Leita í fréttum mbl.is

Ól í skák: Sjöundi pistill

GB og GK 013Virkilega góđur dagur í gćr.   Strákarnir unnu Bólivíu, mjög sannfćrandi, 4-0, og stelpurnar unnu Íraka 3,5-0,5.   Semsagt 7,5-0,5.   Í dag mćta strákarnir Svisslendingum en viđ stelpurnar teflum viđ Englendinga. 

Fyrst um strákanna.    Mér skilst ađ ţeir hafi unniđ allir frekar örugglega.   Alltaf frábćrt ađ vinna 4-0 og aldrei sjálfgefiđ.   Góđ og örugg taflmennska.  Eins og ónefndur liđsstjóri sagđi, „ţađ er óţarfi ađ skjóta spörfugla međ fallbyssum".

Björn hvílir á móti Svisslendingum.   Furđulegt hvađ ţetta verđur oft Deja Vu á ţessum mótum en viđ teflum býsna oft viđ Svía og Svisslendinga.   Florian Jenni, teflir ekki međ ţeim ađ ţessu sinni.  Semsagt enginn Tommi og Jenni.  

Strákarnir eru í 43. sćti međ 5 stig og 11 vinninga.  Sjö liđ, Rússland II, Georgía, Víetnam, Rússland I, Ungverjaland, Holland og Armenía hafa fullt hús stig, 8 stig. 

Svíarnir eru efstir Norđurlandanna međ 7 stig og eru í 11. sćti á mótinu.   Ađeins gert jafntefli viđ Íslendinga og unnu góđan sigur á Dönum.   Norđmenn hafa 6 stig, Danir og Finnar hafa 5 stig og Fćreyingar hafa 4 stig.

Tinna vann góđan sigur á ţriđja borđi.   Og ţar kom góđur byrjunarundirbúningur ađ gagni.   Björn, gaf henni hugmyndir hvernig tefla ćtti á móti ítalska leiknum sem hún nýtti sér í botn og hreinlega valtađi yfir andstćđinginn.   Hallgerđur var nćst ađ klára.   Hún hafđi svart og jafnađi tafliđ fremur auđveldlega.   Ţegar andstćđingurinn bauđ jafntefli leyst mér ágćtlega á ţađ ţví ţótt Jóhanna vćri međ tapađ taldi ég ađ Lenka myndi vinna og sigur í viđureigninni ţá í hús.  En skömmu síđar leyst mér ekkert á ţetta ţví mér fannst andstćđingur Lenku hafa jafnađ tafliđ.  Lenka seiglađist áfram, vann peđ en í stađ ţess ađ tefla hróksendatafliđ áfram, peđi undir, gafst andstćđingurinn hennar upp.   Jóhanna fékk slćma stöđu en var heppin ţegar andstćđingur hennar lék illa af sér.    Tvćr írösku stelpnanna höfđu slćđur.   Eins og ávallt hingađ til voru viđ stelpurnar seinni ađ klára en GB og GK 003strákarnir.  

Stelpurnar eru í 66. sćti međ 4 stig og 8,5 vinning.  Úkraína, Kína, Búlgaría og Rússland I hafa fullt hús stiga.  Norđmenn hafa 5 stig og Svíar og Danir hafa 4 stig eins og viđ.

Jóhanna hvílir í dag.   Semsagt tveir sigurvegarar gćrdagsins sem hvíla en erfitt er ađ velja ţann sem hvílir ţegar vel gengur eins og í gćr. 

Á morgun er frídagur og í kvöld fer fram Bermúda-partýiđ.  Á morgun förum viđ flest í skođunarferđ á vegum mótshaldara um Mammúta!

Lífiđ hérna er ávallt ađ verđa rútínulegra.   Vaknađ er í morgunmat, stúderađ, hádegismatur, stúderađ, teflt, kvöldmatur, fariđ yfir skákirnar, stúderađ og sofiđ.    Í gćr fór hluti hópsins í göngutúr og skođuđu kirkju sem er hér í Khanty.  

Ég er dálítiđ fyrir utan ţar sem ég bý á öđru hóteli en kem á ađalhóteliđ á morgnana, borđa ţar morgun- og kvöldmat, fer međ ţeim til baka eftir skákirnar og er hérna eins og grá köttur fyrir og eftir umferđir.   Mađur er farinn ađ upplifa svoldinn „Groundhog day".   Allir dagar eins!  Ţađ tók mig t.d. smástund í morgun ađ átta mig á ţví ađ ţađ er laugardagur.    Stemming í hópnum er fyrirmyndar og allir í góđu formi.  

Tyrkneski básinn - Ali á stađnumÉg hitti Ali, tyrkneska forsetann í gćr.  Hann er mjög bjartsýnn á sigur sinn í Evrópska skáksambandinu.   Hann telur einnig ađ Kirsan vinni auđveldan sigur á Karpov í FIDE-kosningunum.   Hann telur ađ Karpov fái um 50 atkvćđi af u.ţ.b. 160.   Ég hef ekki forsendur til ađ meta hvort hann hafi rétt fyrir sér.

Var ađ spjalla viđ Finnbjörn frá Fćreyjum, sem er mikill stuđningsmađur Karpovs og Kasparovs.  Hann spurđi mig hvort ég vćri tilbúinn ađ hafa umbođ frá annarri ţjóđ, og samţykkti ég ţađ.  Ég hef ekki hugmynd um hvađa ţjóđ, en ljóst er ađ sú ţjóđ styđur Karpov.  Finnbjör er bjartsýnn á sigur Karpov og telur ađ mörg Afríkuríki og Ameríkuríki sé ađ snúast á sveif međ međ Karpov.    Andrúmsloftiđ hér verđur ć rafmagnađara.  Hér í VIP-herberginu sit skynjar mađur spennuna og mikiđ er rćtt um kosningarnar, mikiđ hvíslađ og skrafađ.  

Ég fć töluverđ viđbrögđ  vegna MP Reykjavíkurmótsins.   Ali segist ćtla ađ senda tyrkneska stórmeistara mótiđ og Danilov, frá Búlgaríu sem einnig býđur sig fram sem forseti ECU,  vildi athga hvort Cheparinov fengi bođ á mótiđ.  Semsagt Ali ćtlar ađ senda menn,  án ţess ađ fá kjör, en mótframbjóđandinn fór strax ađ spyrja um kjör fyrir sinn mann ef hann kćmi!  Ţess má geta ađ Danilov er umbođsmađur bćđi Topalov og Cheparinov.

Í gćr var ég einni lyftunni og fannst lyftutónlistin sérstök, ţ.e. arabísk tónlist.   Í ljós kom svo ţetta var einn keppendanna sem var ađ hlusta á útvarp í lyftunni!

Nóg í bili, áfram Ísland!

 

Gunnar Björnsson, sem er fram á Hlö-lausan laugardag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

....viđ stelpurnar teflum viđ Englendinga.

Ţessa grein undirritar Gunnar Björnsson?

Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráđ) 25.9.2010 kl. 11:39

2 Smámynd: Snorri Bergz

Já, Óttar, Gunzó sagđi í fyrri pistli, ađ hann myndi hér eftir tala um "viđ stelpurnar".


Fer honum ágćtlega. 

Snorri Bergz, 25.9.2010 kl. 14:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8765520

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband