Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Danir hylla Bent Larsen 75 ára

Á Politiken-mótinu í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir hylla Danir sinn fremsta skákmann, Bent Larsen sem varđ 75 ára hinn 5. mars sl. Međal atriđa á dagskrá tileinkađri honum er einvígi sem Peter Heine Nielsen teflir viđ Peter Svidler. Ţeir tefla nokkrar stuttar skákir sem hefjast međ hinni svonefndu Larsen-byrjun, 1. b3.

Larsen sló í gegn á Ólympíumótinu í Moskvu 1956 en ţar náđi hann bestum árangri 1. borđs manna og var ţegar í stađ útnefndur stórmeistari. Hann var lengi ađ gera upp viđ sig hvort hann ćtti ađ leggja skákina fyrir sig en ţegar sú ákvörđun var tekin héldu honum engin bönd; hann varđ efstur međ öđrum á millisvćđamóti í Amsterdam 1964 og gaf ţá skýringu á frammistöđu sinni ađ fyrir mótiđ hafi flestir keppendur legiđ yfir nýjustu bókum Boleslavskís en hann hafi gramsađ í skákum gömlu meistaranna og dregiđ úr pússi sínu ýmsar fornar byrjanir eins og t.d. Vínartafl. Á ţessum árum var Bent einn harđvítugasti mótarefurinn og fyrir ţađ afrek ađ vinna fimm mót í röđ áriđ 1967 hlaut hann fyrstur manna Skák-Óskarinn.

Í Belgrad áriđ 1970 tefldi hann á 1. borđi fyrir heimsliđiđ gegn Sovétríkjunum fyrir ofan Bobby Fischer sem eftir mikiđ japl, jaml og fuđur gaf heiđurssćtiđ eftir. Kom ţađ mjög á óvart. Ţó Larsen tapađi í ađeins 17 leikjum annarri skák sinni gegn ţáverandi heimsmeistara Boris Spasskí var hann fljótur ađ jafna metin og lagđi síđan Stein ađ velli ţegar Spasskí tók sér frí í lokaumferđinni. Sovétmenn unnu ţó 20˝ : 19˝.

Í júlí 1971 háđi Larsen hiđ frćga einvígi viđ Fischer í Denver og tapađi 0:6. Var aldrei eftir ţađ litli glađi drengurinn, eins og einhver orđađi ţađ. Hann var aldrei međ ađstođarmann en treysti á mátt sinn og megin og fyrir vikiđ var hann dálítiđ brokkgengur í einvígjum á ţessum árum. Vann ţó nokkra góđa sigra, t.a.m. yfir Portich '68 og Tal '69. Ţriđja sigurinn á millisvćđamóti vann hann í Biel 1976.

Eftir Bent Larsen liggur frábćrt verk á sviđi skákbókmennta. Í ritinu „50 valdar skákir" dró hann athygli lesenda ađ dálćti sínu á framrás kantpeđanna. Hann var geysilega sterkur í endatöflum og baráttuvilji hans var nánast ódrepandi. Vissulega tapa ég oft, sagđi hann einu sinni, en ekki jafn mörgum hálfum vinningum eins og keppinautarnir, bćtti hann viđ. Leikbragđ eitt í miđtafli má rekja til Larsens og kemur ţađ fram í eftirfarandi skák (og fyrir fróđleiksfúsa - gegn Van Scheltinga '64) ţegar honum tekst ađ opna línu fyrir drottningu. Ţađ hefst međ leiknum 20. g4! og inniheldur m.a. hinn eitursvala varnarleik, 28. Ka1! Lokin eru snilldarleg. Larsen vann ţetta mót - Friđrik varđ í 2. sćti.

Lugano 1970:

Bent Larsen - Lubomir Kavalek

Larsens-byrjun

1. b3 c5 2. Bb2 Rc6 3. c4 e5 4. g3 d6 5. Bg2 Rge7 6. e3 g6 7. Re2 Bg7 8. Rbc3 O-O 9. d3 Be6 10. Rd5 Dd7 11. h5 f5 12. Dd2 Hae8 13. h5 b5 14. hxg6 hxg6 15. Rec3 bxc4 16. dxc4 e4 17. O-O-O Re5 18. Rf4 Hd8 19. Kb1 Bf7 20. g4 Rxg4 21. f3 exf3 22. Bxf3 Re5 23. Dh2 Bxc4 24. bxc4 Rxf3 25. Dh7+ Kf7 26. Rcd5 Hg8 27. Rxe7 Hb8 28. Ka1 Dxe7 29. Dxg6+ Kf8 30. Re6+ Dxe6 31. Bxg7+ Ke7

stodumynd_1.jpg32. Bf8+ Hgxf8 33. Hh7+

- og Kavalek gafst upp. Eftir 33. ... Hf7 kemur 34. Hxf7+ Dxf7 35. Dxd6+ o.s.frv.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 8. ágúst 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 13
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 237
  • Frá upphafi: 8766284

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 188
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband