Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2015

Reykjavíkurskákmót í 50 ár - bók eftir Helga Ólafsson

Forsíđa Bókar

Eins og kunnugt er hefur Skáksamband Íslands ráđist í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Ljóst má vera ađ fáir valda ţví hlutverki eins vel. Helgi er hafsjór fróđleiks um mótiđ og var sjálfur staddur í hringiđu ţess um 30 ára skeiđ.

Saga Reykjavíkurmótsins er jafnframt saga skáklistarinnar á Íslandi, ţar sem mótiđ hefur myndađ ţungamiđju skáklífs og veitt íslenskum skákmönnum tćkifćri til ţess ađ etja kappi viđ erlenda skákmeistara á heimavelli og ţjóđinni ánćgju af ţví ađ geta fylgst međ skák á heimsmćlikvarđa úr návígi. Reykjavíkurskákmótiđ er elsti viđburđur sem ber í titli nafn höfuđborgarinnar og er enn starfrćkt og haldiđ reglulega. Sagan er einnig aldarspegill, ţar sem Helgi hefur ekki einatt nćmt auga fyrir ţví sem gerist á skákborđinu heldur einnig utan ţess.

Verkiđ verđur gefiđ út í tveimur bindum. Hiđ fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótiđ í umsjón Sagna útgáfu, en Menningarfélagiđ Mátar sá um yfirlestur ritsins. Sú ákvörđun hefur einnig veriđ tekin ađ fresta útgáfu tímaritsins Skákar en leggja ţess í stađ áherslu á Sögu Reykjavíkurskákmótsins í 50 ár. Seinna bindiđ kemur út ađ ári.

Ţađ er von Skáksambands Íslands ađ bókin hljóti góđar viđtökur. Hćgt er ađ skrá sig fyrir eintaki hér eđa á Skák.is (guli kassinn efst) og nálgast sjóđheitt eintak á Reykjavíkurskákmótinu eđa fá sent í pósti. Hvort bindi mun kosta 4.900 kr. 

Áskrifendur Tímaritsins Skákar verđa sjálfkrafa skráđir fyrir eintaki og fá greiđsluseđil í netbanka en geta afpantađ međ töluvpósti í netfangiđ skaksamband@skaksamband.is ef ţeir óska ekki eftir bókinni.


Skemmtikvöld TR - Gagginn fer fram á föstudagskvöld

gagginn_2015

Gagginn 2015 fer fram nćstkomandi föstudagskvöld (27. feb) á sjötta skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur í vetur.  Mótiđ hefst 20.00 Gagginn er sveitakeppni fyrrverandi nemenda í grunnskólum landsins.  Fjórir skákmenn eru í hverju liđi og ţurfa liđsmenn hvers skóla ađ hafa stundađ ţar nám á einhverjum tímapunkti allavegana einn vetur og helst ađ hafa náđ prófum á sćmilega vinundandi hátt. Gömul bekkjarmynd eđa prófskírteini sem sannar skólasókn ćskileg, en ţó ekki nauđsyn.

 

Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi.

  1. Liđakeppni, fjórir keppendur í hverri sveit og skal ţeim styrkleikarađađ.  (Skákstig, ekki árangur á samrćmdu prófunum).  Heimilt er ađ hafa 2 varamenn í hverju liđi.
  2. Fjöldi umferđa og fyrirkomulag fer eftir fjölda sveita.  Stefnt er ađ ţví ađ hafa sirkađ 12 umferđir.
  3. Tímamörk eru alţjóđlegu hrađskáktímamörkin  3 mín + 2 sek á leik
  4. Nái menn ekki í sveit, ţá er heimilt ađ hafa einn lánsmann í liđinu en sá verđur ađ hafa lokiđ grunnskólaprófi en má ekki hafa meira en ca. 2100 elo stig.  Liđ sem notar lánsmann getur unniđ til verđlauna en ekki heiđursnafnbótina Gagginn 2015
  5. Ţađ liđ sem sigrar Gaggann 2015 fćr eitt sćti í úrslitum um Skemmtikvöldakónginn 2015.  Ţađ er í höndum viđkomandi liđs ađ velja keppenda í ţá rimmu.  Geti liđsmenn ekki komiđ sér saman um hverjum hlotnist sá heiđur verđur árangur á samrćmdu prófunum látinn gilda.
  6. Gerđ verđa hlé á taflmennskunni til Billjardbarsferđa eftir ţörfum og óskum skákmanna.
  7. Verđlaun:  1. Verđlaun – 8000 kr. úttekt á Billanum  2. Verđlaun – 5000 kr. úttekt á Billanum 3. Verđlaun.  – 2000 kr. úttekt á Billanum.
  8. Sérverđlaun upp á 5000 kr. úttekt á Billanum verđa veitt ţví liđi sem mćtir í flottasta liđsbúningnum.
  9. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins líkt og í grunnskólum.
  10. 2000 kr. ţátttökugjald á sveit.
  11. Sigursveitin hlítur nafnbótina Gagginn 2015

Skráning fer fram á stađnum og menn beđnir um ađ mćta tímanlega.


Friđrik Ólafsson, stórmeistari 80 ára - Afmćlisfagnađur í Fischersetri, sunnudaginn 1.mars kl 15:00 n.k.

fóFriđrik Ólafsson varđ fyrstur Íslendinga til ađ hljóta útnefningu sem stórmeistari í skák og sá skákmađur íslenskur sem einna lengst hefur náđ á alţjóđavettvangi.  Hann var um árabil talinn einn af tíu bestu skákmönnum heims.  Friđrik afrekađi ţađ m.a. ađ leggja Bobby Fischer í tvígang.  Friđrik varđ ađ loknum farsćlum skákferli forseti alţjóđaskáksambandsins FIDE og síđar skrifstofustjóri Alţingis.

Fischersetur býđur til afmćlisveislu ţar sem Friđrik mun halda fyrirlestur um skákferil sinn međ sérstakri áherslu á ţemađ: „Ađ fórna skiptamun í skák.“

Ađ loknum fyrirlestri Friđriks verđur afhjúpađ 085olíumálverk af heimsmeistaranum Bobby Fischer sem Sigurđur Kr. Árnason hefur nýveriđ lokiđ viđ ađ mála.  Verkiđ er gjöf höfundar og ţeirra Guđmundar G. Ţórarinssonar og Einars. S. Einarssonar til Fischerseturs.  Málverkiđ afhent ađ viđstöddum listamanninum.  Ţess má geta ađ listamađurinn málađi frćgt verk af Fischer og Spassky sem uppi hangir í safninu.

Sigurđur Árnason viđ verk sitt.

Afmćlisfagnađurinn er öllum opinn, kaffiveitingar í bođi og létt hrađskákmót ađ lokinni dagskrá.


Undanrásir fyrir Reykjavík Barna Blitz 2015

Undankeppni fyrir Reykjavík Barna Blitz verđur miđvikudaginn 25. febrúar kl. 17.15 í Víkingsheimilinu

Mótiđ er opiđ skákmönnum fćddum 2002 og síđar.

Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu komast í úrslitin sem verđa tefld verđa samhliđa Reykjarvíkurskákmótinu í Hörpu, sem fram fer 10-18 mars.

Til mikils er ađ vinna ţví einungis átta keppendur fá ţátttökurétt á sjáfri úrslitakeppninni, ţar af eru tveir frá móti Víkingaklúbbsins. Hin félögin í Reykjavík sem halda undanrásir eru Skákdeild Fjölnis, Taflfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur.

Skráning á mótiđ sendist á netfangiđ vikingaklubburinn(hjá)gmail.com fyrir ţriđjudaginn 24. febrúar á miđnćtti.

EKKI VERĐUR HĆGT AĐ SKRÁ SIG Á STAĐNUM.

Úrslit á mótinu 2011 hér:
Úrslit á mótinu 2012 hér:
Úrslit á mótinu 2013 hér:
Úrslit á mótinu 2014 hér:

 


Skákhátíđ fyrir grunnskólanemendur í Rimaskóla nćsta laugardag 28. febrúar

Teflt í RimaskólaRótarýklúbbur Grafravogs í samstarfi viđ Skákdeild Fjölnis efnir til mikillar skákhátíđar fyrir alla grunnskólanemendur í Rimaskóla nćsta laugardag, 28. febrúar frá kl. 13:00 – 15:15. Auk skákmóts sem hefst kl. 13:00 verđur bođiđ upp á pítsur og allir ţátttakendur á skákmótinu fá ókeypis bíómiđa. Verđmćti verđlauna eru 50.000 kr og eru ţađ gjafabréf í Kringlunni. Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.Rimaskóli-utanverđur

Skráning á mótsstađ og eru ţátttakendur beđnir um ađ mćta tímanlega til ţess. Stórrmeistarinn Jón L. Árnason leikur fyrsta leikinn og skákstjórar eru ţeir Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurđsson formađur Taflfélags Garđabćjar. Skákhátíđin fer fram á Rótarýdaginn 28. febrúar og vill klúbburinn á ţeim degi vekja áhuga á heimahverfi sínu og öflugu skákstarfi í hverfinu.

Sjá nánar í međfylgjandi PDF-viđhengi.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Íslenska landsliđiđ í bréfskák efst í úrslitakeppni Evrópumóts landsliđa!

Nú ţegar úrslitakeppni Evrópumóts landsliđa í bréfskák er komin vel af stađ er íslenska landsliđiđ í efsta sćti, en 13 ţjóđir taka ţátt í mótinu.

Stigahćta ţjóđin er Ţýskaland međ 2588 međalstig. Ísland er í 11. sćti međ međalstigin 2448. Mótiđ hófst í júní 2014.

Ţađ er hörđ keppni um efsta sćtiđ eins og sjá má hér:

  1. Ísland 18 vinningar
  2. Rússland 17,5
  3. Austurríki 17
  4. Litháen 17

Mótiđ er firnasterkt og ţar má finna liđ frá Ţýskalandi, Rússlandi, Hollandi og Úkraínu svo einhver séu nefnd, sjá nánar undir slóđinni: https://www.iccf.com/event?id=44123

Íslenska liđiđ skipa eftirtaldir skákmenn:

  1. Dađi Örn Jónsson 2531
  2. Árni Halldórsson 2482
  3. Jón A. Pálsson 2459
  4. Árni H. Kristjánsson 2451
  5. Ţorsteinn Ţorsteinsson 2438
  6. Eggert Ísólfsson 2416
  7. Áskell Ö. Kárason 2410
  8. Jónas Jónasson 2401

Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld - bandarískur gestur međal keppenda

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 23. febrúar nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudaga í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Međal keppenda á Hrađkvöldi Hugins í kvöld verđur 14 ára bandarískur unglingur, John Ludwig (2205) ađ nafni, en sá gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi á Barna- og unglingameistaramóti Reykjavíkur í gćr.

 


Frábćr árangur Björns í Bunratty - áfangi, mótasigur, ţátttökuréttur á EM og 300.000 kr. greiđsla frá SÍ!

Björn Ţorfinnsson

Alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2373) náđi einum besta árangri íslensks skákmanna um nokkurt árabil ţegar hann öruggan sigur á Bunratty-mótinu sem lauk á Írlandi í dag.

Björn hlaut 7 vinninga í 9 skákum. Til ađ ná stórmeistaraáfanga ţurfti 6,5 vinning svo Björn fékk hálfum vinningi meira en hann ţurfti! 

Ţađ gerir sigur Björns á mótinu enn merkilegri ađ hann var stigalćgstur keppenda og var annar af tveimur keppendum undir 2400 skákstigum.

Árangur Björns samsvarađi 2677 skákstigum og hćkkar hann um heil 35 stig fyrir frammistöđuna. Samkvćmt stigum fyrir mót hefđi búast mátt viđ ađ hann fengi 3,5 vinning en ekki sjö vinninga!

Ţađ er athyglisvert ađ Björn gerđi fjögur stutt jafntefli. Allar skákirnar sem tefldar voru í botn vann hann!

Skáksamband Íslands verđlaunar ţá skákmenn sem ná afburđarárangri sem skilgreindur er uppá 2670 skákstig eđa hćrri. Viđkomandi er sendur á vegum sambandsins á EM einstaklinga. Ţar sem EM einstaklinga hefst ađeins eftir tvo daga í Jerúsalem verđur Björn ađ bíđa eftir ţví tćkifćri í heilt ár. Björn fćr einnig 300.000 kr. greiđslu frá SÍ sem verđlaunar skákmenn sem ná stórmeistaraáföngum.

Ţetta er annar stórmeistaraáfangi Björns. Ţeim fyrri náđi hann á Íslandsmótinu í skák áriđ 2013 ţegar hann jafn Hannesi Hlífari í mark en tapađi úrslitaeinvígi.

Bragi bróđir Björns, sem einnig var međal keppenda var ekki alveg í sama stuđinu. Hann hlaut 4 vinninga og endađi í 6.-9. sćti. Bragi byrjađi illa en stóđ sig vel í seinni helmingi mótsins og var nálćgt ţví ađ vera á pari stigalega - tapađi ţremur stigum. 


Félagaskiptagluggi fyrir Íslandsmót skákfélaga lokar á föstudag

Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 19.-21. mars nk. í Rimskóla. Ađeins er teflt í fyrstu deild ţann nítjánda (fimmtudag) en teflt í öllum deildum 20. og 21. mars (föstudag og laugardag).

Félagaskiptagluggi fyrir ţá sem ekki tefldu í fyrri glugganum er opinn fram á föstudaginn 27. febrúar. Ţá lokar hann á miđnćtti.  

Rétt er ađ ítreka ađ ađeins ţeir sem ekki tefldu í fyrri hlutanum geta skipt um eđa gengiđ í nýtt félag í ţessum glugga. Rétt er einnig ađ fram ađ ţessi gluggi nćr ađeins til Íslendinga eđa erlendra skákmanna sem búsettir eru hérlendis.

 

 


Áskell Örn skákmeistari Akureyrar

Áskell Örn KárasonÍ dag lauk sjöundu og síđustu umferđ Norđurorkumótsins, Skákţingi Akureyrar 2015. Fyrir lokaumferđina var Jón Kristinn Ţorgeirsson efstur, hálfum vinningi á undan formanninum, Áskeli Erni og einum vinningi á undan Ólafi Kristjánssyni. Ađrir áttu ekki möguleika á sigri í mótinu.

Svo fór ađ Áskell Örn sigrađi Ólaf en Jón Kristinn tapađi sinni fyrstu og einu skák á mótinu gegn Smára Ólafssyni. Ţar međ komst Áskell hálfum vinningi upp fyrir ungstirniđ Jón Kristinn. Smári og Símon Ţórhallsson deildu ţriđja sćtinu.

Lokastöđuna í mótinu má sjá á Chess-Results.

Nánar verđur fjallađ um mótiđ síđar. Úrslit lokaumferđirnar má finna hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 8765156

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband