Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins
12.3.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Huginn og TR berjast um Íslandsmeistaratitil skákfélaga
Sveitir Hugins og Taflfélags Reykjavíkur munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga í Rimaskóla um helgina. Fyrir sjöttu umferđ mótsins sem hófst á fimmtudagskvöldi hafđi Huginn ˝ vinnings forskot á TR en úrslit keppninnar gćtu ráđist í dag ţegar sveitirnar mćtast í nćstsíđustu umferđ. Efstu ţrjár sveitir Íslandsmótsins öđlast keppnisrétt í Evrópukeppni taflfélaga sem fram fer í Novi Sad í Serbíu nćsta haust.
Stađan fyrir lokaumferđirnar fjórar var ţessi:
1. Huginn 32 v. ( af 40 ) 2. Taflfélag Reykjavíkur 31 ˝ v. 3. Skákfélag Akureyrar 23 v. 4. Fjölnir 21 v. 5. Víkingaklúbburinn 20 ˝ v. 6. Huginn b-sveit 18 ˝ v. 7. Taflfélag Bolungarvíkur 16 v. 8. 10. Skákdeild KR, Skákfélag Akureyrar b-sveit og Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 12 ˝ v.
Hou Yifan komst yfir í heimsmeistaraeinvíginu
Kínverska skákdrottningin Hou Yifan sem talin er fremsta skákkona heims í dag vann ađra skákina í einvígi sínu viđ heimsmeistara kvenna Maríu Muzychuk og eftir tvćr fyrstu skákirnar er stađan 1 ˝: ˝ ţeirri kínversku í vil. Einvígiđ fer fram í Lviv í Úkraínu. Í skákinni á fimmtudaginn kom upp opna afbrigđi spćnska leiksins og lengi framan af var stađan í járnum.
2. einvígisskák:
Spćnskur leikur
Hou Yifan María Muzychuk
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Be3
Vinsćlast er 9. Rbd2 og 9. De2 kemur einnig til greina.
Be7 10. c3 O-O 11. Rbd2 Dd7 12. Bc2 Rxd2 13. Dxd2 Bg4 14. Bf4 Bxf3 15. gxf3 Had8 16. Hfd1 De6 17. De3 Hd7 18. Bg3 g6 19. a4 Rd8 20. axb5 axb5 21. f4 f6 22. exf6 Dxf6 23. De2 c6 24. Dg4 Hb7 25. f5 Bd6 26. Ha6!
Vegna möguleikans Hxd5 síđar meir reynist ţessi leikur erfiđur viđfangs. Svartur á ţó ađ geta haldiđ jafnvćgi.
Hg7 27. fxg6 Bc5??
Afleitur leikur. Eftir 27. ... Bxg3 28. Dxg3 De6 er stađan í jafnvćgi.
28. Kg2 hxg6
29. Hxd5! Bxf2 30. Bb3! Re6 31. Hd6 Bc5 32. Dxe6+
- og svartur gafst upp.
Magnús Carlsen ver titilinn í New York
Í áskorendakeppninni sem hefst í Moskvu 10. mars öđlast sigurvegarinn rétt til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Átta skákmenn hefja leikinn og tefla tvöfalda umferđ. Nú liggur fyrir ađ heimsmeistaraeinvígiđ mun fara fram í New York dagana 11.-30. nóvember nk. Fyrirtćkiđ Agon, sem var framkvćmdarađili heimsmeistaramótsins í hrađskák og atskák í Berlín sl. haust, mun annast einvígishaldiđ. Tefldar verđa 12 skákir.
Átta krakkar í úrslitum barna-blitz
Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótiđ hefst í Hörpu á ţriđjudag og eru um 250 keppendur skráđir til leiks. Reykjavíkurskákmótiđ hefur undanfarin ár fengiđ á sig ć meira svipmót skákhátíđar og međal vinsćlla keppnisgreina til hliđar viđ ađalmótiđ er hrađskákkeppnin barnablitz en ţar er keppt eftir tímafyrirkomulaginu 4 2. Undankeppnir hafa víđa fariđ fram síđustu daga en ţeir átta krakkar sem munu tefla til úrslita í höfuđstöđvum ađalstyrktarađila Reykjavíkurskákmótsins, GAMMA, eru Alexander Oliver Mai, Joshua Davíđsson, Óskar Víkingur Davíđsson, Robert Luu, Sindri Briem, Sindri Snćr Kristófersson, Stephan Briem og Sćmundur Árnason.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 5.mars 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 5.3.2016 kl. 12:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Millileikur í miđtafli
Ţegar byrjuninni sleppir tekur miđtafliđ viđ og ţá vandast oft máliđ. Miđtöflin eru nú einu sinni erfiđasti ţáttur skákarinnar og ţar skilur á milli feigs og ófeigs. Ţegar miđtaflstćkni ber á góma verđur manni stundum hugsađ til vinar okkar Boris Spasskí. Á bestu árum hans frá 1964 ´70 skarađi hann fram úr öđrum á ţví sviđi. Ţetta kom berlega í ljós í einvígunum sem hann háđi og vann flest međ yfirburđum. Fyrir hverja keppni gerđi hann sér far um ađ kryfja persónuleika andstćđinga sinna og hjálparhella hans, Igor Bondarevskí, hafđi sitthvađ til málanna ađ leggja. Ţegar Spasskí tefldi viđ Tal í lokaeinvígi áskorendakeppninnar 1965 var dagskipun Igors ţessa ávallt hin sama: engin ţvinguđ afbrigđi gegn Mischa Tal. Spasskí vann 7:4.
Í einvígi aldarinnar 1972 var Bondarevskí ekki lengur í liđi Spasskís, gamlir púkar sem heimsmeistarinn ţáverandi hafđi stundum veriđ ađ kljást viđ settust aftur á öxl hans og ţví fór sem fór. En leikbrögđin gleymast ekki; skákir Spasskí eru allar skráđar í gagnagrunna. Ţar geta menn áreiđanlega geta fundiđ einhverja snjalla millileiki svo vísađ sé til fyrirsagnar ţessarar greinar. Ég var ađ fylgjast međ Akureyringnum Símoni Ţórhallsyni tefla í fjórđu umferđ Norđurlandamóts ungmenna í bćnum Kosta í Svíţjóđ og leiđirnar virtust ekki greiđar í miđtafli ţegar Símon datt niđur á lausnina:
NM ungmenna 2016; 4. umferđ:
Símon Ţórhallsson - Johan Hardlei ( Danmörk )
Bogo-indverskv vörn
1. d4 e6 2. c4 Bb4+ 3.Bd2 Bxd2+ 4. Dxd2 f5 5. g3 Rf6 6. Rc3 0-0 7. Bg2 d5 8. Rf3 c6 9. Re5 Rbd7 10. Rxd7 Bxd7 11. 0-0 De7 12. f3 b5 13. b3 Hae8 14. Hfe1 e5 15. dxe5 Dxe5 16. cxd5 b4 17. Ra4 Rxd5 18. e4 fxe4 19. fxe4 Rf6 20. Dxb4 Dh5
Um byrjun ţessarar skákar ţarf ekki ađ hafa mörg orđ. Skákmennirnir virtust undir áhrifum ţess ţanka ađ ekki vćri gott ađ taka á c4. Ţađ hefđi svartur samt átt ađ gera strax í 12. leik. En hvernig á hvítur nú ađ verjast mótspili svarts á kómgsvćng, - Bh3 og Rg4 liggur í loftinu og 21. Dc5 má svara međ 21. ... He5 o. s.frv. Millileikur er svariđ!
Nauđsynlegt ar 21. ... Be6.
22. Dc5!
Í ţví liggur munurinn ađ hrókurinn á f8 er valdaus eftir 22. .... He5.
22. ... Dh6 23. e5 Rg4 24. h3 Rf2 25. Hf1!
Gernýtir sér valdleysiđ á f8. Svartur er varnarlaus.
25. ... Bxh3 26. Hxf2 Hxf2 27. Dxf2 Bxg2 28. Kxg2 Hd8 29. He1 Kg8 30. e6 Hf8 31. De3 Dh5 32. e7
og svartur gafst upp.
Símon átti góđa möguleika á ţvi ađ ná efsta sćti í fimmtu umferđ en missti vinningsstöđu niđur í tap. Ađ lokum fékk hann bronsiđ í sínum flokki.
Óskar Víkingur Davíđsson varđ Norđurlandameistari í yngsta aldursflokknum, E-flokki, sem skipađur var keppendum 10 ára og yngri.
Íslensku ţátttakendurnir virtust um tíma eiga möguleika á gulli í öllum fimm aldursflokkunum. Í landakeppninni, sem mćlir samanlagđan árangur sex ţátttökuţjóđanna, náđi Ísland 2 ˝ vinnings forskoti um mitt mót en óhagstćđ úrslit í nokkrum lykilskákum á lokasprettinum ollu ţví ađ Danir skriđu fram úr.
Róbert Luu sem tefldi í E-flokki eins og Óskar Víkingur krćkti sér í silfurverđlaun og D-flokknum varđ Vignir Vatnar Stefánsson ađ láta sér bronsiđ lynda en fékk ţó 4 ˝ vinning af sex mögulegum og hćkkađi um 30 elo-stig í leiđinni.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. febrúar 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 29.2.2016 kl. 10:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistaraeinvígi kvenna og áskorendamótiđ ađ hefjast
Heimsmeistaraeinvígi kvenna milli heimsmeistara kvenna María Muzychuk frá Úkraínu og kínversku skákdrottningarinnar Hou Yifan hefst í Lviv í Úkraínu ţann 1. mars nk. Ţćr munu tefla 10 skákir en ekki er gert ráđ fyrir ađ Hou Yifan muni eiga í miklum erfiđleikum međ ađ endurheimta titilinn en hún er u.ţ.b. 100 elo-stigum hćrri en sú úkraínska. Heimamenn gera allt sem í ţeirra valdi stendur til ađ undirbúa Maríu Muzychuk sem best fyrir einvígiđ og ţađ vakti talsverđa athygli ţegar hún tók ţátt í meistaramóti Úkraínu sl. vor ađ skákir hennar voru ekki birtar opinberlega. Leyndarhyggjan er enn viđ völd ţar eystra.
Annar stórviđburđur skákarinnar, áskorendamótiđ í Moskvu, hefst svo 10. mars mars og stendur til 30. mars en sigurvegarinn ţar mun öđlast réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Ţegar hefur veriđ dregiđ um töfluröđ og lítur hún svona út:
1. Sergei Karjakin 2. Hikaru Nakamura 3. Anish Giri 4. Wisvanathan Anand 5. Venselin Topalov 6. Levon Aronjan 7. Fabiano Caruana 8. Peter Svidler.
Tefld verđur tvöföld umferđ, sjöunda umferđ fer fram á undan sjöttu umferđ sem er gert til ađ forđa ţví ađ Karjakin og Topalov hafi hvítt og svart ţrisvar í röđ.
Allir ţessir stórmeistarar hafa veriđ iđnir viđ kolann undanfariđ og er skemmst ađ minnast opna mótsins á Gíbraltar á dögunum ţar sem Nakamura sigrađi en nokkrum dögum síđar vann hann aftur, ađ ţessu sinni sex manna skákmót í Zürich í Sviss sem fór fram eftir flóknu fyrirkomulagi hrađ-at- og venjulegri kappskák. Ađrir ţátttakendur ţar voru Anand, Aronjan, Kramnik, Giri og Shirov.
Í ljósi frammistöđu Nakamura sem er ófeiminn viđ ađ lýsa ţví yfir ađ hann sé verđandi andstćđingur Magnus Carlsen í heimsmeistaraeinvígi geta Bandaríkjamenn veriđ bjartsýnir fyrir ţetta áskorendamóti ţar sem Fabiano Caruana hefur öđlast bandarískan ríkisborgarétt og mun tefla undir fána ţeirra.
Guđmundur Kjartansson vann Nóa Síríus mótiđ 2016
Eftir spennandi lokaumferđ Nóa Síríus mótsins sem var samvinnuverkefni Skákfélagsins Hugins og Skákdeildar Breiđabliks stóđ Guđmundur Kjartansson uppi sem sigurvegari eftir ađ hafa lagt Halldór Brynjar Halldórsson ađ velli í lokaumferđinni sem fram fór fimmtudaginn 11. febrúar. Efstu menn í A-flokki:
1. Guđmundur Kjartansson 5 v. ( af 6) 2. 3. Magnús Örn Úlfarsson og Halldór Grétar Einarsson 4 ˝ v. 4. 7. Guđmundur Gíslason, Stefán Kristjánsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Örn Leó Jóhannsson 4 v.
Örn Leó Jóhannsson hćkkađi mest allra keppenda á stigum eđa um 45 elo stig.
Í B riđli urđu jafnir í efsta sćti Snorri Ţór Sigurđsson og Dawid Kolka međ 5 vinninga af sex mögulegum. Í 3. 4. sćti komu Bárđur Örn Birkisson og Birkir Karl Sigurđsson međ 4 ˝ vinning.
Lausnir á skákdćmum eftir Paul Keres
Pistlahöfundur fékk mikil viđbrögđ viđ umfjöllun um Paul Keres og dćmin sem hann samdi kornungur og birtust hér í blađinu fyrir viku síđan. Lausnirnar eru eftirfarandi:
1. Bc2! og mát í nćsta leik, hvítur hótar 2. Dxa2 mát, 1. ... Bxb1 er svarađ međ 2. Bxb3 mát og 1. ... Bxc2 er svarađ međ 2. Dxa2 mát.
Dćmi 2:
1. Dh8!
a) 1. ... e4 2. Hxg1+ Kxg1 3. Da1 mát.
b) 1. ... e2 2. Dxh2+ gxh2 3. Rf2 mát.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. febrúar 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 20.2.2016 kl. 10:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Ţrír efstir á sterkasta innlenda móti ársins
Guđmundur Kjartansson stóđ best ađ vígi ţegar ein umferđ var eftir á Gestamóti Hugins og Breiđabliks sem stađiđ hefur yfir undanfarnar vikur en ţar er tefld ein umferđ í viku hverri. Fyrirkomulagiđ, sem skákfrömuđurinn Jón Ţorvaldsson á mestan heiđur af, nýtur mikilla vinsćlda; ţetta er sterkasta innlenda mótiđ sem haldiđ er á ári hverju. Sú stefna var tekin strax í upphafi ţessa mótahalds ađ birta ekki skákir mótsins opinberlega og virđast keppendur hćstánćgđir međ ţađ.
Ađstćđur í stúku Breiđabliksvallar eru til fyrirmyndar. Teflt er í tveim riđlum og í A-riđli ţar sem keppendur hafa meira en 2000 alţjóđleg elo-stig var stađan fyrir lokaumferđina ţessi:
1. 3. Guđmundur Kjartansson, Halldór Brynjar Halldórsson og Magnús Örn Úlfarsson 4 v. (af 5) 4.- 7. Stefán Kristjánsson, Guđmundur Gíslason, Ţorsteinn Ţorsteinsson og Halldór G. Einarsson 3 ˝ v. 8. 15. Dagur Ragnarsson, Ingvar Jóhannesson, Ţröstur Ţórhallsson, Björn Ţorfinnsson, Andri Áss Grétarsson, Björgvin Jónsson, Örn Leó Jónsson og Jón Trausti Harđarson 3 v. 37 skákmenn hófu keppni.
Í B-riđli var Dawid Kolka efstur fyrir lokaumferđina međ 4 ˝ vinning en nćstir á eftir honum komu Bárđur Örn Birkisson og Snorri Ţór Sigurđsson. Ţar hófu 28 skákmenn ţátttöku.
Frammistađa Halldórs Brynjars og Magnúsar Arnar vekur einna mesta athygli en Halldór vann fallegan sigur á Birni Ţorfinnssyni í 5. umferđ. Magnús Örn hefur löngum ţótt harđur í horn ađ taka en Guđmundur Kjartnasson vinnur ađ ţví ađ ná 2500 stigum sem ţarf til ađ fá útnefningu stórmeistaratitils. Stigasöfnun gengur vel á ţessu móti en hann lćkkađi hinsvegar eitthvađ á Skákţingi Reykjavíkur á dögunum. Sá keppenda sem hefur hćkkađ mest á stigum er hinsvegar Vignir Vatnar Stefánsson.
Margeir Pétursson tefldi á minningarmótinu um Paul Keres
Fáir skákmenn hafa notiđ jafnmikillar hylli í heimalandi sínu og eistneski stórmeistarinn Paul Keres. Hann ţótti manna verđugastur ţess ađ hampa heimsmeistaratitlinum en grimm örlög, hernám nazista í Eistlandi og síđar innlimun í Sovétríkin, höguđu ţví svo ađ hann náđi ekki ţví marki ţó oft hafi hann komist nálćgt ţví. Nú ţykir sannađ ađ í fyrstu atlögu Keres ađ titlinum, heimsmeistaramótinu í Haag og Moskvu áriđ 1948 ţar sem fimm fremstu skákmenn mćttust í kjölfar andláts Alexanders Alékín áriđ 1946, hafi hann teflt undir hótunum Sovétmanna og veriđ ţvingađur til ađ tapa í fjórum skákum fyrir Mikhail Botvinnik sem í lok mótsins var krýndur heimsmeistari.
Á öflugu atskákmóti sem haldiđ var í Tallinn í byrjun ţessa árs í tilefni ţess ađ ţann 7. janúar sl. voru 100 ár liđin frá fćđingu hans, sigrađi Lettinn Igor Kovalenko og varđ fyrir ofan menn á borđ viđ Peter Svidler og Boris Gelfand, hlaut 9 ˝ vinning af ellefu. Međal ţátttakenda í Tallinn var Margeir Pétursson, hlaut hann 6 ˝ vinning af 11 mögulegum og varđ í 48. sćti af 178 keppendum.
Mótiđ var hluti af viđamikilli dagskrá ţar sem eitt og annađ úr ćvi Keres var dregiđ fram. Ţar kom t.d. fram ađ hinn ungi Paul Keres lagđi stund á skákdćmagerđ og hér koma tvö dćmi sem hann gerđi 13 og 16 ára:
Hvítur mátar í 2. leik
Keres 1932
Hvítar mátar í 3. leik.
Lausnir birtast í nćsta pistli.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. febrúar 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 14.2.2016 kl. 10:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur 2016
Jón Viktor Gunnarsson er skákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi lokaumferđ sem fram fór sl. sunnudag. Jón Viktor vann ţá Björn Ţorfinnsson og á sama tíma náđi Stefán Kristjánsson ađ leggja Guđmund Kjartansson og varđ jafn Jóni Viktor ađ vinningum en lćgri á mótsstigum. Ţađ var látiđ ráđa. Dagur Ragnarsson var međ hvítt gegn Guđmundi Gíslasyni í lokaumferđinni og međ sigri hefđi hann náđ titlinum. En Guđmundur, sem kom akandi frá Ísafirđi í flestar umferđirnar, hafđi betur og náđi 3. sćti. Lokaniđurstađan hvađ varđar efstu menn var ţessi:
1. 2. Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Kristjánsson 7 ˝ v. 3. Guđmundur Gíslason 7 v. 4.-6. Dagur Ragnarsson, Björn Ţorfinnsson og Björgvin Víglundsson 6 ˝ v. 7.-10. Vignir Vatnar Stefánsson, Örn Leó Jóhannsson, Gauti Páll Jónsson og Oliver Aron Jóhannesson 6 v.
Ţetta er í sjöunda sinn sem Jón Viktor verđur skákmeistari Reykjavíkur og var hann vel ađ sigrinum kominn. Frammistađa Stefáns er einnig góđ. Dagur Ragnarsson bćtti sig verulega á ţessu móti ţótt tap í lokaumferđinni hafi veriđ súrt í broti. Af efstu mönnum hćkkađi Vignir Vatnar Stefánsson mest eđa um 86 stig. Ţađ var hinsvegar Hjörtur Kristjánsson sem sló öllum keppendum skákţingsins viđ í ţeim efnum og hćkkađi um 140 elo-stig.
Margir af keppendum ţessa móts halda svo baráttunni áfram á Gestamóti Hugins og Breiđabliks en ţar er Guđmundur Kjartansson efstur međ 3 ˝ vinning eftir fjórar umferđir.
Magnús Carlsen sigrađi í Wijk aan Zee
Magnús Carlsen bćtti enn einni skrautfjöđrinni í hatt sinn ţegar hann vann A-flokk stórmótsins í Wijk aan Zee um síđustu helgi. Magnús var vinningi fyrir ofan nćstu menn en lokaniđurstađan varđ ţessi:
1. Magnús Carlsen 9 v. (af 13) 2.-3. Caruana og Liren Ding 8 v. 4.-6. Wesley So, Giri og Eljanov 7 v. 7.-8. Wei Yi og Mamedyarov 6 ˝ v. 9. Karjakin 6 v. 10.-11. Navara og Tomashevsky 5 ˝ v. 12.-14. Hou Yifan, Adams og Van Wely 5 v.
Hollensku mótshaldararnir eru greinilega spenntir fyrir uppgangi kínverskra skákmanna og hinn 16 ára gamli Wei Yi var mikiđ í sviđsljósinu međan á mótinu stóđ en var fullvarkár og gerđi ellefu jafntefli. Ađeins einu sinni náđi hinn sókndjarfi stíll hans ađ skína:
WAZ 2016; 9. umferđ:
Wei Yi David Navara
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. Rbd2 O-O 7. Rc4 Rd7 8. De2 He8 9. Bd2
Ţađ hefur gengiđ erfiđlega ađ tefla gegn Berlínar-afbrigđinu undanfariđ en ţetta er nýstárleg leikađferđ, hvítur vill hrókera langt og hefja síđan peđasókn á kóngsvćngum.
9. ... Bd6 10. h4 c5 11. h5 h6 12. O-O-O Rb8?!
Hćpiđ. Hann hefđi betur reynt ađ verja kónginn međ 12. ... Rf8 og síđan 13. ... Re6.
13. Hdg1 Rc6 14. g4 f6
Upp er komiđ allt ađ ţví gamaldags umsátursástand fyrir framan hervirki svarta kóngsins. Hvítur hefur stillt liđi sínu upp til árásar.
Wei Yi brýst í gegn!
15. ... fxg5 16. Rxg5 Rd4 17. Dd1 hxg5 18. Bxg5 Be7 19. Be3!
Dregur biskupinn til baka og hótar 20. h6. Ţó ađ svartur sé manni yfir kemur hann engum vörnum viđ.
19. ... Bf6 20. h6 He7
Eđa 20. ... g5 21. Bxg5! Bxg5+ 22. f4! exf4 23. Dh5! og vinnur.
21. hxg7 Hxg7 22. Dh5 Be6 23. Bh6! Bf7 24. Bxg7 Bxh5 25. Bxf6 Kf8 26. Bxd8 Re2 27. Kb1 Rxg1 28. Bxc7
- og Navara gafst upp.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. febrúar 2016
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 7.2.2016 kl. 14:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Alltaf bestur á nýbyrjuđu ári
Jón Viktor Gunnarsson, Dagur Ragnarsson, Stefán Kristjánsson og Björn Ţorfinnsson eru jafnir í efsta sćti fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur međ 6˝ vinning úr átta skákum en lokaumferđin sem fram fer á morgun, sunnudag. Guđmundur Gíslason er einn í 5. sćti eđ 6 vinninga en í 6.-11. sćti eru Vignir Vatnar Stefánsson, Mikhael Jóhann Karlsson, Guđmundur Kjartansson, Einar Valdimarsson, Örn Leó Jóhannsson og Björgvin Víglundsson. allir međ 5˝ vinning. Í lokaumferđinni teflir Björn viđ Jón Viktor, Dagur viđ Guđmund Gíslason og Guđmundur Kjartansson viđ Stefán Kristjánsson.
Af efstu mönnum er Dagur Ragnarssonar ađ bćta sig mest en árangurinn kemur honum sjálfum ekki á óvart; hann kveđst alltaf vera bestur á nýbyrjuđu ári! Eftir fyrstu mánuđi síđasta árs var hann kominn í hóp stigahćstu skákmanna heims í sínum aldursflokki, lćkkađi eitthvađ seinni partinn en teflir betur nú en nokkru sinni fyrr. Vignir Vatnar tapađi fyrir Degi í 7. umferđ en sér samt fram á hćkkun um 100 elo-stig svipađ og hinn ungi Mikhael Kravchuk.
Gestamót Hugins og Breiđabliks
Á Gestamóti Hugins og Breiđabliks er teflt á fimmtudagskvöldum í Stúkunni á Breiđabliksvelli, sjö umferđir alls. Samsetning keppendahópsins er frábćr og má nefna ađ međal ţátttakenda eru fyrrverandi landsliđsmenn á borđ viđ Ţröst Ţórhallsson, Karl Ţorsteins, Björgvin Jónsson og Jón Kristinsson. Skipt er í tvo stigaflokka, 2.000 elo-stig og yfir og undir 2.000 elo-stigum. Efstir í A-flokki eru Guđmundur Gíslason, Stefán Kristjánsson, Guđmundur Kjartansson og Ţorsteinn Ţorsteinsson međ 2˝ vinning en í B-flokki eru í efstu sćtum Dagur Andri Friđgeirsson, Dawid Kolka, Bárđur Örn Birkisson, Guđmundur Lee, Snorri Ţór Sigurđsson og Hrund Hauksdóttir međ 2˝ vinning.
Auđvitađ mundi ég ekki neitt
...sagđi Magnús Carlsen ţegar hann skýrđi skák sína viđ Anish Giri á járnbrautarsafninu í Utrecht ţar sem 10. umferđ fór fram en ţó ađ mótiđ eigi ađsetur í Wijk aan Zee skreppur ţađ stundum í heimsókn annađ; á söfn eđa ađra frćga stađi úr sögu Hollands. En orđ Magnús eru athyglisverđ ţví ć oftar leggur hann leiđ sína út frá alfaraleiđum og gefur hugmyndafluginu lausan tauminn sbr. eftirfarandi skák sem hann tefldi í 9. umferđ:
Pavel Eljanov Magnús Carlsen
Katalónsk byrjun
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 Bb4 5. Bd2 Be7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 Rbd7 8. Dc2 Re4 9. Bf4 c6 10. Rc3 g5 11. Be3 Rd6!
Spasskí lék 10.... g5 fyrir meira en 25 árum en ţetta er nýr snúningur.
12. b3 Rf5 13. g4?
Óţarfi. betra var 13. cxd5.
13.... Rxe3 14. fxe3 b5! 15. e4?! b4 16. exd5?!
Eljanov bregst hart viđ. Öruggara var ađ leika 16. Ra4.
16.... bxc3 17. dxc6 Rb8 18. De4 f5 19. gxf5 exf5 20. Dd5 Dxd5 21. cxd5 Ra6!
Skorđar peđin á drottningarvćng. Atlaga hvíts hefur geigađ.
22. Hac1 Rc7 23. Re5 f4 24. Rc4 Hd8 25. Hxc3 Rxd5 26. c7 Rxc7 27. Bxa8 Rxa8 28. e3 Bb4 29. Hc2 Bb7 30. h4 Be4 31. Hh2 Rb6!
Hvítur ţolir alls ekki uppskipti á riddurum, 32. Rxb6 axb6 33. exf4 g4! o.s.frv.
32. Re5 fxe3 33. hxg5 Hxd4 34. Rg4 Rd5
og Eljanov gafst upp.
Fyrir lokaumferđirnar ţrjár er Magnús Carlsen efstur međ 7 vinninga af 10, Cariana kemur nćstur međ 6˝ og síđan Giri, So, Ding og Eljanov međ 5˝ vinning hver.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. janúar 2016.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 31.1.2016 kl. 14:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Mikiđ um óvćnt úrslit á Skákţingi Reykjavíkur
Óvćnt úrslit hafa veriđ regla fremur en undantekning á Skákţingi Reykjavíkur sem stendur yfir ţessa dagana í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur viđ Faxafen. Í sjöttu umferđ sem fram fór á miđvikudagskvöldiđ gerđi hinn 12 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson sér lítiđ fyrir og vann Íslandsmeistarann frá 2014, Guđmund Kjartansson, á sannfćrandi hátt. Hann hafđi áđur unniđ Björn Ţorfinnsson og reiknast frammistađa hans nú upp á tćplega 2.400 elo-stig. Jón Viktor Gunnarsson er enn í forystu en hefur fengiđ félagsskap á toppnum. Efstu menn:
1.-2. Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Kristjánsson 5˝ v. (af 6) 3.-5. Vignir Vatnar Stefánsson, Dagur Ragnarsson og Björn Ţorfinnsson 5 v. 6.-8 Guđmundur Gíslason, Mikael Jóhann Karlsson og Ţorvarđur Ólafsson 4˝ v.
Í sjöundu umferđ sem, fram fer á morgun, sunnudag, tefla efstu menn innbyrđis, Jón Viktor teflir viđ Stefán, Dagur viđ Vigni Vatnar og Björn Ţorfinnsson mćtir Ţorvarđi Ólafssyni. Og ţá er komiđ ađ einni umtöluđustu skák mótsins:
Skákţing Reykjavíkur 216; 6. umferđ:
Vignir Vatnar Stefánsson Guđmundur Kjartansson
Reti byrjun
1. Rf3 Rf6 2. g3 c5 3. d3 d5 4. Rbd2 g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 0-0 7. e4
Kóngsindverska uppbyggingin sem Bobby Fischer hafđi mikiđ dálćti á kom einnig fyrir í skák Vignis viđ Björn Hólm í 5. umferđ.
7.... Rc6 8. c3 e5 9. a4 Dc7 10. exd5 Rxd5 11. He1 Hd8 12. Rc4 Rb6 13. De2 Rxc4!? 14. dxc4 Bf5 15. Rd2 Bd3 17. De3 Ra5?
Gallinn viđ uppskiptin á c4 liggur í veikingu á hvítu reitunum. Samt er ţetta fyrsta ónákvćmni svarts, betra var 17.... Re7 sem hótar 18.... Rf5.
18. Bd5! Bc2 18. Df3 Hd7 19. Ha2
Lćvís leikur sem hótar 20. b4.
19.... Bf5 20. Re4 Bxe4 21. Hxe4 Kh8 22. Hh4!
Hefur í hótunum. Nái hvítur ađ leika g3-g4 getur reynst erfitt ađ verja kóngsstöđuna.
22.... f5 23. g4!
Hótar 24. Hxh7+ Kxh7 25. Dh3+ og mátar.
Afrćđur ađ láta skiptamun af hendi en betra var 23.... f4 ţví ađ 24. Hxh7+ Kxh7 25. Dh3+ Bh6 26. g5 má svara međ 26.... Hxd5! o.s.frv.
24. cxd5 f4 25. De4 Bf6 26. Hh3 Rb3 27. c4!
Snarplega leikiđ. Vignir sá ađ riddarinn á ekki afturkvćmt frá c1.
27.... Dd7 28. Dxg6!
Alls ekki 28. Hxb3 Dxg4+ og 29.... Dd1+.
28.... Hf8 29. Kf1! Bd8 30. Dh5 Rxc1 31. Ha1
Nú er eftirleikurinn auđveldur.
31. ... Dg7 32. Hxc1 Bg5 33. He1 h6 34. Hf3 Hd8 35. h4 Kg8 36. hxg5 hxg5 37. Kg2 b6 38. Hh3 Hf8
og gafst upp um leiđ
Afleikur ársins í Wijk aan Zee
Magnús Carlsen tók mikla áhćttu í skák sinni viđ Hollendinginn Van Wely í 5. umferđ stórmótsins í Wijk aan Zee sl. fimmtudag. Hann fórnađi skyndilega manni í jafnri stöđu og á einum stađ gat Van Wely knúiđ fram vinning, missti af tćkifćrinu og tapađi í 39.leikjum. Ţetta var fyrsta sigur heimsmeistarans en stađan er ţessi:
1.-2. Caruana og Ding 3˝ v. 3.-6. Hou Yifan, Wesley So, Magnús Carlsen og Eljanov 3 v. 7.-9. Karjakin, Wei Yi og Mamedyarov 2˝ v. 10.-12. Giri, Tomashevsky og Navara 2 v. 13. Van Wely 1˝ v. 14. Adams 1 v.
Afleikur ársins kom í 3. umferđ í eftirfarandi stöđu:
Mamedyarov Eljanov
Svartur lék síđast 37..... Hdc8 og nú vinnur 38. Hb6 létt. En Aserinn sem átti nćgan tíma uggđi ekki ađ sér og lék 38. c5?? Eftir 38.... Dxb1 stoppađi hann klukkuna og gafst upp.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. janúar 2016.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 23.1.2016 kl. 16:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2016 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: 12 ára piltur vann alţjóđlegan meistara
Jón Viktor Gunnarsson og Jóhann Ragnarsson eru efstir ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur. Í fjórđu umferđ sl. miđvikudagskvöld vann Jón Viktor hinn 12 ára gamla Vigni Vatnar Stefánsson sem í umferđinni á undan hafđi lagt alţjóđlega meistarann Björn Ţorfinnsson ađ velli. Keppendur í efsta flokki mótsins eru 64 talsins og stađa efstu manna er ţessi:
1. 2. Jón Viktor Gunnarsson og Jóhann Ragnarsson 4 v. 3. 5. Stefán Kristjánsson, Mikhael Jóhann Karlsson og Dagur Ragnarsson 3 ˝ v. 6. 14. Guđmundur Gíslason, Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Ţorfinnsson, Oliver Jóhannesson, Einar Valdimarsson, Siguringi Sigurjónsson, Jón Trausti Harđarson, Héđinn Briem og Björn Hólm Birkisson 3 v.
Viđureign Björn Ţorfinnssonar og Vignis Vatnars er sú skák sem mesta athygli hefur vakiđ en Björn lagđi niđur vopnin eftir ađeins 22 leiki. Hann hefur vissulega átt betri daga en engu ađ síđur var taflmennska Vignis fjarska góđ af svo ungum manni ađ vera:
Skákţing Reykjavíkur 2016; 3. umferđ:
Björn Ţorfinnsson Vignir Vatnar Stefánsson
Drottningarindversk vörn
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. g3 O-O 6. Bg2 Re4 7. O-O b6 8. Bf4 Bb7 9. cxd5 Rxc3 10. bxc3 exd4 11. c4 Rd7 12. cxd5
Björn er ekki ýkja mikiđ fyrir ađ tefla upp á tćknilegar stöđur en 12. Re5 kom sterklega til greina, t.d. 12. ... Rxe5 13. dxe5 c6 14. cxd4 cxd5 15. Db3 og hvítur nćr svo ađ hlađa á d5-peđiđ.
12. ... Rf6 13. Hc1 Rxd5 14. Re5 c5 15. dxc5 Bxc5 16. Kh1?
Slakur leikur sem gerir svarti kleift ađ jafna tafliđ. Mun betra var 16. e3 sem gefur drottningunni ađgang ađ g4- og h5-reitunum.
16. ... Hc8 17. Db3 Rxf4 18. Bxb7 Rxe2!
Millileikur sem Birni hafđi sést yfir. Svartur hyggst svara 19. Bxc8 međ 19. ... Rxc1 o.s.frv.
19. Hcd1 Rd4 20. Dc4 Hc7 21. Bd5?
Kannski var ţetta hugmyndin eftir allt saman.
21. ... b5!
22. Bxf7+ Hfxf7!
- og nú sá Björn ađ 23. Rxf7 er einfaldlega svarađ međ millileiknum 23. ... Da8+! og drottningin fellur. Hann gafst ţví upp.
Skákmótiđ í Wijk aan Zee hefst í dag
Eitt skemmtilegasta skákmót ársins, Tata Steel-mótiđ, hefst í dag í Wijk aan Zee í Hollandi. Efsti flokkur sem dregur til sín stigahćstu stórmeistara heims er hluti af skákhátíđ sem haldin hefur veriđ í meira en 80 ár. Athyglin beinist sem fyrr ađ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem vann London classic um daginn og opna mótiđ í Katar. Ţátttakendur verđa: Magnús Carlsen, Fabiano Caruana, Ding Liren, Anish Giri, Wesley So, Sergey Karjakin, Michael Adams, Shakhriyar Mamedyarov, Wei Yi, David Navara, Hou Yifan, Loek Van Wely, Evgeny Tomashevsky og Pavel Eljanov.
Hćgt er ađ fylgjast međ beinum útsendingum á ýmsum vefsvćđum. Má ţar nefna Chess24 og ICC.
Dađi Örn Jónsson Evrópumeistari í bréfskák
Dađi Örn Jónsson hefur tryggt sér titilinn Evrópumeistari einstaklinga í bréfskák. Dađi hlaut 10 ˝ vinning af 16 mögulegum, vann fimm skákir og gerđi ellefu jafntefli. Í bréfskák nú til dags er heimilt ađ nota allan ţann hugbúnađ sem fyrirfinnst á markađi og hćfni Dađa sem er tölvufrćđingur viđ mötun forrita á óvenjulegum hugmyndum réđ miklu um frammistöđu hans. Ţrír rússneskir bréfskákmenn urđu í nćstu sćtum. Ţetta er langbesti árangur sem íslenskur bréfskákmađur hefur náđ.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16 janúar 2016.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 17.1.2016 kl. 11:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Í flóknum stöđum er gott ađ hafa í huga ađ ólíklegur leikur getur stundum veriđ sá eini rétti í stöđunni. Sá sem ţessar línur ritar átti ţess eitt sinn kost ađ fara yfir skák međ Garrí Kasparov og hann hafđi ţá lagt Jan Timman ađ velli. Ţemađ ... ađ leika peđi beint ofan í ţrćlvaldađan reit var honum einkar hugleikiđ og hafđi greinilega fengiđ frćđilegan sess í skákuppeldi hans. Á sterkasta opna móti ársins, sem lauk á milli jóla og nýárs í Katar, varđ Magnús Carlsen efstur ásamt Kínverjanum Yu Yangyi međ 7 vinninga af 9 mögulegum og vann svo úrslitaeinvígiđ, 2:0 í. Í fimmtu umferđ tefldi Norđmađurinn viđ sigurvegarann frá Reykjavíkurmótinu 2014 og í flóknu miđtafli setti hann allt í bál og brand međ ţess háttar peđsleik sem áđur var minnst á. Eftir smá hikst var ţađ svo samdóma niđurstađa vélanna ađ ţarna hefđi heimsmeistarinn enn einu sinni hitt naglann á höfuđiđ:
Magnús Carlsen Li Chao
Grünfeld-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3
Tískuleikur sem sniđgengur hefđbundna Grünfeld-vörn.
3. ... d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rc6 9. O-O-O f5 10. e5 Rb4 11. Rh3 De8 12. Kb1 a5 13. Be2 c6 14. Hc1 Kh8 15. Ka1 Be6 16. Rf4 Df7 17. h4 Bxa2 18. h5 Kg8 19. hxg6 hxg6 20. g4 Bb3 21. Bd1 a4 22. Dh2 Hfd8 23. Dh7 Kf8
24. d5 Rc4 25. Rxg6+ Ke8
Ekki gengur 25. ... Dxg6 vegna 26. Dxg6 a3 27. Hh8+! Bxh8 28. Bh6+ og mátar.
26. e6 a3 27. exf7+ Kd7 28. Re5+! Bxe5 29. Dxf5+ Kc7 30. Dxe5+ Rxe5 31. Bxb3 axb2 32. Kxb2 Rbd3 33. Kb1 Rxc1 34. Hxc1 Kc8 35. dxc6 bxc6 36. f4
og svartur gafst upp.
Skákţing Reykjavíkur hafiđ Jón Kristinsson međal ţátttakenda
Skákvertíđin 2016 hófst í Faxafeni á sunnudaginn međ fyrstu umferđ Skákţings Reykjavíkur. 64 skákmenn eru skráđir til leiks í efsta flokki mótsins og ţar eru stigahćstir Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson. Athygli vekur ţátttaka Jóns Kristinssonar, sem hefur ekki teflt á ţessum vettvangi í meira en 40 ár. Á fimmtudaginn hófst svo Gestamót Hugins og Breiđabliks í Stúkunni á Kópavogsvelli, afar vel skipađ mót ţar sem teflt er einu sinni í viku. Meira um ţessi mót síđar.
Íslandsmeistarar í styttri skákum
Íslandsmót í hrađskák, atskák og netskák fóru fram í desembermánuđi. Í hrađskákmótinu, Friđriksmóti Landsbankans sem fram fór 13. desember, bar Ţröstur Ţórhallsson sigur úr býtum međ 9˝ vinning af 11 mögulegum. Ţann 27. desember sigrađi undirritađur á at-skákmóti Íslands, hlaut 7˝ vinning af níu, en mótiđ var jafnframt Atskákmót Skákklúbbs Icelandair. Ađ kveldi ţessa sama dags fór fram Íslandsmótiđ í netskák, en Davíđ Kjartansson sigrađi í sjötta sinn, hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum.
Glćsileg frammistađa Hilmis í Danmörku
Ţađ var gaman ađ fylgjast međ hinum 14 ára Hilmi Frey Heimissyni á nýársmótinu í Öbro í Danmörku sem lauk á gamlársdag. Ţar tefldu 65 skákmenn sjö umferđir og var Hilmir nr. 45 í stigaröđinni. Hann gerđi sér lítiđ fyrir, hlaut 5 vinninga af sjö mögulegum, varđ í 5. sćti eftir stigaútreikning, taplaus og hćkkađi um 141 Elo-stig en árangur hans reiknast uppá 2.349 Elo-stig. Sigurvegari varđ sćnski stórmeistarinn Jonny Hector, sem hlaut 6 vinninga.
Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)
Skákţćttir Morgunblađsins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. janúar 2016.
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 10.1.2016 kl. 12:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen sigrađi í London eftir góđan endasprett
Magnús sýnir yfirleitt ekki sitt rétta andlit í flokkakeppnum, en í einstaklingsmótum er hann allt annar mađur. Eitthvađ á ţessa leiđ útskýrđi skákdrottningin Judit Polgar frammistöđu Magnúsar Carlsen á EM landsliđa í Laugardalshöllinni í síđasta mánuđi. Hann var aftur sestur ađ tafli á London classic nokkrum dögum síđar en hvorki gekk né rak framan af; eftir sex umferđir hafđi hann gert jafntefli í öllum skákum sínum. Á lokasprettinum fann hann loksins kraftinn og náđi efsta sćti međ öđrum:
1.-3. Carlsen, Giri, Vachier-Lagrave 5 ˝ v (af 9). 4. Aronjan 5 v. 5. 7. Caruana, Adams og Grischuk 4 ˝ v. 8. Nakamura 4 v. 9. Anand 3 ˝ v. 10. Topalov 2 ˝ v.
Baráttunni um sigurinn var ţó ekki lokiđ, ţremenningarnir á toppnum háđu strax sama dag aukakeppni sem gaf heimsmeistaranum ţau forréttindi ađ fá ađ sitja yfir í fyrstu umferđ vegna bestu Sonneborg-Berger stiga og gat horft á einvígi sem snerist um ţađ hvor fćri gegn sér Giri eđa Vachier-Lagrave. Vachier-Lagrave vann 2:1 eftir Armageddon-skák, fékk hálftíma hlé til ađ hvíla sig fyrir tvćr at-skákir gegn Magnúsi međ tímamörkunum 25 5. Magnús vann ţá fyrri í jafnteflisstöđu í hróksendatafli og gat leyft sér ađ bjóđa jafntefli međ mun betra tafl í ţeirri síđari. Hann varđ jafnframt sigurvegari í ţeirri bikarsyrpu sem mótiđ tilheyrđi, ţríleik níu skákmanna og eins heimamanns á hverjum stađ sem hófst í Stavangri í Noregi sl. vor. Annađ mótiđ fór fram í St. Louis Í Bandaríkjunum í ágúst og London classic var lokamótiđ í syrpunni. Garrí Kasparov átti hugmyndina ađ ţessu mótahaldi og naut sama bakhjarls og viđ kosningar til forseta FIDE í fyrra, bandaríska auđkýfingsins Rex Sinquefield.
Sú stađreynd ađ 60% keppenda komust án taps frá London classic og jafnteflisprósentan var u.ţ.b. 80% gćti leitt til ţess ađ elítumótum af ţessu tagi fćkki. Ţessa helgi hefst afar sterkt opiđ mót í Katar og ţar er Magnús Carlsen međal keppenda.
Magnús komst í gang í London međ ţví ađ leggja Nakamua ađ velli í maraţonskák sjöundu umferđar. Í lokaumferđinni vann hann svo Alexander Grischuk sem missti af góđum fćrum í miđtaflinu og lék öllu niđur í tímahraki:
London classic 2015 9. umferđ:
Magnús Carlsen Alexander Grischuk
Sikileyjarvörn
1. Rf3 c5 2. e4 d6 3. Bb5+ Rd7 4. O-O a6 5. Bd3 Rgf6 6. He1 b5 7. c4 g5!?
Ţannig tefldi Topalov gegn Magnúsi í St. Louis í ágúst sl.
8. Rxg5 Re5 9. Be2 bxc4 10. Rc3 Hb8 11. Hf1 h6 12. Rf3 Rd3 13. Re1 Rxb2 14. Bxb2 Hxb2 15. Bxc4 Hb4 16. De2 Bg7 17. Rc2 Hb6 18. Hab1 O-O 19. Hxb6 Dxb6 20. Re3 e6 21. f4 Kh8 22. f5 a5 23. a4 Dd8 24. h3 De7 25. Ba6 Bxa6 26. Dxa6 Rh5 27. Hf3 Hg8 28. Rb5 Be5 29. Rg4
Eftir athyglisvert miđtafl reynir Magnús ađ notfćra sér hiđ hefđbundna tímahrak Grischuks.
29. ... Dh4! 30. fxe6
Og nú liggur beinast viđ ađ taka ţetta peđ aftur.
Missir af 30. ... Hxg4! 31. hxg4 Dh2+ 32. Kf2 Rf4! međ góđum fćrum.
31. Rxe5 dxe5?!
Jafntefli var ađ hafa međ 31. ... De1+ 32. Hf1 (ekki 32. Kh2 Rf4! og svartur vinnur) Hxg2+! 33. Kxg2 Dg3+ međ ţráskák.
32. Dxe6 De1+? 33. Kh2 Hxg2+
Of seinn. Ţađ er ekki lengur ţráskák ađ hafa.
34. Kxg2 Dxd2+ 35. Kg1 De1+ 36. Hf1 De3+ 37. Hf2 De1+ 38. Kg2
- og Grischuk gafst upp.
Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)
Skákţćttir Morgunblađins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. desember
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 20.12.2015 kl. 17:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 8
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 8780622
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar