Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Úrslitaskák áskorendamótsins

KarjakinViđ upphaf lokaumferđar áskorendamótsins í Moskvu sl. mánudag voru líkur til ţess ađ tveir keppendur yrđu jafnir í efsta sćti. Sú varđ raunin fyrir ţrem árum er Magnús Carlsen og Vladimir Kramnik urđu jafnir og efstir eftir ćsispennandi lokaumferđ ţó ađ báđir hafi tapađ lokaskákinni. Ţá var gripiđ til stigaútreikninga og Magnús hafđi betur, öđlađist réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Anand og viđ ţekkjum framhaldiđ.

Ţegar Sergei Karjakin og Fabiano Caruana settust ađ tafli var sá möguleiki fyrir hendi ađ Anand myndi tylla sér međ ţeim í efsta sćtiđ – ef hann ynni Svidler međ svörtu. Í ţví tilviki hefđi vaknađ allt annađ ákvćđi reglugerđar um mótiđ og Caruana úrskurđađur sigurvegari. En fáir reiknuđu međ sigri Anands og kannski síst hann sjálfur, hvatinn varla til stađar ţví fyrirsjánlegt var ađ stigaútreikningar myndu alltaf setja Anand í ţriđja sćti. Caruana varđ ţví ađ tefla til sigurs og ţanki um varkárari byrjanir vék fyrir hvössu afbrigđi sikileyjarvarnar. Í ţessari hreinu úrslitaskák gerđi Karjakin sér grein fyrir ţví ađ jafntefli myndi ađ öllum líkindum duga en jafnframt var honum fullkunnugt um fjölmörg dćmi ţess hversu varasamt getur reynst ađ tefla upp á jafntefli ţegar mikiđ er undir. Og ţarna sýndi hann styrk sinn, tók djarfar ákvarđanir í miđtafli sem ađ endingu tryggđu honum farseđilinn til New York:

Áskorendamótiđ 2016; 14. umferđ.

Sergei Karjakin – Fabiano Caruana

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O Bd7 9. f4 h6 10. Bh4 b5 11. Bxf6 gxf6 12. f5 Db6 13. fxe6 fxe6 14. Rxc6 Dxc6 15. Bd3 h5 16. Kb1 b4 17. Re2 Dc5 18. Hhf1 Bh6 19. De1 a5 20. b3 Hg8 21. g3 Ke7

Allt međ kyrrum kjörum og hefđbundnum hćtti. Stađan er í jafnvćgi.

22. Bc4 Be3 23. Hf3 Hg4 24. Df1 Hf8 25. Rf4 Bxf4 26. Hxf4 a4 27. bxa4!

Hann mátti alls ekki hleypa ţessu peđi til a3.

27. ... Bxa4 28. Dd3 Bc6 29. Bb3 Hg5 30. e5!?

Afdrifarík ákvörđun og djörf. Karjakin hefur greinilega lćrt eitt og annađ af Kasparov, ađ leika ofan í ţrćlvaldađan reit var sérgrein hans.

30. ... Hxe5 31. Hc4 Hd5 32. De2 Db6 33. Hh4 He5 34. Dd3 Bg2?! 35. Hd4 d5 36. Dd2 He4??

Caruana var í tímahraki. Hann ţvingar beinlínis fram leikfléttu. Eftir 36. ... Bf3 37. Hxb4 Dc7 er stađan enn tvísýn.

G3OVGR9M37. Hxd5! exd5 38. Dxd5 Dc7 39. Df5! Hf7 40. Bxf7 De5 41. Hd7+ Kf8 42. Hd8+!

– og Caruana sá endalokin, 42. ... Kxf7 43. Dh7+ Ke6 44. Dd7 mát, og gafst ţví upp.

Lokastađan varđ ţessi:

1. Karjakin 8 ˝ v.(af14) 2. – 3. Caruana og Anand 7 ˝ v. 4. – 7. Nakamura, Svidler, Giri og Aronjan 7 v. 8. Topalov 4 ˝ v.

 

 

Lausnir á skákdćmum

GPTVG3R0

 

Pal Benkö 1968

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Bc4. A) 1. ... Ke5 2. Dd5+ Kf6 3. Dg5 mát. B) 1. ... Kf5 2. Dh5+ og 3. Dg5 mát eđa 3. Dd5 mát.

GPTVG3R4

 

 

 

Sam Lloyd 1858

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Ba8 A) 1. ... Kf1 2. Dxf5+ og 3. Df2 mát. B) 1. ... g5 2. Db7 og 3. Dh1 mát. C) 1. ... f4 2. Dg6 og 3. Dg1 mát. D) 1. .... riddaraleikur, 2. Db6 ( eđa 2. Dxb6 ) og 3. Dg1 mát.

GPTVG3QS

 

 

 

Alexei Trotzky 1893

Hvítur leikur og mátar í 3. leik.

1. Kc2 d1(D)+ 2. Kb1 og mát í nćsta leik

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 8766397

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 97
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband