Leita í fréttum mbl.is

Ól í skák: Sjötti pistill

Íslenska kvennaliđiđBáđar viđureignirnar töpuđust í gćr.  Stelpurnar töpuđu međ minnsta mun fyrir Víetnam og var liđsstjórinn mjög sáttur viđ ţađ enda ţćr Víetnömsku mun stigahćrri.   Jóhanna Björg hafđi meira ađ segja vinningsstöđu svo á góđum degi hefđu jafntefli getađ náđst í hús.   Strákarnir töpuđu 1-3 fyrir Grikkjum.   Ţar leit dćmiđ einnig ágćtlega út en andstćđingur Hjörvars átti algjöra sleggju , Hd2, sem ekki einu sinni Helgi hafđi séđ.  

Byrjum á strákunum.   Fremur stutt jafntefli hjá Hannesi og Héđni á 1. og 2. borđi, Bragi lenti í beyglu á 3. borđi, féll á tíma en ţá sennilega međ tapađ.  Hjörvar tefldi byrjunina ónákvćmt en náđi samt fínni stöđu.  Menn voru bjartsýnir á stöđu hans ţar til ţess sleggja kom og ţá féll stađan.   Tap 1-3 gegn sterku liđi Grikkja.

Íslenska liđiđ hefur 3 stig og 7 vinninga og er í 65. sćti.   Norđmenn eru efstir Norđurlandanna međ 6 stig, Svíar hafa 5 stig, Finnar 4 stig, Danir 3 stig og Fćreyingar 2 stig.  14 liđ hafa 6 stig.  

Lenka vann afar nettan sigur á fyrsta borđi og skora ég menn ađ fara yfir ţá skák á Skákhorninu.   Sérstaklega eru leikirnir Hcd8 og Dh5 laglegir.   Hallgerđur og Sigurlaug lentu fljótlega í vandrćđum og töpuđu.   Jóhanna fékk fínt tafl á fjórđa borđi eftir góđar ráđleggingar frá Helga.   Fékk unniđ tafl en andstćđingurinn var seigur og hélt jafnteli.

Íslenska liđiđ hefur 2 stig og 5 vinninga og er í 69. sćti.  Svíar og Danir hafa 4 stig, Norđmenn hafa 3 stig.  11 lönd hafa 6 stig.

Mér skilst ađ Rússarnir fái 50.000$ hver ef ţeir sigra á Ólympíuskákmótinu svo heilmikiđ er undir.

FIDE-ţingiđ hófst í dag.  Ég kíki ţangađ inn í mýflugumynd til ađ kíkja á ađstćđur.  Nú eru í gangi nefndarfundi sem ég lítiđ von á ţví ađ sćkja.  Fundur Evrópusambandsins er 28. september og hann stefni ég ađ sćkja.  Kosningar FIDE og ECU fara fram 29. september.   Á morgun er Arbiters´s Commission, sem gćti veriđ spennandi fyrir mig.

Er ég var á leiđinni á milli hótela í gćr rakst ég á Kasparov sjálfan.   Hann var í rokna stuđi en hann Karpov og stuđningsmenn ţeirra mćttu víst í gćr frá Kiev ţar sem ţeir voru ađ funda.   Ég hitti Gunnar og Garryeinnig vin minn Bolat Asanov frá Kasakstan sem tefldi á alţjóđlega Hellismótinu 1993 og er ađ ég held forseti sambands ţeirra.   Kasakar styđja Karpov.

Rússarnir eru ađ standa sig fyrr.  Nú er t.d. hćtt ađ rukka fyrir leigubíla sem ég hef hingađ til ţurft ađ borga.  Ekki ađ ţađ skipti miklu máli, sem taxinn kostar um 100 rúblur, eđa tćpar 400 kr. 

Öryggisgćsla er hér töluverđ.  Keppendur fá svokallađ rautt spjald sem ţeir ţurfa ađ hafa ef ţeir fara t.d. á klósettiđ.  Um leiđ og ţeir eru búnir er ţađ tekiđ af ţeim.   Björn, sem hvíldi í gćr, mćtti á skákstađ, og tókst einhvern veginn ađ komast framhjá vörđunum.  Hann gerđi hins vegar ţau grundvallarmistök ađ fara fram ađ ná í vatn fyrir Hjörvar og komst auđvitađ ekki til baka.  Ađspurđur hvernig hann komst inn sagđist Björn hafa veriđ ađ klára sína skák.

Ýmsir kappar eru hér liđsstjórar sem gćtu fyllilega komist í sín landsliđ.  Get ég ţar nefnt Khalifman, Bareev og Helga Ólafsson.   Thorbjörn Bromann er liđsstjóri danska landsliđsins og Oleg Romanishin er liđsstjóri ţess úkraínska. 

Í gćr uppgötvađi ég ađ hér vćri VIP-herbergi sem ég hefđi ađgang sem FIDE-fulltrúi.  Svo í stađ ţess ađ skrifa í sveittu blađamannaherbergi án loftrćstingar er ég staddur í illa kósí herbergi ţar sem bođiđ er upp á rauđvín og osta.  Reyndar er áreitiđ hér meira en í sveitta blađamannaherberginu en nú í augnablikinu sit ég hliđin á forseta albanska skáksambandsins sem er ađ spyrja mig um MP Reykjavíkurskákmótiđ!   Finnbjörn, fćreyski fulltrúinn er einnig mćttur.  Sérdeilis skemmtilegur náungi og einnig er hérna Írinn sem er einnig afar skemmtilegur.   Ég hef veriđ ađ dreifa upplýsingum um Reykjavíkurmótiđ á ţessa náunga og skynja mikinn áhuga.

Nóg í bili, meira á morgun.

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 8
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8765882

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband