Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistaraeinvígi kvenna og áskorendamótiđ ađ hefjast

Heimsmeistaraeinvígi kvenna milli heimsmeistara kvenna María Muzychuk frá Úkraínu og kínversku skákdrottningarinnar Hou Yifan hefst í Lviv í Úkraínu ţann 1. mars nk. Ţćr munu tefla 10 skákir en ekki er gert ráđ fyrir ađ Hou Yifan muni eiga í miklum erfiđleikum međ ađ endurheimta titilinn en hún er u.ţ.b. 100 elo-stigum hćrri en sú úkraínska. Heimamenn gera allt sem í ţeirra valdi stendur til ađ undirbúa Maríu Muzychuk sem best fyrir einvígiđ og ţađ vakti talsverđa athygli ţegar hún tók ţátt í meistaramóti Úkraínu sl. vor ađ skákir hennar voru ekki birtar opinberlega. Leyndarhyggjan er enn viđ völd ţar eystra.

Annar stórviđburđur skákarinnar, áskorendamótiđ í Moskvu, hefst svo 10. mars mars og stendur til 30. mars en sigurvegarinn ţar mun öđlast réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Ţegar hefur veriđ dregiđ um töfluröđ og lítur hún svona út:

1. Sergei Karjakin 2. Hikaru Nakamura 3. Anish Giri 4. Wisvanathan Anand 5. Venselin Topalov 6. Levon Aronjan 7. Fabiano Caruana 8. Peter Svidler.

Tefld verđur tvöföld umferđ, sjöunda umferđ fer fram á undan sjöttu umferđ sem er gert til ađ forđa ţví ađ Karjakin og Topalov hafi hvítt og svart ţrisvar í röđ.

Allir ţessir stórmeistarar hafa veriđ iđnir viđ kolann undanfariđ og er skemmst ađ minnast opna mótsins á Gíbraltar á dögunum ţar sem Nakamura sigrađi en nokkrum dögum síđar vann hann aftur, ađ ţessu sinni sex manna skákmót í Zürich í Sviss sem fór fram eftir flóknu fyrirkomulagi hrađ-at- og venjulegri kappskák. Ađrir ţátttakendur ţar voru Anand, Aronjan, Kramnik, Giri og Shirov.

Í ljósi frammistöđu Nakamura sem er ófeiminn viđ ađ lýsa ţví yfir ađ hann sé verđandi andstćđingur Magnus Carlsen í heimsmeistaraeinvígi geta Bandaríkjamenn veriđ bjartsýnir fyrir ţetta áskorendamóti ţar sem Fabiano Caruana hefur öđlast bandarískan ríkisborgarétt og mun tefla undir fána ţeirra. 

Guđmundur Kjartansson vann Nóa Síríus mótiđ 2016

Eftir spennandi lokaumferđ Nóa Síríus mótsins sem var samvinnuverkefni Skákfélagsins Hugins og Skákdeildar Breiđabliks stóđ Guđmundur Kjartansson uppi sem sigurvegari eftir ađ hafa lagt Halldór Brynjar Halldórsson ađ velli í lokaumferđinni sem fram fór fimmtudaginn 11. febrúar. Efstu menn í A-flokki: 

1. Guđmundur Kjartansson 5 v. ( af 6) 2. – 3. Magnús Örn Úlfarsson og Halldór Grétar Einarsson 4 ˝ v. 4. – 7. Guđmundur Gíslason, Stefán Kristjánsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Örn Leó Jóhannsson 4 v.

Örn Leó Jóhannsson hćkkađi mest allra keppenda á stigum eđa um 45 elo stig.

Í B –riđli urđu jafnir í efsta sćti Snorri Ţór Sigurđsson og Dawid Kolka međ 5 vinninga af sex mögulegum. Í 3. – 4. sćti komu Bárđur Örn Birkisson og Birkir Karl Sigurđsson međ 4 ˝ vinning. 

Lausnir á skákdćmum eftir Paul Keres

Pistlahöfundur fékk mikil viđbrögđ viđ umfjöllun um Paul Keres og dćmin sem hann samdi kornungur og birtust hér í blađinu fyrir viku síđan. Lausnirnar eru eftirfarandi: 

GHUV9S9A
Dćmi 1:

1. Bc2! – og mát í nćsta leik, hvítur hótar 2. Dxa2 mát, 1. ... Bxb1 er svarađ međ 2. Bxb3 mát og 1. ... Bxc2 er svarađ međ 2. Dxa2 mát.

GHUV9S9N

 

 

 

 

Dćmi 2:

1. Dh8!

a) 1. ... e4 2. Hxg1+ Kxg1 3. Da1 mát.

b) 1. ... e2 2. Dxh2+ gxh2 3. Rf2 mát.

 

 

 


Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. febrúar 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband