Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Góđ frammistađa Vignis Vatnars í Stuttgart

Alţjóđlega mótinu, Staufer-Open, lauk í dag í Stuttgart í Ţýskalandi í dag. Vignir tapađi fyrir stórmeistaranum Stanislav Novikov (2540) í lokaumferđinni. Guđmundur Kjartansson (2438) vann FIDE-meistarann Thomas Henrich (22440). Gúmmi hlaut 6,5 vinninga en Vignir hlaut 6 vinninga. Sá síđarnefndi var međ frammistöđu upp á 2437 skákstig, var afar nćrri ţví ađ ná alţjóđlegum áfanga, og hćkkar um 16 stig. Guđmundur hćkkar um 1 stig. 

Heimasíđa mótsins

 

 

 


Bárđur og Dagur efstir Íslendinga á minningarmóti Steinţórs

2018-01-06 10.50.31

Bárđur Örn Birkisson (2190) og Dagur Ragnarsson (2332) eru efstir íslensku skákmannanna eftir fjórar umferđir á minningarmóti Steinţórs Baldurssonar sem í gangi er í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ţeir félagarnir hafa 3 vinninga og er í 2.-7. sćti. Gauti Páll Jónsson (2161), Oliver Aron Jóhannesson (2277) eru ţar skammt undan međ 2,5 vinninga.

2018-01-06 10.45.30 

Fimmta umferđ hófst núna kl. 10. Bárđur teflir ţar á fyrsta borđi gegn hollenska alţjóđlega meistaranum Thomasi Beerdesen (2416), stigahćsta keppenda mótsins, og Dagur viđ lettneska FIDE-meistarann Dmitrijs Tokranovs (2354). 

Sjötta og nćstsíđast umferđ hefst svo kl. 16 í dag. Lokaumferđin hefst kl. 10 í fyrramáliđ. 


Vignir í 6.-14. sćti fyrir lokaumferđina

Vignir Vatnar Stefánsson (2304) tapađi fyrir stórmeistaranum Vladimir Burmakin (2532) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Staufer-Open í Stuttgart í gćr. Vignir hefur 6 vinninga og er í 6.-13. sćti. Guđmundur Kjartansson (2438) gerđi jafntefli viđ Philip Wenninger (2349) og hefur 5,5 vinninga. 

Lokaumferđin fer fram í dag. Vignir teflir viđ stórmeistarann Stanislav Novikov (2540) og Gummi viđ FIDE-meistarann Thomas Henrich (2240).   

Heimasíđa mótsins

 

 

 


Bárđur Örn efstur Íslendinga á minningarmóti Steinţórs

Bárđur Örn Birkisson (2190) er efstur Íslendinga í 2.-4. sćti međ 2˝ vinning á alţjóđlegu unglingamóti sem haldiđ er ţessa dagana til minningar um Steinţór Baldursson í Stúkunni viđ Kópavogsvöll. Ţriđja umferđ fór fram fyrr í dag. Lettneski FIDE-meistarinn Dmitrijs Tokranovs (2354) er efstur međ fullt hús. Sjö skákmenn hafa 2 vinninga og ţar á međal eru Dagur Ragnarsson (2332), Gauti Páll Jónsson (2161), Símon Ţórhallsson (2040) og Björn Hólm Birkisson (2084).

Hart er barist á mótinu og nánast ekkert um stutt jafntefli. Kröfugt taflmennska hjá ungmennunum sem berjast til síđasta blóđdropa í hverri skák. Fjórđa umferđ hófst núna kl. 16 í dag. 

Tvćr skákir eru svo tefldar á morgun og lýkur mótinu á sunnudag. Leik dagsins í dag átti áđurnefndur Tokranovs í dag.

26166779_10216008563273195_1181523371839814355_n

 

22...Dxh2!! 23. Dd3 (23. Dxh2 Rxc3#) 23...Dh5+ 24. He2 Rde3+! 5. Bxe3 Rb2+ og svartur vann skömmu síđar. 

Myndir vćntanlegar!

Heimasíđa mótsins


Vignir vann stórmeistara - er í 1.-2. sćti í Stuttgart

Vignir Vatnar Stefánsson (2304) vann ţýska stórmeistarann Vitaly Kunin (2556) í sjöundu umferđ Staufer Open sem fram fór í dag í Stuttgart. Vignir er efstur ásamt Íslendingabananum Jónasi Lampert (2518) međ 6 vinninga. Annar stórmeistarinn sem Vignir leggur ađ velli á stuttum tíma. Guđmundur Kjartansson (2438) gerđi jafntefli viđ Valentin Buckels (2332) og hefur 5 vinninga.

Áttunda og nćstsíđasta er tefld síđar í dag. Vignir mćtir stórmeistaranum Vladimir Burmakin (2532) en Gúmmi mćtir Philip Wenninger (2349).

Heimasíđa mótsins

 

 

 


Skákţing Reykjavíkur hefst á miđvikudagskvöldiđ

SkakthingReykjavikurLogo18-1024x292

Skákţing Reykjavíkur hefst miđvikudaginn 10. janúar kl. 19.30. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bćtast viđ 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Keppendur geta tekiđ tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Athygli er vakin á ţví ađ umferđir á sunnudögum hefjast kl. 13:00.

Dagskrá

1. umferđ miđvikudag 10. janúar kl. 19.30
2. umferđ sunnudag 14. janúar kl. 13.00
3. umferđ miđvikudag 17. janúar kl. 19.30
4. umferđ sunnudag 21. janúar kl. 13.00
5. umferđ miđvikudag 24. janúar kl. 19.30
6. umferđ sunnudag 28. janúar kl. 13.00
7. umferđ miđvikudag 31. janúar kl. 19.30
8. umferđ sunnudag 04. febrúar kl. 13.00
9. umferđ miđvikudag 07. febrúar kl. 19.30

Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 11. febrúar kl. 13 og verđur ţá jafnframt verđlaunaafhending fyrir Skákţingiđ.

Tímamörk

90 mín á 40 leiki, síđan 15 mín, auk 30 sek eftir hvern leik alla skákina.

Skákstjórn

IA Ólafur Ásgrímsson og IA Ríkharđur Sveinsson (rz@itn.is / s.772 2990)

Ađalverđlaun

  • 1. sćti kr. 80.000
  • 2. sćti kr. 40.000
  • 3. sćti kr. 20.000

Stigaverđlaun

  • Besta frammistađa miđađ viđ eigin stig (rating performance – eigin stig) – kr. 10.000.
  • U2000 og U1800 – kr. 10.000.
  • U1600, U1400, U1200, stigalausir – bókaverđlaun.

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna (íslensk stig til vara). Hver keppandi getur ađeins hlotiđ ein aukaverđlaun (ofangreind röđ verđlauna gildir).

Ţátttökugjöld (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts).

kr. 5.000 fyrir 18 ára og eldri.
kr. 2.500 fyrir 17 ára og yngri.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Keppt er um titilinn “Skákmeistari Reykjavíkur 2018” og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson.

Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort-kerfi), en stigaútreikningur (tiebreaks) látinn skera úr um lokaröđ. Í öđrum verđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess sem hefur flest stig eftir stigaútreikning. Röđ stigaútreiknings: 1. Innbyrđis úrslit 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz (median) 4. Sonneborn-Berger.

Skákţing Reykjavíkur er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Skákir mótsins verđa slegnar inn og birtar á pgn formi.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 12.45.


Minningarmótiđ um Steinţór hófst í Stúkunni í dag

Alţjóđlega unglingamótiđ um Steinţór Baldursson var sett í dag í Stúkunni viđ Kópavogsvöll ađ viđstöddu miklu fjölmenni. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, og Arndís Ármann Steinţórsdóttir héldu stuttar tölur ţar sem Steinţór var minnst og ađ ţví loknu lék Felix, sonur Steinţórs, fyrsta leikinn fyrir Alexander Oliver Mai, d2-d4, á fyrsta borđi. Skáksambandiđ bauđ svo gestum og gangandi uppá súpu og brauđ.

Úrslitin á mótinu voru býsna hefđbundin í fyrstu umferđ. Ávallt unnu hinir stigahćrri ţá stiglćgri. Önnur umferđ bauđ upp nokkur óvćnt úrslit en ţó ekki ýkja mörg. 

Fimm keppendur hafa fullt hús eftir tvćr umferđir. Í ţeim hópi er Bárđur Örn Birkisson.

Tvćr umferđir fara fram á morgun. Sú fyrri hefst kl. 10 og sú síđari kl. 16.

Myndir frá opnunarhátíđinni eru vćntanlegar.

Heimasíđa mótsins


Vignir í 3.-5. sćti í Stuttgart - Guđmundur vann Plat stórmeistara

Vignir Vatnar átti afar góđan góđan dag á Staufer Open mótinu í Stuttgart. Í dag fóru fram 5. og 6. umferđ og vann Vignir báđar sínar skákir. Í fyrri skákinnni var Manfred Schweizer (2013) lagđur ađ velli og í ţeirri síđari vann hann ungverska FIDE-meistarann Tibor Kende Antal (2419). Vignir hefur 5 vinninga og er í 3.-5. sćti. Í fyrramáliđ teflir hann á fyrsta borđi viđ ţýska stórmeistarann Vitaly Kunin (2556).

Guđmundur vann í fyrri skák dagsins pólska stórmeistarann Vojech Plat (2569) í fyrri skák dagsins en tapađi fyrir alţjóđlega meistaranum Jónasi Lambert (2518) í síđari skák dagsins. Jónas hefur reynst Íslendingum illa og lagt ţá báđa ađ velli. 

Á morgun eru tefldar umferđir 7 og 8. Mótinu lýkur svo á laugardaginn.

Heimasíđa mótsins

 

 

 


Alţjóđlegt unglingamót til minningar um Steinţór Baldursson hefst kl. 11

p1020134

Alţjóđlegt unglingaskákmót um Steinţór Baldursson fer fram dagana 4.-7. janúar nk. Mótiđ er teflt í glerstúkunni viđ Kópavogsvöll. Ţađ eru Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands sem standa ađ mótinu í sameiningu. 

Í mótinu taka ţátt tćplega 24 ungmenni (20 ára og yngri) og ţar af eru 11 erlend. Keppendur koma međal annars frá Lettlandi, Fćreyjum, Svíţjóđ og Hollandi.

Steinthor11

Steinţór Baldursson lést áriđ 2016 ađeins fimmtugur ađ aldri. Hann var stjórnarmađur í Skáksambandi Íslands um langt árabil. Hann hafđi alţjóđleg skákdómararéttindi og var međal skákdómara á Evrópumóti landsliđa í Laugardalshöllinni 2005 og á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 2014. Steinţór var mikill grasrótarmađur og ţótt viđeigandi ađ minnast hans međ unglingaskákmóti.

1966110_10203188570736008_331656821_o

Mótiđ verđur sett á morgun kl. 11 og eru allir velkomnir. Felix, sonur Steinţórs, mun leika fyrsta leik mótsins á morgun. Ađ lokinni setningu mótsins mun Skáksambandiđ bjóđa gestum upp á súpu og brauđ. 

Tefldar verđa sjö umferđir. Landsbankinn og Kvika styrkja myndarlega viđ mótshaldiđ og fćrir Skáksambandiđ ţeim miklar ţakkir fyrir. 

Heimasíđa mótsins


Guđmundur međ 3˝ vinning eftir 4 umferđir í Stuttgart

Alţjóđlega mótiđ, Staufer Open, hélt áfram í dag í Stuttgart. Guđmundur Kjartansson (2438) fékk 1˝ vinning í tveim skákum dagsins en Vignir Vatnar Stefánsson (2304) hlaut 1 vinning. Gummi hefur 3˝ vinning en Vignir hefur 3 vinninga.

Guđmundur gerđi jafntefli viđ Vadim Reimche (2040) í fyrri skák dagsins en vann Anasta Golovkina (2019) í ţeirri síđari. Vignir tapađi fyrir alţjóđlega meistaranum Jónasi Lampert (2518) í fyrri skák dagsins en vann Klaus-P Wortmann (2083) í ţeirri síđari. 

Á morgun eru tefldar tvćr umferđir. Í fyrri skák dagsins, teflir Guđmundur viđ tékkneska stórmeistarann Vojech Plat (2569) en Vignir viđ Manfred Schweizer (2013). 

Mótiđ, sem er 9 umferđir, er teflt á ađeins 5 dögum.

Heimasíđa mótsins

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 9
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8779687

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband