Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2018

Freyja og Batel á toppnum í NM stúlkna

2018-04-28 10.00.31

Freyja Birkisdóttir og Batel Goitom Haile byrja best íslensku stúlknanna á Norđurlandamóti stúlkna sem fram fer um helgina á Hótel Borgarnesi. Ţćr eru í 1.-3. sćti í c-flokki (u13) međ fullt hús eftir 2 umferđir. Batel vann stigahćsta keppenda flokksins Ameliu Nordquelle í vel tefldri skák. Freyja vann hins vegar seiglusigur á Ylfu Ýr Welding Hákonardóttir. Veronika Steinunn Magnúsdóttir gerđi jafntefli í sinni skák í a-flokki en Nansý Davíđsdóttir tapađi í hörkuská í b-flokki.

2018-04-28 10.01.34

A-flokkur (u20)

Veronika Steinunn Magnúsdóttir gerđi jafntefli viđ hina finnsku Mikaaleu Ebeling. Verónika hefur hálfan vinning.

2018-04-28 10.01.22

B-flokkur (u16)

Nansý Davíđsdóttir tapađi fyrir hinni finnsku Sarabellu Norlamo í hörkuskák sem var lengsta skák umferđinnar. Nansý hefur 1 vinning.

C-flokkur (u13)

2018-04-28 09.59.39

"Reynsluboltarnir" Freyja Birkisdóttir og Batel Goitom Haile hafa byrjađ afar vel og hafa báđar fullt hús. Ţrátt fyrir ungan aldur hafa ţćr báđar margoft teflt á slíkum mótum. 

Hinar íslensku stúlkurnar fimm töpuđu allar í dag - flestar í spennandi skákum. 

Ylfa Ýr og Anna Katarina Thoroddsen hafa 1 vinning en Guđrún Fanney Briem, Soffía Arndís Berndsen og Iđunn Helgadóttir eru ekki komnir á blađ.

Ţriđja umferđ hefst núna kl. 16. Allar skákir mótsins eru sýndar beint.  

 


Helgi Áss sigrađi á fjórđa móti Hrađskákmótarađar TR

Ţađ var fámennt en góđmennt á fjórđa og síđasta móti Hrađskákmótarađar TR sem fram fór föstudagskvöldiđ 28. apríl síđastliđinn. Eftir snarpa taflmennsku stóđ stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson uppi sem sigurvegari međ sex vinninga af sjö, en hann ţurfti ađ sćtta sig viđ tap gegn Fide-meistaranum knáa Vigni Vatnari Stefánssyni. Vignir átti reyndar möguleika á ađ vinna mótiđ fyrir síđustu umferđ en ţá tapađi hann fyrir Dađa Ómarssyni. Ţess má geta ađ Vignir Vatnar sigrađi á fyrsta mótinu og Dađi vann mót númer tvö međ gríđarmiklum yfirburđum. Jon Olav Fivelstad stýrđi mótinu af kostgćfni og tefldi líka.

Mótstöfluna má sjá hér:

 


NM stúlkna: Önnur umferđ nýhafin - allar skákirnar sýndar beint!

2018-04-28 09.57.18

Önnur umferđ Norđurlandamóts stúlkna í skólaskák er nýhafin. Vert er ađ vekja athygli á ţví ađ allir skákir mótsins eru sýndar beint!

2018-04-28 09.57.41

Prýđilega gekk í gćrkveldi og komu 5 vinningar af 9 mögulegum í hús. Síđari umferđ dagsins hefst kl. 16.

Alls taka 33 stúlkur ţátt í mótinu og ţar af níu íslenskar. 

Beinar útsendingar má nálgast hér

 

 


Carlsen og Ding Liren tefla úrslitaskák í Shamkir - Shankland og Wang efst í St. Louis

440104.c9813706.630x354o.2a1118eb02d8@2x

Fjórum skákum af fimm lauk međ hreinum úrslitum í áttundu og nćstsíđustu umferđ minningarmótsins um Gashimov í Shamkir í Aserbaísjan. Stađan hefur nú skýrst og ađeins tveir keppendur geta unniđ mótiđ. Magnús Carlsen (2843), sem vann Anish Giri (2777) og Ding Liren (2778), sem lagđi Rauf Mamedov 2704) ađ velli. Heimsmeistarinn hefur 5˝ vinning en Ding hefur 5 vinninga. Ţeir mćtast í hreinni úrslitaskák í dag. Magnúsi dugar jafntefli til ađ tryggja sér sigur á mótinu en Kínverjinn ţarf sigur međ svörtu.

Lokaumferđin hefst fyrr en venjulega eđa kl. 10

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com


phpqmiLSi

Öllum skákum bandaríska meistaramótsins í gćr í níundu umferđ lauk međ jafntefli nema ađ Sam Shankland (2671) vann Yaroslov Zherebukh (2640). Ţegar tveimur umferđum er ólokiđ er Shankland afar óvćnt efstur međ 6˝ vinning. Eitthvađ sem enginn átti von á fyrir mót. Áskorandinn, Caruana (2804), er annar međ 6 vinning og Wesley So (2786) ţriđji međ 5˝ vinning.

php8GUihN

Hin, 15 ára, Annie Wang (2321) styrkti verulega stöđu sína í gćr međ jafntefli viđ Nazi Paikiddze (2352) í gćr. Wang hefur 7˝ vinning en Paikidze er önnur međ 6˝ vinning. Ađrar hafa ekki möguleika á titlinum.

Tíunda og nćstsíđasta umferđ bandaríska meistaramótsins hefst kl. 18 í kvöld.

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com

 

Sjá nánar á Chess.com.


Sumarskákmót Fjölnis í dag

Skákhátíđ Rótarý

Nćstkomandi laugardag, 28. apríl,  verđur hiđ árlega Sumarskákmót Fjölnis haldiđ í hátíđarsal Rimaskóla og hefst kl. 11.00. Mótinu lýkur međ glćsilegri verđlaunahátíđ kl. 13:15. Mćtiđ tímanlega til skráningar.

Ađ venju er mótiđ hiđ glćsilegasta og mikill fjöldi áhugaverđra vinninga í bođi. Tíu gjafabréf frá Dominos, Fimm gjafabréf í SAM-bíóin og fimm af flottustu húfunum frá 66°N.

Rótarýklúbbur Grafarvogs er ađ venju styrktarađili sumarskákmótsins og gefur klúbburinn eignarbikara til sigurvegara í eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki.

Tilkynnt verđur kjör Skákdeildar Fjölnis á afreksmeistara og ćfingameistara deildarinnar 2017 – 2018.

Á sumarskákmótinu verđa tefldar 6 umferđir međ 6 mínútna umhugsunartíma. Sumarskákmót Fjölnis er eitt af síđustu grunnskólamótum vetrarins og er öllum áhugasömum grunnskólakrökkum í skák um allt land, bođin ókeypis ţátttaka.

Mćtiđ krakkar og takiđ međ ykkur skólafélaga og vini.

Í skákhléi býđst ţátttakendum ađ kaupa sér veitingar fyrir 250 kr, drykk og Prins póló. Heitt kaffi á könnunni fyrir foreldra.


NM stúlkna: Ágćtis byrjun íslensku stúlknanna

31408050_10156432397941180_6208998404647813120_n

Norđurlandamót stúlkna í skólaskák hófst í kvöld á Borgarnesi. Alls taka 33 stúlkur ţátt og ţar af eru 9 íslenskar. Gunnlaugur Júlíusson, bćjarstjóri Borgarbyggđar, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn fyrir Batel Goitom Haile á móti Guđrúnu Fanneyju Briem, yngsta keppenda mótsins. Íslensku stelpurnar fengu 5 vinninga af 9 mögulegum. Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, vann mjög góđan sigur í yngsta flokknum og hróksfórn Nansýjar Davíđsdóttir ţótti nokkuđ flott!

A-flokkur (u20)

Verónika Steinunn Magnúsdóttir tapađi fyrir hinni norsku Marte Kyrkjebo í langlengstu skák kvöldsins

31454060_10156432398576180_7682514208306495488_n

 

B-flokkur (u16)

Naný Davíđsdóttir vann mjög góđan sigur á Ingrid Skaslien. Nansý átti leik í ţessari stöđu

31450699_10217063416563868_5086792500392230912_n


33. Hxe6+!! Kxe6 34. Dd5# 1-0.


C-flokkur (u13)

31493885_10156432396051180_3115494307864248320_n

Sjö íslenskar skákstúlkur tefla í c-flokki (u13). Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir vann mjög góđan sigur á mun stigahćrri skákkonu. Freyja Birkisdóttir fékk fyrsta vinning mótsins ţegar hún vann öruggan sigur.

Í tveimur tilfellum mćttust íslenskar innbyrđis og unnu ţćr Batel Goitom Haile og Anna Katarina Thoroddsen ţćr Iđunni Helgadóttur og Guđrúnu Fanneyju Briem í hörkuskákum. Soffía Arndís Berndsen tapađi sinni skák.

Teflt er viđ úrvalsađstćđur á Hótel Borgarnesi og er öllum skákum umferđarinnar varpađ upp á skjá auk ţess ađ vera í beinni á netinu.

Tvćr umferđir fara fram á morgun. Sú fyrri hefst kl. 10 og sú síđari kl. 16.

 


Norđurlandamót stúlkna hefst í kvöld á Borgarnesi

28870603_1628210620558735_1745358208106496000_n

Norđurlandamót stúlkna fer fram Hótel Borgarnesi helgina 27.-29. apríl. Alls taka 33 stúlkur ţátt á aldrinum 10-20 ára. Níu ţeirra eru íslenskar og sjö ţeirra tefla í yngsta flokknum (13 ára og yngri). Mikilvćg reynsla fyrir stelpurnar sem margar hverjar eru ađ tefla á sínum fyrsta alţjóđlega skákviđburđi! 

Fyrsta Norđurlandamót stúlkna var haldiđ áriđ 2008 og er ţetta í ţriđja skiptiđ sem mótiđ fer fram á Íslandi. Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, fyrrum forseti SÍ og ţingmađur, átti frumkvćđiđ ađ koma mótinu á legg á sínum tíma. 

Fulltrúar Íslands eru sem hér segir: 

A-flokkur (u20) 

 

Verónika Steinunn Magnúsdóttir 

 

B-flokkur (u16) 

 

Nansý Davíđsdóttir – sem er margfaldur norđurlandameistari stúlkna 

 

C-flokkur (u13) 

 

Freyja Birkisdóttir

Batel Goitom Haile

Iđunn Helgadóttir

Guđrún Fanney Briem

Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir

Soffía Berndsen

Anna Katarina Thoroddsen

 

Taflmennskan hefst kl. 20 á föstudagskvöldiđ. Á laugar- og sunnudegi eru tefldar tvćr umferđir. Sú fyrri hefst kl. 10 og sú síđari kl. 16. Verđlaunaafhending er um kl. 20 á sunnudagskvöldiđ. Beinar útsendingar verđa frá mótinu.

Heimasíđa mótsins

 


Carlsen efstur í Shamkir eftir sigur á Topalov - Shankland og Caruana efstir í St. Louis

440006.37a8c218.630x354o.ebd0d1602d1d

Heimsmeistarinn, Magnus Carlsen (2843), náđi forystunni á minningarmótinu um Gashimov í Shamkir í Aserbaísjan í gćr međ sigri á Veselin Topalov (2749) ţegar sjöunda umferđ fór fram. Ding Liren (2778) lagđi David Navara (2745) ađ velli en öđrum skákum lauk međ jafntefli. 

Magnús er efstur međ 4˝ vinning. Topalov, Anish Giri (2777) og Ding Liren (2778) fylgja heimsmeistaranum fast eftir en ţeir hafa 4 vinninga.  

Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram í dag. Ţá mćtast vinirnir Anish Giri og Magnús Carlsen. Mótinu lýkur svo á morgun. 

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com


php2Z0xPo

Spennan á bandaríska mótinu er mikil ađ loknum átta umferđum af 11. Sam Shankland (2671) gerđi jafntefli viđ Hikaru Nakamura (2787) ţar sem hinn síđarnefndi var lengi í köđlunum. Sömu úrslit urđu í skák Wesley So (2786) og Caruana (2804). 

Shankland og Caruana eru ţví sem fyrr efstir en ţeir hafa 5˝ vinning. Wesley So (2786) hefur 5 vinninga. KR-ingurinn Aleksandr Lenderman (2599) er farinn ađ blanda sér í toppbaráttuna en hann er fjórđi međ 4˝ vinning. 

Níunda umferđ fer fram í kvöld. Ađalviđureign kvöldsins er skák Caruna og Nakamura. Ţeim síđarnefnda ţćtti ekki leiđinlegt ađ gera áskorandanum skráveifu. Shankland mćtir Zherebukh (2640).

Hin 15 ára, Annie Wange (2321) heldur áfram ótrúlegu gengi í kvennaflokki. Í gćr vann hún sjöfaldan skákmeistara Bandaríkjanna (2422) í kvennaflokki og er efst međ 7 vinninga. Nazi Paikidze (2352), skákmeistari Bandaríkjanna frá 2016, fylgir Wang eftir eins og skugginn en hún hefur 6 vinninga. Ţćr mćtast í níundu umferđ í kvöld.

Sjá nánar á Chess.com.


Fjórđa mót Hrađskákmótarađar TR fer fram í kvöld

Fjórđa mót Hrađskákmótarađar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldiđ 27. apríl í skáksal TR ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ yfir 2000 skákstig, eđa ţeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofiđ 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til ţess ađ bjóđa völdum gestum undir 2000 stigum ađ tefla međ.

Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 3+2 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. Frítt inn!

Dagskrá mótarađarinnar:

 • Mót 1: 26.janúar
 • Mót 2: 23.febrúar
 • Mót 3: 23.mars
 • Mót 4: 27.apríl

Mćlst er til ţess ađ skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformiđ til ţess ađ auđvelda skipulagningu mótsins. Einnig verđur hćgt ađ skrá sig til leiks á skákstađ á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.

SKRÁNINGARFORM

SKRÁĐIR KEPPENDUR


Ađalfundur SÍ fer fram 26. maí

Til ađildarfélaga Skáksambands Íslands 

Reykjavík, 26. apríl 2018 

FUNDARBOĐ 

Stjórn Skáksambands Íslands bođar hér međ til ađalfundar Skáksambandsins í samrćmi viđ 8. gr. laga S.Í.  

Fundurinn verđur haldinn laugardaginn 26. maí nk. kl. 10.00 fyrir hádegi á höfuđborgarsvćđinu. 

Dagskrá:  Venjuleg ađalfundarstörf. 

Taflfélög skulu senda félagatal til Skáksambandsins - skaksamband@skaksamband.is - fyrir 10. maí 2018 til úrvinnslu fyrir kjörbréfanefnd. 

Bréf ţetta er sent ásamt gögnum í samrćmi viđ 9. gr. laga S.Í., en sú grein hljóđar svo:

 1. grein.

Viđ atkvćđagreiđslu á ađalfundi á hvert félag eitt atkvćđi enda geti sýnt fram á a.m.k. 10 félagsmenn međ lögheimili á Íslandi og geti sýnt fram á virka skákstarfsemi.  Eitt atkvćđi bćtist viđ hjá félagi fyrir hverja sveit sem ţađ sendir í Íslandsmót skákfélaga ţađ áriđ. Viđ atkvćđagreiđslu um kjörbréf í upphafi fundar skal gilda sú regla, ađ hvert félag fari ekki međ fleiri atkvćđi en ţađ hafđi á ađalfundi áriđ áđur.  Enginn fulltrúi getur fariđ međ meira en eitt atkvćđi á fundinum.  Viđ atkvćđagreiđslur á ađalfundi rćđur einfaldur meirihluti atkvćđa, nema um ţau mál sem sérstaklega eru tilgreind í ţessum lögum.


Einnig skal bent á 6. grein: 

Standi ađildarfélag í gjaldfallinni skuld viđ sambandiđ hefur ţađ ekki rétt til ađ eiga fulltrúa á ađalfundi.  Skákdeildir í félögum geta átt ađild ađ sambandinu, enda hafi ţá minnst 10 menn bundist slíkum samtökum.  Heimilt er tveimur eđa fleiri ađildarfélögum í sama landshluta ađ stofna međ sér svćđissamband.

Taflfélögunum gefst kostur á ađ birta stutta skýrslu um starfsemi sína á síđasta starfsári í árrsskýrslu Skáksambands Íslands.  Hafi félögin áhuga á ţessu ţarf efni ađ hafa borist skrifstofu S.Í. í síđasta lagi 10. maí 2018. 

Hjálagt:  Lagabreytingatillögur.

 

                                                                       Virđingarfyllst,

                                                                       SKÁKSAMBAND ÍSLANDS


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.7.): 0
 • Sl. sólarhring: 25
 • Sl. viku: 173
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 144
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband