Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2015

Pálmi efstur á Skákţingi Skagafjarđar

Pálmi SighvatssonFjórđa og nćstsíđasta umferđ Skákţings Skagafjarđar 2015 – Landsbankamótsins var tefld í gćr og urđu nokkrar sviptingar á toppnum. Pálmi Sighvats hafđi betur gegn Jóni Arnljótssyni og sigldi ţar međ fram úr Jóni og leiđir mótiđ međ 3˝ vinning. Pálmi er greinilega í fínu formi og teflir af miklu öryggi.

Birkir Már Magnússon hafđi sigur gegn Jakobi Sćvari Sigurđssyni og er ţar međ kominn upp ađ hliđ Jóns međ ţrjá vinninga. Nćstir, međ 2˝ vinning, koma svo Ţór Hjaltalín og Pétur Bjarnason.

Fyrir lokaumferđina, sem tefld verđur nćsta miđvikudag, er ljóst ađ ţrír efstu, ţeir Pálmi, Jón og Birkir, eiga enn möguleika á ađ hafa sigur í mótinu og stefnir í harđa baráttu. Birkir mun stýra hvítu mönnunum gegn Pálma, en Jón ţeim svörtu gegn Ţór Hjaltalín.

Önnur úrslit og pörum 5. umferđar má sjá á Chess-Results.


Nóa Siríus mótiđ: Jón Viktor efstur fyrir lokaumferđina - feđgar gera ţađ gott

P1030790Jón Viktor Gunnarsson (2433) er efstur međ 6 vinninga ađ lokinni sjöundu og nćstsíđustu umferđ Nóa Síríus mótsins, sem fram fór sl. fimmtudagskvöld. Jón gerđi ţá jafntefli viđ Guđmund Gíslason (2315) í stuttri skák. Guđmundur er í 2.-3. sćti međ 5,5 vinning ásamt Jóhanni Ingvasyni (2126) sem hefur fariđ mjög mikinn á mótinu ásamt syni syni sínum Erni Leó (2048).

Örn Leó gerđi jafntefli viđ Björgvin Jónsson (2353)P1030799 en hafđi t.d. unniđ Guđmund Halldórsson (2219) og gert jafntefli viđ Guđmund Gíslason og Halldór Grétar Einarsson (2187).

Jón Trausti Harđarson (2067) vann Lenku Ptácníková (2270) og Gauti Páll Jónsson(1871) nýtir tćkifćriđ vel sem Huginsmenn gáfu honum međ ţátttöku sinni og vann Gunnar Freyr Rúnarsson (2045); Gauti Páll hefur ţar međ tryggt sér yfir 100 stiga gróđa á mótinu og nálgast 2000 stigin eins og óđ fluga.

P1030802Jón Trausti er í 4.-6. sćti međ 5 vinning ásamt Ţresti Ţórhallssyni (2433) og Karli Ţorseins (2456).

Áttunda og síđasta umferđ fer fram á fimmtudagskvöld og hefst kl. 19:30. Ţá mćtast međal annars:

• Jón Viktor (6) – Jóhann (5,5)
• Karl (5) – Guđmundur (5,5)
• Jón Trausti (5) – Ţröstur (5)
• Gauti Páll (4,5) – Björgvin (4,5)
• Kristján Eđvarđsson (4,5) – Örn Leó (4,5)
• Hrafn Loftsson (4,5) – Dagur Ragnarsson (4,5)

 


Björn međ stórmeistaraáfanga í Bunratty - hefur tryggt sér sigur á mótinu!

Brćđur Bragi og BjörnBjörn Ţorfinnsson (2373) hefur náđ hreint og beint stórkostlegum árangri á Bunratty-mótinu sem er í gangi á Írlandi. Í gćr vann hann Sebastian Maze (2585) í fyrri skák dagsins en Lorin D´Costa (2430) í ţeirri síđari. Í morgun tryggđi hann sér svo stórmeistaraáfanga međ stuttu jafntefli gegn Luis Galego (2461). Stórmeistaraáfangi og sigur á mótinu stađreynd!

Bragi Ţorfinnsson (2432) átti einnig góđan dag í gćr. Vann Sam Collins (2491) og gerđi jafntefli viđ Simon Williams (2434) og hefur 3 vinninga.

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: C.H.O.´D. Alexander og The Imitation Game

AlexanderÁ krá einni í Buckingham-skíri í Englandi á dögum seinni heimssyrjaldarinnar gengur ungur og reffilegur mađur sem nefndur er Hugh Alexander yfir gólfiđ og býđur fallegri konu á besta aldri uppá einn drykk. Ţau taka tal saman en viđ ţađ fćr samstarfsmađur Alexanders, Alan Turing, stórkostlega hugljómun og tekst nánast á sprettinum yfir í kofa bresku leyniţjónustunnar nr. 8 ađ ráđa tákn dulmálsvélar Ţjóđverja, Enigma. Ţetta er vendipunktur kvikmyndarinnar The Imitation Game sem fjallar um afrek og dapurleg örlög Alans Turing sem einnig hefur veriđ nefndur upphafsmađur tölvunnar. Í myndinni er Conel Hugh O'Donel Alexander kynntur til sögunnar sem tvöfaldur breskur meistari í skák, sem er söguleg ónákvćmni ţví ađ seinna skiptiđ sem hann vann titilinn var áriđ 1956. Ţó ađ Alexander hafi bćđi í myndinni – og í reynd – veriđ lykilmađur og yfirmađur í vinnuhópnum sem réđ dulmálslykilinn ţykir ýmsum sem hlutur hans hafi ekki veriđ metinn ađ verđleikum. Í grein The Telegraph kemur fram ađ Alan Turing kallađi hann „nćstum ţví jafningja sinn“ en starfsdegi sínum lauk hann hjá bresku leyniţjónustunni MI16 áriđ 1971. Ekki er vitađ hvort Alexander kom til Íslands til ađ fylgjast međ Fischer og Spasskí ađ tafli en hann skrifađi ágćta bók um einvígiđ. Hann tefldi á sjö Ólympíumótum fyrir Stóra-Bretland en fyrsta skráđa viđureign hans viđ íslenskan skákmann er frá Ólympíumótinu í Folkstone í Englandi áriđ 1933 og andstćđingur hans var Ţráinn Sigurđsson. Hann tefldi ţrjár skákir viđ Friđrik Ólafsson á sjötta áratugnum.

Á millistríđsárunum tók Alexander ţátt í hinu merka móti í Nottingham 1936 ţar sem skákelíta heimsins var saman komin međ Capablanca, Aljekín, Lasker, Euwe og Botvinnik fremsta í flokki. Ţađ er dálítiđ snúiđ ađ lesa skákstíl hans en mér sýnist Alexander hafa nálgast skáklistina sem einhverskonar ráđgátu og ekki haft mikiđ fyrir ţví ađ lćra byrjanir og var ţađ ekki óalgeng nálgun á ţeim tíma. Styrkur hans jókst ţó hröđum skrefum en breska leyniţjónustan MI16 taldi ţekkingu hans svo mikilvćga ađ hann fékk aldrei ađ tefla austan járntjalds.

Hann komst í námunda viđ „Rússana“ í útvarpseinvígi sem Sovétríkin og Stóra-Bretland háđu á 10 borđum á „góđviđrisdögum“ ţjóđanna áriđ 1946. Bretarnir undirbjuggu sig vel fyrir keppnina. Auk Alexanders tefldu tveir sem starfađ höfđu fyrir leyniţjónustuna á stríđsárunum, Harry Golombek og Stuart Milner Barry. Mikhail Botvinnik var talinn sterkasti skákmađur heims en hann tapađi seinni skákinni viđ Alexander:

Útvarpseinvígi 1946; 1. borđ:

C.H.O.´D. Alexander – Mikhael Botvinnik

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Re7 7. Dg4 cxd4 8. Dxg7 Hg8 9. Dxh7 Da5? 10. Hb1! Dxc3 11. Bd2 Dc7 12. f4 Rbc6 13. Rf3 Bd7 14. Rg5 Hxg5 15. fxg5 O-O-O 16. Dxf7 Dxe5 17. Kd1 Rf5 18. g6 Re3 19. Kc1 De4 20. Bd3 Dxg2 21. He1 Re5 22. Df4 Rf3

GJVTLJOU23. He2! Dh3 24. Bxe3 e5 25. Df7 dxe3 26. g7 Dg4 27. h3 Dg1 28. Kb2 Dg3 29. Bg6! Rd4 30. g8=D Hxg8 31. Dxg8 Kc7 32. Dh7 Kd6 33. Bd3 e4 34. Dh6 Kc7 35. Hxe3 De5 36. Ka2 Rf5 37. Dg5 Be6 38. Be2 d4 39. Heb3 b5 40. Dd2 d3 41. Bg4

- og Botvinnik gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. febrúar

Skákţćttir Morgunblađsins


Helgi Jónatansson látinn

Helgi JónatanssonHelgi Jónatansson lést 27. janúar sl. Helgi var jarđsunginn frá Kópavogskirkju 16. febrúar sl. Félagar hans úr Skákfélagi Reykjanesbćjar, Björgvin Jónsson og Sigurđur H. Jónsson, rituđu um hann minningargrein sem birtist í Morgunblađinu ţann sama dag.

Síđasta kappskák Helga var gegn alţjóđlega meistaranum Arnar E. Gunnarssyni í fyrra hluta Íslandsmóts skákfélaga í október sl. Hún endađi međ glćsilegum sigri Helga og má nálgast hér.

Kveđja frá Skákfélagi Reykjanesbćjar

Í dag kveđjum viđ félagar í Skákfélagi Reykjanesbćjar liđsfélaga okkar og góđan vin, Helga E. Jónatansson, er varđ bráđkvaddur ţann 27. janúar síđastliđinn. Helgi gekk til liđs viđ Skákfélag Reykjanesbćjar fyrir nćr 40 árum og hefur frá ţeim tíma átt fast sćti í skákliđi félagsins. Međan hann bjó í Reykjanesbć var hann auk ţess mjög virkur í starfi félagsins, m.a. formađur ţess um skeiđ. Á ţeim tíma var og algengt ađ teflt vćri í hópi okkar skákfélaganna á heimili Helga á Vatnsnesveginum og síđar ađ Háseylu í Innri-Njarđvík á föstudags- eđa laugardagskvöldum, enda var Helgi höfđingi heim ađ sćkja. Helgi á ađ baki fjölda sigra á innanfélagsmótum hjá Skákfélagi Reykjanesbćjar, t.a.m. varđ hann á árabilinu 1977-1982 fjórum sinnum skákmeistari Keflavíkur. Eftir ađ Helgi flutti á höfuđborgarsvćđiđ um 1990 kom af sjálfu sér ađ dró úr ţátttöku hans í starfi félagsins, en hann hélt ţó engu ađ síđur áfram ađ tefla fyrir ţess hönd, s.s. í liđakeppnum. Í Deildakeppninni, Íslandsmóti skákfélaga, hefur Helgi í gegnum tíđina reynst öflugur liđsmađur og er skemmst ađ minnast árangurs hans í fyrri hlutanum af yfirstandandi keppni, sem tefldur var í október sl., ţar sem Helgi náđi bestum úrslitum liđsmanna, en liđiđ teflir nú í efstu deild. Ţótt Helgi hefđi fyrir fáum árum kennt sér einhvers hjarta- eđa kransćđameins var ekki annađ ađ merkja en hann vćri kominn í sitt gamla form, bćđi líkamlega og skáklega. Helgi var ávallt mannblendinn, léttur og hress og sagđi skemmtilega frá hlutum. Viđ félagar hans úr Skákfélagi Reykjanesbćjar ţökkum honum nú á kveđjustund fyrir ánćgjulegar samverustundir og stuđning gegnum árin, viđ okkur og félagiđ. 

Viđ sendum börnum Helga, Lindu Björgu og Einari og barnabörnum, okkar innilegustu samúđarkveđjur.

Fh. félaga í Skákfélagi Reykjanesbćjar, 

Björgvin Jónsson

og Sigurđur H. Jónsson.


Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram á morgun

barnaunglingaogstulknamm_rvik

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 22. febrúar í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.  

Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2015, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2015, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í aldursflokkum 13-15 ára (1999-2001), 11-12 ára (2002-2003), 9-10 ára (2004-2005) sem og 8 ára og yngri (2006-) í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum). 

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar). 

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Vignir Vatnar Stefánsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. 

Skákmótiđ hefst kl. 14 og er ađgangur ókeypis. 

Skráning fer fram hér

Skráđir keppendur.


Björn efstur í Bunratty

Björn og BragiBjörn Ţorfinnsson (2373) er efstur á alţjóđlega mótinu í Bunratty á Írlandi ţegar 5 umferđum af 9 er lokiđ. Tvćr umferđir fóru fram í dag. Í ţeirri fyrri vann hann Lawrence Trent (2470) og í ţeirri síđari gerđi hann jafntefli viđ Simon Williams (2434). Björn hefur 4 vinninga og er einn efstur.

Bragi Ţorfinnsson (2432) gerđi jafntefli í báđum skákum dagsins. Í ţeirri fyrri viđ Luis Galego (2461) og í ţeirri síđari viđ Adam Hunt (2428). Bragi hefur 1,5 vinning.

Tvćr umferđir fara fram á morgun. Björn mćtir Sebastian Maze (2585) í fyrri skák dagsins en Lorin D´Costa (2430) í ţeirri síđari.

Bragi teflir á morgun viđ Sam Collins (2491) og Williams.

 

 


Björn beitir pósanum í Bunratty og byrjar vel

Brćđur Bragi og BjörnBjörn Ţorfinnsson (2373) fer mikinn í upphafi Bunratty-mótsins sem hófst í fyrradag í smáţorpinu Bunratty á Írlandi. Efir 3 umferđir hefur Björn 2,5 vinning og er í 1.-3. sćti. Hefur unniđ alla nema Braga (2432), bróđur sinn, en ţeir mćttust í fyrstu umferđ.

Í gćr (fimmtudag) voru tefldar tvćr skákir. Í ţeirri fyrri vann Björn ástralska FIDE-meistarann Justin Tan (2383) og í ţeirri síđari var heimamađurinn Sam Collins (2491) á matseđlinum viđ litar undirtekir mótshaldara.

Athyglisvert er ađ Björn hefur unniđ skákirnar í stöđubaráttu (pósa) en Björn hefur lítt veriđ ţekktur fyrir slíka taflmennsku í gegnum tíđina. Bragi hefur hins vegar ekki byrjađ jafn vel og hefur hálfan vinning.

Í dag, föstudag, eru tefldar tvćr umferđir. Í ţeirri fyrri teflir Björn viđ Lawrence Trent (2470) og í ţeirri síđari viđ Simon Williams (2434). Umferđirnar hefjast kl. 10 og 16.

Bragi teflir viđ Luis Galego (2461) og Adam Hunt (2428) í dag.

 

 


Nakamura sigurvegari Zurichs-mótsins - Anand samt efstur á ađalmótinu

Nakamura (2776) sigrađi á ofurmótinu sem lauk í Zurich í gćr. Ţó gćtu ýmsir taliđ Anand (2797) hinn raunverulegan sigurvegara ţví Indverjinn sigrađi á sjálfu ađalmótinu ţar sem hefđubndin kappskák var tefld.

Árangur Nakamura á styttri tímaörkunum varđ til ţess ađ hann náđi Anand á stigum en árangurinn ţar gilti til hálfs miđađ viđ kappskákina. Nakamura vann svo Anand í úrslitaskák.

Lokastađan:

Atskákin

1 stig fyrir vinning - hálft stig fyrir jafntefli.

1. Kramnik Vladimir (RUS) 2783 – 3,5
2-3. Nakamura Hikaru (USA) 2776 and Aronian Levon (ARM) 2777 – 3,0
4-5. Karjakin Sergey (RUS) 2760 and Anand Viswanathan (IND) 2797 – 2,0
6. Caruana Fabiano (ITA) 2811 – 1,5

Kappskákin

2 stig fyrir vinning - 1 stig fyrir jafntefli

1. Anand Viswanathan (IND) 2797 – 7,0
2. Nakamura Hikaru (USA) 2776 – 6,0
3. Kramnik Vladimir (RUS) 2783 – 5,0
4-6 .Karjakin Sergey (RUS) 2760, Caruana Fabiano (ITA) 2811 and Aronian Levon (ARM) 2777 – 4,0

Samtanlög stađa

1-2. Anand Viswanathan (IND) 2797 and Nakamura Hikaru (USA) 2776 – 9,0
3. Kramnik Vladimir (RUS) 2783 – 8,5
4. Aronian Levon (ARM) 2777 – 7,0
5. Karjakin Sergey (RUS) 2760 – 6,0
6. Caruana Fabiano (ITA) 2811 – 5,5

Heimasíđa mótsins

 


Jón Viktor efstur á Nóa Síríus mótinu - nćstsíđasta umferđ í kvöld

Sjötta umferđ Nóa Siríusmótsins – Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđablis var tefld sl. fimmtudag.

P1030628

Ţađ var sannkölluđ risaviđureign á 1. borđi, en ţar mćttust IM Jón Viktor Gunnarsson og GMŢröstur Ţórhallsson sem báđir voru skráđir međ 2433 Elo-stig viđ upphaf móts.

Jón Viktor var einn efstur međ 4,5 vinninga eftir 5. umferđ og Ţröstur kom fast á hćla hans međ 4 vinninga. Var ţví tekist á um efsta sćtiđ af fullri hörku.

Viđureigninni lauk međ ţví ađ Jón Viktor Gunnarsson hafđi betur og hefur ţví 5,5 vinninga af 6 mögulegum og heldur hálfs vinnings forystu sem hann náđi í 5. umferđ.

P1030615

Vestfirđingurinn knái, FM Guđmundur Stefán Gíslason kemur í humátt á eftir og er međ 5 vinninga eftir sigur gegn hinum unga Degi Ragnarssyni.

Jón Viktor og Guđmundur Gíslason eru báđir taplausir eftir 6 umferđir!, en ţeir mćtast einmitt í 7. og nćst síđustu umferđ í kvöld — Ekki missa af ţví.

Af óvćntum úrslitum er ţetta helst ađ frétta:

  • Örn Leó Jóhannsson (2048) – Guđmundur Halldórsson (2219) 1 – 0
  • Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1992) – Magnús Teitsson (2205) 1/2 – 1/2
  • Gauti Páll Jónsson (1871) – Oliver Aron Jóhannesson (2170) 1/2 – 1/2
  • Tinna Kristín Finnbogadóttir (1938) – Sverrir Örn Björnsson (2117) 1/2 – 1/2

Nokkrir keppendur hafa mokađ inn skákstigum ţađ sem af er móti, má ţar m.a. nefna:

  • Dagur Ragnarsson (2059) hefur unniđ 82,8 stig! Hann vann einnig 81,6 stig á nýafstöđnu Skákţingi Reykjavíkur og mćlist ţví međ 2223 stig – Sannarlega glćsileg frammistađa!
  • Gauti Páll Jónsson (1871) hefur unniđ 74,4
  • Agnar Tómas Möller (1749) hefur unniđ 52,4

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765507

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband