Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen sigrađi í London eftir góđan endasprett

Carlsen tekur viđ sigurlaununumMagnús sýnir yfirleitt ekki sitt rétta andlit í flokkakeppnum, en í einstaklingsmótum er hann allt annar mađur. Eitthvađ á ţessa leiđ útskýrđi skákdrottningin Judit Polgar frammistöđu Magnúsar Carlsen á EM landsliđa í Laugardalshöllinni í síđasta mánuđi. Hann var aftur sestur ađ tafli á London classic nokkrum dögum síđar en hvorki gekk né rak framan af; eftir sex umferđir hafđi hann gert jafntefli í öllum skákum sínum. Á lokasprettinum fann hann loksins kraftinn og náđi efsta sćti međ öđrum:

1.-3. Carlsen, Giri, Vachier-Lagrave 5 ˝ v (af 9). 4. Aronjan 5 v. 5. – 7. Caruana, Adams og Grischuk 4 ˝ v. 8. Nakamura 4 v. 9. Anand 3 ˝ v. 10. Topalov 2 ˝ v.

Baráttunni um sigurinn var ţó ekki lokiđ, ţremenningarnir á toppnum háđu strax sama dag aukakeppni sem gaf heimsmeistaranum ţau forréttindi ađ fá ađ sitja yfir í fyrstu umferđ vegna bestu Sonneborg-Berger stiga og gat horft á einvígi sem snerist um ţađ hvor fćri gegn sér Giri eđa Vachier-Lagrave. Vachier-Lagrave vann 2:1 eftir „Armageddon-skák“, fékk hálftíma hlé til ađ hvíla sig fyrir tvćr at-skákir gegn Magnúsi međ tímamörkunum 25 5. Magnús vann ţá fyrri í jafnteflisstöđu í hróksendatafli og gat leyft sér ađ bjóđa jafntefli međ mun betra tafl í ţeirri síđari. Hann varđ jafnframt sigurvegari í ţeirri bikarsyrpu sem mótiđ tilheyrđi, ţríleik níu skákmanna og eins heimamanns á hverjum stađ sem hófst í Stavangri í Noregi sl. vor. Annađ mótiđ fór fram í St. Louis Í Bandaríkjunum í ágúst og „London classic“ var lokamótiđ í syrpunni. Garrí Kasparov átti hugmyndina ađ ţessu mótahaldi og naut sama bakhjarls og viđ kosningar til forseta FIDE í fyrra, bandaríska auđkýfingsins Rex Sinquefield.

Sú stađreynd ađ 60% keppenda komust án taps frá „London classic“ og jafnteflisprósentan var u.ţ.b. 80% gćti leitt til ţess ađ elítumótum af ţessu tagi fćkki. Ţessa helgi hefst afar sterkt opiđ mót í Katar og ţar er Magnús Carlsen međal keppenda.

Magnús komst í gang í London međ ţví ađ leggja Nakamua ađ velli í maraţonskák sjöundu umferđar. Í lokaumferđinni vann hann svo Alexander Grischuk sem missti af góđum fćrum í miđtaflinu og lék öllu niđur í tímahraki:

„London classic 2015“ – 9. umferđ:

Magnús Carlsen – Alexander Grischuk

Sikileyjarvörn

1. Rf3 c5 2. e4 d6 3. Bb5+ Rd7 4. O-O a6 5. Bd3 Rgf6 6. He1 b5 7. c4 g5!?

Ţannig tefldi Topalov gegn Magnúsi í St. Louis í ágúst sl.

8. Rxg5 Re5 9. Be2 bxc4 10. Rc3 Hb8 11. Hf1 h6 12. Rf3 Rd3 13. Re1 Rxb2 14. Bxb2 Hxb2 15. Bxc4 Hb4 16. De2 Bg7 17. Rc2 Hb6 18. Hab1 O-O 19. Hxb6 Dxb6 20. Re3 e6 21. f4 Kh8 22. f5 a5 23. a4 Dd8 24. h3 De7 25. Ba6 Bxa6 26. Dxa6 Rh5 27. Hf3 Hg8 28. Rb5 Be5 29. Rg4

Eftir athyglisvert miđtafl reynir Magnús ađ notfćra sér hiđ hefđbundna tímahrak Grischuks.

29. ... Dh4! 30. fxe6

Og nú liggur beinast viđ ađ taka ţetta peđ aftur.

GB6V2H4F30. ... fxe6?

Missir af 30. ... Hxg4! 31. hxg4 Dh2+ 32. Kf2 Rf4! međ góđum fćrum.

31. Rxe5 dxe5?!

Jafntefli var ađ hafa međ 31. ... De1+ 32. Hf1 (ekki 32. Kh2 Rf4! og svartur vinnur) Hxg2+! 33. Kxg2 Dg3+ međ ţráskák.

32. Dxe6 De1+? 33. Kh2 Hxg2+

Of seinn. Ţađ er ekki lengur ţráskák ađ hafa.

34. Kxg2 Dxd2+ 35. Kg1 De1+ 36. Hf1 De3+ 37. Hf2 De1+ 38. Kg2

- og Grischuk gafst upp.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)

Skákţćttir Morgunblađins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 8764851

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband