Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: 12 ára piltur vann alţjóđlegan meistara

Björn og Vignir
Jón Viktor Gunnarsson og Jóhann Ragnarsson eru efstir ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur. Í fjórđu umferđ sl. miđvikudagskvöld vann Jón Viktor hinn 12 ára gamla Vigni Vatnar Stefánsson sem í umferđinni á undan hafđi lagt alţjóđlega meistarann Björn Ţorfinnsson ađ velli. Keppendur í efsta flokki mótsins eru 64 talsins og stađa efstu manna er ţessi:

1. – 2. Jón Viktor Gunnarsson og Jóhann Ragnarsson 4 v. 3. – 5. Stefán Kristjánsson, Mikhael Jóhann Karlsson og Dagur Ragnarsson 3 ˝ v. 6. – 14. Guđmundur Gíslason, Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Ţorfinnsson, Oliver Jóhannesson, Einar Valdimarsson, Siguringi Sigurjónsson, Jón Trausti Harđarson, Héđinn Briem og Björn Hólm Birkisson 3 v.

Viđureign Björn Ţorfinnssonar og Vignis Vatnars er sú skák sem mesta athygli hefur vakiđ en Björn lagđi niđur vopnin eftir ađeins 22 leiki. Hann hefur vissulega átt betri daga en engu ađ síđur var taflmennska Vignis fjarska góđ af svo ungum manni ađ vera:

Skákţing Reykjavíkur 2016; 3. umferđ:

Björn Ţorfinnsson – Vignir Vatnar Stefánsson

Drottningarindversk vörn

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. g3 O-O 6. Bg2 Re4 7. O-O b6 8. Bf4 Bb7 9. cxd5 Rxc3 10. bxc3 exd4 11. c4 Rd7 12. cxd5

Björn er ekki ýkja mikiđ fyrir ađ tefla upp á tćknilegar stöđur en 12. Re5 kom sterklega til greina, t.d. 12. ... Rxe5 13. dxe5 c6 14. cxd4 cxd5 15. Db3 og hvítur nćr svo ađ „hlađa“ á d5-peđiđ.

12. ... Rf6 13. Hc1 Rxd5 14. Re5 c5 15. dxc5 Bxc5 16. Kh1?

Slakur leikur sem gerir svarti kleift ađ jafna tafliđ. Mun betra var 16. e3 sem gefur drottningunni ađgang ađ g4- og h5-reitunum.

16. ... Hc8 17. Db3 Rxf4 18. Bxb7 Rxe2!

Millileikur sem Birni hafđi sést yfir. Svartur hyggst svara 19. Bxc8 međ 19. ... Rxc1 o.s.frv.

19. Hcd1 Rd4 20. Dc4 Hc7 21. Bd5?

Kannski var ţetta hugmyndin eftir allt saman.

21. ... b5!

G1TV5M8V

22. Bxf7+ Hfxf7!

- og nú sá Björn ađ 23. Rxf7 er einfaldlega svarađ međ millileiknum 23. ... Da8+! og drottningin fellur. Hann gafst ţví upp. 

Skákmótiđ í Wijk aan Zee hefst í dag

Eitt skemmtilegasta skákmót ársins, Tata Steel-mótiđ, hefst í dag í Wijk aan Zee í Hollandi. Efsti flokkur sem dregur til sín stigahćstu stórmeistara heims er hluti af skákhátíđ sem haldin hefur veriđ í meira en 80 ár. Athyglin beinist sem fyrr ađ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem vann London classic um daginn og opna mótiđ í Katar. Ţátttakendur verđa: Magnús Carlsen, Fabiano Caruana, Ding Liren, Anish Giri, Wesley So, Sergey Karjakin, Michael Adams, Shakhriyar Mamedyarov, Wei Yi, David Navara, Hou Yifan, Loek Van Wely, Evgeny Tomashevsky og Pavel Eljanov. 

Hćgt er ađ fylgjast međ beinum útsendingum á ýmsum vefsvćđum. Má ţar nefna Chess24 og ICC. 

Dađi Örn Jónsson Evrópumeistari í bréfskák

Dađi Örn Jónsson hefur tryggt sér titilinn Evrópumeistari einstaklinga í bréfskák. Dađi hlaut 10 ˝ vinning af 16 mögulegum, vann fimm skákir og gerđi ellefu jafntefli. Í bréfskák nú til dags er heimilt ađ nota allan ţann hugbúnađ sem fyrirfinnst á markađi og hćfni Dađa sem er tölvufrćđingur viđ mötun forrita á óvenjulegum hugmyndum réđ miklu um frammistöđu hans. Ţrír rússneskir bréfskákmenn urđu í nćstu sćtum. Ţetta er langbesti árangur sem íslenskur bréfskákmađur hefur náđ.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16 janúar 2016.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 8765535

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband