Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2018

Öđlingamótiđ: Sigurbjörn og Ţorvarđur enn efstir – Berjast um titilinn

20180425_193307-1024x576

Ţegar ein umferđ lifir af Skákmóti öđlinga eru Fide-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2278) og Ţorvarđur F. Ólafsson (2176) efstir og jafnir međ 5,5 vinning en báđir lögđu ţeir sinn andstćđing í sjöttu og nćstsíđustu umferđ sem fór fram í gćrkveld. Sigurbjörn tefldi af öryggi međ hvítu gegn stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2200), vann peđ og mjakađi c-peđi sínu rólega fram á sjöundu reitaröđ og fórnađi síđan skiptamun til ađ tryggja stöđu ţess. Međ biskup og hrók ásamt c-peđinu gegn tveimur hrókum Lenku hafđi Sigurbjörn ađ lokum sigur eftir ađ hafa bćtt kóngi sínum viđ í pressuna enda vörnin mjög erfiđ fyrir svartan. Ţorvarđur lagđi Stefán Arnalds (1999) međ svörtu eftir slćman fingurbrjót ţess síđarnefnda í miklu tímahraki en venju samkvćmt tefldi Stefán međ innan viđ mínútu á klukkunni stóran hluta skákarinnar. Ţađ er enginn vafi á ţví ađ međ fínpússun á tímanotkun sinni mun Stefán hćkka töluvert á Elo-stigunum góđu.

Ögmundur Kristinsson (2010) er einn í ţriđja sćti međ 4,5 vinning en hann fékk í gćr frían vinning vegna forfalla andstćđings síns. Ögmundur getur ţó ekki náđ forystusauđunum ađ vinningum ţar sem hann forfallast sjálfur í lokaumferđinni. Fjórir keppendur koma nćstir međ 4 vinninga, en ţeir eru ásamt Lenku Haraldur Baldursson (1949), Jóhann H. Ragnarsson (1985) sem vann Pál Ţórsson (1693) í snarpri viđureign og Kristinn J. Sigurţórsson (1744) sem hefur átt gott mót og knésetti síđast Jóhann H. Sigurđsson (1988).

Lokaumferđin fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst ađ venju kl. 19:30. Ţá fćr Kristinn ţađ verkefni ađ halda Sigurbirni í skefjum á fyrsta borđi á međan ađ Ţorvarđur og Lenka eigast viđ á öđru borđi. Á ţriđja borđi mćtast síđan reynsluboltarnir, Jóhann H. Ragnarsson og Haraldur. Mótinu lýkur svo formlega međ verđlaunaafhendingu ađ loknu Hrađskákmóti öđlinga sem verđur haldiđ miđvikudaginn 9. maí.

Úrslit og stöđu ásamt skákum mótsins er ađ finna á Chess-Results.

Heimasíđa TR


Topalov efstur í Shamkir - Caruana efstur ásamt Shankland í St. Louis

phpNhKbAg

Taflmennskan hófst á ný í Shamkir og Saint Louis í gćr eftir frídag á báđum stöđum í fyrradag. Topalov (2749) hélt forystunni í Shamkir ţrátt fyrir jafntefli. Baráttan um sigurinn á bandaríska meistaramótinu virđist vera á milli: Shankland (2671), Caruana (2804) og Wesley So (2786). 

Hefjum leikinn á minningarmótinu um Gashimov í Shamkir ţar sem sjötta umferđ fór fram í gćr. Anish Giri(2777) vann David Navara (2745) en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Topalov er efstur međ  4 vinninga. Giri og Magnus Carlsen (2843) eru í 2.-3. sćti međ 3,5 vinninga. Sjöunda umferđ fer fram í dag og ţá mćtast Carlsen og Topalov. Sigur fyrir heimsmeistarann vćri afar mikilvćgur. 

Frídagurinn var notađur til ađ spila fótbolta og spiluđu Carlsen og Topalov ţar í sama liđi. 

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com


php8GwpDz

Fabiano Caruana (2804) virđist vera í feiknaformi og vann í gćr Akobian (2647) í sjöundu umferđ međ glćsilegri taflmennsku. Caruana er nú efstur ásamt Sam Shankland (2671) sem gerđi jafntefli viđ Wesley So (2785). So er ţriđji međ 4,5 vinning. Nćstu menn hafa 3,5 vinninga svo baráttan virđist ađeins vera á milli ţessara ţriggja.

Óvćnt úrslit urđu í gćr ţegar Zviad Izoria (2599) lagđi Hikaru Nakamura (2787) ađ velli. Izoria ţessi hafđi fyrr í mótinu unniđ Caruana. Nakamura eru heillum horfinn og er í 8.-10. sćti međ 3 vinninga. 

Umferđ dagsins gćti ráđiđ úrslitum. Caruana mćtir Wesley So og Shankland teflir viđ Nakamura. 

439892.6566bd21.630x354o.3f8ee0475348

Í kvennaflokki er hin 15 ára Annie Wang (2321) efst međ 6 vinninga. Nazi Paikidze (2352) er önnu rmeđ 5 vinninga og Irina Krush (2422) ţriđja međ 4,5 vinninga.

Sjá nánar á Chess.com.


Sumarskákmót Fjölnis fer fram á laugardaginn

Skákhátíđ Rótarý

Nćstkomandi laugardag, 28. apríl,  verđur hiđ árlega Sumarskákmót Fjölnis haldiđ í hátíđarsal Rimaskóla og hefst kl. 11.00. Mótinu lýkur međ glćsilegri verđlaunahátíđ kl. 13:15. Mćtiđ tímanlega til skráningar.

Ađ venju er mótiđ hiđ glćsilegasta og mikill fjöldi áhugaverđra vinninga í bođi. Tíu gjafabréf frá Dominos, Fimm gjafabréf í SAM-bíóin og fimm af flottustu húfunum frá 66°N.

Rótarýklúbbur Grafarvogs er ađ venju styrktarađili sumarskákmótsins og gefur klúbburinn eignarbikara til sigurvegara í eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki.

Tilkynnt verđur kjör Skákdeildar Fjölnis á afreksmeistara og ćfingameistara deildarinnar 2017 – 2018.

Á sumarskákmótinu verđa tefldar 6 umferđir međ 6 mínútna umhugsunartíma. Sumarskákmót Fjölnis er eitt af síđustu grunnskólamótum vetrarins og er öllum áhugasömum grunnskólakrökkum í skák um allt land, bođin ókeypis ţátttaka.

Mćtiđ krakkar og takiđ međ ykkur skólafélaga og vini.

Í skákhléi býđst ţátttakendum ađ kaupa sér veitingar fyrir 250 kr, drykk og Prins póló. Heitt kaffi á könnunni fyrir foreldra.


Arnar og Benedikt kjördćmismeistarar Reykaness

Síđastliđinn miđvikudag var haldiđ Meistaramót Kópavogs í skólaskák og Kjördćmamót Reykjaness. 

 

Reykjanes1

 

Í eldri hópnum (8.-10..bekk) tóku 8 keppendur ţátt. Tefldar voru 7 umferđir međ 7 mínútum. Barist var um ađ fá ţáttökurétt á landsmótinu sem haldiđ verđur í byrjun maí, en 4 efstu í yngri og eldri flokki vinna sér inn ţáttökurétt á mótinu. Toppbaráttan var ćsispennandi alveg til enda ţar sem Arnar Milutin Heiđarsson tókst ađ sigra mótiđ međ 6,5 vinning. Á eftir honum kom Birkir Ísak Jóhannsson međ 6 vinninga og í ţriđja sćti lenti Stephan Breim međ 5 vinninga. Í ţví fjórđa var Viktor Ingi Birgisson. 

Lokastađan á Chess-Results

Reykjanes2.

Í yngri flokki (1.- 7. bekk) tóku 19 keppendur ţátt. Tefldar voru 9 umferđir međ 7 mínútum. Benedikt Breim sigrađi mótiđ međ miklum yfirburđum en hann hlaut 8,5 vinning. Í öđru sćti var Gunnar Erik Guđmundsson međ 7 vinninga, ţriđja sćti Freyja Birkisdóttir međ 6,5 vinning og í fjórđa sćti Örn Alexandersson.

Lokastađan á Chess-Results


Fjórđa mót Hrađskákmótarađar TR fer fram á föstudagskvöldiđ

Fjórđa mót Hrađskákmótarađar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldiđ 27. apríl í skáksal TR ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ yfir 2000 skákstig, eđa ţeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofiđ 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til ţess ađ bjóđa völdum gestum undir 2000 stigum ađ tefla međ.

Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 3+2 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. Frítt inn!

Dagskrá mótarađarinnar:

  • Mót 1: 26.janúar
  • Mót 2: 23.febrúar
  • Mót 3: 23.mars
  • Mót 4: 27.apríl

Mćlst er til ţess ađ skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformiđ til ţess ađ auđvelda skipulagningu mótsins. Einnig verđur hćgt ađ skrá sig til leiks á skákstađ á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.

SKRÁNINGARFORM

SKRÁĐIR KEPPENDUR


Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák haldiđ 1.-9. júní

hlidarendi01

Icelandic Open - Íslandsmótiđ í skák fer fram dagana 1.-9. júní nk. Teflt verđur Valsheimilinu viđ Hlíđarenda viđ frábćrar ađstćđur í veislusal hússins. Mótiđ fer eftir sama fyrirkomulagi og mótiđ 2013 í Turninum áriđ sem var 100 ára afmćlismót Skákţings Íslands. Ţá sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson eftir ađ hafa lagt Björn Ţorfinnsson ađ velli í úrslitaeinvígi. Björn krćkti sér hins vegar í stórmeistaraáfanga á mótinu. Teflt verđur til minningar um Hemma Gunn - en hann einmitt lést á mótiđ fór fram í Turninum 2013. 

Nú ţegar stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Ţorfinnsson og Ţröstur Ţórhallsson skráđ til leiks sem og alţjóđlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson, Björn Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson. 30 keppendur hafa skráđ sig en gera má ráđ fyrir ađ ţátttökutölur liggi á milli 60 og 70. 

Veislusalir_vals

Mótiđ er opiđ öllum íslenskum sem og erlendum skákmönnum. Tefldar verđa 10 umferđir og má finna umferđartöflu mótsins hér. Hćgt er ađ taka tvćr hálfs vinnings yfirsetur í umferđum 1-7. 

Ţátttökugjöld eru 10.000 kr. Stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar fá frítt. FIDE-meistarar og unglingar 16 ára og yngri fá 50% afslátt. 

Hemmi Gunn

Góđ verđlaun eru á mótinu eđa samtals €7.500 eđa um 950.000 kr. 

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíđu mótsins sem eins og er ađeins á ensku. Hćgt er ađ skrá sig Skák.is (guli kassinn). Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig til leiks sem fyrst. 


Topalov í ham í Shamkir - Shankland mjög óvćnt efstur í St. Louis

439658.b0491f6e.630x354o.bb8cb8fdd7b9

Eftir afar rólega byrjun á minningarmótinu um Gashimov í Shamkir í Aserbaísjan hafa leikar heldur best ćsts. Topalov (2749) vann sína ađra skák í röđ ţegar hann vann David Navara (2749) í fimmtu umferđ í gćr. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2843) vann sinn fyrsta sigur ţegar hann vann góđan sigur á Wojtaszek (2744). 

phpDS7nFI

Topalov, er efstur međ 3˝ vinning og Carlsen er annar međ 3 vinninga. Frídagur er í dag en mótinu verđur framhaldiđ á morgun. Ţá teflir Topalov viđ Mamedov (2704) en Magnús viđ Karjakin (2778). Međ Topalov í Aserbaísjan er hann hinn afar umdeildi Silvio Danaliov. 

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com

 

phpX6L65G

Óvćntir hlutir eru í gangi á bandaríska meistaramótinu í skák. Sam Shankland (2671) er ţar mjög óvćnt efstur eftir 6 umferđir međ 4˝ vinning. Shankland vann í gćr Varuzhan Akobian (2647) í skrautlegri skák. Caruana (2804) lagđi Ray Robson (2660) ađ velli en öđrum skákum lauk međ jafntefli. 

Caruana er í 2.-3. sćti ásamt Wesley So (2786) međ 4 vinninga. Nakamura (2787) hefur gert jafntefli í öllum sínum skákum og er ađeins í 5.-6. sćti međ 3 vinninga. 

Frídagur er í dag rétt eins og Shamkir. Sjöunda umferđ gćti skipt miklu um framahaldiđ. Ţá teflir Shankland viđ Wesley So og Caruana viđ Akobian.

phpuUFdBS

Afar óvćntir hlutir eru einnig í gangi í kvennaflokki. Ţar er hin 15 ára, Annie Wang (2321) efst međ 5 vinninga. Önnur er Nazi Paikidze (2352) međ 4˝ vinning. 

 


Skákţing Norđlendinga hefst á föstudaginn á Húsavík

Copy-of-www.ICELANDICCHESSCHAMPIONSHIP.COM_

Skákţing Norđlendinga 2018 verđur haldiđ 27. – 29. apríl á Húsavík. Telfdar verđa sjö umferđir. Fyrstu fjórar umferđirnar verđa atskákir (25 mín) en lokaumferđirnar ţrjár verđa kappskákir (90 mín + 30 sek fyrir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra stiga.

Skákmeistari Norđlendinga getur ađeins orđiđ sá sem á lögheimili á Norđurlandi, en mótiđ er öllum opiđ.

Skákstjóri verđur Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

Núverandi Skákmeistari Norđlendinga er Haraldur Haraldsson frá Akureyri.

Mótsstađur: Framsýn, Garđarsbraut 26.

Dagskrá

• Mótiđ hefst kl. 20.00 á föstudagskvöldiđ 27. apríl, en ţá verđa telfdar 4 umferđir af 25 mínútna atskákum.
• 5. umferđ kl. 11.00 laugardaginn 28. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)
• 6 umferđ kl. 17.00 laugardaginn 28. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)
• 7. umferđ kl. 11.00 sunnudaginn 29. apríl (kappskák 90 + 30 sekúndur á leik)

Verđlaun

1. sćti 45.000 kr.
2. sćti 30.000
3. sćti 20.00
4. sćti 15.000
5. sćti 10.000

Aukaverđlaun fćr efsti skákmađur međ minna en 1800 stig, 10.000 kr.. Verđi menn jafnir ađ vinningum skiptast verđlaun jafnt milli ţeirra.

Verđlaun verđa einnig veitt fyrir ţrú efstu sćtin í flokkin skákmanna 16 ára og yngi.

Ţátttökugjöld

Ţátttökugjöld fullorđnir : 4000 kr.
Unglingar 16 ára og yngri : 2000 kr.

Yfirseta

Heimilt verđur hverjum keppanda ađ taka sjálfvalda yfirsetu (bye) tvisvar í mótinu og fćst hálfur vinningur fyrir hvert bye.

Ekki verđur ţó hćgt ađ taka bye í 1. eđa 7. umferđ.

Tilkynna ţarf til skákstjóra hvenćr keppandi ćtlar ađ taka sjálfvalda yfirsetu áđur en parađ er í viđkomandi umferđ.

Skráning

 

Stigaútreikningur

Verđi fleiri en einn jafn í keppni um titilinn „Skákmeistari Norđlendinga“ munu stig ráđa, en notast verđur viđ leiđbeinandi fyrirmćli frá Alţjóđaskáksambandinu FIDE.

• Direct encounter
• The greater number of wins
• The greater number of games with Black (unplayed games shall be counted as played with White)
• AROC
• Buchholz Cut 1

Hrađskákmót Norđlendinga

Hrađskákmót Norđlendinga 2018 verđur haldiđ ađ ađalmótinu loknu, sunnudaginn 29. apríl og hefst kl. 14.30 eđa síđar.

Ekkert ţáttökugjald er í ţađ mót og í verđlaun eru hefđbundnir verđlaunagripir.

Upplýsingar

Hermann Ađalsteinsson veitir allar frekari upplýsingar – lyngbrekku@simnet.is


Sumarskákmót Fjölnis á laugardaginn

Skákhátíđ Rótarý

Nćstkomandi laugardag, 28. apríl,  verđur hiđ árlega Sumarskákmót Fjölnis haldiđ í hátíđarsal Rimaskóla og hefst kl. 11.00. Mótinu lýkur međ glćsilegri verđlaunahátíđ kl. 13:15. Mćtiđ tímanlega til skráningar.

Ađ venju er mótiđ hiđ glćsilegasta og mikill fjöldi áhugaverđra vinninga í bođi. Tíu gjafabréf frá Dominos, Fimm gjafabréf í SAM-bíóin og fimm af flottustu húfunum frá 66°N.

Rótarýklúbbur Grafarvogs er ađ venju styrktarađili sumarskákmótsins og gefur klúbburinn eignarbikara til sigurvegara í eldri flokki, yngri flokki og stúlknaflokki.

Tilkynnt verđur kjör Skákdeildar Fjölnis á afreksmeistara og ćfingameistara deildarinnar 2017 – 2018.

Á sumarskákmótinu verđa tefldar 6 umferđir međ 6 mínútna umhugsunartíma. Sumarskákmót Fjölnis er eitt af síđustu grunnskólamótum vetrarins og er öllum áhugasömum grunnskólakrökkum í skák um allt land, bođin ókeypis ţátttaka.

Mćtiđ krakkar og takiđ međ ykkur skólafélaga og vini.

Í skákhléi býđst ţátttakendum ađ kaupa sér veitingar fyrir 250 kr, drykk og Prins póló. Heitt kaffi á könnunni fyrir foreldra.


Ađalfundur Vinaskákfélagsins fer fram 14. maí

Stjórn-Vinaskákfélagsins-2017-620x330

Ađalfundur Vinaskákfélagsins verđur haldinn 14 maí 2018 í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík klukkan 19:30. Dagskrá ađalfundar er sem hér segir: 1. Forseti setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra. 3. Kosning ritara. 4. Skýrsla stjórnar lögđ fram. 5. Reikningar lagđir fram til samţykktar. Kaffi hlé! 6. Lagabreytingar. 7. Kosning stjórnar. 8. Önnur mál. Stjórnin.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband