Leita í fréttum mbl.is

Skákhátíđ á Ströndum um nćstu helgi!

7Fjórir stórmeistarar eru skráđir til leiks á Skákhátíđ á Ströndum 2012: Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson. Ađ auki eru mörg af efnilegustu ungmennum landsins og skákáhugamönnum úr öllum fjórđungum á leiđ á Strandir.

Hátíđin hefst međ fjöltefli á Hólmavík klukkan 16 á föstudaginn, ţegar Róbert Lagerman, heiđursgestur hátíđarinnar, teflir fjöltefli. Á föstudagskvöld klukkan 20 verđur tvískákarmót í Hótel Djúpavík og á laugardag klukkan 13 hefst Afmćlismót Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Heildarverđlaun á mótinu verđa rúmlega 100 ţúsund krónur, en ađ auki gefa fjölmörg fyrirtćki og einstaklingar verđlaun. Á sunnudag kl. 13 verđur svo hrađskákmót í Kaffi Norđurfirđi, sem markar endalok Skákhátíđar á Ströndum 2012.

Tveir af helstu handverksmönnum og listasmiđum Árneshrepps, Valgeir Benediktsson í Árnesi, og Guđjón Kristinsson frá Dröngum, leggja til verđlaunagripina á Skákhátíđ á Ströndum 2012. Báđir hafa ţeir, á undanförnum árum, lagt hátíđinni liđ međ margvíslegum hćtti.

Valgeir BenediktssonValgeir Benediktsson hefur ásamt fjölskyldu sinni í Árnesi byggt upp Minja- og handverkshúsiđ Kört í Trékyllisvík. Ţar er hćgt ađ kynnast sögu ţessarar einstöku sveitar, og fólkinu sem ţar bjó. Óhćtt er ađ segja ađ Valgeir og fjölskylda hans hafi bjargađ frá glötun ómetanlegum heimildum um búsetu viđ nyrsta haf. Ţar fyrir utan er Valgeir einhver snjallasti handverksmađur landsins, og býr til stórkostlega muni úr rekaviđi, m.a. hina rómuđu penna sem notađir hafa veriđ í verđlaun á skákhátíđum undanfarinna ára.

Guđjón KristinssonGuđjón Kristinsson er Strandamađur í húđ og hár, alinn upp á Seljanesi og Dröngum. Hann er eftirsóttur hönnuđur og handverksmađur, enda hefur hann tileinkađ sér hina merku list forfeđra okkar viđ húsbyggingar og hleđslu. Ađ auki smíđar Guđjón leiktćki og listmuni, og er tvímćlalaust í hópi áhugaverđustu listmanna landsins.

Gripurinn frá Valgeiri verđur handa sigurvegaranum á Afmćlismóti Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík laugardaginn 23. júní, en daginn eftir verđur keppt um ,,Krumlu Strandamannsins", skúlptúr Guđjóns úr rekaviđi, á mótinu í Kaffi Norđurfirđi.

Fyrir utan listgripi á Ströndum munu keppendur á skákhátíđinni keppa um peningaverđlaun og marga ađra vinninga. Mikil áhersla er lögđ á verđlaun fyrir börn, enda liggur fyrir ađ mörg efnilegustu skákbörn landsins mćta á Strandir, auk harđsnúins heimavarnarliđs af ungu kynslóđinni. Börnin sem taka ţátt í hátíđinni munu öll fá verđlaun og viđurkenningar.

DSC_0233Međal keppenda á Skákhátíđ á Ströndum 2012 verđa sumir af bestu og efnilegustu skákmönnum landsins. Í ţeim hópi eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Stefán Kristjánsson. Af öđrum kunnum köppum má nefna Róbert Lagerman, Sćvar Bjarnason, Stefán Bergsson, Hrannar Jónsson, Magnús Matthíasson, Heimi Páll Ragnarsson, Hilmi Frey, Heimisson, Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, Vigni Vatnar Stefánsson og Gunnar Björnsson.

Einnig er von á góđum hópi úr Skákfélagi Vinjar, auk ţess sem vonast er til ađ hinir öflugu skákmenn Akureyrar og nćrsveita fjölmenni. Ţá tefla Strandamenn ađ vanda fram öflugum fulltrúum

Margir gistimöguleikar eru í Árnheshreppi og skal sérstaklega vekja athygli á góđu tilbođi sem Hótel Djúpavík gerir gestum skákhátíđarinnar.

A Hótel DjúpavíkHótel Djúpavík gerir gestum Skákhátíđar á Ströndum gott bođ: Gisting í 2 nćtur í tveggja manna herbergi, tveir kvöldverđir og tveir morgunverđir fyrir 16.000 krónur. Netfang: djupavik@snerpa.is Sími: 451 4037.

Gistiheimiliđ í Norđurfirđi býđur uppá svefnpokapláss eđa uppábúin rúm í vistlegum húsakynnum. Netfang: gulledda@simnet.is Sími: 554 4089.

Gistiheimiliđ Bergistanga býđur upp á svefnpokapláss fyrir einstaklinga og hópa, međ eldunarađstöđu. Einnig notaleg herbergi međ uppábúnum rúmum. Sími: 451 4003.

Finnbogastađaskóli. Svefnpokapláss fyrir einstaklinga og fjölskyldufólk. Mjög góđ hreinlćtis- og eldunarađstađa. Fín ađstađa á tjaldstćđum viđ skólann.
Skákhátíđ á Ströndum hefur stofnađ Facebook-síđu, en einnig er hćgt ađ skrá sig hjá Hrafni hrafnjokuls@hotmail.com , Róbert í chesslion@chesslion.com Andreu andreamg@ruv.is, sem einnig veita frekari upplýsingar um ćvintýraferđ á Strandir.

Skákţáttur Morgunblađsins: Ađ tefla eins og Tal

tal_1960.jpgStigahćsti skákmađur heims, Norđmađurinn Magnús Carlsen er međal ţátttakenda á Tal-mótinu sem hófst í Moskvu á fimmtudaginn. Eins og áđur á ţessum minningarmótum sem byrjuđu áriđ 2006 gefst gott tćkifćri til ađ rifja upp skákir og feril snillingsins frá Riga sem lést fyrir 20 árum 55 ára ađ aldri.

Tal varđ heimsmeistari ađeins 23 ára gamall en hélt titlinum í ekki nema eitt ár. Sigurganga hans og tilţrif voru slík ađ enginn komst undan áhrifum hans. Eftir áskorendamótiđ í Júgóslaviu áriđ 1959 kvađst Tigran Petrosjan hafa gengiđ um strćti og torg og ekki getađ hugsađ um annađ en taflmennsku Tal. Hann gerđi ýmsar breytingar á varfćrnislegum stíl sínum og varđ heimsmeistari áriđ 1963.

Og greinarhöfundur hélt ţví blákalt fram viđ Bobby Fischer ađ Tal hlyti ađ hafa haft mest áhrif á hann. Robert James jánkađi ţví en argfjađrađist svolítiđ út af hinu baneitrađa augnaráđi „töframannsins" ţegar ţeim laust saman í áskorendamótnu ´'59. Ţeir tefldu saman á fjórum mótum á árunum 1958-'61 og Tal varđ efstur í ţeim öllum.

Tal tók fram í bók, sem hann skrifađi um ćvi sína og feril, ađ hann hefđi alltaf lagt meira upp úr innsći en flóknum útreikningum. Ţađ skýrđi samt ekki nema ađ hluta ţann sérstaka ćvintýraljóma sem stafađi af taflmennsku hans. „Eigum viđ ekki ađ bćta inn í ţessa stöđu dálitlum „hooligan-isma" sagđi hann stundum og setti allt í bál og brand. Í grein í Huffington Post nýlega benti Lubomir Kavalek á „Tal-áhrifin" í einni skák sem Bobby Fischer tefldi viđ Ludek Packman í Chile áriđ 1959. Sennilega hefur Fischer komist ađ ţeiri niđurstöđu eftir ţessa bráđskemmtilegu skák međ öllum sínum skrítnu myndum, ađ rólegri og rökréttari nálgun félli betur ađ skapgerđ hans:

Santiago 1959:

Ludek Pachman - Bobby Fischer

Nimzoindversk vörn

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. d4 d5 4. e3 Rc6 5. Rc3 Bb4 6. Bd2 O-O 7. a3 Bxc3 8. Bxc3 Re4 9. Dc2 a5 10. b3 b6 11. Bb2 Ba6 12. Bd3 f5 13. Hc1 Hc8 14. O-O Hf6 15. Hfd1 Hh6 16. Bf1 g5!

Blćs til sóknar. Upp úr ţessar óvenjulegu byrjun sem minnir á „grjótgarđs-afbrigđiđ" í hollenskri vörn hefur svartur náđ vćnlegum fćrum.

17. cxd5 g4!?

„Tal-áhrifin. Hćpinn leikur ţví svartur átti 17. ...Bxf1 og hvort sem hvítur velur 18. dxe6, 18. Dxc6 eđa 18. dxc6 getur svartur ávallt leikiđ 18. ... Bxg2! og eftir 19. Kxg2 kemur 19. ... g4 međ sterkri sókn.

18. Bxa6 gxf3 19. gxf3!

Betra en 19. Bxc8 Dg5 20. g3 Hxh2! og svartur vinnur.

19. ... Dg5+ 20. Kf1 Hxh2 21. fxe4 Hf8!

Snilldarleikur sem Pachman hafđi sést yfir.

22. e5 f4! 23. e4 f3 24. Ke1

g55p6rth.jpgSjá stöđumynd

24. ...Dg1+?

„Ađ skáka er eins og ađ spila út trompi," sagđi Ingi R. Jóhannsson einhverju sinni. Eftir ţennan leik er svarta stađan töpuđ. Af mörgum álitlegum kostum var 24. ... exd5! bestur. „Silikonvinurinn" Houdini fullyrđir ađ ţá sé svarta stađan unnin ţví ađ eftir 26. exd5 kemur hinn eitursvali 26. ... Re7!

25. Kd2 Dxf2 26. Kc3 Dg3 27. Dd3 exd5 28. Hg1

Frá og međ ţessum eik er taflmennska Pachman nánast óađfinnanleg.

28. .. Hg2 29. Hxg2 Dxg2 30. Df1 dxe4 31. Dxg2 fxg2 32. Hg1 Hf2 33. Bc4 Kf8 34. Bd5 Hf3 35. Kc4 b5 36. Kc5 Re7 37. Hxg2 Rxd5 38. Kxd5 Hxb3 39. Kxe4 b4 40. axb4

og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. júní 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Líf og fjör á útitaflinu 17. júní!

DSC 2493Útitafliđ iđađi af lífi á ţjóđhátíđardaginn ţegar Skákakademían stóđ fyrir fjöltefli Björns Ţorfinnssonar skákmeistara. Margir notuđu líka tćkifćriđ og tefldu á útitaflinu sjálfu, og var yngri kynslóđin sérstaklega spennt fyrir stóru taflmönnunum.

DSC 2469Skákakademían mun í sumar standa fyrir ýmsum viđburđum til ađ lífga upp á útitafliđ, enda verđa sumarnámskeiđ SR skammt frá. Ţau hefjast á morgun, mánudag. Allar upplýsingar um sumarnámskeiđin er ađ finna á forsíđunni hér á skák.is!

Myndaalbúm frá útitaflinu (HJ)


Caruana efstur fyrir lokaumferđ Tal Memorial

Caruana (2770) eru efstur ađ lokinni áttundu og nćstsíđustu umferđ Tal Memorial sem fram fór í dag. Caruna vann Kramnik (2801). Carlsen (2835) og Radjabov (2784) eru í 2.-3. sćti. Caruna mćtir Aronian (2825) í lokaumferđinni. Úrslit 8. umferđar: Fabiano...

Útitafliđ vaknar til lífsins - Björn međ fjöltefli í dag

Skákakademían býđur upp á taflmennsku á útitaflinu sunnudaginn 17. júní milli klukkan 14 og 17. Björn Ţorfinnsson, margreyndur landsliđsmađur í skák, mćtir og teflir viđ gesti og gangandi. Ţátttaka kostar ekkert, og eru áhugasamir skákmenn á öllum aldri...

Efstu mann töpuđu á Tal Memorial - fimm skákmenn efstir og jafnir

Kramnik (2801) og Morozevich (2769) sem voru efstir eftir sex umferđir á Tal Memorila töpuđu báđir í sjöundu umferđ sem fram fór í dag. Kramnik fyrir McShane (2706) og Moro fyrir Tomashevsky (2738). Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Ţeir eru efstir ásamt...

Tómas Veigar og Jón Kristinn Gođafossmeistarar

Tómas Veigar Sigurđarson og Jón Kristinn Ţorgeirsson , báđir úr SA, urđu hlutskarpastir á útiskákmóti Gođans sem haliđ var viđ Gođafoss í Ţingeyjarsveit í gćrkvöld. Ţeir komu jafnir í mark međ 8 vinninga af 9 mögulegum. Tefld voru hrađskákir, einföld...

Útitafliđ vaknar til lífsins: Fjöltefli Björns á ţjóđhátíđardaginn!

Skákakademían býđur upp á taflmennsku á útitaflinu sunnudaginn 17. júní milli klukkan 14 og 17. Björn Ţorfinnsson, margreyndur landsliđsmađur í skák, mćtir og teflir viđ gesti og gangandi. Ţátttaka kostar ekkert, og eru áhugasamir skákmenn á öllum aldri...

Sumarsólstöđumót í Vin

Miđvikudaginn 20. júní verđur sumarsólstöđumót í Vin, Hverfisgötu 47 og hefst ţađ klukkan 13:00. Treyst er á ađ ţađ sé alltaf gott veđur á Sumarsólstöđum! Ekki verra ef hćgt vćri ađ skella nokkrum borđum út í garđ. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö...

Skákmunirnir seldust ekki

Fram kemur á vef RÚV ađ skákmunirnir sem voru á uppbođi hjá Bruun Rasmussen í dag hafi ekki selst. Á vef rúv.is segir: Skákmunir tengdir heimsmeistaraeinvígi ţeirra Fischers og Spasskys seldust ekki ţegar bjóđa átti ţá upp hjá Bruun Rasmussen í...

Kramnik efstur ásamt Morozevich - jafntefli í skák tveggja stigahćstu skákmanna heims

Kramnik (2801) er nú efstur ásamt Morozevich (2769) ađ lokinni sjöttu umferđ Tal Memorial sem fram fór í dag í Moskvu. Kramnik vann Tomashevsky (2738) en Moro tapađi fyrir Nakamura (2775). Jafntefli varđ í skák tveggja stigahćstu skákmanna heims Carlsen...

Einvígismunirnir seldir á 18,5 milljónir

Skákmunir sem Páll G. Jónsson setti á sölu voru seldir í dag á uppbođi hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Samtals fóru munirnir á 850.000 danskar krónur sem eru um 18,5 milljónir íslenskra krónur. Sjá nánar á vef RÚV . Borgţór Arnţórsson fréttaritari...

Útiskákmót Gođans

Hiđ árlega útiskákmót Gođans verđur haldiđ annađ kvöld, föstudagskvöld kl 20:30 viđ Gođafoss. (Bílaplaniđ viđ fossinn) Tefldar verđa 5 mín skákir allir viđ alla. Ekkert ţáttökugjald og engin verđlaun, bara gaman saman. Félagar fjölmenniđ á mótiđ....

Stćrsti skákviđburđur í sögu Íslands

Stjórn Evrópska skáksambandsins samţykkti á stjórnarfundi fyrir skemmstu ađ EM landsliđa verđi haldiđ í Reykjavík áriđ 2015. Um er ađ rćđa langstćrsta skákviđburđ sem haldinn hefur veriđ hérlendis. Gera má ráđ fyrir ađ um 500 skák- og skákáhugamenn komi...

Sjóđurinn Fischer Selfoss Foundation hefur veriđ stofnađur

Sjóđurinn Fischer Selfoss Foundation (fsf) var stofnađur í Lundi í Svíţjóđ ţann 6. júní síđastliđinn. Tilgangur sjóđsins er ađ safna fé og munum fyrir fyrirhugađ safn á Selfossi. Safniđ er einnig hugsađ sem félagsheimili fyrir Skákfélag Selfoss og...

Morozevich efstur á Tal Memorial - Carlsen vann Radjabov

Morozevich (2769) vann Aronian (2825) í fimmtu umferđ Tal Memorial sem fram fór í dag. Moro hefur nú vinningsforskot á nćstu menn sem eru Magnus Carlsen (2835), sem vann Radjabov (2784), Kramnik (2801) og Radjabov. Úrslit 5. umferđar: Alexander Grischuk...

Íslandsmeistarinn í Gođann

Ţröstur Ţórhallsson, stórmeistari og nýbakađur Íslandsmeistari í skák, hefur gengiđ til liđs viđ skákfélagiđ Gođann. Vart ţarf ađ orđlengja ađ félaginu er mikill akkur í liđsinni svo öflugs skákmeistara, ekki síst í ljósi ţess ađ hin eitilharđa A-sveit...

Stjórn SÍ hefur valiđ landsliđ Íslands á Ólympíuskákmótinu

Á stjórnarfundi Skáksambands Íslands í gćr voru landsliđ Íslands sem tefla munu á Ólympíuskákmótinu í Istanbul í Tyrklandi 27. ágúst - 10. september valin. Í báđum tilfellum voru tillögur liđsstjóra samţykktar. Liđiđ í opnum flokki: GM Héđinn...

Myndir frá uppskeruhátíđ Skákakademíunnar

Uppskeruhátíđ Skákakademíu Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 10. júní í Ráđhúsi Reykjavíkur. Ţar fór međal annars fram skákuppbođ aldarinnar. Hrafn Jökulsson og Ríkharđur Traustason tóku margar myndir og má ţćr finna í sérstöku myndaalbúmi . Stöđ 2 var...

Davíđ - Hjá Dóra sigurvegari Mjóddarmóts Hellis

Davíđ Kjartansson sem tefldi fyrir Hjá Dóra ehf, sigrađi örugglega međ 6,5v vinninga í sjö skákum á vel sóttu Mjóddarmóti Hellis sem fram fór 6. júní sl. Í 2. sćti, međ 5,5 vinning, varđ Sigurbjörn Björnsson (Brúđakjólaleiga Katrínar). Jafnir í 3. - 7....

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 315
  • Frá upphafi: 8780132

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 243
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband