Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins
19.12.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Ţungi skákkrúnunnar
Tveim árum eftir sigurinn mikla í Chennai á Indlandi virđast hveitibrauđsdagar Magnúsar Carlsen sem heimsmeistari vera á enda. Í ţví sambandi líta menn ekki ađeins til frammistöđu hans á Evrópumótinu í Reykjavík á dögunum, heldur einnig til nokkurra skákmóta sem hann hefur tekiđ ţátt í undanfarna mánuđi. Ţar hefur hvergi örlađ á ţeim yfirburđum sem hann hafđi áđur. Heimsmeistari í kreppu hefur áđur veriđ til umfjöllunar í skákdálkunum. Spasskí talađi stundum um ţunga keisarans krúnu sem hann var alveg ađ sligast undan.
Á hinu árlega stórmóti London classsic eru keppendur í efsta flokki tíu talsins og eftir sjöttu umferđ sem fram fór sl. fimmtudag hafđi Magnús gert jafntefli í öllum skákum sínum. Ţetta ćtlar ađ verđa eitt daufasta stórmót sem sögur fara af en rösklega 83% skákanna hefur lokiđ međ jafntefli. Vinsćlasta byrjunin, Berlínar-vörn, hefur komiđ upp í ellefu viđureignum og öllum hefur lokiđ međ jafntefli. Í ţeirri byrjun fljúga drottningarnar yfirleitt í kassann í 8. leik og viđ taka margvíslegar tilfćringar en jafnteflisdauđinn er samt alltaf nálćgur.
Ţegar ţrjár umferđir voru eftir af mótinu var stađan ţessi:
1. 4. Giri, Nakamura, Vachier-Lagrave og Grischuk 3 ˝ v.(af 6) 5. 8. Carlsen, Adams, Aronjan og Caruana 3 v. 9. Anand 2 ˝ v. 10. Topalov 1 ˝ v.
Ţetta mót og önnur međ svipađa samsetningu gefa ţrátt fyrir allt vísbendingu um ţađ hver sé líklegastur til ađ tefla um heimsmeistaratitilinn í náinni framtíđ. En ţađ vantar skákmann á borđ viđ Kínverjann unga, Wei Yi, til ađ skerpa myndina. Nakamura og Giri ţykja líklegir kandídatar en sá síđarnefndi hóf mótiđ međ ţví ađ sigra Venselin Topalov. Búlgarinn hafđi áreiđanlega tekiđ fórn Giri međ í reikninginn ţegar hann seildist eftir peđi á a7, en annađhvort vanmat hann drottningarleik Giri, sem kom í kjölfariđ, eđa gjörsamlega yfirsást hann:
London classic 2015; 1. umferđ:
Venselin Topalov Anish Giri
Grünfelds-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 c6 4. Bg2 d5 5. Da4 Rfd7 6. cxd5 Rb6 7. Dd1 cxd5 8. Rc3 Rc6 9. e3 Bg7 10. Rge2 O-O 11. O-O He8 12. b3 e5 13. dxe5 Rxe5 14. h3
Varfćrnislegur leikur sem leyfir 14. ... Bf5. Einnig kom til greina 14. Rd4 og svara 14. ... Bg4 međ 15. Dd2.
14. ... Bf5 15. Rd4 Bd3 16. He1 Ba6 17. Dd2 Rd3 18. Hd1 Bxd4!? 19. exd4 Df6 20. a4!
Lćtur peđiđ af hendi. Eftir 20. Bf1 getur svartur leikiđ 20. ... Df3 međ hugmyndinni 21. Bxd3 Bxd3 22. Dxd3 He1+! og vinnur.
20. ... Dxd4 21. a5 Rd7 22. Ha4 De5 23. Rxd5 Rxc1?!
Ţađ var ástćđulaust ađ skipta upp á ţessum sterka riddara. Eftir 23. ... R7c5 er svarta stađan betri.
24. Hxc1 Rf6 25. Rc7 Had8 26. Df4 g5 27. Db4!?
Bćđi hér og í 25. leik gat Topalov stofnađ til uppskipta og teflt til vinnings án ţess ađ taka mikla áhćttu. En ţađ er ekki stíll hans.
27. ... Db2 28. Haa1 He2 29. Dc5 h6 30. Rxa6 bxa6 31. Hab1 Dd2 32. Bf3 Re4! 33. Dxa7?
Tapleikurinn. Nú varđ hann ađ skipta upp og leika 33. Bxe4.
33. ... Rxf2! 34. Bxe2 Rxh3+ 35. Kf1
Ekki 35. Kg2 Dxe2+ 36. Kxh3 Dh5+ og 37. ... Hd2+ međ mátsókn.
35. ... Dd5!
Hér er hugmyndin komin fram.
36. Bh5 Dh1+ 37. Ke2 Dg2+ 38. Ke1 He8+ 39. Kd1 Rf2+ 40. Kc2 Re4+
- og hvítur gafst upp. Mátiđ blasir viđ, 41. Kd3 Dd2+ 42. Kc4 Hc8+ 43. Dc5 Hxc5 mát.
Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)
Skákţćttir Morgunblađins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. desember
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 13.12.2015 kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Rússar unnu velheppnađ Evrópumót í Höllinni

Rússar unnu tvöfaldan sigur á Evrópumótinu í skák sem lauk í Laugardalshöll um síđustu helgi. Undanfarin ár hefur rússneskum liđum gengiđ allt annađ en vel í flokkakeppnum og hafa ţau margoft mátt sjá á eftir gullinu í greipar annarra ţjóđa. Armenar hafa veriđ ađsópsmiklir og einnig Úkraínumenn. En Rússar mćttu vel skipulagđir til leiks međ öfluga ađstođarmenn og sveitir ţeirra í opna flokknum og kvennaflokknum báru höfuđ og herđar yfir keppinautana.
Íslensku liđunum gekk upp og ofan; í síđustu umferđ tókst A-liđi Íslands ađ vinna Svía á öllum borđum eđa 4:0 og rekur mig ekki minni til ţess ađ slík úrslit hafi áđur sést í viđureignum ţjóđanna. Frískustu liđsmenn sveitarinnar, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson, náđu báđir ađ vinna međ svörtu. Hjörvar Steinn var međ bestan árangur allra íslensku skákmannanna; hlaut fimm vinninga af sjö mögulegum. Sveitin endađi í 19. sćti, sem er ágćtur árangur. Í lokaumferđinni vann gullaldarliđ Íslands Skota 3˝:˝ en liđsmenn voru einkennilega seinheppnir og stundum klaufskir og kom ţađ t.d. kom fram í viđureigninni viđ A-liđ Íslands ţegar Jón L. Árnason sofnađi í jafnteflislegri stöđu í skákinni viđ Hjörvar Stein og féll á tíma. Ţrjú efstu liđ opna flokksins á EM 2015 voru:
1. Rússland 15 stig 2. Armenía 13 stig 3. Ungverjaland 13 stig.
Góđ frammistađa Guđlaugar Ţorsteindóttur vakti athygli, en hún hlaut 5˝ vinning af níu mögulegum og náđi áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Efstu liđin í kvennaflokki urđu:
1. Rússland 17 stig 2. Úkraína 15 stig. 3. Georgía 14 stig.
Framkvćmd Evrópumótsins tókst međ ágćtum, en Skáksambandiđ fékk til liđs viđ sig fjölmarga ađila til hjálpar. Sjálfbođaliđar settu mikinn svip á mótiđ, vingjarnlegir og leystu hvers kyns vanda. Engin sérstök vandamál komu upp á gólfinu. Ţar var ađgengi áhorfenda frjálslegra en á sambćrilegum mótum.
Um frammistöđu einstakra keppenda er ţađ ađ segja ađ lítill heimsmeistarabragur var framan af á taflmennsku frćgasta ţátttakendans, Norđmannsins Magnúsar Carlsen. Bestum árangri á 1. borđi náđi Viktor Bologan frá Moldavíu, en hann vann t.d. Vasilí Ívantsjúk í ađeins 19 leikjum. 1. borđs mađur Rússa fór heldur ekki mjúkum höndum um Úkraínumanninn:
EM 2015; 4. umferđ:
Vasilí Ívantsjúk Peter Svidler
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. c3 d5
Marshall-árásin. Ívantsjúk hafđi undirbúiđ sig vel fyrir ţessa skák.
9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d3 Bd6 13. He1 Bf5 14. Df3 He8 15. Hxe8 Dxe8 16. Rd2 De1+ 17. Rf1 Bg6 18. g3!?
Endurbót Ívantsjúk á skák Karjakins og Svidlers í lokaeinvígi heimsbikarkeppninnar FIDE í Bakú á dögunum. Ţar lék Karjakin 18. Bc2 og Svidler missti af 18. .... Rxc3! međ vinningsstöđu á svart.
18. ... b4 19. h4 h5 20. c4 Rf6 21. Bd1 He8 22. Bd2 De5 23. Hc1 Bc5
Gott var einnig 23. ... Dxb2. Ţađ er ekki gott ađ segja hvađ Ívantsjúk yfirsést í undirbúningi sínum en ekki er skemmtilegt ađ verja hvítu stöđuna.
24. a3 a5 25. axb4 axb4 26. Hc2 Rg4 27. Re3 Dd6! 28. Rxg4 hxg4 29. Dxg4
Tilbúinn ađ gefa d3-peđiđ en meira býr í stöđunni.
29. ... Bh5! 30. Dxh5 Dxg3+ 31. Kh1 Dxf2
- og Ívantsjúk gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 30. Dg4 Df1+ 31. Kh2 Bd6+ og vinnur.
Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. nóvember
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 6.12.2015 kl. 10:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: "Ţú getur enn teflt vel"
Magnús Carlsen Yannick Pelletier
Ţađ blasir viđ ađ Magnús ţarf ađ forđa hróknum á b8 en stađan er í jafnvćgi eftir 46. Hh8 eđa 46. Hb5. En menn trúđu vart sínum eigin augum ţegar Magnús lék...
Svariđ kom um hćl:
46. ... Re7
... og hvítur tapar manni eftir...
47. Hxg7 Hxd3+ 48. Kc2 Hd7.
Heimsmeistarinn barđist áfram um stund en gaf skákina eftir 59 leiki.
Ţegar ţetta er ritađ hefur íslensku liđunum gengiđ upp og ofan. Hiđ svonefnda gullaldarliđ hefur átt góđa spretti en tímamörkin reyna mikiđ á, 90 30 á fyrstu 40 leikina er kannski sanngjarnt en síđan taka viđ tímamörkin 30 30 til enda skákarinnar og ţađ er meira í ćtt viđ atskák en kappskák; lok margra skáka kalla á óđagot í tímahraki sem stundum hefur reynst dýrkeypt, sbr. viđureign undirritađs gegn Austurríki á ţriđjudaginn:
Helgi Ólafsson Markus Ragger
Ţessi stađa er jafntefli en óvissan sem fylgdi ţví ađ eiga örfáar sekúndur eftir til ađ reikna út hvort réttara sé ađ fara međ kónginn til a1 eđa b1 hleypti af hörmulegum afleik:
og svartur vann nokkrum leikum síđar. Jafntefli er ađ hafa međ 60. Kb1!
En góđu tíđindin voru ţau ađ Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson unnu og Margeir Pétursson náđi jafntefli eftir erfiđa vörn og sigur vannst á Austurríki, 2 ˝:1 ˝. Ţú getur enn teflt vel, sagđi liđsstjóri Austurríksmanna, Zoltan Ribli, viđ Jóhann eftir skákina sem hér fylgir á eftir:
David Shegelia Jóhann Hjartarson
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 c5 5. O-O g6 6. d4 cxd4 7. Dxd4 Bg7 8. Rc3 d6 9. Hd1 Rbd7 10. Be3 Hc8 11. Hac1 a6 12. b3 O-O 13. Dh4 He8 14. Bh3 Hb8!
Ekkert er nýtt undir sólinni. Jóhann hefur nokkra reynslu í ţessu afbrigđi en var samt lengi ađ rifja upp helstu leiđir. Ţetta er án efa besti leikurinn í stöđunni.
15. g4 h5 16. g5 Rh7 17. Rd5 e6 18. Rc3 Dc7 19. Dg3 Re5 20. Rxe5 Bxe5 21. f4 Bg7 22. Df2 f6!?
Hirđir ekki um ađ verja b6-peđiđ heldur leitar gagnfćra á kóngsvćng. Samvćmt Houdini átti hvítur best 23. gxf6 Rxf6 24. Bxb6 Dc6 25. Kf1!
23. Bxb6 Dc6 24. e4 fxg5 25. Bd4 Bxd4 26. Dxd4 gxf4 27. Dxd6 Dxd6 28. Hxd6 Rg5 29. Bg2 Rf7 30. Hb6 g5 31. Hd1 Re5
Ţarna stendur riddarinn vel og peđin á kóngsvćng eru ekki árennileg.
32. Hdd6 Kf7 33. c5 a5 34. a3?
Tapleikurinn. Hvítur gat haldiđ í horfinu međ 34. Hb5.
34. ... Bc6! 35. Ra4 Bxa4 36. bxa4 Hxb6 37. Hxb6 Hd8 38. Hb1 Ke7 39. Hc1 g4 40. Hc2 h4 41. Bf1 g3 42. hxg3 hxg3 43. c6 Rf3+!
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. nóvember
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 25.11.2015 kl. 14:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Einn af snilldarleikjum Magnúsar Carlsen?
Norđmenn eru vitanlega stoltir af Magnúsi sem er eini Norđurlandabúinn sem hampađ hefur ţessum eftirsótta titli sem hann ber međ sóma. Annar Norđurlandabúi, Bent Larsen, ól međ sér ţann draum ađ verđa heimsmeistari og á tímabili skáksögunnar á árunum í kringum 1967 átti hann svo magnađa sigurgöngu og flest benti til ţess ađ honum tćkist ćtlunarverk sitt. Viđ vitum hvernig fór en á ţví skeiđi mćtti hann einum fyrrverandi heimsmeistara sem ţrátt fyrir ýmsar takmarkanir hafđi hangiđ á titlinum lengur en allir ađrir ađ Emanuel Lasker undanskildum: Mikhail Botvinnik. Í skák sem hann tefldi viđ Larsen á ţessum tíma veitti hann lesendum sínum innsýn í eigin ţankagang ţegar hann kvađst hafa spurt sjálfan sig eftir leik Larsens: skyldi ţetta vera einn af ţessum stórkostlegu leikjum danska stórmeistarans, ţessa frábćra skákmanns? Svariđ var nei og kom ekki á óvart; á einum stađ í miđtaflinu taldi Botvinnik sjö ţvingađar vinningsleiđir! Ţađ getur reynst erfitt ađ finna hreinrćktađa snilldarleiki í skákum Magnúsar. Í seinni tíđ hefur hann dregiđ vinningana á land í löngum og ströngum skákum. Sumum finnst ţetta fullmikiđ ađ ţví góđa og Bandaríkjamađurinn Nakamura, sem ađ hćtti Larsens fer ekki dult međ fyrirćtlanir sínar á skáksviđinu, kom međ afar blátt áfram yfirlýsingu í viđtali nýlega: Magnús Carlsen teflir leiđinlega. Ósammála. Fjölbreytnin er ţrátt fyrir allt mikil og svona í undanfara Evrópumótsins er vert ađ skođa skák sem Magnús tefldi fyrr á ţessu ári á minningarmóti um Gashimov í Aserbaídsjan. Eftir ónákvćmni í byrjun tafls náđi Magnús frumkvćđinu og keyrđi tafliđ áfram af miklum krafti:
Magnús Carlsen Shakhriyar Mamedyarov
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be2 O-O 7. O-O b6 8. a4 a5 9. cxd5 cxd5 10. b3 Re4?!
Hann er of fljótur á sér. Eftir ţetta nćr hvítur ákjósanlegri uppstillingu léttu mannanna og hróksins á drottningarvćng.
11. Rxe4 dxe4 12. Rd2 Bb7 13. Ba3 f5 14. Hc1 Kh8 15. Rc4 Rd7
Býst til ađ opna línur.
16. ... Hc8 17. d6 e6 18. b4 axb4 19. Bxb4 Bd5 20. a5!
Eftir ţennan leik er drottningarvćngur svarts eins og svöđusár.
20. ... bxa5 21. Bxa5 De8 22. Da4 Bc6 23. Db4 Hb8 24. Rb6!
Ryđur riddaranum í burtu.
24. ... Re5 25. Dc5 Ba8 26. Bc3 Rd7 27. Bxg7+ Kxg7 28. Rxd7 Dxd7 29. De5+
- og svartur gafst upp. Nćst kemur 30. Hc7 sem gerir út um tafliđ.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. nóvember
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 14.11.2015 kl. 09:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsileg tilţrif á HM ungmenna í Grikklandi
Helsta niđurstađa mótsins er sú ađ breiddin er mikil međal ungra skákmanna okkar enda sáust glćsileg tilţrif í fjölmörgum viđureignum. Fyrirfram var Vignir Vatnar Stefánsson talinn eiga besta möguleika á verđlaunasćti í opna flokki 12 ára og yngri en hann hafnađi í 51. sćti af 202 keppendum hlaut, 6˝ vinning af 11 mögulegum, fékk ađeins ˝ vinning úr tveim síđustu skákum sínum. Heimsmeistaramótin eru merkilega ţétt niđur alla aldursflokkana og elo-stigatala hćpin viđmiđun ţar sem stigin endurspegla engan veginn raunverulega styrk fjölmargra keppenda. Ţađ er ţví til marks um góđa frammistöđu nái menn ađ hćkka á stigum og sá sem gerđi best í ţeim efnum í Grikklandi var Björn Hólm Birkisson en hann hlaut 5˝ vinning af 11 mögulegum og hćkkađi um 150 elo-stig. Akureyringurinn Símon Ţórhallsson stóđ sig einnig frábćrlega en hann hlaut 6 vinninga af 11 mögulegum og hćkkađi um 100 elo stig.
Hinn 10 ára gamli Óskar Víkingur Davíđsson var međ á EM í Svartfjallandi fyrir tveim árum og hefur bćtt sig mikiđ síđan, varđ í 54. sćti af 185 keppendum og hlaut 6˝ vinning í opna flokki 10 ára og yngri. Eftirfarandi skák er hans besta frá ţessu skemmtilega heimsmeistaramóti:
HM ungmenna 10 ára flokkur; 4. umferđ:
Óskar Víkingur Davíđsson Ole Zeuner (Ţýskaland)
Spćnskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Be7 6. c3 Rf6 7. d3 0-0 8. 0-0 d6 9. h3 Be6 10. He1 Ra5 11. Bxe6 fxe6 12. Rbd2 Rh5?!
Ţetta ferđalag riddarans er of tímafrekt og Óskar Víkingur hrifsar til sín frumkvćđiđ međ nokkrum beittum leikjum.
13. d4 exd4 14. Rxd4 Rf4 15. b4! Rb7 16. R2f3 Dd7 17. Db3 Rd8 18. Bxf4 Hxf4 19. Had1!
Góđ liđsskipan og brátt eykur hvítur ţrýstinginn á stöđu svarts.
19.... Kh8 20. c4! Hf7 21. c5 e5 22. Rf5 Dc6
Góđur leikur sem mylur niđur varnir svarts. Önnur leiđ var 23. Rxe5! dxe5 24. Hxd8! Hxd8 25. Dxf7 Bf6 26. Hd3 međ vinningsstöđu ţar sem 26.... Dd7 er svarađ međ 27. Dxd7 Hxd7 28. Ha3! og vinnur og eftir 26.... g6 á hvítur 27. Hd3! međ óverjandi máthótunum.
23.... Dxd5 24. Hxd5 c6?
Hann varđ ađ reyna 23.... Rb7 en ekki er stađan björguleg eftir 24. Hc1.
25. Hd3 dxc5 26. Rxe5
Vinnur liđ og nú er eftirleikurinn auđveldur.
26.... Hf6 27. Rxe7 c4 28. Hd7 h6 29. Hed1 Rf7 30. Reg6+ Kh7 31. f4 Hxg6 32. Rxg6 Kxg6 33. Hc7 Hd8 34. Hxc6+ Kh7 35. Hxd8 Rxd8 36. Hc8 Re6 37. f5 Rf4 38. e5
og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. nóvember
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 7.11.2015 kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn er ekki skaplaus mađur
Ţó ađ norski heimsmeistarinn Magnús Carlsen sé mikill keppnismađur er hann jafnframt prúđmenni og ađ flestu leyti góđ fyrirmynd. Ţess vegna kom ţađ áhorfendum norsku sjónvarpsstöđvarinnar NRK, sem vanir eru löngum útsendingum frá ţeim skákmótum sem Magnús tekur ţátt í, á óvart ţegar ţeirra mađur, ţjóđarstoltiđ sjálft, missti stjórn á skapi sínu á heimsmeistaramótinu í Berlín, grýtti penna í gólfiđ og líkamstjáning hans gaf sterklega til kynna ađ úrslitin vćru honum ekki ađ skapi. Kannski var gert heldur mikiđ úr ţessu atriđi; Magnús sá ađ sér og bađst afsökunar. Í ţessu liggur munurinn á honum og golfhetjunni Tiger Woods sem sífellt staglast á ţví ađ hann sé ađ kljást viđ skapsmuni sína eftir ađ hafa fleygt járni eđa driver út um víđan völl. Ţađ er auđvitađ gömul saga og ný ađ á keppnisvelli safnast stundum upp gríđarleg gremja sem allt í einu fćr útrás og ţá virđast engin takmörk fyrir ţví, hverju viđkomandi tekur uppá. Og upp úr ţví spinnast líka margar skemmtilegar sögur.
Hann var kominn međ 9 vinninga af 10 mögulegum ţegar hann mćtti sigurvegara heimsbikarmótsins í Bakú, Sergei Karjakin, í elleftu og síđustu umferđ fyrri keppnisdagsins. Í byrjun tafls sniđgekk heimsmeistarinn ítrekađ trođnar slóđir og oftast gekk dćmiđ upp en hér var hann kominn í bullandi vandrćđi:
Carlsen Karjakin
31. ... Kg7??
Hann gat leikiđ 31. ... Ha1! sem vinnur strax, 32. Dxa1 er svarađ međ 32. ... Dxf2+ 33. Kh1 Bf3+ og mátar. Karjakin missti af ţessu ţrisvar til viđbótar en vann ţó skákina ađ lokum.
Áfram međ frćndur okkar Norđmenn; landi Magnúsar og vinur, Jon Ludwig Hammer, var ađ sögn miđur sín eftir fimmtu umferđ Íslandsmóts taflfélaga, en hann tefldi á 1. borđi fyrir Skákfélagiđ Hugin. Hann ţjarmađi lengi vel ađ 1. borđs manni Bolvíkinga í 5. umferđ, Jóni L. Árnasyni, sem varđist af mikilli seiglu. Ţegar Norđmađurinn virtist vera ađ knýja fram sigur fórnađi Jón Loftur skiptamun til ađ ná upp ţessari stöđu:
Jón L. Árnason Jon Ludwig Hammer
Svartur leikur og vinnur.
Mikill fjöldi áhorfenda safnađist í kringum borđ skákmannanna en hvorki Jon Ludwig sem varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli né nokkur annar sá ađ vinningur leyndist í stöđunni. Og ţví spyr ég ţig, lesandi góđur: Sérđ ţú vinningsleiđ fyrir svartan? Ţađ er auđvitađ hćgt ađ fá ađstođ hjá skákvélunum en fyrir ţá sem kjósa ađ glíma viđ ţetta sjálfir ţá birtum viđ lausnina í nćsta pistli.
Einar Hjalti efstur á Haustmóti TR
Einar Hjalti Jensson sigrađi á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í síđustu viku. Einar Hjalti hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum en í 2. sćti varđ Bragi Ţorfinnsson međ 6 ˝ vinning. Ţar sem Einar Hjalti er ekki félagi í TR hlýtur Bragi sćmdarheitiđ Skákmeistari TR 2015. Í 3. sćti varđ Oliver Aron Jóhannesson međ 6 vinninga. Í B-riđli sigrađi Guđlaug Ţorsteinsdóttir örugglega međ 7 vinninga af níu mögulegum, Vignir Vatnar Stefánsson varđ í 2. sćti međ 6 vinninga og í 3. sćti kom Tómas Agnar Möller međ 5 ˝ vinning. Í C-riđli gerđust ţau tíđindi helst ađ Gauti Páll Jónsson vann allar skákir sínar, níu talsins, og í D-riđli, opna flokknum, varđ hlutskarpastur Arnar Milutin Hreiđarsson međ 7 vinninga af níu mögulegum.Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. október
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 27.10.2015 kl. 21:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Í 21 umferđar hrađskákmótinu ţar sem teflt var eftir tímamörkunum 3mín. +2sek. virtist allt ćtla ađ fara á sömu leiđ. Eftir tíu umferđir hafđi Magnús 9 vinninga af 10 mögulegum en tapađi ţá fyrir Karjakin og ţađ reyndist ekki gott veganesti fyrir lokasprettinn. Norsku sjónvarpsmennina frá NRK sem voru međ 5-6 klst. beinar útsendingar alla keppnisdagana rak í rogastans ţegar Magnús byrjađi međ einum vinningi af fyrstu fjórum. En hann náđi vopnum sínum og ţegar tvćr umferđir voru eftir var hann ađeins ˝ vinningi á eftir efstu mönnum. En í 20. umferđ tapađi hann fyrir Vasilí Ivantsjúk og ţá var draumurinn úti. Í mótslok stóđ Rússinn Alexander Grischuk uppi sem heimsmeistari í hrađskák, hlaut 15 ˝ vinning, en nćstir komu Vladimir Kramnik og Vachier Lagrave međ 15 vinninga. Magnús varđ einn í sjötta sćti međ 14 vinninga.
Fjórir íslenskir skákmenn tóku ţátt í mótunum í Berlín. Ţá tók Friđrik Ólafsson sćti áfrýjunarnefnd mótsins. Jóhann Hjartarson náđi bestum árangri í atskákunum, hlaut 7˝ vinning eđa 50% og greinarhöfundur hlaut 7 vinninga, Hannes Hlífar hlaut 6 vinninga og Margeir Pétursson 4˝ vinninga. Í hrađskákunum fengu Jóhann og Hannes Hlífar 10 vinninga en greinarhöfundur og Margeir Pétursson 8˝ vinning. Keppnisformiđ er sennilega ţađ sem koma skal í skákinni en hćgt var ađ fylgjast međ öllum skákunum í beinum útsendingum á Chess24, Chessbomb og ICC.
Engir auđveldir mótherjar en mótin drógu til sín í kringum 200 skákmenn. Til marks um mannvaliđ má nefna ađ í lokaumferđ atskákarinnar mćtti Jóhann Hjartarson einu af stóru nöfnum skákarinnar sl. 20 ár, Alexander Morozevich. Hann er mikill sérfrćđingur í skoska leiknum en ţađ er Jóhann raunar líka. Skylmingar ţeirra voru stórskemmtilegar:
Alexander Morozevich - Jóhann Hjartarson
Skoskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 Rd5
Heppileg gleymska. Jóhann ćtlađi ađ leika 6. ... De7.
7. Bd3 d6 8. De2 Be7 9. O-O O-O 10. Hd1 De8 11. He1 dxe5 12. Dxe5 Be6 13. De4 Rf6 14. Dh4 Dd8 15. Bg5 h6
Eini leikurinn og egnir Moro jafnframt til ađ fórna.
16. Bxh6! gxh6 17. Dxh6 Dd4 18. He3 Hfd8
Frestunarárátta er ţekkt í skákinni. Eftir 19. Hg3+ Rg4 20. Rc3 vinnur hvítur manninn til baka međ vćnlegri stöđu.
19. ... Rg4! 20. Hg3 Dxf2+ 21. Kh1 Hxd3!
Grípur tćkifćriđ, 22. cxd3 er svarađ međ 22. ... Dxg3! og vinnur.
Hxg4+ Bxg4 23. cxd3 Dxb2! 24. Hc1 Hd8 25. h3 Hxd3 26. Re4
Hvítur á engan betri leik.
26. ... Hxh3+! 27. gxh3 Bf3+ 28. Kg1 Dg2 mát.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17.október
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 18.10.2015 kl. 22:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Taugaspenna í úrslitaeinvígi
Sergei Karjakin sem fćddur er og uppalinn í Úkraínu en teflir nú fyrir Rússland er sigurvegari heimsbikarmóts FIDE sem lauk í Baku í Aserbadsjan sl. mánudag. Karjakin var stálheppinn ađ vinna keppnina. Ţađ gerđi gćfumuninn ađ hann var sterkari á taugum en eldri andstćđingar hans. Ţannig var afar gremjulegt fyrir Úkraínumanninn Pavel Eljanov í undanúrslitum ađ leyfa Karjakin sem var međ koltapađ tafl ađ fá upp sömu stöđuna ţrisvar í 6. skák einvígis og missa ţannig af tćkifćri til ađ fylgja eftir magnađri frammistöđu á fyrri stigum; Eljanov hlaut 9 ˝ úr 12 kappskákum. Úrslit í fimm af sjö einvígjum Karjakins réđust í skákum međ styttri umhugsunartíma. Alls hófu 128 skákmenn heimsbikarmótiđ og stóđ keppnin í 25 daga. Úrslitaeinvígi sitt háđi Karjakin viđ Rússann Peter Svidler og ţeir tefldu samtals 10 skákir og ekki einni einustu lauk međ jafntefli! Fyrst tefldu ţeir fjórar kappskákir og Svidler vann tvćr fyrstu tvćr og ţurfti ađeins jafntefli í tveim síđustu. En hiđ mikla álag á taugakerfiđ sem fylgir keppni af ţessu tagi varđ honum um megn. Í vćnlegri stöđu ţriđju einvígisskákarinnar gerđist ţetta:
3. skák:
Svidler Karjakin
Ţú leikur alltaf vitlausa hróknum, stóđ einhversstađar skrifađ. Eftir 27. Hfe1! er hvíta stađan unnin t.d. 27. ... Df5 28. Hbc1! Rd3 29. Hf1 o.s.frv. eđa 27. ... Dxe3 28. Hxe3 e5 29. Rd7! o. s.frv. Ţrátt fyrir ţessa ónákvćmni er hvíta stađan enn mun betri.
27. ... exd5? 28. Hxf2??
Eftir 28. Dc3! getur svartur gefist upp.
28. ...Dh4 29. Dd2??
Algert hrun. 29. Dxe8 Dxf2+ 30. Kh2 Dxb6 31. He7+ Kh7 32. Dd7 dugar til jafnteflis.
29. ... Hxf2 30. Dc3+ d4!
og Svidler gafst upp, 31. Dc7+ er svarađ međ 31. ... Hf7! o.s.frv.
Degi síđar vann Karjakin fjórđu kappskákina og jafnađi 2:2. Mánudaginn 5. október var svo tekiđ til viđ skákir međ styttri umhugsunartíma, fyrst atskákirnar, 25 10. Aftur jafnt og samkvćmt reglum tóknu nú viđ ţá tvćr hrađskákir međ tímamörkunum 10 10. Aftur jafnt og nú stađan 4:4. Ţá voru tefldar tvćr hrađskákir, 5 3. Í ţeirri fyrri var leikiđ svo ónákvćmt ađ undrum sćtti. Ţegar hér er komiđ sögu í ţeirri skák var Svidler međ mun betri tíma og vinningsstöđu:
9. skák:
Karjakin Svidler
Leik áđur hafđi Svidler sleppt valdi á hróknum og nú vildi hann laga kóngsstöđuna ađeins ...
Ţar fauk hrókur fyrir ekki neitt og Svidler gafst upp. Hann byggđi upp vinningsstöđu í 10. skákinni og fćri svo yrđu ţeir ađ tefla svonefnda Armageddon-skák. En taugaorkan sem Rússum er svo tíđrćtt um var búin og hann tapađi hörmulega. Lokaniđurstađan 6:4, Karjakin í vil en ţeir komast ţó báđir í áskorendakeppnina.
Bragi efstur á Haustmóti TR
Bragi Ţorfinnsson er efstur í keppni A-riđils á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Bragi hefur hlotiđ 4 ˝ vinning af fimm mögulegum og á í harđri keppni viđ Oiver Aron Jóhannesson og Einar Hjalta Jensson sem eru međ 4 vinninga. Í B-riđli eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir og Agnar Tómas Möller efst međ 4 vinninga en Guđlaug á skák til til góđa. Gauti Páll Jónsson er langefstur í C-riđli međ fullt hús eftir fimm umferđir og í Opna flokknum er Oliver Alexander Mai efstur međ 4 ˝ vinning.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10.október
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 12.10.2015 kl. 14:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Vert ađ gefa ţessum unga manni gćtur
Bragi Ţorfinnsson er efstur í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur ţegar tefldar hafa veriđ fjórar umferđir. Bragi hefur hlotiđ 3˝ vinning en á hćla hans kemur Oliver Aron Jóhannesson međ 3 vinninga. Tíu skákmenn tefla í efsta flokki en Bragi og Oliver munu mćtast í lokaumferđinni.
Haustmótiđ hefur um áratuga skeiđ veriđ eitt helsta skákmótiđ hér innanlands og er gjarnan nefnt í sömu andrá og Skákţing Reykjavíkur og Skákţing Íslands. Margir ungir og efnilegir skákmenn öđlast ţarna mikilsverđa reynslu en ađ ţessu sinni er teflt fjórum flokkum. Í B-riđli hefur Guđlaug Ţorsteinsdóttir örugga forystu en hún hefur unniđ allar skákir sínar fjórar talsins. Guđlaug verđur í kvennaliđi Íslands sem teflir á Evrópumóti landsliđa í nćsta mánuđi. Í C-flokki leiđir Gauti Páll Jónsson međ 3 vinninga af ţrem mögulegum og í opna flokknum er efstur Oliver Alexander Mai međ 3˝ vinning af fjórum mögulegum.
Meistaramót Hugins var heldur fyrr á ferđinni en Haustmót TR og ţar sigrađi Einar Hjalti Jensson eftir harđa keppni viđ Davíđ Kjartansson, hlaut 6˝ vinning af sjö möguleghum. Davíđ kom nćstur međ 6 vinninga. Bárđur Örn Birkisson og Birkir Karl Sigurđsson komu nćstir međ 5 vinninga. Alls voru keppendur 34 talsins.
Glćsilegur sigur Jóns Kristins á Skákţingi Norđlendinga
Skákţing Norđurlands sem fram fór helgina 18.-20. september varđ ekki sú svefnganga vanans sem sumir bjuggust viđ. Er ţá vísađ til ţess ađ gestir tveir ađ sunnan voru langstigahćstu keppendurnir: Guđmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson. En hinn 16 ára gamli Akureyringur Jón Kristinn Ţorgeirsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann ţá báđa! Jón tapađi skák sinni í 1. umferđ en vann allar skákir sínar eftir ţađ og varđ einn efstur á mótinu og hlaut sćmdarheitiđ Skákmeistari Norđlendinga 2015. Ţađ er vert ađ gefa ţessum unga manni gćtur í framtíđinni. Byrjunarleikirnir í skáknni viđ Einari Hjalta í 6. umferđ féllu ţannig:
Jón Kristinn Ţorgeirsson Einar Hjalti Jensson
Caro Kann
1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. d4 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rg3 Dc7 7. Bd3 e6 8. 0-0 b6 9. De2 Bb7 10. He1 c5 11. Rg5 Dc6 12. R3e4 a6 13. Bf4 cxd4
Einar Hjalti hefur ekki veriđ nćgilega á varđbergi í Caro-Kann vörninni og nú féll sprengjan:
Einari hafđi ekki tekiđ ţennan leik međ í reikninginn, 15. Rg5+ mátti svara međ 15.... Kg8.
15.... Dxd6
15.... Ke7 leiđir til máts: 16. Dxe6+ Kd8 17. Rf7+ Kc8 18. De8+! Rxe8 19. Hxe8 mát.
16. Bxd6
Eftir ađ drottning féll átti Jón Kristinn ekki í vandrćđum međ ađ innbyrđa vinninginn. Ţó ađ Einar Hjalti hafi barist vel gafst hann upp eftir 52. leiki.
Svidler vann fyrstu skákina í úrslitaeinvíginu
Ţegar tveir standa eftir í heimsbikarmóti FIDE í Khanty Manyisk ţarf ekki ađ koma á óvart ađ ţeir sem frammistöđu sinni hafa tryggt sér sćti í áskorendamótinu á nćsta áru skyldu koma frá Rússlandi og Úkraínu: Peter Svidler og Sergei Karjakin eru báđir vanir ţví andrúmslofti sem ríkir á keppnisstađnum í Síberíu. Karjakin vann Pavel Eljanov í undanúrslitum, 3˝ : 2˝ og Svidler lagđi Anish Giri, 1˝ : ˝. Ţeir munu tefla fjórar skákir til úrslita og ţá fyrstu vann Svidler fremur auđveldlega á fimmtudaginn.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3.október
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 3.10.2015 kl. 09:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur hafa algera yfirburđi yfir önnur liđ í 1. deild Íslandsmóts Skákfélaga en fimm umferđir af níu fóru fram fyrri hluta keppninnar í Rimaskóla frá fimmtudagskvöldi og fram á sunnudag. Munurinn á liđunum er vart marktćkur og skilur ađeins ˝ vinningur sveitirnar ađ og ţćr eiga eftir ađ tefla saman í seinni hlutanum sem samkvćmt hefđ fer fram í kringum Reykjavíkurskákmótiđ í marsmánuđi nk. Á milli ţrjú og fjögur hundruđ skákmenn tóku ţátt í Íslandsmótinu um helgina og var teflt í fjórum deildum. Alls tóku á fjórđa hundrađ skákmenn ţátt í keppninni um helgina.
Huginn tefldi fram tveim erlendum stórmeisturum en Taflfélag Reykjavíkur hafđi innan sinna vébanda eingöngu íslenska skákmenn međ Hannes Hlífar Stefánsson á 1. borđi og Margeir Pétursson á 4. borđi. Stađan í 1. deild er ţessi: 1. Huginn 32 v. 2. Taflfélag Reykjavíkur 31 ˝ v. 3. Skákfélag Akureyrar 23 v. 4. Fjölnir 21 v. 5. Víkingaklúbburinn 20 ˝ v. 6. Huginn b-sveit 18 ˝ v. 7. Bolungarvík 16 v. 8. 10. KR skákdeild, Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 12 ˝ v.
Nokkrir skákmenn náđu afbragđs árangri um helgina. Hollendingurinn Van Kampen og Ţröstur Ţórhallsson sem tefldu fyrir Skákfélagiđ Huginn unnu allar fimm skákir sínar og ţađ gerđi einnig Björn Ţorfinnsson fyrir Taflfélag Reykjavíkur.
Í keppni 2. deildar hefur Skákfélag Reykjanesbćjar mikiđ forskot međ 19. vinninga af 24 mögulegum. Ţar teflir á 1. borđi Björgvin Jónsson og vann hann allar fjórar skákir sínar um helgina rétt eins og Hauka-mađurinn Sverrir Ţorgeirsson.
Í 3. deild leiđir Vinaskákfélagiđ međ Róbert Harđarson sem vann allar skakir sínar á 1. borđi og í 4. deild eiga í harđri keppni Hrókar alls fagnađar međ 20 vinninga en Taflfélag Vestmannaeyja sem byrjađi aftur 4. deild kemur skammt á eftir međ 18 vinninga.
Mikiđ var um óvćnt úrslit á mótinu. Jón Kristinsson sem varđ Íslandsmeistari 1971 og aftur 74 hefur lítiđ teflt undanfarna áratugi en ekki er langt síđan hann vann Henrik Danielsen. Á fimmtudagskvöldiđ sýndi hann styrk sinn og vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Nýr liđsmađur Skákfélags Akureyrar, Björn Ívar Karlsson, vann TR-inginn Jón Viktor
3. umferđ:
Björn Ívar Karlsson (SA) Jón Viktor Gunnarsson (TR)
Skileyjarvörn
1. Rf3 c5 2. e4 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 bxc6 5. O-O Bg7 6. He1 e5 7. b4!
Eftir ađ Bobby Fischer lék ţessum skarpa leik í seinna einvíginu viđ Spasskí í Sveti Stefan áriđ 1992 hefur afbrigđiđ sem hefst međ 6. .. e5 veriđ taliđ nćstum ţví óteflandi fyrir svartan.
7. ... cxb4 8. a3 b3 9. Bb2 d6 10. cxb3 Bg4?
Eftir ţennan leik er svarta stađan erfiđ. Hann varđ ađ reyna ađ spyrna á móti framrás d-peđsins og leika 10. ... c5 t.d. 11. b4 Hb8 o.s.frv.
11. d4! exd4 12. Bxd4 Bxf3 13. gxf3 Dg5+ 14. Kf1 Be5 15. Bxe5 dxe5 16. Rd2!
Skeytir engu um h2-peđiđ, riddarinn er á leiđinni til c4.
16. ... Dxh2 17. Rc4 Hd8 18. Dd4 f6 19. Had1 Df4 20. Rxd6 + Kf8
Vinningsleikurinn.
21. ... Hxd6 22. Db8+ Kg7
Jón sá ađ léki hann 22. .. Ke7 kćmi 23. e5! Hxd1 24. exf6+ Kf7 25. Dxf4 međ auđunnu tafli. En nú er eftirleikurinn auđveldur.
23. Dxd6 Dxf3 24. Dc7+ Kh6 25. Dh2+ Kg5 26. Hd8 Rh6 27. Hxh8 Rg4 28. Dg2
og svartur gafst upp.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. september 2015
Skákţćttir Morgunblađsins | Breytt 3.10.2015 kl. 09:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 14
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 8780628
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar