Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Anand nćr forystu í HM – einvígi

Topalov og AnandByrjun heimsmeistaraeinvígis Wisvanathan Anand og Venselin Topalov í Sofia í Búlgaríu er međ hressilegra móti. Eftir afleita byrjun, tap í fyrstu skák sem margir vildu kenna röskun á ferđaáćtlun vegna gossins í Eyjafjallajökli, lét Anand hendur standa fram úr ermum og vann ađra og fjórđu skák einvígisins og heldur forystu, 2˝ : 1˝. Ţeir tefla 12 skákir en fimmta skákin var á dagskrá sl. föstudag.


Heimavöllurinn virđist enn sem komiđ er ekki skipta miklu máli, ţetta er í raunar í fyrsta sinn síđan 1921 er Emanuel Lasker mćtti Jose Raoul Capablanca í Havana á Kúbu, ađ heimsmeistari í skák fellst á ađ tefla á heimavelli andstćđingsins. Og kannski var Anand, sem býr í smábćnum Collado Mediano steinsnar frá Madrid, međ Spán í farangrinum á sínu langa ferđalagi til Búlgaríu: báđar vinningsskákir hans koma upp úr katalónskri byrjun. Ţar virtist hann hitta á veikan blett hjá Topalov sem í báđum skákunum hirti peđ en varđ afar bumbult af. Rannsóknir beggja eru vissulega keyrđar áfram af miklu afli hugbúnađar sem reynir á minniđ og í fyrstu skákinni varđ óvćnt skammhlaup í heilabúi Anand sem ruglađist í ríminu ţegar tefld var Grünfelds-vörn. Ţess finnast dćmi ađ auđfenginn sigur í fyrstu skák fari illa í menn og Indverjinn kom til baka af miklum krafti. Hin magnađa fjórđa skák fer hér. Lokin eru tefld međ glćsilegum hćtti:

Sofia 2010; 4. skák:

Wisvanathan Anand - Venselin Topalov

Katalónsk byrjun

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 dxc4 5. Bg2 Bb4+ 6. Bd2 a5 7. Dc2 Bxd2+ 8.Dxd2 c6 9. a4 b5 10. Ra3

Endurbót Anand á 1. einvígisskák Kramnik og Topalov í Elista 2006. Ţar var leikiđ 10. axb5 cxb5 11. Dg5 og hvítur náđi peđinu til baka.

10. ... Bd7 11. Re5 Rd5 12. e4 Rb4 13. 0-0 0-0 14. Hfd1 Be8 15. d5!

Sprengir upp miđborđiđ.

15. ... Dd6 16. Rg4 Dc5 17.Re3 R8a6 18. dxc6 bxa4 19. Raxc4 Bxc6 20. Hac1 h6?

H6-peđiđ er ţví miđur fyrir Topalov kjöriđ skotmark riddarans. Sennilega er hér kominn tapleikurinn í ţessari skák. Nú spyrja menn tölvurnar hvađ best sé ađ gera! Rybka mćlir međ 20. ... De7 t.d. 21. Rd6 Had8 22. Rac4 f5 međ flókinni stöđu.

21. Rd6 Da7 22. Rg4 Had8

10-05-02.jpg( Sjá -stöđumynd )

23. Rxh6+! gxh6 24.Dxh6 f6 25.e5!

Ţađ tók Anand 10 mínútur ađ finna ţennan leik sem molar niđur varnir svarts.

25. ... Bxg2 26.exf6! Hxd6 27. Hxd6 Be4 28. Hxe6 Rd3 29.Hc2 Dh7 30. f7+!

Lokahnykkurinn. Ađ leika peđi ofan í ţrćlvaldađan reit kom oft fyrir í skákum Kasparovs.

30. ...Dxf7 31. Hxe4 Df5 32. He7

- og Topalov gafst upp. Eftir 32. ... Hf7 getur hvítur t.d. unniđ međ 33. Hc8+! Dxc8 34. Dg6+ Kh8 35. Dh5+! og mátar í tveim leikjum

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 2. maí  2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 24
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 248
  • Frá upphafi: 8766295

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 194
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband