragúa til að styðja við frændur og Norðmenn. Þeir unnu nokkuð sannfærandi sigur, 95-47. Sigurinn hafði verið talin öruggur en eitthvað óöryggi var komið í Norðmennina. Ástæðan er sú að það er þekkt hér að Norðmenn studdu Danilov og komst sú söguskýring á díll væri á milli Norðmanna og Búlgara um að Danilov myndi ekki beita sér mjög fyrir fyrir að fá Ólympíuskákmótið til Búlgaríu gegn því að Norðmenn myndu styðja Danilov. Sumir stuðningsmenn Ali voru taldir hugsa Norðmönnum þegjandi þörfina. Sigur var svo býsna afgerandi enda mikið í þetta lagt og hér mun hafa verið 17 manna sendinefnd þegar mest var.
Jæja, ég ætla að láta þetta vera nóg í bili, enda þarf ég vakna fyrr í fyrramálið en venjulega. Hvet svo alla til að vakna kl. 5 til að horfa!
Kveðja frá Síberíu,
Gunnar
Pistlar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2010 | 20:42
Ól: 11. pistill
Undirritaður hefur gjörsamlega svikið öll loforð um pistlaskrif síðustu daga og úr því skalt bætt. Í gær gekk vel en í dag gekk ekki jafnvel. Lenka hefur þó stolið athyglinni en í dag tryggði hún sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli og það er ekki amalegt þar sem áfangi á ólympíuskákmótinu telur 20 skákir og Lenka því búin að ná tilskyldum áföngum og þarf nú aðeins að ná 2400 skákstigum til að verða útnefnd. Og í gær fór fram skrautlegur FIDE-fundur þar sem gekk á ýmsu og Kirsan er sem fyrr forseti FIDE og Búlgarinn Silvio Danilov var kjörinn forseti ECU, eitthvað sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þrátt fyrir slæmt gengi í dag eru allir íslensku skákmennirnir, tíu, í stigaplús.
Byrjum á strákunum. Þar sem undirritaður var mjög upptekinn í gær, gat hann ekkert fylgst með skákunum . Ég samdi við Sigurbjörn um að senda mér SMS og fékk þau skilaboð að það liti illa út skömmu síðar kom svo skeyti um að það stefndi í stórsigur! Fljótt að breytast. Héðinn átti góða skák en mér skilst að lukkan hafi fylgt bæði Hannesi og Hjörvari. Björn gerði solid jafntefli gegn undrabarninu Jorge Cori. Frábær úrslit gegn Perú en okkur hefur oft gengið vel gegn Suður-Ameríku en það héldum við þangað til í dag en þá töpuðum við 1-3 fyrir Chile. Hannes gerði gott jafntefli með svörtu en Hjörvar tapaði á fjórða borði. Héðinn gerði svo jafntefli á öðru borði og Bragi tapaði eftir hetjulega vörn. Semsagt súrt tap. Á morgun tefla strákarnir við sveit Lettlands sem er áþekk og íslenska sveitin. Á fyrsta borði tefli Íslandsvinurinn Miezis og á öðru borði teflir goðsögnin Svesnikov. Myndavélin mín bilaði í dag eftir að ég hafði tekið myndir af stelpunum í dag svo ég á engar myndir af strákunum.
Og svo stelpurnar. Í gær náðust frábær úrslit gegn Ítalíu, 2-2. Jóhanna vann en Lenka og Hallgerður gerðu jafntefli. Sigurlaug tapaði. Í dag var stórt tap, 0,5-3,5, gegn Mongólíu. Lenka gerði jafntefli á fyrsta borði en aðrar skákir töpuðust. Undirritaður gaf Lenku frjálst val með jafntefli þar sem mér fannst hagsmunir hennar með með AM-áfangann það mikilvægir. Lenka tefldi sig sigurs, þrátt fyrir það, en náði ekki að beygja andstæðinginn. Tinna tefldi byrjunina ónákvæmt í byrjun og tapaði, Jóhanna lenti í erfiðri vörn og Hallgerður virtist hafa góða jafnteflissénsa en tapaði. Þetta voru önnur slæmu úrslit kvennasveitarinnar og þau fyrstu síðan í fyrst umferð. Stelpurnar tefla á morgun við sterka sveit Austurríkis, sem hefur gengið fremur illa, miðað við hversu sterkar þær eiga vera.
Úkraínumenn eru efstir í opnum flokki með 16 stig en Rússar og Frakkar koma næstir með 15 stig. Í kvennaflokki hafa Rússar nánast tryggt sér sigur en þær hafa fullt hús stig, 18 stig! Kínverjar, Úkraínumenn, Georgíumenn, Indverjar og Búlgarar hafa 14 stig.
Og þá er það Norðurlandakeppnin. Þar er staðan í báðum flokkum sem hér segir:
Opinn flokkur:
- · 29 (23) Noregur, 11 stig (194 B-stig)
- · 42 (34) Svíþjóð, 11 stig (167,5)
- · 45 (44) Danmörk, 11 stig (162)
- · 50 (54) Ísland, 10 stig (180)
- · 72 (60) Finnland, 9 stig (133,5)
- · 85 (83) Færeyjar, 9 stig (112)
Kvennaflokkur:
- · 36 (55) Svíþjóð, 10 stig (178)
- · 57 (69) Ísland, 9 stig (146,5)
- · 58 (45) Noregur, 9 stig (135)
- · 66 (57) Danmörk, 8 stig (116)
Og þá um FIDE-fundinn í gær. Hann var sögulegur í meira lagi. Fín umfjöllun er um hann á ChessBase og bendi ég sérstaklega á myndband sem vísað er til í fréttinni sem lýsir all svakalegri sennu á fundinum. Vil sérstaklega benda á álkulegan mann, sem situr hægra megin við Kasparov í rifrildissennu Kasparovs og Larry (frá Bermúda) sjá mynd.
Kirsan stjórnaði fundinum harðri hendi og leyfði mönnum ekki að komast upp með neitt múður. Strax hófust deilur um umboð (proxy) og t.d. komu tveir menn sem sögðust vera fulltrúar Perú. Ekki taldi ég mig hafa neinar forsendur til að vita hvor væri réttkjörinn fulltrúi Perú en hvorki Kirsan né stuðningsmenn voru ekki í neinum vafa um það.
Atkvæðagreiðslan var skrautleg. Stuðningsmenn Karpovs fengu það í gegn að kosningin var algjörlega leynileg. Tjald var sett ofan á kjörklefann til að koma í veg fyrir myndatökur að ofan. Allir þurftu að nota sama pennann og bannað var að nota myndavél. Bannað var að gera kross í reitinn heldur þurfti að haka við í reitinn. Ef menn krossuðu er atkvæðið ólöglegt. Mér skilst að þetta sé af trúarlegum ástæðum. Stuðningsmenn Karpov töldu það auka líkur sínar en engu að síður fékk framboð hans aðeins 55 atkvæði gegn 95 atkvæðum Kirsan. Mjög athyglisvert í ljós þess að gera má ráð fyrir að Karpov hafi a.m.k. um 35 atkvæði frá Evrópu auk atkvæði Nikaragúa en undirritaður hefur umboð þess lands á FIDE-fundinum! Kjörnefndarfulltrúinn var nokkuð hissa þegar hann sá mig og sagði mig ekki líta út fyrir að vera frá Nikaragúa!
Og strax eftir fundinn bauð Kirsan Karpov sæti varaforseta og mættu þér félagarnir saman á blaðamannafund í dag. Mér skilst reyndar að Karpov ætli ekki að þiggja embættið en talar samt um aukna samvinnu. Mér sýnist á öllu að ekki sé hægt að leggja Kirsan og verður hann forseti FIDE á meðan hann vill og e.t.v. er eini kosturinn að vinna með honum hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Og þá um Evrópufundinn. Robert von Weizsäcker hafði rekið mjög slaka kosningabaráttu og var mér nokkuð ljóst fljótlega að hann hafði lítinn séns til að vera kjörinn þrátt fyrir að hafa góða menn með sér eins og t.d. Jóhann Hjartarson. Til dæmis mætti hann til leiks aðeins eins degi fyrir kosningar. Eins og komið fram fóru fram réttarhöld í Lausanne þar sem framboð Karpov freistaði þess að fá framboð Kirsans ólöglegt. Það gekk ekki eftir og er talið að kostnaður sem fellur á FIDE sé um ein milljón dollara. Að mati manna Karpovs og Kasparovs eiga Kirsans og hans menn að borga þennan kostnaðinn en ekki FIDE. Út af formlegheitunum var málið háð fyrir hönd fimm skáksambandanna (Þýskaland, Spánn, Bandaríkin, Sviss og Úkraína).
Eftir kosningarnar mun Nigel Freeman frá Bermúda, gjaldkeri FIDE, hafa sagt við að hann og hans skáksamband yrði lögsótt og krafið um greiðslu þess kostnaðar. Í kjölfar þess leið yfir Weizsäcker og þurfti að stumra yfir honum. Mér skilst að hann hafi jafnað sig þokkalega og sé á leiðinni af landi brott á morgun. Stungið var upp á því að fresta fundinum en framboðslið (ticket) Þjóðverjans ákvað að leggja til að fundinum yrði framhaldið þrátt fyrir þetta. Sokolov talaði fyrir hönd þeirra.
Ekki voru sömu formlegheitin í þessari atkvæðagreiðslu og leyfilegt var t.d. að nota eigin penna og krossa í kassann! Skipuð vor kjörnefnd og var ég svo valinn af framboði Þjóðverjans til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og talningunni fyrir þeirra hönd.
Fulltrúar allra 54 ríkjanna kusu. Danilov fékk 25 atkvæði, Ali frá 20 atkvæði og Weizsäcker aðeins níu atkvæði. Í 2. umferð fékk Danilov 30 atkvæði og Ali 24 atkvæði
Fyrir nokkrum mánuðum síðan töldu fáir að Búlgarinn hefði séns. Þjóðverjinn rak slaka kosningabaráttu og margir töldu Ali of tengdan Kirsan til að geta stutt hann. Danilov rak afar skynsama kosningabaráttu. Tók ekki afstöðu í baráttu Kirsan og Karpov á meðan hinir tveir tengdu sig mjög við hvorn frambjóðandann. Auk þess skilst mér að Danilov hafi með sér gott fólk og þá eru sérstaklega nefndir Pólverjinn sem var varaforsetaefni hans og serbnesk kona sem einnig er yfirdómari á Ólympíuskákmótinu. Ivan Sokolov bauð sig fram í stjórnina og náði ekki kjöri, því miður, og var heldur súr yfir því kvöld.
Látum þetta duga í bili en ég enn nóg efni á lager!
Gunnar Björnsson
Pistlar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2010 | 18:02
Ól í skák: Pistill nr. 10

Með kvennaliðið virðist það lögmál að því minna sem undirritaður er með þeim því betur gengur! Ég var mjög lítið með þeim í dag og verð ekkert með þeim á morgun, sennilega en þá fara fram FIDE-kosningarnar. Útlitið fyrir morgundaginn er því mjög gott.
Og varðandi FIDE-kosningarnar. Í kvöld var boð þar sem fulltrúum sem styðja Karpov var boðið. Athyglisvert boð þar sem Karpov og sérstaklega Kasparov fóru mikinn. Þar talaði einnig Richard Conn, Bandaríkjamaður, sem er varaforsetaefni Karpovs. Þar undirbjó hann okkur sem sitja fundinn fyrir alls konar málalengingar, t.d. um kosningu fundarstjóra, deilur um umboð, leynilegar kosningar og þess háttar. Við fengum matarpakka fyrir morgundaginn, sem inniheldur m.a. vatn, banana og hnetur til að menn geti haft sem mest úthald!
Ég sé ekki fram á að vera neitt með liðunum á morgun, en mun reyna, ef ég hef tök á að senda fréttir frá FIDE-fundinum, en ég veit ekki hvort ég hef tök á því, kemur í jós.
Nóg í bili.
Gunnar Björnsson
Pistlar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 09:49
Pistill nr. 10
Dagurinn í gær hefði mátt vera betri. Strákarnir lágu fyrir Írönum 1-3 og stelpurnar töpuðu fyrir Slóvökum, 1,5-2,5. Stelpurnar voru reyndar óheppnar en fyrirfram hefði ég verið sáttur við þessi úrslit en ekki eins og þetta þróaðist í gær. Lenka er sannarlega maður mótsins en hefur nú unnið 5 skákir í röð og vann einkar góðan sigur í gær. Sigur í dag tryggir henni áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.
Fyrst um strákana. Hannes gerði fremur stutt jafntefli á fyrsta borði. Bæði Bragi og Hjörvar lentu í erfiðleikum í byrjun, sá síðarnefndi ruglaði saman afbrigðum og töpuðu. Héðinn lék af sér með betri stöðu og fékk upp tapað endatafl en veiddi andstæðing sinn í pattgildru og hélt jafntefli. Semsagt 1-3 tap og skyndilega erum við komnir í fjórða sæti í NM-keppninni".
Jóhanna lenti í erfiðleikum í byrjun og tapaði . allgerður og Sigurlaug tefldu báðar mjög vel og fengu fínar stöður. Hallgerður lék ónákvæmt um tíma og fékk verra tafl en hélt jafntefli með gó Sigurlaug hafði unnið tafl og lék af sér skiptamun og tapaði. Lenka átti skák dagsins þegar hún vann á fyrsta borði Evu Repkova (2447) í glæsilegri skák eins og sjá má á Skákhorninu. Lenka hefur nú 5 vinninga í 6 skákum og virðist vera í banastuði. Lenka þekkti Repkovu vel, hafði teflt við í Tékklandi í denn og segist yfirleitt hafa gengið vel á móti henni. Stelpurnar eru að standa sig frábærlega og eru allar í stigaplús.
Í dag tefla strákarnir við Bosníu. Ivan vinur okkur hvílur, en sagan segir að hann samið um tefla 6 fyrstu skákirnar en fara svo á fullt í kosningabaráttuna fyrir Weicacker.
Og um pólitíkina. Í gær héldum við Norrænu forsetarnir fund. Það voru Norðmennirnir sem buðu í mat og skildist mér á norska forsetanum, JJ, að kostnaðurinn væri bókaður á Tromsö 2014 (Ólympíuskákmótið). Jóhann Hjartarson mætti fyrir hönd framboðs Weicacker, sem var þá ekki enn kominn, kom í nótt, og einnig mættu Ali og Danilov og voru spurðir ýmissa spurninga.
Fulltrúar Karpovs eru bjartsýnir og sumir þeirra fullyrða að Karpov vinni. Í gær var ég í fyrsta skipti beðinn óformlega um stuðning við Kirsan af einum manna hans en það er í fyrsta skipti sem ég er beðinn um slíkt þannig sem mér finnst gott merki og gæti bent til þess að menn séu ekki lengur og sigurvissir.
Nú kl. 16 (10 heima) fer ég fund með smærri skáksamböndunum þar sem menn ætla að ræða hvernig best sé að sameina kraftana.
Þetta verður því að duga í bili. Ég reyni að koma frá mér nýjum pistli á kvöld eða á morgun.
Ég bendi á myndaalbúmið en ég bætti við miklum fjölda í mynda í gær, m.a. frá frídeginum sem við notuðum vel.
Nóg í bili,
Gunnar Björnsson
Pistlar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2010 | 10:25
Ól í skák: Sjöundi pistill
Virkilega góður dagur í gær. Strákarnir unnu Bólivíu, mjög sannfærandi, 4-0, og stelpurnar unnu Íraka 3,5-0,5. Semsagt 7,5-0,5. Í dag mæta strákarnir Svisslendingum en við stelpurnar teflum við Englendinga.
Fyrst um strákanna. Mér skilst að þeir hafi unnið allir frekar örugglega. Alltaf frábært að vinna 4-0 og aldrei sjálfgefið. Góð og örugg taflmennska. Eins og ónefndur liðsstjóri sagði, það er óþarfi að skjóta spörfugla með fallbyssum".
Björn hvílir á móti Svisslendingum. Furðulegt hvað þetta verður oft Deja Vu á þessum mótum en við teflum býsna oft við Svía og Svisslendinga. Florian Jenni, teflir ekki með þeim að þessu sinni. Semsagt enginn Tommi og Jenni.
Strákarnir eru í 43. sæti með 5 stig og 11 vinninga. Sjö lið, Rússland II, Georgía, Víetnam, Rússland I, Ungverjaland, Holland og Armenía hafa fullt hús stig, 8 stig.
Svíarnir eru efstir Norðurlandanna með 7 stig og eru í 11. sæti á mótinu. Aðeins gert jafntefli við Íslendinga og unnu góðan sigur á Dönum. Norðmenn hafa 6 stig, Danir og Finnar hafa 5 stig og Færeyingar hafa 4 stig.
Tinna vann góðan sigur á þriðja borði. Og þar kom góður byrjunarundirbúningur að gagni. Björn, gaf henni hugmyndir hvernig tefla ætti á móti ítalska leiknum sem hún nýtti sér í botn og hreinlega valtaði yfir andstæðinginn. Hallgerður var næst að klára. Hún hafði svart og jafnaði taflið fremur auðveldlega. Þegar andstæðingurinn bauð jafntefli leyst mér ágætlega á það því þótt Jóhanna væri með tapað taldi ég að Lenka myndi vinna og sigur í viðureigninni þá í hús. En skömmu síðar leyst mér ekkert á þetta því mér fannst andstæðingur Lenku hafa jafnað taflið. Lenka seiglaðist áfram, vann peð en í stað þess að tefla hróksendataflið áfram, peði undir, gafst andstæðingurinn hennar upp. Jóhanna fékk slæma stöðu en var heppin þegar andstæðingur hennar lék illa af sér. Tvær írösku stelpnanna höfðu slæður. Eins og ávallt hingað til voru við stelpurnar seinni að klára en strákarnir.
Stelpurnar eru í 66. sæti með 4 stig og 8,5 vinning. Úkraína, Kína, Búlgaría og Rússland I hafa fullt hús stiga. Norðmenn hafa 5 stig og Svíar og Danir hafa 4 stig eins og við.
Jóhanna hvílir í dag. Semsagt tveir sigurvegarar gærdagsins sem hvíla en erfitt er að velja þann sem hvílir þegar vel gengur eins og í gær.
Á morgun er frídagur og í kvöld fer fram Bermúda-partýið. Á morgun förum við flest í skoðunarferð á vegum mótshaldara um Mammúta!
Lífið hérna er ávallt að verða rútínulegra. Vaknað er í morgunmat, stúderað, hádegismatur, stúderað, teflt, kvöldmatur, farið yfir skákirnar, stúderað og sofið. Í gær fór hluti hópsins í göngutúr og skoðuðu kirkju sem er hér í Khanty.
Ég er dálítið fyrir utan þar sem ég bý á öðru hóteli en kem á aðalhótelið á morgnana, borða þar morgun- og kvöldmat, fer með þeim til baka eftir skákirnar og er hérna eins og grá köttur fyrir og eftir umferðir. Maður er farinn að upplifa svoldinn Groundhog day". Allir dagar eins! Það tók mig t.d. smástund í morgun að átta mig á því að það er laugardagur. Stemming í hópnum er fyrirmyndar og allir í góðu formi.
Ég hitti Ali, tyrkneska forsetann í gær. Hann er mjög bjartsýnn á sigur sinn í Evrópska skáksambandinu. Hann telur einnig að Kirsan vinni auðveldan sigur á Karpov í FIDE-kosningunum. Hann telur að Karpov fái um 50 atkvæði af u.þ.b. 160. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort hann hafi rétt fyrir sér.
Var að spjalla við Finnbjörn frá Færeyjum, sem er mikill stuðningsmaður Karpovs og Kasparovs. Hann spurði mig hvort ég væri tilbúinn að hafa umboð frá annarri þjóð, og samþykkti ég það. Ég hef ekki hugmynd um hvaða þjóð, en ljóst er að sú þjóð styður Karpov. Finnbjör er bjartsýnn á sigur Karpov og telur að mörg Afríkuríki og Ameríkuríki sé að snúast á sveif með með Karpov. Andrúmsloftið hér verður æ rafmagnaðara. Hér í VIP-herberginu sit skynjar maður spennuna og mikið er rætt um kosningarnar, mikið hvíslað og skrafað.
Ég fæ töluverð viðbrögð vegna MP Reykjavíkurmótsins. Ali segist ætla að senda tyrkneska stórmeistara mótið og Danilov, frá Búlgaríu sem einnig býður sig fram sem forseti ECU, vildi athga hvort Cheparinov fengi boð á mótið. Semsagt Ali ætlar að senda menn, án þess að fá kjör, en mótframbjóðandinn fór strax að spyrja um kjör fyrir sinn mann ef hann kæmi! Þess má geta að Danilov er umboðsmaður bæði Topalov og Cheparinov.
Í gær var ég einni lyftunni og fannst lyftutónlistin sérstök, þ.e. arabísk tónlist. Í ljós kom svo þetta var einn keppendanna sem var að hlusta á útvarp í lyftunni!
Nóg í bili, áfram Ísland!
Gunnar Björnsson, sem er fram á Hlö-lausan laugardag.
Pistlar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2010 | 10:44
Ól í skák: Sjötti pistill

Byrjum á strákunum. Fremur stutt jafntefli hjá Hannesi og Héðni á 1. og 2. borði, Bragi lenti í beyglu á 3. borði, féll á tíma en þá sennilega með tapað. Hjörvar tefldi byrjunina ónákvæmt en náði samt fínni stöðu. Menn voru bjartsýnir á stöðu hans þar til þess sleggja kom og þá féll staðan. Tap 1-3 gegn sterku liði Grikkja.
Íslenska liðið hefur 3 stig og 7 vinninga og er í 65. sæti. Norðmenn eru efstir Norðurlandanna með 6 stig, Svíar hafa 5 stig, Finnar 4 stig, Danir 3 stig og Færeyingar 2 stig. 14 lið hafa 6 stig.
Lenka vann afar nettan sigur á fyrsta borði og skora ég menn að fara yfir þá skák á Skákhorninu. Sérstaklega eru leikirnir Hcd8 og Dh5 laglegir. Hallgerður og Sigurlaug lentu fljótlega í vandræðum og töpuðu. Jóhanna fékk fínt tafl á fjórða borði eftir góðar ráðleggingar frá Helga. Fékk unnið tafl en andstæðingurinn var seigur og hélt jafnteli.
Íslenska liðið hefur 2 stig og 5 vinninga og er í 69. sæti. Svíar og Danir hafa 4 stig, Norðmenn hafa 3 stig. 11 lönd hafa 6 stig.
Mér skilst að Rússarnir fái 50.000$ hver ef þeir sigra á Ólympíuskákmótinu svo heilmikið er undir.
FIDE-þingið hófst í dag. Ég kíki þangað inn í mýflugumynd til að kíkja á aðstæður. Nú eru í gangi nefndarfundi sem ég lítið von á því að sækja. Fundur Evrópusambandsins er 28. september og hann stefni ég að sækja. Kosningar FIDE og ECU fara fram 29. september. Á morgun er Arbiters´s Commission, sem gæti verið spennandi fyrir mig.
Er ég var á leiðinni á milli hótela í gær rakst ég á Kasparov sjálfan. Hann var í rokna stuði en hann Karpov og stuðningsmenn þeirra mættu víst í gær frá Kiev þar sem þeir voru að funda. Ég hitti einnig vin minn Bolat Asanov frá Kasakstan sem tefldi á alþjóðlega Hellismótinu 1993 og er að ég held forseti sambands þeirra. Kasakar styðja Karpov.
Rússarnir eru að standa sig fyrr. Nú er t.d. hætt að rukka fyrir leigubíla sem ég hef hingað til þurft að borga. Ekki að það skipti miklu máli, sem taxinn kostar um 100 rúblur, eða tæpar 400 kr.
Öryggisgæsla er hér töluverð. Keppendur fá svokallað rautt spjald sem þeir þurfa að hafa ef þeir fara t.d. á klósettið. Um leið og þeir eru búnir er það tekið af þeim. Björn, sem hvíldi í gær, mætti á skákstað, og tókst einhvern veginn að komast framhjá vörðunum. Hann gerði hins vegar þau grundvallarmistök að fara fram að ná í vatn fyrir Hjörvar og komst auðvitað ekki til baka. Aðspurður hvernig hann komst inn sagðist Björn hafa verið að klára sína skák.
Ýmsir kappar eru hér liðsstjórar sem gætu fyllilega komist í sín landslið. Get ég þar nefnt Khalifman, Bareev og Helga Ólafsson. Thorbjörn Bromann er liðsstjóri danska landsliðsins og Oleg Romanishin er liðsstjóri þess úkraínska.
Í gær uppgötvaði ég að hér væri VIP-herbergi sem ég hefði aðgang sem FIDE-fulltrúi. Svo í stað þess að skrifa í sveittu blaðamannaherbergi án loftræstingar er ég staddur í illa kósí herbergi þar sem boðið er upp á rauðvín og osta. Reyndar er áreitið hér meira en í sveitta blaðamannaherberginu en nú í augnablikinu sit ég hliðin á forseta albanska skáksambandsins sem er að spyrja mig um MP Reykjavíkurskákmótið! Finnbjörn, færeyski fulltrúinn er einnig mættur. Sérdeilis skemmtilegur náungi og einnig er hérna Írinn sem er einnig afar skemmtilegur. Ég hef verið að dreifa upplýsingum um Reykjavíkurmótið á þessa náunga og skynja mikinn áhuga.
Nóg í bili, meira á morgun.
Gunnar Björnsson
Pistlar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 10:24
Ól í skák: Pistill nr. 5
Það var fínt gengi hjá íslensku liðunum í gær. Strákarnir gerðu gott 2-2 jafntefli gegn Svíum og stelpurnar unnu Íra 3,5-0,5. Karpov er mættur á svæðið og spennan fyrir FIDE-kosningarnar eykst.
Byrjum á strákunum. Nú er það þannig að ég hef ekki séð skákirnar en mér skilst að lukkan hafi fremur verið með þeim. Bjössi lenti fljótlega í erfiðleikum gegn Grandelius og tapaði. Mér skilst reyndar að nærri lokunum hafi Bjössi verið með fína stöðu. Héðinn gerði jafntefli gegn Agrest en Rybka segir að Svíinn hafi getað náð upp hartnær unnu tafli. Að sögn Braga hafði hann verra alla skákina nema eftir 2 síðustu leiki Cisak. Eftir næstsíðasta leikinn hafði Bragi örlítið betra og eftir lokaleikinn unnið! Hannes gerði jafntefli gegn Berg þar sem hinn síðarnefndi gat fórnað skiptamun og náð upp vænlegri stöðu. Okkur grunar að Berg hafi viljað hafa öryggið á oddinum þar sem hann hafi metið sigursénsa Svíanna mikla á þeim punkti. Semsagt gott jafntefli!
Hjá stelpunum gekk á ýmsu. Lenka vann sína skák auðveldlega, Hallgerður einnig fremur auðveldlega. Tinna fékk skítastöðu. Hún greip til þess ráð fórna manni til að hrista upp í stöðunni og það gekk upp þar sem andstæðingurinn tók ekki manninn og talaði um flotta fléttu hjá Tinnu eftir skákina! Sigurlaug hélt annars uppi fjörinu í gær. Sigurlaug fórnaði peði og einhvern veginn smá versnaði staðan og var Sigurlaug um tíma þremur peðum undir. Sigurlaug seiglaðist hins vegar áfram og náði að halda jafntefli. Góður sigur gegn Írum!
Sú sem tefldi við Hallgerði er væntanlega einn elsti keppandinn hér en hún var rúmlega sjötug og sagði Sigurlaug strax hafa séð fyrir sér hana Birnu Norðdahl. Hann var nokkuð óörugg og átti það til að ýta á klukkuna með annarri hönd en hún lék. Einnig stoppaði hún klukkuna á einum tímapunkti þar sem sólin skein í augun á henni og lék ólöglegum leik í restina, þá reyndar með koltapað. Hallgerður tók hins vegar alveg rétta taktík á þetta, hélt sínu jafnaðargerði og lét þetta engin áhrif á sig hafa.
Skákstjórarnir eru annars sér kapítuli eins og svo oft áður. Skákstjórinn í fyrstu umferð (Einstein) skyldi t.d. ekki þegar aðalskákstjórinn sagði start the clocks" og talaði bara rússnesku. Sú í gær talaði svo bara spænsku og var að reyna tjá sig við mig á því tungumáli gær. ....með engum árangri. Einn skákstjóri er á hverja viðureign.
Eins og fram hefur komið eru aðstæður allar til fyrirmyndar og það litla sem hefur verið ólagi hefur lagað! Koddarnir pirruðu suma en haldið var í súpermarkaðinn í gær og koddar keyptir þá sem vildu. Héðinn og Sigurlaug voru hins vegar það klók að þau tóku með sér kodda frá Íslandi. Einnig færðu Rússarnir reykherbergið þannig að nú þarf ekki lengur að labba í gegnum það þegar farið er á klósettið.
Við stelpurnar vorum samferða Ivan Sokolov í gær á skákstað Hann var í rokna stuði. Allt í einu stekkur hann upp í rútunni og kallar There are cows on the road" en mætti bara undrunarandlitum. Hann endurtók sig með miklum látum og menn kíkja. Jú mikið rétt. Það var verið að reka beljur yfir þjóðveginn! How can they do it? There is something between". Ivan tók sig svo til og vann Adams í gær. Hallgerður átti svo komment dagsins þegar hún spurði hver þetta væri (þ.e. Ivan).
Ég hitti Oliver vin minn úr flugvélinni (ég geri ráð fyrir að menn hafi lesið fyrri pistla). Hann teflir fyrir blinda og sjónskerta. Í fyrstu umferð tefldu þeir við Rússa II, í 2. umferð við Rúanda og mæta svo Aserum í dag! Enginn millivegur!
Susan Polgar er víst mætt á staðinn samkvæmt blogginu hennar. Þar var talað um biggest upset" og úrslitin í viðureign Íslands og Svía nefnd þar ásamt nokkrum öðrum. Þótt að Svíarnir hafi verið stigahærri vil ég nú ekki kalla þetta big upset" . Ég gerði athugasemd við bloggið hennar og spurði afhverju þetta væri big upset". Fékk svar frá nafnlausum (Anonymous) sem svaraði á skemmtilegan hátt Sweden had 4 GMs in the match while Iceland had 2 weak Ims" Þorfinnur, aní komments? J
Karpov mun víst vera mættur á svæðið en í gær var verið að setja upp bás fyrir hann. Kirsan hefur haft bás frá upphafi og hefur verið að gefa gjafir, einhverjar töskur. Á pokunum með gjöfunum stendur: Kirsan + hjartamerki = FIDE. Ekki höfum við Íslendingarnir þegið þessar gjafir.
Ég fékk athyglisvera yfirhalningu fyrir Geoffrey Borg, Maltverja sem er í stjórn FIDE og ECU og Kirsan-maður. You don´t have a choice, as a western state you have to vote for Karpov". Hljómaði eins og við værum ekki að kjósa eftir því hvernig við mætum einstaklingana heldur verið þetta einhver skylda. Ég sagðist ekki vilja setja málið upp á þennan hátt en vildi ekki ræða þetta frekar við hann. Borg segist stefna á heimsókn ásamt Kirsan til Reykjavíkur, væntanlega þá í kringum MP Reykjavíkurskákmótið. Hann talaði ávallt eins og Kirsan væri þegar öruggur um sigur.
Spennan er farin að aukast fyrir þingið. Það vekur athygli að Weinsacker sem býður sig fram til forseta Evrópska skáksambandsins mætir ekki fyrr en 28. september en Danilov og Ali eru fyrir löngu komnir og byrjaðir að mingla á fullu. Danilov hefur reyndar aldrei spjallað við mig, telur mig sjálfsagt vonlaust targret.
Ég er með kynningarblað fyrir MP Reykjavíkurskákmótið og hef komið því m.a. á básana hjá Tyrkjunum og Norðmönnunum en ég er hérna með ein 1.000 eintök! Þingið hefst á morgun en til að byrja með eru bara nefndarfundir. Ég hef ekki að hyggju að sækja þá en stefni á setninguna sem er í fyrramálið, til að reyna að grípa andrúmsloftið. Sjálfar kosningarnar eru 28. september, held ég, bæði hjá FIDE og ECU.
Undirritaður á afmæli í dag. Stelpurnar sungu fyrir mig á ganginum, ásamt Bjössa, en hinir strákarnir létu ekki sjá sig. Ég fékk svo afmælisgjöf frá henni Nataliyu, umsjónarkonu okkar, sem hefur sinnt okkur af stakri natni. Hún gaf mér Babúsku! Rússarnir klikka ekki og fylgjast greinilega með afmælisdögum gestanna.
Sem fyrr eru allir í góðu standi og allt eins og það á vera. Þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar.
Kveðja úr blaðamannaherbergi sem er sveittara nú en nokkru sinni.
Gunnar Björnsson
Pistlar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 146
- Frá upphafi: 8779658
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 125
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar