Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţungi skákkrúnunnar

nakamura-carlsen-tarjei
Tveim árum eftir sigurinn mikla í Chennai á Indlandi virđast hveitibrauđsdagar Magnúsar Carlsen sem heimsmeistari vera á enda. Í ţví sambandi líta menn ekki ađeins til frammistöđu hans á Evrópumótinu í Reykjavík á dögunum, heldur einnig til nokkurra skákmóta sem hann hefur tekiđ ţátt í undanfarna mánuđi. Ţar hefur hvergi örlađ á ţeim yfirburđum sem hann hafđi áđur. Heimsmeistari í kreppu hefur áđur veriđ til umfjöllunar í skákdálkunum. Spasskí talađi stundum um „ţunga keisarans krúnu “ sem hann var alveg ađ sligast undan.

Á hinu árlega stórmóti „London classsic“ eru keppendur í efsta flokki tíu talsins og eftir sjöttu umferđ sem fram fór sl. fimmtudag hafđi Magnús gert jafntefli í öllum skákum sínum. Ţetta ćtlar ađ verđa eitt daufasta stórmót sem sögur fara af en rösklega 83% skákanna hefur lokiđ međ jafntefli. Vinsćlasta byrjunin, Berlínar-vörn, hefur komiđ upp í ellefu viđureignum og öllum hefur lokiđ međ jafntefli. Í ţeirri byrjun fljúga drottningarnar yfirleitt „í kassann“ í 8. leik og viđ taka margvíslegar tilfćringar en jafnteflisdauđinn er samt alltaf nálćgur.

Ţegar ţrjár umferđir voru eftir af mótinu var stađan ţessi:

1. – 4. Giri, Nakamura, Vachier-Lagrave og Grischuk 3 ˝ v.(af 6) 5. – 8. Carlsen, Adams, Aronjan og Caruana 3 v. 9. Anand 2 ˝ v. 10. Topalov 1 ˝ v.

Ţetta mót og önnur međ svipađa samsetningu gefa ţrátt fyrir allt vísbendingu um ţađ hver sé líklegastur til ađ tefla um heimsmeistaratitilinn í náinni framtíđ. En ţađ vantar skákmann á borđ viđ Kínverjann unga, Wei Yi, til ađ skerpa myndina. Nakamura og Giri ţykja líklegir kandídatar en sá síđarnefndi hóf mótiđ međ ţví ađ sigra Venselin Topalov. Búlgarinn hafđi áreiđanlega tekiđ fórn Giri međ í reikninginn ţegar hann seildist eftir peđi á a7, en annađhvort vanmat hann drottningarleik Giri, sem kom í kjölfariđ, eđa gjörsamlega yfirsást hann:

„London classic“ 2015; 1. umferđ:

Venselin Topalov – Anish Giri

Grünfelds-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 c6 4. Bg2 d5 5. Da4 Rfd7 6. cxd5 Rb6 7. Dd1 cxd5 8. Rc3 Rc6 9. e3 Bg7 10. Rge2 O-O 11. O-O He8 12. b3 e5 13. dxe5 Rxe5 14. h3

Varfćrnislegur leikur sem leyfir 14. ... Bf5. Einnig kom til greina 14. Rd4 og svara 14. ... Bg4 međ 15. Dd2.

14. ... Bf5 15. Rd4 Bd3 16. He1 Ba6 17. Dd2 Rd3 18. Hd1 Bxd4!? 19. exd4 Df6 20. a4!

Lćtur peđiđ af hendi. Eftir 20. Bf1 getur svartur leikiđ 20. ... Df3 međ hugmyndinni 21. Bxd3 Bxd3 22. Dxd3 He1+! og vinnur.

20. ... Dxd4 21. a5 Rd7 22. Ha4 De5 23. Rxd5 Rxc1?!

Ţađ var ástćđulaust ađ skipta upp á ţessum sterka riddara. Eftir 23. ... R7c5 er svarta stađan betri.

24. Hxc1 Rf6 25. Rc7 Had8 26. Df4 g5 27. Db4!?

Bćđi hér og í 25. leik gat Topalov stofnađ til uppskipta og teflt til vinnings án ţess ađ taka mikla áhćttu. En ţađ er ekki stíll hans.

27. ... Db2 28. Haa1 He2 29. Dc5 h6 30. Rxa6 bxa6 31. Hab1 Dd2 32. Bf3 Re4! 33. Dxa7?

Tapleikurinn. Nú varđ hann ađ skipta upp og leika 33. Bxe4.

GH6V1FUO33. ... Rxf2! 34. Bxe2 Rxh3+ 35. Kf1

Ekki 35. Kg2 Dxe2+ 36. Kxh3 Dh5+ og 37. ... Hd2+ međ mátsókn.

35. ... Dd5!

Hér er hugmyndin komin fram.

36. Bh5 Dh1+ 37. Ke2 Dg2+ 38. Ke1 He8+ 39. Kd1 Rf2+ 40. Kc2 Re4+

- og hvítur gafst upp. Mátiđ blasir viđ, 41. Kd3 Dd2+ 42. Kc4 Hc8+ 43. Dc5 Hxc5 mát.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)

Skákţćttir Morgunblađins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8765254

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband