Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Félagaskipti

Dr. Kristján í TV

Kristján GuđmundssonDr. Kristján Guđmundsson (2262) er genginn í rađir Vestmannaeyinga en Kristján hefur mörg undanfarin ár veriđ í Taflfélagi Garđabćjar og varđ Íslandsmeistari međ ţví félagi áriđ 1992. Kristján er ćttađur úr Eyjum ţannig ađ Eyjamenn halda uppteknum hćtti međ ţví ađ krćkja í skákmenn sem eiga ćttir sínar ađ rekja ţangađ.

Kristján er einn í röđ nokkurra sterkra skákmanna sem nýlega hafa gengiđ í TV og mun hann án efa styrkja a-liđ ţess. Kristján ţótti snemma hćfileikaríkur á skáksviđinu og var međal efnilegustu skákmanna landsins upp úr 1970. Hann tók m.a. ţátt í Reykjavíkurskákmótinu 1974 sem var sterkt lokađ mót og stóđ sig vel. Sínum besta árangri náđi hann ţó í World Open í Bandaríkjunum áriđ 1981 ţegar hann varđ međal efstu manna fyrir ofan marga sterka stórmeistara.


Skákţáttur Morgunblađsins: Danir hylla Bent Larsen 75 ára

Á Politiken-mótinu í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir hylla Danir sinn fremsta skákmann, Bent Larsen sem varđ 75 ára hinn 5. mars sl. Međal atriđa á dagskrá tileinkađri honum er einvígi sem Peter Heine Nielsen teflir viđ Peter Svidler. Ţeir tefla nokkrar stuttar skákir sem hefjast međ hinni svonefndu Larsen-byrjun, 1. b3.

Larsen sló í gegn á Ólympíumótinu í Moskvu 1956 en ţar náđi hann bestum árangri 1. borđs manna og var ţegar í stađ útnefndur stórmeistari. Hann var lengi ađ gera upp viđ sig hvort hann ćtti ađ leggja skákina fyrir sig en ţegar sú ákvörđun var tekin héldu honum engin bönd; hann varđ efstur međ öđrum á millisvćđamóti í Amsterdam 1964 og gaf ţá skýringu á frammistöđu sinni ađ fyrir mótiđ hafi flestir keppendur legiđ yfir nýjustu bókum Boleslavskís en hann hafi gramsađ í skákum gömlu meistaranna og dregiđ úr pússi sínu ýmsar fornar byrjanir eins og t.d. Vínartafl. Á ţessum árum var Bent einn harđvítugasti mótarefurinn og fyrir ţađ afrek ađ vinna fimm mót í röđ áriđ 1967 hlaut hann fyrstur manna Skák-Óskarinn.

Í Belgrad áriđ 1970 tefldi hann á 1. borđi fyrir heimsliđiđ gegn Sovétríkjunum fyrir ofan Bobby Fischer sem eftir mikiđ japl, jaml og fuđur gaf heiđurssćtiđ eftir. Kom ţađ mjög á óvart. Ţó Larsen tapađi í ađeins 17 leikjum annarri skák sinni gegn ţáverandi heimsmeistara Boris Spasskí var hann fljótur ađ jafna metin og lagđi síđan Stein ađ velli ţegar Spasskí tók sér frí í lokaumferđinni. Sovétmenn unnu ţó 20˝ : 19˝.

Í júlí 1971 háđi Larsen hiđ frćga einvígi viđ Fischer í Denver og tapađi 0:6. Var aldrei eftir ţađ litli glađi drengurinn, eins og einhver orđađi ţađ. Hann var aldrei međ ađstođarmann en treysti á mátt sinn og megin og fyrir vikiđ var hann dálítiđ brokkgengur í einvígjum á ţessum árum. Vann ţó nokkra góđa sigra, t.a.m. yfir Portich '68 og Tal '69. Ţriđja sigurinn á millisvćđamóti vann hann í Biel 1976.

Eftir Bent Larsen liggur frábćrt verk á sviđi skákbókmennta. Í ritinu „50 valdar skákir" dró hann athygli lesenda ađ dálćti sínu á framrás kantpeđanna. Hann var geysilega sterkur í endatöflum og baráttuvilji hans var nánast ódrepandi. Vissulega tapa ég oft, sagđi hann einu sinni, en ekki jafn mörgum hálfum vinningum eins og keppinautarnir, bćtti hann viđ. Leikbragđ eitt í miđtafli má rekja til Larsens og kemur ţađ fram í eftirfarandi skák (og fyrir fróđleiksfúsa - gegn Van Scheltinga '64) ţegar honum tekst ađ opna línu fyrir drottningu. Ţađ hefst međ leiknum 20. g4! og inniheldur m.a. hinn eitursvala varnarleik, 28. Ka1! Lokin eru snilldarleg. Larsen vann ţetta mót - Friđrik varđ í 2. sćti.

Lugano 1970:

Bent Larsen - Lubomir Kavalek

Larsens-byrjun

1. b3 c5 2. Bb2 Rc6 3. c4 e5 4. g3 d6 5. Bg2 Rge7 6. e3 g6 7. Re2 Bg7 8. Rbc3 O-O 9. d3 Be6 10. Rd5 Dd7 11. h5 f5 12. Dd2 Hae8 13. h5 b5 14. hxg6 hxg6 15. Rec3 bxc4 16. dxc4 e4 17. O-O-O Re5 18. Rf4 Hd8 19. Kb1 Bf7 20. g4 Rxg4 21. f3 exf3 22. Bxf3 Re5 23. Dh2 Bxc4 24. bxc4 Rxf3 25. Dh7+ Kf7 26. Rcd5 Hg8 27. Rxe7 Hb8 28. Ka1 Dxe7 29. Dxg6+ Kf8 30. Re6+ Dxe6 31. Bxg7+ Ke7

stodumynd_1.jpg32. Bf8+ Hgxf8 33. Hh7+

- og Kavalek gafst upp. Eftir 33. ... Hf7 kemur 34. Hxf7+ Dxf7 35. Dxd6+ o.s.frv.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 8. ágúst 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrrverandi heimsmeistarar ađ tafli í Dortmund

Sigur Vladimirs Kramniks yfir Kasparov í heimsmeistaraeinvígi PCA, samtaka atvinnuskákmanna, í London áriđ 2000 má hiklaust telja eitt óvćntasta afrek skáksögunnar. Fram ađ ţeim tíma hafđi Kasparov unniđ hvert afrekiđ á fćtur öđru, var langstigahćstur skákmanna auk ţess sem verđleikar Kramniks sem áskoranda voru umdeilanlegir, hann hafđi tapađ fyrir Shirov í einvígi um áskorunarréttinn en atburđarásin tók óvćnta stefnu sem ekki verđur rakin hér og Kramnik settist andspćnis heimsmeistaranum. Ţeir tefldu 15 skákir, Kramnik vann tvćr og jafnteflin urđu 13. Ţetta var mesta ţurrkatíđ á ferli Kasparovs frá ţví hann háđi sitt fyrsta einvígi viđ Karpov í Moskvu 1984-1985. Ţar vann hann fyrst 32. skák einvígisins. Sú hernađartćkni Kramniks ađ skipta upp á drottningum viđ öll möguleg tćkifćri og draga ţannig vígtennurnar úr Kasparov heppnađist fullkomlega, Berlínarvörnin lék ţar stórt hlutverk.


En Kramnik átti erfitt uppdráttar nćstu árin, m.a. vegna veikinda og í hugum flestra tók Kasparov sitt fyrra sćti sem hinn raunverulegi heimsmeistari; ţeir grínkóngar sem FIDE krýndi heimsmeistara breyttu ţar engu.

Sem betur fer gekk langt og strangt sameiningarferli skákarinnar vel fyrir sig. Ţó ađ Kramnik hafi tapađ heimsmeistaraeinvíginu fyrir Anand í Bonn haustiđ 2008 verđur hann ađ teljast líklegur til afreka í áskorendakeppni FIDE sem fram fer fyrri part nćsta árs. Ţví má ekki gleyma ađ eftir ađ hafa slegiđ í gegn á Ólympíumótinu í Manila 1992 vann hann hvert skákmótiđ á fćtur öđru og var talinn líklegastur arftaki Kasparovs. Hann situr nú ađ tafli á hinu árlega stórmóti í Dortmund en ţar hefur hann sigrađ eigi sjaldnar en átta sinnum. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ og vekur mikla athygli 19 ára gamall Víetnami Liem Le Quang sem bođiđ var til mótsins eftir sigur á Aeroflot-mótinu í febrúar sl. Stađan ađ loknum sjö umferđum:

1. Ponomariov 4 v. (af 6) 2. Le Quang 3 ˝ v. 3. - 4. Kramnik og Mamedyarov 3 v. 5. Naiditsch 2 ˝ v. 6. Leko 2 v.

Ruslan Ponomariov sem varđ heimsmeistari FIDE áriđ 2002 lćtur ekki hlut sinn fyrir neinum ţó hann hafi um stundarsakir a.m.k. gefiđ sviđiđ eftir yngri mönnum á borđ viđ Norđmanninn Magnús Carlsen. Hann lagđi Kramnik ađ velli međ tilţrifum í 2. umferđ. Sá sigur er kannski tímanna tákn; fyrir minnstu mistök í byrjun tafls er refsađ grimmilega:

Dortmund 2010;

Ponomariov - Kramnik

Katalónsk byrjun

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 Be7 5. Bg2 d5 6. Rf3 O-O 7. O-O c6 8. Dc2 b6 9. Hd1 Ba6 10. Re5 Dc8 11. Rc3 Rbd7 12. Hac1 Rxe5 13. dxe5 Rd7 14. cxd5 cxd5 15. Bf4

Hvítur hefur í hyggju ađ leika 16. e4 og Kramnik telur sig ţurfa ađ bregđast hart viđ.

15. ... g5!? 16. Bxd5!

Sókn á vćng skal svarađ međ árás á miđborđi!

16. ... exd5 17. Rxd5 Dd8

Besta vörnin var 17. ... Bd8.

18. Rc7! Hc8

18. ... gxf4 er svarađ međ 19. Df5! o.s.frv.

19. e6! fxe6 20. Dc6! De8 21. Dxe6+ Df7 22. Dxf7+ Kxf7 23. Rxa6 gxf4 24. Hxc8 Hxc8 25. Hxd7 Hc2 26. Rb4! Hxb2 27. Rc6 Hxe2 28. Hxa7 f3 29. h4 h5

10-07-25.jpgHvítur leikur og vinnur.

30. Hxe7+ Hxe7+ 31. Rxe7 Kxe7 32. g4! hxg4 33. Kh2 Ke6 34. Kg3 Kf5 35. a4!

Leikţröng.

35. ... Ke4 36. Kxg4

- og Kramnik gafst upp.  kjkjklj

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Á morgun verđur greinin Íslenska skáksprengingin, eftir Kristján Jónsson, sem birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl. birt hér á Skák.is.  Nćstu daga ţar á eftir verđa viđtöl, sem tengjast greininni, viđ Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson birt einnig.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Keppendaskrá SÍ tilbúin

Keppendaskrá SÍ er tilbúin og er ađgengileg á heimasíđu SÍ.    Upplýsingar á henni er byggđar á félagaskrám félaganna sem sendar voru til SÍ fyrir síđusta Íslandsmót skákfélaga ásamt leiđréttingum.  

Samkvćmt reglugerđ voru allir erlendir skákmenn sem ekki höfđu teflt međ sínum félögum sl. 3 ár á Íslandsmóti skákfélaga ekki settir í Keppendaskránna og ţarf endurnýjađ umbođ frá viđkomandi til ađ svo sé gert.   

Allar upplýsingar um keppendaskránna, skránna sjálfa (sem m.a. er hćgt ađ niđurhala í Excel), félagaskiptaeyđublöđ (sem framvegis á nota viđ viđ félagaskipti), upplýsingar fyrir erlenda skákmenn og reglugerđina má finna á heimasíđu SÍ.

Ávallt verđur leitađ samţykkis viđkomandi skákmanns áđur en hann er fćrđur inn á keppendaskránna.     

Stjórn SÍ leggur áherslu á ađ félögin fari yfir keppendaskránna og athugi hvort nafn allra sinna félagsmanna séu ţar ţví skráin mun ráđa úrslitum um hvort menn teljist löglegir međ sínu félagi á nćsta Íslandsmóti skákfélaga.  Einnig eru skákmenn hvattir til ađ athuga eigin skráningu.  Upplýsingar um leiđréttingar og ábendingar skal senda á netfangiđ keppendaskra@skaksamband.is.

Heimasíđa SÍ


Pono efstur í Dortmund

Ruslan Ponomariov

Ponomariov (2734) er sem fyrr efstur í Dortmund-Sparkassen-mótsins en hann gerđi jafntefli viđ Kramnik (2790) í sjöundu umferđ Dortmund Sparkassen-mótsins sem fram fór í dag.   Mamedyarov (2761) var eini sigurvegari dagsins en hann vann Leko (2734).  Mamedyarov og  Le Quang Liem (2681) eru í 2.-3. sćti hálfum vinningi á eftir Pono. 


Úrslit 7  . umferđar:

Mamedyarov  – Leko 1-0
Naiditsch – Le ˝-˝
Kramnik – Ponomariov ˝-˝


Stađan:

  • 1. Ponomariov (2734) 4˝ v.
  • 2.-3. Le Quang Liem (2681) og Mamedyarov (2761) 4 v.
  • 4. Kramnik (2790) 3˝ v.
  • 5. Naiditsch (2684) 3 v.
  • 6. Leko (2734) 2 v.
Tefld er tvöföld umferđ.  Međalstig eru 2731 skákstig og er mótiđ í 20. styrkleikaflokki.

Ingvar Ţór Jóhannesson genginn í rađir TV

Ingvar Ţór

Ingvar Ţór Jóhannesson (2328) er genginn í rađir Vestmannaeyinga en hann var áđur í Helli. Ingvar hefur veriđ í fremstu röđ íslenskra skákmanna um nokkurt skeiđ og verđur ţví án efa góđur liđsstyrkur fyrir sitt nýja félag. Ingvar á ćttir sínar ađ rekja til Vestmannaeyja ţannig ađ segja má ađ hann sé nú kominn á heimaslóđir. Nýlega gekk Jon Ludvig Hammer (2636) í TV ţannig ađ ljóst er ađ Vestmannaeyingar eru ađ safna liđi fyrir átökin í haust í deildarkeppninni.


Hammer gengur til liđs viđ TV

Norđmađurinn Jon Ludvig Hammer (2636) er genginn til liđs viđ Vestmannaeyinga (TV) og mun hann tefla fyrir liđiđ í haust. Jon Ludvig er ađeins tvítugur ađ aldri og nćstbesti skákmađur Norđmanna en hann hefur ađ vissu leyti falliđ í skuggann af stórstirninu Magnúsi Carlsen (2826).

Í liđi TV eru fyrir stórmeistararnir Alexey Dreev (2660), Sebastien Maze (2573), Igor-Alexandre Nataf (2541), Helgi Ólafsson (2527) auk alţjóđlega meistarans Nils Grandelius (2505), sem verđur vćntanlega útnefndur stórmeistari í haust, og Fide meistarans Ţorsteins Ţorsteinssonar (2231).


Ađalsteinn og Steingrímur skipta um félög

Ađalsteinn Thorarensen (1751) er genginn til liđs viđ Skákfélag Vinjar en Ađalsteinn hefur lengi veriđ í Skákdeild Hauka.  Steingrímur Steinţórsson (1730) er genginn til liđs viđ Skákfélag Siglufjarđar en Steingrímur hefur veriđ óvirkur um nokkuđ árabil en tefldi síđast međ Hróknum á Íslandsmóti skákfélaga. 

Áslaug í TR

Áslaug Kristnsdóttir (1595) er gengin til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélaginu Helli.

Skákţáttur Morgunblađsins: Anand nćr forystu í HM – einvígi

Topalov og AnandByrjun heimsmeistaraeinvígis Wisvanathan Anand og Venselin Topalov í Sofia í Búlgaríu er međ hressilegra móti. Eftir afleita byrjun, tap í fyrstu skák sem margir vildu kenna röskun á ferđaáćtlun vegna gossins í Eyjafjallajökli, lét Anand hendur standa fram úr ermum og vann ađra og fjórđu skák einvígisins og heldur forystu, 2˝ : 1˝. Ţeir tefla 12 skákir en fimmta skákin var á dagskrá sl. föstudag.


Heimavöllurinn virđist enn sem komiđ er ekki skipta miklu máli, ţetta er í raunar í fyrsta sinn síđan 1921 er Emanuel Lasker mćtti Jose Raoul Capablanca í Havana á Kúbu, ađ heimsmeistari í skák fellst á ađ tefla á heimavelli andstćđingsins. Og kannski var Anand, sem býr í smábćnum Collado Mediano steinsnar frá Madrid, međ Spán í farangrinum á sínu langa ferđalagi til Búlgaríu: báđar vinningsskákir hans koma upp úr katalónskri byrjun. Ţar virtist hann hitta á veikan blett hjá Topalov sem í báđum skákunum hirti peđ en varđ afar bumbult af. Rannsóknir beggja eru vissulega keyrđar áfram af miklu afli hugbúnađar sem reynir á minniđ og í fyrstu skákinni varđ óvćnt skammhlaup í heilabúi Anand sem ruglađist í ríminu ţegar tefld var Grünfelds-vörn. Ţess finnast dćmi ađ auđfenginn sigur í fyrstu skák fari illa í menn og Indverjinn kom til baka af miklum krafti. Hin magnađa fjórđa skák fer hér. Lokin eru tefld međ glćsilegum hćtti:

Sofia 2010; 4. skák:

Wisvanathan Anand - Venselin Topalov

Katalónsk byrjun

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 dxc4 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. Dc2 Bxd2+ 8.Dxd2 c6 9. a4 b5 10. Ra3

Endurbót Anand á 1. einvígisskák Kramnik og Topalov í Elista 2006. Ţar var leikiđ 10. axb5 cxb5 11. Dg5 og hvítur náđi peđinu til baka.

10. ... Bd7 11. Re5 Rd5 12. e4 Rb4 13. 0-0 0-0 14. Hfd1 Be8 15. d5!

Sprengir upp miđborđiđ.

15. ... Dd6 16. Rg4 Dc5 17.Re3 R8a6 18. dxc6 bxa4 19. Raxc4 Bxc6 20. Hac1 h6?

H6-peđiđ er ţví miđur fyrir Topalov kjöriđ skotmark riddarans. Sennilega er hér kominn tapleikurinn í ţessari skák. Nú spyrja menn tölvurnar hvađ best sé ađ gera! Rybka mćlir međ 20. ... De7 t.d. 21. Rd6 Had8 22. Rac4 f5 međ flókinni stöđu.

21. Rd6 Da7 22. Rg4 Had8

10-05-02.jpg( Sjá -stöđumynd )

23. Rxh6+! gxh6 24.Dxh6 f6 25.e5!

Ţađ tók Anand 10 mínútur ađ finna ţennan leik sem molar niđur varnir svarts.

25. ... Bxg2 26.exf6! Hxd6 27. Hxd6 Be4 28. Hxe6 Rd3 29.Hc2 Dh7 30. f7+!

Lokahnykkurinn. Ađ leika peđi ofan í ţrćlvaldađan reit kom oft fyrir í skákum Kasparovs.

30. ...Dxf7 31. Hxe4 Df5 32. He7

- og Topalov gafst upp. Eftir 32. ... Hf7 getur hvítur t.d. unniđ međ 33. Hc8+! Dxc8 34. Dg6+ Kh8 35. Dh5+! og mátar í tveim leikjum

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 2. maí  2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8765564

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband