Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Hannes, Héđinn, Guđmundur og Björn tefla á EM í Kósovó

Kryvo-Björn

Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Guđmundur Kjartansson unnu fremur lágt skrifađa andstćđinga í fyrstu umferđ Evrópumóts einstaklinga sem hófst viđ góđar ađstćđur í bćnum Gjakova í Kósovó á fimmtudaginn. Björn Ţorfinnsson glímdi hinsvegar viđ einn af stigahćstu keppendum mótsins, Úkraínumanninn Jurí Kryvoruchko og gerđi jafntefli međ svörtu eftir 36 leikja hörkubaráttu. Hćgt var ađ fylgjast međ ţessari viđureign á hinu vinsćla vefsvćđi Chess24. Ţessir fjórir eru fulltrúar Íslands á ţessu sterka opna móti en keppendur eru 239 talsins. Tefldar verđa ellefu umferđir.

Stigahćstu keppendur mótsins eru Tékkinn Navara, Pólverjinn Wojtaszek, Rússinn Vitiugov og Úkraínumađurinn Ponomariov. Skákin er í hávegum höfđ í Kósovó ađ sögn Gunnars Björnssonar, forseta SÍ, og kemur ţađ m.a. til af ţví ađ evrópska skáksambandiđ var eitt af fyrstu íţróttasamtökunum til ađ viđurkenna Kosovo inn í sín samtök. 

Biskupsfórnin á h7

Biskupsfórnin á h7 eđa h2 er fyrirbrigđi í skákinni sem flestir ţokkalegir skákmenn kunna ađ forđast. Snillingur á borđ viđ Mikhael Tal sat ţó a.m.k. einu sinni „vitlausa megin“ borđsins ţar sem fórnin kom viđ sögu er hann mćtti Lev Polugajevskí. Síđar kom á daginn ađ Polu hafđi bruggađ launráđ í félagi viđ Boris Spasskí sem var ađ undirbúa seinna heimsmeistaraeinvígi sitt viđ Tigran Petrosjan. Fórnin, frćđilega séđ, magnast ađ áhrifum ef önnur fylgir á hliđarreitnum, g7 eđa g2 eins og nokkur dćmi sanna. Séu skilyrđin sérstaklega góđ nćr fórnin ađ brjóta niđur allar varnir. Útfćrslan fylgir oft kunnuglegum leikbrögđum. Í rússnesku deildarkeppninni á dögunum ţar sem athyglin beindist ađ áskorandanum Karjakin og hann var ekki ađ standa sig neitt sérstaklega vel en Kramnik hinsvegar í banastuđi og annar harđskeyttur skákmađur Jan Neopmniachtchi kom biskupsfórnin snemma fyrir í skák sem Nepo tefldi viđ hinn unga Sjugirov. Sá er svo sem enginn veifiskati og getur státađ af sigri yfir Magnús Carlsen í ađeins 25 leikjum:

sanan-nepo

Minsk 2016:

Jan Nepomniachtchi – Sanan Sjugirov

Petroffs vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. c4 Be7 6. d4 0-0 7. Bd3 Rg5 8. Rc3 Bg4?

Ţessi slaki leikur hefur sést komiđ nokkrum sinnum áđur og enginn komiđ á auga á fléttuna sem leynist í stöđunni.

9. Bxg5! Bxg5

GSUVMQ82- sjá stöđumynd

10. Bxh7+! Kxh7 11. h4!

Ţarna er hugmyndin komin fram. Hörfi biskupinn til h6 eđa f6 kemur 12. Rg5+ og vinnur manninn til baka međ vinnings stöđu. Best er sennilega 12. .. Bxh4 en svarta stađan er ekki gćfuleg eftir 13. Dd3+ Kg8 14. Hxh4 ţó ađ engan rakinn vinnings sé ađ finna eftir 14.... f5.

11.... Bd2+

Kýs ađ gefa manninn til baka fyrir ekki neitt.

12. Dxd2 He8+ 13. Kf1 Bxf3 14. Dd3+ Kg8 15. Dxf3 Rd7 16. Hd1 Df6 17. Dxf6

Hvítur hefur ekkert á mót endatafli peđi yfir. Úrvinnsla ţessarar yfirburđastöđu vefst ekki fyrir honum.

17.... Rxf6 18. f3 d5 19. c5 b6 20. cxb6 axb6 21. Kf2 b5 22. a3 b4

Annars nćr hvítur ađ skorđa b-peđiđ međ – Ra2.

23. axb4 Hab8 24. b5 c6 25. Hhe1 cxb5 26. Hxe8+ Hxe8 27. Hc1 Ha8 28. Rxb5 Ha4 29. Hc8+ Kh7 30. g4 Hb4 31. Rd6 Hxd4 32. Kg3

Fumlaus úrvinnsla hefur leitt til vinningsstöđu og Sjugirov gafst upp, f7-peđiđ er dćm til ađ falla og kóngsstađa svarts í molum.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. maí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Skyldleikinn viđ skákina í óperunni

Wesley So and Garry KasparovWesley So er án efa besti skákmađur sem komiđ hefur fram á Filippseyjum. Fjölskyldumál hans voru dálítiđ í fréttum í fyrra, um ţađ leyti sem hann fékk bandarískt ríkisfang. Ţegar hann lagđi Kasparov ađ velli í ađeins 25 leikjum á hrađskákmótinu í St. Louis fyrir viku ţóttust fróđir menn og langminnugir, ţar á međal Garrí sjálfur í „tísti“ á Twitter, finna skyldleika viđ skák sem Paul Morphy tefldi viđ tvo áhugamenn í hléi á flutningi óperu Rossini, Rakaranum í Sevilla, í ítalska óperuhúsinu í París ţann 2. nóvember áriđ 1858. Ađ vísu hefur sagnfrćđingurinn Edward Winter haft uppi efasemdir um ţessa dagsetningu í veftímaritinu Chess Notes en viđ látum ţađ liggja milli hluta. Hinn liđlega tvítugi piltur fá New Orleans, sonur háyfirdómarans, hafđi lokiđ lagaprófi 19 ára og kunni lagabálk Louisana-ríkis utan ađ. Ţar sem hann var of ungur til ađ geta praktíserađ og engan verđugan andstćđing ađ finna viđ skákborđiđ í Bandaríkjunum tók hann áskorun sem var borin var fram í stórblađinu The Illustrated London Times og sigldi yfir hafiđ til Evrópu í ţeirri von ađ mćta fremsta skákmeistara Breta, Howard Staunton. Hann dvaldi ţó lengstum í París og á Café de la Régence gersigrađi hann helstu skákmeistara ţess tíma, ţar á međal Ţjóđverjann Adolf Andersen, sem er frćgur í skáksögunni fyrir Ódauđlegu skákina, sem tefld var viđ upphaf heimssýningarinnar í London áriđ 1851. Morphy heillađi menn međ fágađri framkomu sinni, flosamjúkri Suđurríkjaensku og snilldartaflmennsku. Fregnir af sigrum hans, m.a. í blindfjölteflum, bárust um álfuna og víđar. Viktoría Bretadrottning veitti honum áheyrn og ađallinn bar hann á höndum sér. Skákunnendurnir tveir sem áđur voru nefndir, Ísidor greifi og Karl hertogi af Brunswick, sem auđvitađ var međ einkastúku í ítalska óperuhúsinu, tefldu ţessa frćgu skák:

Paul Morphy

París 1858:

Paul Morphy – Samráđamenn

Philidor vörn

1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 Bg4 4. dxe5 Bxf3 5. Dxf3 dxe5 6. Bc4 Rf6 7. Db3 De7 8. Rc3 c6 9. Bg5 b5 10. Rxb5 cxb5 11. Bxb5+ Rbd7 12. O-O-O Hd8 13. Hxd7 Hxd7 14. Hd1 De6 15. Bxd7+ Rxd7

GB2VLOF716. Db8+ Rxb8 17. Hd8 mát.

Í St. Louis varđ Kasparov ađ láta sér lynda 3. sćtiđ, hlaut 9˝ v. af 18 mögulegum, Nakamura varđ efstur međ 11 vinninga, So fékk 10 vinninga og Caruana rak lestina međ 5˝ v. Kasparov átti í mesta basli međ So en skákin sem stendur upp úr er ţessi sigur úr 10. umferđ:

St. Louis 2016

Wesley So – Garrí Kasparov

Kóngsindversk vörn

1. Rf3 g6 2. e4 Bg7 3. d4 d6 4. c4 Bg4 5. Be2 Rc6 6. Rbd2 e5 7. d5 Rce7 8. h3

Stađan kom upp aftur í 16. umferđ og ţá hrókerađi hvítur.

Bd7 9. c5

Ţađ hefur stundum dugađ gegn Kasparov „ađ taka hann međ áhlaupi“; varnartaflmennska hefur aldrei veriđ hans sterkasta hliđ.

dxc5 10. Rc4 f6 11. d6 Rc8 12. Be3 b6 13. O-O Bc6 14. dxc7 Dxc7 15. b4 cxb4 16. Hc1 Rge7 17. Db3!

Hindrar stutta hrókun. Af svipbrigđum Kasparovs ađ dćma var honum alls ekki skemmt.

17. ... h6?

Furđulegur varnarleikur en ţađ var fátt um fína drćtti.

18. Hfd1 b5

GB2VLOFC19. Rcxe5! fxe5 20. Bxb5

Nú er svipuđ leppun komin fram og í Morphy-skákinni.

20. ... Hb8 21. Ba4! Db7 22. Hxc6! Rxc6 23. De6+ R8e7 24. Bc5!

Hótar 24. ... Bxc6+. Svartur er varnarlaus.

24. ... Hc8 25. Bxe7

– og Kasparov gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ţegar athyglin beindist ađ Najdorf gamla

320px-Miguel_Najdorf_1973
Magnús Carlsen hefur af einhverjum ástćđum ekki veriđ sérlega sigursćll á mótum í heimalandi sínu. Heilladísirnar hafa heldur ekki alltaf veriđ á bandi hans á „Norska mótinu“. Í fyrra féll hann á tíma eftir 60 leiki í skákinni viđ Venselin Topalov og taldi ţá ađ allt önnur tímamörk vćru í gildi. Á ţeim norsku meistaramótum sem hann heftur tekiđ ţátt í hefur hann vissulega veriđ međ í toppbaráttunni en samt átt í hinu mesta basli. Á „Norska mótinu“ sem hófst í Stafangri sl. mánudag virđist Magnús stađráđinn í ţví ađ reka af sér slyđruorđiđ hvađ „heimavöllinn“ varđar. Hann er efstur eftir ţrjár umferđir:

1. Carlsen 2 ˝ v. (af 3) 2.-3. Kramnik og Vachier-Lagrave 2 v. 4.-7. Li Chao, Giri, Topalov og Aronjan 1 ˝ v. 8.-9. Eljanov og Harikrishna 1 v. 10. Grandelius ˝ v.

Ţeir Kramnik og Vachier-Lagrave voru ekki međ keppnisrétt í áskorendamótinu í Moskvu og fannst mörgum ţađ miđur, Kramnik er nú í 2. sćti á heimslistanum og Vachier-Lagrave situr í ţví fimmta. Sigurskák Frakkans viđ Anish Giri í 2. umferđ er tekin til međferđar hér. Ţađ er afrek ađ leggja Hollendinginn ađ velli ţegar litiđ er til ţess ađ Giri fór taplaus í gegnum áskorendamótiđ á dögunum. Ţađ segir ađ vísu ekki alla söguna, oft var hann nálćgt ţví ađ draga vinninginn í land en jafntefliskraftarnir tóku ţá í taumana og niđurstađan sú ađ hann gerđi jafntefli í öllum fjórtán skákum sínum sem er einsdćmi í sögu áskorendamótanna.

Strax í fimmta leik reikar hugurinn til Moskvu, september 1984: á stóra sviđi „Hallar verkalýđsins“, sem stendur í grennd viđ Rauđa torgiđ, ţokar áskorandinn, Garrí Kasparov a-peđinu fram um einn reit í fimmtu einvígisskákinni viđ Karpov. Ţar sem ég sit beinist athyglin skyndilega ađ sköllóttum manni sem hefur flogiđ alla leiđ frá Buenos Aires til ađ fylgjast međ einvíginu, Miguel Najdorf. Sá rćđur sér ekki fyrir kćti enda komiđ upp afbrigđi Sikileyjarvarnar sem ber nafn hans. Najdorf hefur svo sem aldrei teflt ţađ framúrskarandi vel á sínum langa ferli og ađrir lagt meira til ţess, t.d. Lev Polgajevskí sem ekki er langt undan ţessa dagsstund og fitjar upp á trýniđ í sal sem er frćgur í mannkynssögunni, ţarna lágu Lenín og Stalín á líkbörunum árin 1924 og 1953. Veröld sem var:

Giri-MVL

Norska skákmótiđ 2016; 2. umferđ:

Anish Giri – Vachier Lagrave

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 h6 8. Bh4 Db6 9. a3!? 9. ... Be7 10. Bf2 Dc7 11. Df3 Rbd7 12. O-O-O b5 13. g4 g5!

Góđ viđbrögđ, svartur vinnur e5-reitinn fyrir riddarann.

14. h4 gxf4 15. Be2 Hg8 16. Hdg1?

Mistök. Hann varđ ađ bregđast hart viđ og leika 16. g5! hxg5 17. hxg5 Hxg5 18. Hh8+ Hg8 19. Hxg8 Rxg8 20. Dg2! međ hugmyndinni 20. ... Rgf6 21. e5! o.s.frv.

16. ... d5! 17. exd5 Re5 18. Dh3 exd5! 19. He1 Kf8 20. Rf5 Bxf5 21. gxf5 Bc5

Allir menn svarts dansa listilega, ţ.m.t. kóngurinn.

22. Df1 d4 23. Rb1 Re4 24. Bf3 Rxf2 25. Bxa8

Engu betra var 25. Dxf2 d3! og vinnur.

GEJVJQNT25. ... Red3+! 26. Kd2

Ekki er ţađ fagurt. Eftir 26. cxd3 kemur 26. ... Bxa3+! 27. Kd2 Bb4+ 28. Ke2 f3+! og mátar.

26. ... Rxe1 27. Dxf2 d3! 28. Dxe1 Be3+

- og Giri gafst upp. Hann er óverjandi mát, t.d. 29. Kxd3 Dc4 mát eđa 29. Dxe3 29. ... Dxc2+ og 30. ... fxe3..

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Karjakin dregur sig út úr "Norska mótinu"

Karjakin - Carlsen ungirHeimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Sergei Karjakin hefst í New York ţann 11. nóvember. Ţeir munu tefla 12 skákir. Verđi jafnt ađ ţeim loknum verđur gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma. Ţótt enn sé meira en hálft ár til keppni er taugastríđiđ hafiđ, sem m.a kemur fram í atburđarás tengdri „Norska skákmótinu“ sem hefst á mánudaginn í Stafangri. Ţar var Karjakin skráđur til leiks ásamt Magnúsi Carlsen, Kramnik, Giri, Aronjan, Vachier-Lagrave, Eljanov, Topalov, Harikrishna og Grandelius. Ţann 6. apríl barst hins vegar yfirlýsing úr herbúđum Karjakins ţess efnis ađ hann yrđi ađ hćtta viđ ţátttöku. Bar hann viđ önnum og mikilli ţreytu sem mun hafa sótt á hann eftir áskorendamótiđ á dögunum.

Norski mótshaldarinn brást ađ vonum illa viđ og upplýsti ađ fyrir lćgi undirritađur samningur milli ađila. Bćtti hann ţví viđ ađ málinu vćri ekki lokiđ og gaf ţannig í skyn ađ ţađ yrđi hugsanlega til lykta leitt fyrir dómstólunum. Jafnframt var kynntur til leiks nýr ţátttakandi og var ţađ Kínverjinn Li Chao, sem sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu 2014. Sá tók bođinu fengis hendi og sló fyrirhuguđu brúđkaupi sínu á frest um nokkrar vikur.

Auđvitađ dylst engum ađ Karjakin er međ ţessu ađ hefja kalt stríđ fyrir einvígiđ í haust. Saga heimsmeistaraeinvígjanna, frá ţví fyrsta sem haldiđ var áriđ 1886, er krökk af óvćntum uppákomum í ađdraganda ţeirra sem viđ Íslendingar ţekkja manna best. Ţegar Botvinnik kom fram á sjónarsviđiđ sem heimsmeistari um miđja síđustu öld fengu menn fljótlega ađ kynnast leikreglum lituđum af vćnisýki sem barátta Kasparovs og Karpovs síđar – á árunum 1984-91 – dró dám af.

Karjakin vill greinilega ekki vera eftirbátur ţessara manna og hefur ţegar tekist ađ hleypa illu blóđi í frćndur okkar Norđmenn, sem ţó vita ađ Magnús er betri og hefur reynst Karjakin erfiđur ljár í ţúfu. Eftirfarandi viđureign sem tefld var á skákmótinu í Wijk aan Zee fyrir nokkrum árum er raunar gott dćmi um hćfni heimsmeistarans til ađ laga sig ađ stíl andstćđingsins og skjóta honum skelk í bringu međ óvćntri byrjun sem hann teflir óađfinnanlega:

Wijk aan Zee 2010:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

Frönsk vörn

1. e4 e6

Frönsk vörn hafđi ekki veriđ fyrirferđarmikil í skákum Magnúsar ţegar ţessi viđureign fór fram.

2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 O-O 9. Be2 a6 10. O-O b5 11. Kh1 Dc7 12. a3 Bb7 13. Had1 Hac8 14. De1 cxd4 15. Rxd4 Rxd4 16. Bxd4 Bc5 17. Dh4 Bxd4 18. Hxd4 f6 19. Bd3 h6 20. exf6 Hxf6 21. f5?!

Ein helsta ónákvćmni Karjakins. Hann gat haldiđ jafnvćgi međ 21. Dg3.

21. ... Hcf8 22. Hg1 Rc5 23. fxe6 Rxe6 24. Hg4 Rf4 25. Dg3 De7! 

GK3VJ04KKyrrlátur leikur en magnađur, svartur hótar 27. ... d4 međ ţađ fyrir augum ađ taka síđan á g2 međ riddara. Karjakin sá sig knúinn til ađ gefa skiptamun.

26. Hxf4 Hxf4 27. Re2 Hf1 28. Rd4 Hxg1 29. Kxg1 He8 30. h4 De1 31. Kh2 Dxg3 32. Kxg3 Kf7 33. Kf2 Kf6 34. g3 Bc8 35. c3 Bg4 36. Bc2 g5 37. hxg5 hxg5 38. Bb3 Ke5 39. Bc2 Hf8 40. Kg2 Bd7 41. Rf3 Kf6 42. Bb3 g4 43. Rd4 Ke5 44. Bc2 a5

Karjakin tókst ađ halda stöđunni lokađri um stund en gegn framrás b-peđsins á hann enga vörn.

45. Bd1 Ke4

– og hvítur gafst upp.

.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitaskák áskorendamótsins

KarjakinViđ upphaf lokaumferđar áskorendamótsins í Moskvu sl. mánudag voru líkur til ţess ađ tveir keppendur yrđu jafnir í efsta sćti. Sú varđ raunin fyrir ţrem árum er Magnús Carlsen og Vladimir Kramnik urđu jafnir og efstir eftir ćsispennandi lokaumferđ ţó ađ báđir hafi tapađ lokaskákinni. Ţá var gripiđ til stigaútreikninga og Magnús hafđi betur, öđlađist réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Anand og viđ ţekkjum framhaldiđ.

Ţegar Sergei Karjakin og Fabiano Caruana settust ađ tafli var sá möguleiki fyrir hendi ađ Anand myndi tylla sér međ ţeim í efsta sćtiđ – ef hann ynni Svidler međ svörtu. Í ţví tilviki hefđi vaknađ allt annađ ákvćđi reglugerđar um mótiđ og Caruana úrskurđađur sigurvegari. En fáir reiknuđu međ sigri Anands og kannski síst hann sjálfur, hvatinn varla til stađar ţví fyrirsjánlegt var ađ stigaútreikningar myndu alltaf setja Anand í ţriđja sćti. Caruana varđ ţví ađ tefla til sigurs og ţanki um varkárari byrjanir vék fyrir hvössu afbrigđi sikileyjarvarnar. Í ţessari hreinu úrslitaskák gerđi Karjakin sér grein fyrir ţví ađ jafntefli myndi ađ öllum líkindum duga en jafnframt var honum fullkunnugt um fjölmörg dćmi ţess hversu varasamt getur reynst ađ tefla upp á jafntefli ţegar mikiđ er undir. Og ţarna sýndi hann styrk sinn, tók djarfar ákvarđanir í miđtafli sem ađ endingu tryggđu honum farseđilinn til New York:

Áskorendamótiđ 2016; 14. umferđ.

Sergei Karjakin – Fabiano Caruana

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O Bd7 9. f4 h6 10. Bh4 b5 11. Bxf6 gxf6 12. f5 Db6 13. fxe6 fxe6 14. Rxc6 Dxc6 15. Bd3 h5 16. Kb1 b4 17. Re2 Dc5 18. Hhf1 Bh6 19. De1 a5 20. b3 Hg8 21. g3 Ke7

Allt međ kyrrum kjörum og hefđbundnum hćtti. Stađan er í jafnvćgi.

22. Bc4 Be3 23. Hf3 Hg4 24. Df1 Hf8 25. Rf4 Bxf4 26. Hxf4 a4 27. bxa4!

Hann mátti alls ekki hleypa ţessu peđi til a3.

27. ... Bxa4 28. Dd3 Bc6 29. Bb3 Hg5 30. e5!?

Afdrifarík ákvörđun og djörf. Karjakin hefur greinilega lćrt eitt og annađ af Kasparov, ađ leika ofan í ţrćlvaldađan reit var sérgrein hans.

30. ... Hxe5 31. Hc4 Hd5 32. De2 Db6 33. Hh4 He5 34. Dd3 Bg2?! 35. Hd4 d5 36. Dd2 He4??

Caruana var í tímahraki. Hann ţvingar beinlínis fram leikfléttu. Eftir 36. ... Bf3 37. Hxb4 Dc7 er stađan enn tvísýn.

G3OVGR9M37. Hxd5! exd5 38. Dxd5 Dc7 39. Df5! Hf7 40. Bxf7 De5 41. Hd7+ Kf8 42. Hd8+!

– og Caruana sá endalokin, 42. ... Kxf7 43. Dh7+ Ke6 44. Dd7 mát, og gafst ţví upp.

Lokastađan varđ ţessi:

1. Karjakin 8 ˝ v.(af14) 2. – 3. Caruana og Anand 7 ˝ v. 4. – 7. Nakamura, Svidler, Giri og Aronjan 7 v. 8. Topalov 4 ˝ v.

 

 

Lausnir á skákdćmum

GPTVG3R0

 

Pal Benkö 1968

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Bc4. A) 1. ... Ke5 2. Dd5+ Kf6 3. Dg5 mát. B) 1. ... Kf5 2. Dh5+ og 3. Dg5 mát eđa 3. Dd5 mát.

GPTVG3R4

 

 

 

Sam Lloyd 1858

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Ba8 A) 1. ... Kf1 2. Dxf5+ og 3. Df2 mát. B) 1. ... g5 2. Db7 og 3. Dh1 mát. C) 1. ... f4 2. Dg6 og 3. Dg1 mát. D) 1. .... riddaraleikur, 2. Db6 ( eđa 2. Dxb6 ) og 3. Dg1 mát.

GPTVG3QS

 

 

 

Alexei Trotzky 1893

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Kc2 d1(D)+ 2. Kb1 og mát í nćsta leik

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Baráttan í áskorendamótinu stendur á milli Caruana og Karjakin

Ţegar tilkynnt var ađ einvígiđ um heimsmeistaratitilinn mundi fara fram í New York í haust beindust sjónir manna í Bandaríkjunum ađ áskorendamótinu í Moskvu og fulltrúum Bandaríkjanna Hikaru Nakamura og Fabiano Caruana. Líklegt verđur ađ telja ađ Nakamura njóti meiri hylli međal landa sinna en Caruana. Framlag hans til skákarinnar í Bandaríkjunum er meira. Hann er nćstyngsti skákmeistari Bandaríkjanna í sögunni, vann titilinn ađeins 16 ára gamall áriđ 2005 en sá yngsti, Bobby Fischer, varđ Bandaríkjameistari 14 ára í ársbyrjun 1958.

Fabiano Caruana hefur hinsvegar veriđ mönnum nokkur ráđgáta eftir ađ hann lýsti ţví yfir nýlega ađ hann myndi á nćstu árum tefla fyrir Bandaríkin. Hann er fćddur í Miami í Flórída og hefur mörgum sést yfir ţá stađreynd, en fyrir meira en tíu árum flutti fjölskylda hans til Madríd á Spáni og Fabiano tók síđan upp ítalskt ríkisfang til viđbótar viđ hiđ bandaríska og tefldi fyrir Ítalíu um árabil án ţess ađ hafa nokkurn tímann haft ţar fasta búsetu.

Ţegar ţetta er ritađ er stađan sú í Moskvu ađ ţessi ágćti fulltrúi Bandaríkjanna, bandaríska skáksambandsins og Ítalíu er kominn í efsta sćtiđ ásamt öđrum fulltrúa tveggja ţjóđa. Sergei Karjakin er fćddur í Úkraínu en teflir nú fyrir Rússa. Eins og áđur hefur komiđ fram vinnur sigurvegari mótsins réttinn til ađ skora á heimsmeistarann. Stađan eftir tíu umferđir:

1.-2. Caruana og Karjakin 6 v. 3.-4. Anand og Aronjan 5˝ v. 5. Giri 5 v. 6. Svidler 4˝ v. 7. Nakamura 4 v. 8. Topalov 3˝ v. 

Vel mannađur áskorendaflokkur

Ţó ađ Reykjavíkurskákmótinu hafi lokiđ fyrir nokkrum dögum sitja menn ekki auđum höndum. Áskorendaflokkur Skákţings Íslands hófst í Stúkunni á Kópavogsvelli á ţriđjudaginn og er vel mannađur enda tvö sćti í landsliđsflokki í húfi. 22 skákmenn hófu keppni en stigahćstir eru Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Oliver Aron Jóhannesson, Lenka Ptacnikova og Ţorvarđur Ólafsson. 

Ţriggja leikja dćmin

Í hinu víđlesna skáktímariti New in chess segir bandaríski stórmeistarinn Pal Benkö frá samskiptum sínum viđ Bobby Fischer og minnist ţess ţegar ţeir hittust í Lugano í Sviss haustiđ 1968 og hann lagđi fyrir hann fremur einfalt ţriggja leikja dćmi. Fischer hafđi gaman af skákdćmum en hann átti í talsverđum erfiđleikum međ ađ finna lausnina og ţađ tók hann meira en eina klukkustund. 

GPTVG3R0Pal Benkö 1968

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

Í ţessu sama blađi er ađ finna annađ dćmi sem Jan Timman fjallar en um höfundur ţess var mađur ađ nafni Sam Lloyd, fremsti skákdćmahöfundur Bandaríkjanna á sinni tíđ:

GPTVG3R4Sam Lloyd 1858

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

Kubbel og Trotzky koma strax upp í hugann ef velja á bestu skákdćmahöfunda allra tíma. Sá síđarnefndi, Alexei Trotzky, starfađi áratugum saman sem skógarvörđur og frá kofa hans bárust mörg snilldardćmi. Áriđ 1941 var Trotzky á áttrćđisaldri hćttur störfum og sestur ađ í Leningrad en innrás nasista yfirvofandi og var hvattur til ađ yfirgefa borgina en svarađi ţví til ađ hann kysi heldur ađ dvelja ţar. Ţar mćtti hann örlögum sínum og lést veturinn 1942.

GPTVG3QSAlexei Trotzky 1893 

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

Lausnir birtast í nćsta pistli.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 26. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Vika Indverjanna í skákinni

Gupta og Tania 2Indverjinn Abhjeet Gupta vann öruggan sigur á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu á miđvikudaginn. Gupta hafđi vinningsforskot fyrir lokaumferđina og dugđi jafntefli til ađ tryggja sér sigur ţegar hann tefldi viđ Ítalann Rambaldi. Hann hafđ hvítt og eftir ţráleik í miđtafli var sigurinn í höfn. Gupta hlaut 8˝ vinning af tíu. Rússinn Dmitry Andreikin varđ í öđru sćti, hlaut 8 vinninga. Bestum árangri íslensku skákmannanna náđi Hjörvar Steinn Grétarsson sem fékk 7 vinninga af tíu sem setti hann í 12.-22. sćti. Hjörvar veiktist fyrir skák sína í 8. umferđ og varđ ađ gefa hana án ţess ađ tefla. Hann gat ţó teflt í 9. og 10. umferđ og vann báđar. Frammistađa hans er góđ en afhjúpar samt galla á mótinu; andstćđingar hans voru nćr allir umtalsvert stigalćgri; hann tefldi ađeins viđ einn skákmann sem var yfir 2.420 elo-stigum. Skáksamband Íslands hefur ekki haldiđ lokađ mót í langan tíma en skákunnendur vilja sjá öfluga stórmeistara á borđ viđ Hjörvar Stein og Hannes Hlífar fá kröfuharđari verkefni.

Ţetta var í fimmta sinn sem Reykjavíkurskákmótiđ fer fram í Hörpu. Skipulagning var góđ. Mikill ţokki hvílir yfir salarkynnum og margir sem koma hingađ og tefla ár eftir ár. Indverska skákdrottningin Tania Sadchev er ein ţeirra. Hún hlaut 7 vinninga af tíu mögulegum og var taplaus. Ţó tefldi hún viđ stórmeistara á stigabilinu 2.553-2.653 elo í lokaumferđunum sjö.

Fjórir íslenskir skákmenn bćttu viđ sig meira en 100 elo-stigum: Alexander Oliver Mai, Ţór Hjaltalín, Alec Elías Sigurđarson og Birkir Ísak Jóhannsson. 

 

Aronjan og Karjakin efstir í Moskvu – Hou Yifan aftur heimsmeistari kvenna

Línur eru teknar ađ skýrast í áskorendamótinu í Moskvu en ţar hafa veriđ tefldar sex umferđir af fjórtán. Sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Armeninn Levon Aronjan vann Bandaríkjamanninn Nakamura í 6. umferđ og komst upp viđ hliđ rússneska/úkraínska stórmeistarans Sergei Karjakin. Stađan: 

1.-2. Aronjan, og Karjakin 4 v. (af 6) 3. Anand 3˝ v. 4.-5. Caruana og Giri 3 v. 6. Svidler 2˝ v 7.-8. Nakamura og Topalov 2 v.

Svo virđist sem meira en 20 ára reynsla af svona keppnum muni skila Anand betri árangri en spár sögđu fyrir um. Hann gjörsamlega ruslađi Peter Svidler upp í 6. umferđ:

Wisvanthan Anand – Peter Svidler

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. a4 Bb7 9. d3 He8 10. Rbd2 Bf8 11. c3 Ra5 12. Bc2 c5 13. d4 exd4!?

Ţađ getur veriđ varasamt ađ gefa eftir á miđborđinu en ađ baki leiknum er ákveđin hugmynd.

14. cxd4 d5 15. e5 Re4 16. axb5 axb5 17. Rxe4 dxe4 18. Hxe4!

Snilldar skiptamunsfórn sem Svidler kann ađ hafa sést yfir. Eftir 18.... Bxe4 19. Bxe4 Ha7 kemur 20. Bxh7+! Kxh7 21. Rg5+ Kg8 22. Dh5og vinnur.

18.... Rb3!?

Skyldi Svidler hafa veđjađ á ţennan leik?

G01VF5HQ19. Hxa8 Bxa8 20. Rg5! Rxc1 21. Dh5!

Skyndilega er svartur varnarlaus.

21.... h6 22. Dxf7+ Kh8 23. Hg4 Da5 24. h4!

– Enn einn hnitmiđađur leikur og Svidler gafst upp. Ţetta hefur veriđ vika Indverja í skákinni.

Í Lviv í Úkraínu á ţriđjudaginn vann Hou Yifan níunda skákina gegn Maríu Muzychuk, og ţar međ einvígiđ 6:3. Hún hefur ţví endurheimt heimsmeistaratitil kvenna.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Indverjinn Gupta međ vinningsforskot fyrir lokaumferđina í dag

Tania í mblIndverski stórmeistarinn Abhiteet Gupta vann Svíann Nils Grandelius í 9. umferđ Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gćr. Indverjinn náđi ţar međ vinnings forskoti á nćstu menn, hefur átta vinninga af níu mögulegum. Í 2.-6. sćti eru Búlgarinn Cheparinov, Aserinn Mamedyarov, Ítalinn Rambaldi, Rússinn Andreikin og Englendingurinn Gawain Jones, allir međ sjö vinninga.

Guđmundur Kjartansson er efstur Íslendinga en hann vann ítalska stórmeistarann Dvirnyy í gćr og er međ 6˝ vinning, jafn indversku skákdrottningunni Töniu Sadchev sem er taplaus ţótt hún hafi teflt viđ marga stigahćstu skákmenn mótsins. Hefur frammistađa hennar vakiđ mikla athygli.

Hvađ varđar ađra íslensku ţátttakendurna hafa margir af ungu skákmönnunum stađiđ sig vel og ef miđ er tekiđ af stigahćkkunum eingöngu slá ţeir Alec Elías Sigurđarson og Alexander Thor Mai öllum viđ međ meira en 100 elo-stiga hćkkun.

Stigahćstu íslensku skákmennirnir, ţeir Hannes Hlífar Stefánssonar og Hjörvar Steinn Grétarsson, hafa ekkert sýnt ađ ţessu sinni en á hinn bóginn hafa Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson teflt frísklega. Ţađ var ađ vísu súrt í broti fyrir Björn ađ tapa fyrir Aryan Tari í 9. umferđ í gćr en ţar lét Björn drottninguna af hendi fyrir meira en lítiđ óljósar bćtur. Hann á eina glćsilegustu leikfléttu mótsins er hann mćtti Norđmanninum Kvamme í 7. umferđ:

Reykjavíkurskákmótiđ 2016:

Björn Ţorfinnsson – John A. Kvamme

Trompowsky-byrjun

1. Rf3 g6 2. d4 Rf6 3. Bg5 Bg7 4. e3 c5 5. c3 b6 6. Rbd2 Bb7 7. Bd3 d6 8. Dc2 0-9. h4 cxd4 10. exd4 Rc6 11. h5 Hc8

11.... Rxh5 kom til greina en bauđ heim skiptamunarfórn á h5.

12. hxg6 hxg6 13. Bc4 Ra5 14. Be2 Dd7 15. Hh4 b5 16. b4 Rc4 17. Bxc4 bxc4 18. 0-0-0 Bc6? 19. Hdh1 Ba4?

Missir tök á e4-reitnum. Langbest var ađ hefja gagnsókn međ 19.... a5.

20. Bxf6! Bxf6

Vitaskuld ekki 20.... Bxc2 21. Hh8+ og mátar.

21. De4 d5

GT8VEOPP22. Hh8+!

Ţrumuleikur sem Norđmađurinn hafđi ekki tekiđ međ í reikninginn.

22.... Bxh8 23. Dh4 Kg7 24. g4!

Slćr tvćr flugur í einu höggi, hótar 25. g5 og tekur f5-reitinn af drottningunni.

24.... Hg8 25. Re5! De8 26. Rdf3! Kf8 27. Rg5

Svartur fćr ekkert viđ riddarana ráđiđ.

27.... Db5 28. Dh7 Bg7 29. Rxg6+! Ke8 30. Dxg8+ Kd7 31. Dxg7 fxg6 32. He1 He8 33. Re6 Kc8 34. Rc5 Db8 35. He5 Bc6 36. Dxg6

– og svartur gafst upp. 

Armeninn slapp naumlega

Annar íslenskur skákmađur sem hefur átt gott mót er Stefán Kristjánsson. Hann tefldi langa og erfiđa skák viđ Armenann Hrant Melkumnjan í 7. umferđ og eftir ţunga stöđubaráttu í miđtaflinu náđi hann upp vinningsstöđu. Tímamörkin reyndust honum erfiđ; ţó ađ 30 sekúndur bćtist sjálfkrafa viđ tímann eftir hvern leik getur mikil uppsöfnuđ spenna leitt af sér rangar ákvarđanir. 

GT8VEOPUSjá stöđumynd

Stefán – Melkumjan

65. Ke4??

Frípeđunum á ađ ýta! Eftir 65. g6 vinnur hvítur, t.d. 65.... Hh3+ 66. Kg4 Hh1 67. f5 a1(D) 68. Hxa1 Hxa1 69. f6 og hvítur kemur sér upp drottningu.

65.... Hh1 66. g6 a1(D) 67. Hxa1 Hxa1 68. f5 Hg1 69. Ke5 Kc4 70. Kf6

Ekki dugar 70. f6 vegna 70.... Hg5+! međ jafnteflisstöđu.

70.... Kd5 71. Kg7 Ke5 72. f6 Kf5 73. f7 Hxg6+ 74. Kh7 Hf6 75. Kg7 Hxf7+ 76. Kxf7

Jafntefli.

Síđasta umferđ mótsins hefst kl. 11 í dag.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Brćđur, feđgar og Robert Fischer ađ tafli í Hörpu

Reykjavíkurskákmótiđ er skemmtilega samsett mót. Eftir ađ ţađ fluttist í hin glćsilegu salarkynni í Hörpu hefur fjöldi keppenda komist upp fyrir 200 manns. Stór hluti er skákáhugamenn sem hafa kannski ekki annan metnađ en ţann ađ finna nýjan keppnisstađ og tefla í sama móti og sum stóru nöfnin í skákinni; fjórir sigurstranglegustu skákmennirnir eru međ yfir 2.700 elo-stig. Sumir koma ár eftir ár, eins og t.d. Hollendingurinn geđţekki Eric Winter. Og aftur er mćtt til leiks skákdrottningin Tania Sadchev, ein sterkasta skákkona Indverja um árabil og eftirsóttur skákskýrandi, eins og kom berlega í ljós ţegar Anand mćtti Magnúsi Carlsen í heimsmeistaraeinvíginu í Madras á Indlandi haustiđ 2013. Sum nöfn klingja kunnuglega í eyrum. Ţarna situr Robert Fischer ađ tafli, allnokkrir brćđur: Björn og Bragi, Bárđur Örn og Björn Hólm, Aron Thor Mai og Alexander Oliver Mai, Óskar Víkingur og Stefán Orri og systkinin Nansý og Joshua.

Og feđgar fyrirfinnast einnig í skákinni. Henrik, pabbi heimsmeistarans, er aftur mćttur til leiks. Ţađ er auđvitađ ljóst ađ strákurinn Magnús er föđurbetrungur á ţessu sviđi en Henrik hefur gaman af ţví ađ tefla og gerir ţađ stundum skínandi vel; hann kveđst taka ţátt í einu móti á ári og Reykjavíkurskákmótiđ hefur orđiđ fyrir valinu undanfarin ár. Meira jafnrćđi er međ feđgunum, Jóhanni Ingvarssyni og Erni Leó Jóhannssyni. Örn Leó sem er liđlega tvítugur gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi ađ velli ítalskan stórmeistara međ tćplega 2600 elo-stig:

Reykjavíkurskákmótiđ 2016; 2. umferđ:

Danyyil Dvirnyy- Örn Leó Jóhannsson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6 Rxf6 7. Bc4

Einnig er gott ađ ađ setja ţennan biskup á d3 – sjá aths. viđ 10. leik hvíts.

7. ... Be7 8. De2 O-O 9. Bg5 b6

Stćđi biskupinn á d3 vćri ţetta ekki hćgt vegna 10. Bxf6 Bxf6 11. De4 sem hótar máti og hrók á a8.

10. O-O-O Bb7 11. Kb1 a6 12. Hhg1 b5 13. Bd3 Rd5 14. Bd2 Rb4 15. Bxb4 Bxb4 16. Re5 De7 17. g4 Bd6 18. g5 Bxe5 19. dxe5 Hfd8 20. Hg4 c5 21. Hdg1 g6!

Ţó ađ svörtu peđin séu nú kirfilega skorđuđ á hvítum reitum er ekki nokkur leiđ fyrir hvítan ađ opna línur á kóngsvćng og svartur rćđur yfir d-línunni.

22. c3 Hd7 23. Bc2 Had8 24. h4 c4 25. h5 Dc5 26. Hf4 Hd2 27. De1 b4 28. cxb4 Dxb4 29. a3 Db5 30. Hg3

Hyggst skorđa c-peđiđ en Örn Leó lćtur sér ţađ í léttu rúmi liggja.

GEKVE2S630. ... c3!? 31. Hxc3?

Mistök. Hann varđ ađ leika 31. Hb4! og 31. ... He2 má ţá svara međ 32. Dxc3.

32. Dc1 Dxe5 33. He3 Hxe3 34. fxe3 Dxg5 35. Df1 Hd7 36. Ba4 Hc7 37. Bb3

Reyna mátti 37. Be8 en svartur á gott svar, 37. ... gxh5!

37. ... Dxh5 38. e4 De5!

Nú er eftirleikurinn auđveldur.

39. Bc2 Kg7 40. a4 f5 41. exf5 exf5 42. Hb4 He7 43. Ka2 Bd5 44. Bb3 De1 45. Df4 Bxb3 46. Hxb3 De4 47. Db8 Dxa4 48. Ha3 Dc4 49. Hb3 a5 50. Dd8 Hb7

- og hvítur gafst upp.

Eftir fjórđu umferđ sem fram fór á fimmtudaginn voru Indverjinn Gupta og Englendingurinn Gawain Jones efstir međ fullt hús. Hjörvar Steinn Grétarsson, sem tók ˝ vinnings yfirsetu í 4. umferđ, og Stefán Kristjánsson voru í 3.-19. sćti međ 3 ˝ vinning en jafnir ţeim voru menn á borđ viđ Shakriyar Mamedyarov, Ivan Cheparinov, Richard Rapport, Sergei Movsesian og Simen Agdestein.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Eins og ađ tefla viđ skáksöguna – 16 ára Kópavogsbúi gerđi jafntefli viđ Beljavskí

Bárđur ađ tafliFrćgasti skákmađur 31. Reykjavíkurskákmótsins, ţar sem 235 skákmenn og konur hófu keppni í Hörpu á ţriđjudaginn, er án efa Alexander Beljavskí fćddur í Lviv í Úkraínu nú búsettur í Slóveníu. Hann varđ heimsmeistari unglinga áriđ 1973, varđ efstur á sovéska meistaramótinu ásamt Tal ári síđar en vann innbyrđis uppgjör ţeirra, tefldi á 1. borđi fyrir Sovétríkin á Ólympíumótinu í Grikklandi haustiđ 1984 ţar sem hann fékk 8 vinninga af 10 mögulegum, varđ í 2. sćti á eftir Kasparov á heimsbikarmótinu í Reykjavík haustiđ 1988 og hefur tvisvar unniđ stórmótiđ í Tilburg í seinna skiptiđ áriđ 1986 byrjađi hann á ţví ađ tapa tveim fyrstu skákum sínum. Beljavskí hefur nokkrum sinnum gert atlögu ađ heimsmeistaratitlinum. Ađ mćta honum viđ skákborđiđ er eins og ađ tefla á móti skáksögu ofanverđrar 20. aldar. Kópavogsbúinn Bárđur Örn Birkisson sem varđ 16 ára í byrjun febrúar lét orđspor ţess frćga skákmanns – og meira en 600 elo-stiga mun – ekki villa um fyrir sér og var hársbreidd frá ţví ađ leggja kappann ađ velli og sćtti sig ekki viđ jafntefli fyrr en allar tilraunir voru ţrautreyndar:

Reykjavíkurskákmótiđ; 1. umferđ:

Alexander Beljavskí – Bárđur Örn Birkisson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 Rbd7 9. De2 Bg6 10. e4 0-0 11. Bd3 Bh5 12. e5 Rd5 13. Rxd5 cxd5 14. De3 He8 15. Re1 Bg6 16. Be2 Rb8!

Ţessi leikur sýnir ađ Bárđur hefur mćtt vel undirbúinn til leiks. Riddarinn stendur vel á c6 og svartur hefur fćri eftir c-línunni.

17. Db3 Rc6 18. Be3 Db6 19. Rd3 a5 20. Rxb4 Dxb4 21. Dc3 Hec8 22. Hfc1 Db6 23. Dd2 Rb4 24. Ha3 Rc2! 

G4HVDQNCLamar samspil hvítu mannanna.

25. Hc3 Dxb2 26. Hxc8+ Hxc8 27. Dxa5 h6 28. h4 Hc3! 29. Db5 Hb3 30. De8+ Kh7 31. Bf4

Kannski hefur Beljavskí ćtlađ ađ leika 31. h5 en svartur getur svarađ međ 31.... Hxe3! sem vinnur.

31.... Rxd4 32. Bf1 Hc3 33. He1 Hc2

Gott var einnig 33.... Rc6 eđa jafnvel 33.... Hh3!

34. h5 Be4?

Bárđur var orđinn tímanaumur. Best er 34....Bxh5! 35. Bd3 Bg6 36. Bxc2 Dxc2 og hvítur er varnarlaus.

35. Be3

Hann gat náđ jafntefli međ 35. Hxe4 dxe4 36. Dxf7 o.s.frv.

35.... Re2+ 36. Hxe2 Hxe2 37. Bxe2 Dxe2 38. Dxf7 

G6HVDQNG38.... Dd1+?

38.... d4! vinnur. Eina leiđin er 39. Df4 en ţá kemur 39.... Dd1+ 40. Kh2 Dxh5+ 41. Kg1 Dg6! 42. f3 dxe3 43. fxe4 De8! međ vinnings stöđu.

39. Kh2 Dg4 40. f3 Dh4+ 41. Kg1 De1+ 42. Kh2 Dh4+ 43. Kg1 De1+ 44. Kh2 Dxe3 45. fxe4 Dxe4 46. Dxe6 d4 47. Dd6 d3 48. e6 Dh4+ 49. Kg1 De1+ 50. Kh2 Dh4+ 51. Kg1 De1+ 52. Kh2 Dh4+ 53. Kg1 De1+

– Jafntefli.

Í 2. umferđ vakti einnig mikla athygli ađ Einar Valdimarsson vann sćnska stórmeistarann Nils Grandelius. Svíinn lenti í mátgildru eftir ađ hafa lengi reynt ađ vinna jafna stöđu:

 

Einar Grandelius

G6HVDQNL44. Re7+ Kg4??

Hann varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli međ 44.... Ke5 45. Rg6+ Kf5 46. Re7+ o.s.frv.

45. Kf2! Hc1 46. h3+ Kf4 47. Rg6+! svartur er óverjandi mát, 47. .. Kf5 48. g4 mát.

Í ţriđju umferđ sem hófst snemma dags í gćr ákváđu nokkrir af okkar bestu mönnum ađ taka ˝ vinnings yfirsetu. Örn Leó Jóhannsson vann ítalska stórmeistarann Danyyil Dvirnyy og er einn fjölmargra keppenda međ 2 vinninga.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. mars

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8779160

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband