Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrrverandi heimsmeistarar ađ tafli í Dortmund

Sigur Vladimirs Kramniks yfir Kasparov í heimsmeistaraeinvígi PCA, samtaka atvinnuskákmanna, í London áriđ 2000 má hiklaust telja eitt óvćntasta afrek skáksögunnar. Fram ađ ţeim tíma hafđi Kasparov unniđ hvert afrekiđ á fćtur öđru, var langstigahćstur skákmanna auk ţess sem verđleikar Kramniks sem áskoranda voru umdeilanlegir, hann hafđi tapađ fyrir Shirov í einvígi um áskorunarréttinn en atburđarásin tók óvćnta stefnu sem ekki verđur rakin hér og Kramnik settist andspćnis heimsmeistaranum. Ţeir tefldu 15 skákir, Kramnik vann tvćr og jafnteflin urđu 13. Ţetta var mesta ţurrkatíđ á ferli Kasparovs frá ţví hann háđi sitt fyrsta einvígi viđ Karpov í Moskvu 1984-1985. Ţar vann hann fyrst 32. skák einvígisins. Sú hernađartćkni Kramniks ađ skipta upp á drottningum viđ öll möguleg tćkifćri og draga ţannig vígtennurnar úr Kasparov heppnađist fullkomlega, Berlínarvörnin lék ţar stórt hlutverk.


En Kramnik átti erfitt uppdráttar nćstu árin, m.a. vegna veikinda og í hugum flestra tók Kasparov sitt fyrra sćti sem hinn raunverulegi heimsmeistari; ţeir grínkóngar sem FIDE krýndi heimsmeistara breyttu ţar engu.

Sem betur fer gekk langt og strangt sameiningarferli skákarinnar vel fyrir sig. Ţó ađ Kramnik hafi tapađ heimsmeistaraeinvíginu fyrir Anand í Bonn haustiđ 2008 verđur hann ađ teljast líklegur til afreka í áskorendakeppni FIDE sem fram fer fyrri part nćsta árs. Ţví má ekki gleyma ađ eftir ađ hafa slegiđ í gegn á Ólympíumótinu í Manila 1992 vann hann hvert skákmótiđ á fćtur öđru og var talinn líklegastur arftaki Kasparovs. Hann situr nú ađ tafli á hinu árlega stórmóti í Dortmund en ţar hefur hann sigrađ eigi sjaldnar en átta sinnum. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ og vekur mikla athygli 19 ára gamall Víetnami Liem Le Quang sem bođiđ var til mótsins eftir sigur á Aeroflot-mótinu í febrúar sl. Stađan ađ loknum sjö umferđum:

1. Ponomariov 4 v. (af 6) 2. Le Quang 3 ˝ v. 3. - 4. Kramnik og Mamedyarov 3 v. 5. Naiditsch 2 ˝ v. 6. Leko 2 v.

Ruslan Ponomariov sem varđ heimsmeistari FIDE áriđ 2002 lćtur ekki hlut sinn fyrir neinum ţó hann hafi um stundarsakir a.m.k. gefiđ sviđiđ eftir yngri mönnum á borđ viđ Norđmanninn Magnús Carlsen. Hann lagđi Kramnik ađ velli međ tilţrifum í 2. umferđ. Sá sigur er kannski tímanna tákn; fyrir minnstu mistök í byrjun tafls er refsađ grimmilega:

Dortmund 2010;

Ponomariov - Kramnik

Katalónsk byrjun

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 Be7 5. Bg2 d5 6. Rf3 O-O 7. O-O c6 8. Dc2 b6 9. Hd1 Ba6 10. Re5 Dc8 11. Rc3 Rbd7 12. Hac1 Rxe5 13. dxe5 Rd7 14. cxd5 cxd5 15. Bf4

Hvítur hefur í hyggju ađ leika 16. e4 og Kramnik telur sig ţurfa ađ bregđast hart viđ.

15. ... g5!? 16. Bxd5!

Sókn á vćng skal svarađ međ árás á miđborđi!

16. ... exd5 17. Rxd5 Dd8

Besta vörnin var 17. ... Bd8.

18. Rc7! Hc8

18. ... gxf4 er svarađ međ 19. Df5! o.s.frv.

19. e6! fxe6 20. Dc6! De8 21. Dxe6+ Df7 22. Dxf7+ Kxf7 23. Rxa6 gxf4 24. Hxc8 Hxc8 25. Hxd7 Hc2 26. Rb4! Hxb2 27. Rc6 Hxe2 28. Hxa7 f3 29. h4 h5

10-07-25.jpgHvítur leikur og vinnur.

30. Hxe7+ Hxe7+ 31. Rxe7 Kxe7 32. g4! hxg4 33. Kh2 Ke6 34. Kg3 Kf5 35. a4!

Leikţröng.

35. ... Ke4 36. Kxg4

- og Kramnik gafst upp.  kjkjklj

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Á morgun verđur greinin Íslenska skáksprengingin, eftir Kristján Jónsson, sem birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí sl. birt hér á Skák.is.  Nćstu daga ţar á eftir verđa viđtöl, sem tengjast greininni, viđ Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson birt einnig.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 25. júlí 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.6.): 6
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8766301

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 179
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband