Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Pistlar

NM barnaskólasveita: Sigur gegn Dönum

Kristinn Andri og Jón TraustiŢađ byrjar vel hjá liđi Rimaskóla í NM barnaskólasveita sem fram fer um helgina í Osló.  Í 2. umferđ vann sveitin sterka danska sveit 3-1 og er efst međ 6 vinninga, vinningi á undan dönsku sveitinni.  Norsku sveitirnar eru í 3.-4. sćti međ 4˝ vinning.  Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson og Kristinn Andri Kristinsson unnu en Dagur Ragnarsson tapađi á fyrsta borđi.  Í ţriđju umferđ, sem fram fer í síđar í dag teflir sveitin viđ Noreg II.

Stađan:

  • 1. Rimaskóli 6 v.
  • 2. Danmörk 5 v.
  • 3.-4. Noregur II og Noregur I 4˝ v.
  • 5. Svíţjóđ 2˝ v.
  • 6. Finnland 1˝ v.
Sveit Rimaskóla skipa:
  • 1. Dagur Ragnarsson 0 v. af 2
  • 2. Oliver Aron Jóhannesson 2 v. af 2
  • 3. Jón Trausti Harđarson 2 v. af 2 
  • 4. Kristófer Jóel Jóhannesson 1 v. af 1
  • 5. Kristinn Andri Kristinsson 1 v. af 1

Liđsstjóri er Hjörvar Steinn Grétarsson en fararstjóri er Helgi Árnason, skólastjóri.


Ól í skák: Liđsuppstillingar liggja fyrir

Liđsuppstillingar allra ólympíuliđina liggur nú fyrr.  Í opnum flokki taka 159 liđ ţátt og er íslenska liđinu rađađ nr. 53 međ 2489 međalskákstig.    Rússneska liđiđ er stigahćst međ 2749 međalstig, Úkraína (2737) kemur nćst, Aserar (2721) og b-liđ Rússa (2704) fjórđa.   Ólympíumeistarar Armenar (2698) er međ sjöunda stigahćsta liđiđ.

Stofnađur hefur veriđ fćrsluflokkur um Ólympíuskákmótiđ ţar sem öllum fréttum um mótiđ verđur safnađ saman á einn stađ.  

Norđurlöndin:

  • 26. Noregur (2594) 
  • 35. Svíţjóđ (2572)
  • 44. Danmörk (2519)
  • 53. Ísland (2489)
  • 59. Finnland (2456)
  • 79. Fćreyjar (2332)

Í kvennaflokki er íslenska liđi nr. 69 af 119.   Rússar er stigahćstir međ 2538 međalstig og í nćstu sćtum eru Búlgarar (2516) og Kínverjar (2500).

Norđurlöndin:

  • 42. Noregur (2166)
  • 48. Svíţjóđ (2141) 
  • 55. Danmörk (2057)
  • 69. Ísland (1968)

Hvorki Finnar né Fćreyingar taka ţátt.

Íslensku liđin skipa:

Opin flokkur:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2585)
  2. SM Héđinn Steingrímsson (2550)
  3. AM Bragi Ţorfinnsson (2415)
  4. AM Björn Ţorfinnsson (2404)
  5. Hjörvar Steinn Grétarsson (2398)
Liđsstjóri: Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands

Kvennaflokkur:

  1. KSM Lenka Ptácníková (2282)
  2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1995)
  3. Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1812)
  4. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1781)
  5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttr (1781)

Liđsstjóri er Davíđ Ólafsson.

Fararstjóri og FIDE-fulltrúi er Gunnar Björnsson.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Kínverjar ađ mala Rússana

Ţegar nćsta Ólympíumót verđur komiđ á góđan rekspöl í Khanty Manyisk í Síberíu í september/október og augu skákunnenda um heim allan munu beinast ađ efstu borđum er ekki ósennilegt ađ ţar sitji sveit frá Kína sem er hiđ nýja stórveldi skákarinnar. Ekki eru ţađ alveg ný tíđindi í kvennaflokki ţar sem Kína hefur margsinnis unniđ gullverđlaun en í karlaflokki, sem nefndur er opni flokkurinn, hefur Kína aldrei boriđ sigur úr býtum. Nú kann ađ verđa breyting á, Armenar sem sigruđu 2006 og 2008 hljóta ađ telja Kínverja sína helstu andstćđinga.


Hverju veldur ţessi mikli uppgangur? Ţegar sá sem ţetta ritar tók ţátt í hrađskákmóti á Grand Rokk, 40 ára afmćlismóti Illuga Jökulssonar áriđ 2000 og langt var liđiđ á viđureign mína í 8. umferđ viđ 14 ára kínverskan pilt, Bu Xiangzhi, varđ mér litiđ á klukkuna og sá ađ Bu átti tćpar 4 mínútur eftir gegn u.ţ.b. 1˝ mínútu. Ég velti ţví fyrir mér hver hefđi hleypt piltinum inn á ţessa hrikalegu knćpu en kom ţá auga á fulltrúa frá kínverska sendiráđinu. Og hvernig var ţjálfun hans háttađ? Mér fannst Bu ţeyta taflmönnunum út um allt borđ eins og hann vćri ađ leika borđtennis. Nú ţurfti ađ hafa hrađar hendur á og rétt ađ halda ţví til haga ađ á síđustu sekúndunum tókst mér ađ vinna tafliđ af hinum unga Bu sem ţessa dagana fer fremstur í flokki kínverskra skákmanna sem eru nánast ađ niđurlćgja Rússa í landskeppni ţjóđanna sem stendur yfir í borginni Ningbo í Kína. Eftir fyrri hluta keppninnar ţar sem tefldar voru kappskákir var stađan ţessi:

Kína 27 (karlar 15˝, konur 11˝) - Rússland 23 (karlar 9˝, konur 13˝). Eftir fyrsta keppnisdag at-skáka höfđu Kínverja aukiđ forskotiđ um ţrjá vinninga.

Stílbrögđin Kínverjanna hafa vitanlega tekiđ miklum breytingum frá ţví er ţeir tefldu á sínu Ólympíumóti áriđ 1978 og ţjálfun mun markvissari; Nigel Short sagđi mér ađ ţegar hann hélt fyrirlestur í smábć einum í Kína hefđu mćtt ţúsund börn til ađ hlýđa á sig. Ţeir hafa bćtt sig gríđarlega á öllum sviđum skákarinnar, ekki síst í byrjunum og í endatöflum hafa margir ţeirra tileinkađ sér afburđa tćkni. Ţađ sem hinsvegar jók mjög á vinsćldir ţeirra er ţeir tóku ađ hasla sér völl á alţjóđavettvangi var mögnuđ nálgun í taktískum stöđum: enn má heyra skćran bjölluhljóm ţegar yfir menn dembast kínverskar drottningarfórnir eđa ađrar leikbrellur.

Í eftirfarandi skák úr landskeppni ţjóđanna hikar svartur ekki viđ ađ láta skiptamun af hendi og knýr fram sigur međ ţróttmikilli taflmennsku:

Vladimir Potkin - Hao Wang

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. 0-0 Rc6. 8. a3 bxc3 9. bxc3 Dc7 10. Bb2 Ra5 11. cxd5 exd5 12. Re5 He8 13. a4

10-08-15.jpg( Sjá stöđumynd )

13....Hxe5! 14. dxe5 Dxe5 15. h3 c4 16. Bc2 Bf5!

Skiptamunsfórnin var ekki síst stöđulegs eđlis. Biskupinn á b2 er grafinn bak viđ c3-peđiđ.

17. He1 Bxc2 18. Dxc2 Rb3 19. Had1 He8 20. f3 Rc5 21. Hd4 Rd3 22. He2

Hér varđ hvítur ađ reyna 22. Hxd3 ţó svarta stađan sé betri efir 22.... cxd3 23. Dxd3 .

22.... Rh5 23. e4 Rhf4 24. Hd2 f5 25. Ba3 fxe4 26. fxe4 Dg5 27. Kh2 Hxe4 28. Dd1 De5 29. Hxe4 dxe4 30. Dg4 h5

- og hvítur gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 31. Dc8+ Kh7 32. g3 e3! og vinnur.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 15. ágúst 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Garđbćingar mörđu Reyknesinga í Hrađskákkeppni taflfélaga

Undirskrift
Taflfélag Garđabćjar sigrađi Skákfélag Reyknesinga í ćsispennandi viđureign gegn nú fyrr í kvöld, 36,5-35,5.    TG komst yfir í byrjun en Suđurnesjamenn snéru taflinu sér í vil ţegar nálgast fór hálfleik og voru yfir í hálfleik 19-17.   Einar Hjalti Jensson var bestur Garđbćinga en Jóhann Ingvason var bestur Reyknesinga.
 
TG-ingar náđu forustunni til baka strax í áttundu umferđ og bćttu ađeins í ţeirri níundu Reyknesingar svöruđu hins vegar til baka í bćđi tíundu og tólftu umferđ en niđurstađan minnsti mögulegi sigur fyrir Garđbćinga eđa 36,5 vinningur gegn 35,5.

Árangur einstakra liđsmanna.


TG
Einar Hjalti Jensson 9 v.
Jóhann H Ragnarsson 6 af 10.
Björn Jónsson 6 af 11.
Jóhann Helgi Sigurđsson 5,5 v
Leifur I Vilmundarson 5,5 v.
Jón Ţór Bergţórsson 3 af 6.
Páll Sigurđsson 1,5 af 5.
Svanberg Már Pálsson 0 af 4.

SR.
Jóhann Ingvason 9,5 v.
Siguringi Sigurjónsson 7,5 v.
Haukur Bergmann 7 v.
Helgi E Jónatansson 5 v.
Ólafur Ísberg Hannesson 4 v. af 11.
Patrick Svansson 1,5 v. af 7.
Arnbjörn Barbato 1 v. af 6.

Henrik, Guđmundur og Bjarni Jens unnu í ţriđju umferđ - Henrik mćtir Eljanov

Henrik ađ tafliStórmeistarinn Henrik Danielsen (2512), Guđmundur Gíslason (2351) og Bjarni Jens Kristinsson (2044) unnu allir í ţriđju umferđ Politiken Cup sem fram fór í dag.  Bragi Halldórsson (2253) tapađi hins vegar.  Henrik hefur fullt hús, Guđmundur 2˝ vinning, Bjarni Jens 2 vinninga og Bragi 1˝ vinning.

Fjórđa umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 12.  Henrik mćtir ţá langstigahćsta keppenda mótsins, úkraínska stórmeistaranum Pavel Eljanov (2755) sem jafnframt er áttundi stigahćsti skákmađur heims.  Skákin verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins.    

Skákir íslensku skákmannanna úr 1.-2. umferđ fylgja međ.

Alls taka 292 skákmenn ţátt í Politiken Cup. sem fram fer í Helsingör nćrri Kaupmannahöfn.  Ţar af er 21 stórmeistari og 4 alţjóđlegir meistarar.  Henrik er nr. 18 í stigaröđ keppenda, Guđmundur nr. 29, Bragi nr. 45 og Bjarni Jens nr. 113.  Stigahćstur keppenda er úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2755).

Guđmundur tapađi í fimmtu umferđ í Pardubice

Alţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2384), tapađi fyrir indverska alţjóđlega meistarann Santosh Gujrathi Vidit (2492) í fimmtu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Guđmundur hefur 3 vinninga og er í 67.-124. sćti.  

Í 6. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ króatísku skákkonuna Borka Franciskovic (2253).

Efstir međ 4,5 vinning eru stórmeistararnir Anton Korobov (2657), Úkraínu, og Alexandr Rakhmanov (2590) og Artur Gabrielian (2559), Rússlandi, og alţjóđlegu meistararnir Hans Tikkanen (2469) og Axel Smith (2416), Svíţjóđ, og Mikhail Zaslavsky (2413), Ísrael.  

Tvćr skákir Guđmundar eru ađgengilegar á vef mótsins og fylgja hér međ.

Alls taka 308 skákmenn ţátt í efsta flokki Czech Open sem fram fer 23.-31. júlí í Pardubice í Tékklandi, ţar á međal 42 stórmeistarar, 10 stórmeistarar kvenna og 65 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er númer 100 í stigaröđ keppenda.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen nálgast stigamet Kasparovs

Skákáhugamönnum víđa um heim kom ekki á óvart ađ „norska undriđ" Magnús Carlsen skyldi bera sigur úr býtum á ţví sem kallađ var „Mót kónganna" sem fram fór í smábćnum Medias og heilsulindinni Bazna í Rúmeníu á dögunum.Yfirburđir hans voru međ ólíkindum eins og lokaniđurstađan gefur til kynna:


1. Magnús Carlsen 7 ˝ v. af 10.
2. - 3. Teimour Radjabov og Boris Gelfand 5 ˝ v. 4. Ruslan Ponomariov 4 ˝ v. 5. Liviu Nisipeanu 4 v. 6. Yue Wang 3 v.

Samanburđur viđ Fischer og Kasparov kemur strax upp í hugann og ekki skrýtiđ ţví enn er Magnús ađ bćta sig og ógnar jafnvel stigameti Kasparovs sem stóđ í 2851 elo-stigi á júlí-lista FIDE áriđ 1999. Eftir mótiđ í Rúmeníu er Magnús međ 2826 elo-stig, nćstur er Venselin Topalov međ 2803 stig. Heimsmeistarinn Anand kemur svo í 3. sćti međ 2800 stig. Skylt er ţó ađ benda á mikla verđbólgu í stigunum, 2700 er nú ţađ sem 2600 stigin voru fyrir 20-25 árum, hvorki fleiri né fćrri en 37 skákmenn eru í dag komnir yfir 2700 stiga markiđ ţ.á m. danski stórmeistari Peter Heine Nielsen. Í gamla daga sat ađeins einn fugl á ţessari grein, Bobby Fischer og kannski 100 stig í nćsta mann.

Menn bíđa međ óţreyju eftir áskorendakeppninni sem leiđir til heimsmeistaraeinvígis sem er á dagskrá FIDE áriđ 2012. Ţegar hafa sjö skákmenn unniđ sér rétt til ţessarar keppni sem verđur međ einvígisfyrirkomulagi en ţeir eru auk Magnúsar: Kramnik, Aronjan, Gelfand, Topalov, Kamsky og Radjabov.

Um Kasparov var sagt ţegar hann kom fram ađ hann vćri hvassari en Fischer - öruggari en Tal. Magnús Carlsen er ítrekađ borinn saman viđ Fischer, stíllinn virđist áreynslulaus og hann hefur mikiđ baráttuţrek. Í Rúmeníu byrjađi hann međ ţrem jafnteflum, leiddist ţófiđ og leitađi ţá til 19. aldar meistaranna; í fyrsta sinn á ferlinum beitti hann kóngsbragđi og ţađ gegn Kínverjanum Yue Wang, vann ţá skák og síđan nćstu ţrjár. Ţá var sýnt ađ enginn myndi ógna honum í fyrsta sćti:

Medias 2010; 4. umferđ:

Magnús Carlsen - Yue Wang

Kóngsbragđ

1. e4 e5 2. f4 d5

Falkbeer-afbrigđiđ, krítíska leiđin hefur alltaf veriđ 2. ... exf4 3. Rf3 d6 eđa 3. ... g5.

3. exd5 exf4 4. Rf3 Rf6 5. Bc4 Rxd5 6. 0-0 Be7 7. Bxd5!?

Merkileg ákvörđun sem gerir hvíti kleift ađ hrađa liđsskipan sinni.

7. ... Dxd5 8. Rc3 Dd8 9. d4 0-0 10. Bxf4 Bf5 11. De2 Bd6. 12. Bxd6 Dxd6 13. Rb5 Dd8 14. c4 a6 15. Rc3 Rd7 16. Had1 Bg6 17. Df2 He8 18. h3 Hc8 19. Hfe1 Hxe1+ 20. Hxe1 c6 21. d5!

Ţetta peđ á eftir reynast Wang ţungt í skauti.

21. ... Rf6 22. Dd4 cxd5 23. Rxd5 Rxd5 24. cxd5 Dd6 25. Re5 He8 26. He3 Hd8 27. Rc4 Df6 28. He5 h6 29. d6 Bf5 30. Rb6 Be6

Ekki 30. ... Dxd6 vegna 31. He8+! og vinnur, eđa 30. ... Hxd6 31. Rd5! o.s.frv. 31. d7 Kh8 32. a4 g6 33. Dc3 Kg7 34. a5!

Bćtir stöđu sína hćgt og bítandi, 34. ... Bxd7 er alltaf svarađ međ 35. Hd5! sem vinnur mann.

34. ... h5 35. h4 Hxd7 36. Rxd7 Bxd7 37. Dd4 Bc6 38. b4 Bb5 39. Kh2 Ba4 40. Hd5 Bc6 41. Dxf6+ Kxf6 42. Hc5 Ke6 43. Kg3 f6 44. Kf2 Bd5 45. g3 g5

Ađ öđrum kosti ryđst kóngurinn til b6. En Magnús var međ svar á reiđum höndum.

10-07-04.jpg( STÖĐUMYND )

46. g4! hxg4 47. h5 Be4 48. Hc7 f5 49. h6 f4 50. h7 g3+ 51. Ke1 f3 52. h8D f2+ 53. Ke2 Bd3+ 54. Ke3

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 4. júlí 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Ólympíuliđ karla valiđ í byrjun júlí

Ólympíuliđ Íslands í opnum flokki verđur valiđ endanlega í byrjun júlí nk.  Liđskipan kvennalandsliđsins verđur hins vegar tilkynnt á nćstu dögum.  Eftirfarandi bókun var samţykkt á stjórnarfundi SÍ ţann 26. apríl sl.:

Stjórn SÍ, ađ höfđu samráđi viđ Helga Ólafsson landsliđsţjálfara og liđsstjóra karlaliđs Íslands á nćsta Ólympíumóti, frestar vali á ÓL-landsliđinu frá  byrjun maí til byrjun júlí.

Frestur til ađ tilkynna ÓL-liđiđ til FIDE rennur út ţann 20. júlí nk. og verđur liđ Íslands kynnt nokkrum dögum fyrr. Ţó liggur fyrir ađ Íslandsmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson hefur unniđ sér sćti í liđinu.  Einnig ákveđur stjórn SÍ ađ val landsliđsins verđi í höndum landsliđsţjálfarans, en međ endanlegu samţykki stjórnar. Ađ auki samţykkir stjórn SÍ ţá kröfu til ÓL-landsliđsmanna Íslands, ađ á árinu 2010 hafi hver einasti liđsmađur teflt í a.m.k. tveimur alţjóđlegum mótum einstaklinga (landsliđsflokkur međtalinn) áđur en Ólympíumótiđ hefst.

 


Guđmundur fjallar um Big Slick-mótiđ

Guđmundur Kjartansson hefur skrifađ pistil um ţátttöku sína á Big Slick-mótinu sem fram fór í London fyrir skemmstu.

Pistilinn má nálgast á heimasíđu TR.


Stórsigur gegn Kosta Ríka

DSC02892Íslenska kvennalandsliđiđ vann stórsigur, 4-0, á sveit Kosta Ríka í sjöttu umferđ kvennaflokks Ólympíuskákmótsins, sem fram fór í dag.  Lenka Ptácníková, Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir unnu allar.   Vel af sér vikiđ!

Úrslit sjöttu umferđar:

 

Bo.65ISL  Iceland (ISL)Rtg-80CRC  Costa Rica (CRC)Rtg4-0
43.1WGMPtacnikova Lenka2237-WIMMunoz Carolina20261-0
43.2WFMThorsteinsdottir Gudlaug2156-WFMDa Bosco Carla19661-0
43.3 Thorsteinsdottir Hallgerdur1915- Rodriguez Arrieta Maria Elena01-0
43.4 Fridthjofsdottir Sigurl Regin1806- Fernandez Patricia01-0


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband