Leita í fréttum mbl.is

Öđlingamótiđ: Sigurbjörn og Ţorvarđur enn efstir – Berjast um titilinn

20180425_193307-1024x576

Ţegar ein umferđ lifir af Skákmóti öđlinga eru Fide-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2278) og Ţorvarđur F. Ólafsson (2176) efstir og jafnir međ 5,5 vinning en báđir lögđu ţeir sinn andstćđing í sjöttu og nćstsíđustu umferđ sem fór fram í gćrkveld. Sigurbjörn tefldi af öryggi međ hvítu gegn stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2200), vann peđ og mjakađi c-peđi sínu rólega fram á sjöundu reitaröđ og fórnađi síđan skiptamun til ađ tryggja stöđu ţess. Međ biskup og hrók ásamt c-peđinu gegn tveimur hrókum Lenku hafđi Sigurbjörn ađ lokum sigur eftir ađ hafa bćtt kóngi sínum viđ í pressuna enda vörnin mjög erfiđ fyrir svartan. Ţorvarđur lagđi Stefán Arnalds (1999) međ svörtu eftir slćman fingurbrjót ţess síđarnefnda í miklu tímahraki en venju samkvćmt tefldi Stefán međ innan viđ mínútu á klukkunni stóran hluta skákarinnar. Ţađ er enginn vafi á ţví ađ međ fínpússun á tímanotkun sinni mun Stefán hćkka töluvert á Elo-stigunum góđu.

Ögmundur Kristinsson (2010) er einn í ţriđja sćti međ 4,5 vinning en hann fékk í gćr frían vinning vegna forfalla andstćđings síns. Ögmundur getur ţó ekki náđ forystusauđunum ađ vinningum ţar sem hann forfallast sjálfur í lokaumferđinni. Fjórir keppendur koma nćstir međ 4 vinninga, en ţeir eru ásamt Lenku Haraldur Baldursson (1949), Jóhann H. Ragnarsson (1985) sem vann Pál Ţórsson (1693) í snarpri viđureign og Kristinn J. Sigurţórsson (1744) sem hefur átt gott mót og knésetti síđast Jóhann H. Sigurđsson (1988).

Lokaumferđin fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og hefst ađ venju kl. 19:30. Ţá fćr Kristinn ţađ verkefni ađ halda Sigurbirni í skefjum á fyrsta borđi á međan ađ Ţorvarđur og Lenka eigast viđ á öđru borđi. Á ţriđja borđi mćtast síđan reynsluboltarnir, Jóhann H. Ragnarsson og Haraldur. Mótinu lýkur svo formlega međ verđlaunaafhendingu ađ loknu Hrađskákmóti öđlinga sem verđur haldiđ miđvikudaginn 9. maí.

Úrslit og stöđu ásamt skákum mótsins er ađ finna á Chess-Results.

Heimasíđa TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 8764854

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband