Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2015

Norđurlandameistarinn og fararstjórinn efstir á hrađkvöldi Hugins

Dagur og GunnarDagur Ragnarsson og Gunnar Björnsson létu ekki deigan síga eftir Norđurlandamótiđ í skólaskák og skelltu sér á hrađkvöld Hugins sl. mánudagskvöld og luku ţví báđir međ 6,5v í sjö skákum. Ţeir voru einnig jafnir ađ stigum og gerđu jafntefli í innbyrđis viđureigninni svo ekki var skiliđ á milli ţeirra. Ţeir fara kannski bara saman út ađ borđa pizzuna frá Dominos. Í ţriđji varđ svo hinn fararstjórinn á Norđurlandamótinu Stefán Bergsson međ 5v. Ţótt Gunnar og Dagur drćgju saman út í happdrćttinu tókst ţeim ekki ađ velja Stefán heldur Felix Steinţórsson sem einnig fćr pizzu frá Dominos.  Nćsta mánudag 2. mars verđur svo atkvöld. Auk hefđbundinna verđlauna gefur efsta sćtiđ á atkvöldinu ţátttökuréttt í fjöltefli Mamadyarovs sem fram fer í Gamma fimmtudaginn 12. mars um morguninn.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  1. Dagur Ragnarsson, 6,5v/7
  2. Gunnar Björnsson, 6,5v
  3. Stefán Bergsson, 5v
  4. Óskar Víkingur Davíđsson, 4v
  5. Örn Leó Jóhannsson, 4v
  6. Felix Steinţórsson, 4v
  7. Hjálmar Sigurvaldason, 4v
  8. Dawid Kolka, 3,5v
  9. Eiríkur K. Björnsson, 3,5v
  10. Kristófer Ómarsson, 3v
  11. Vigfús Ó. Vigfússon, 3v
  12. Heimir Páll Ragnarsson, 3v
  13. Hörđur Jónasson, 2v
  14. Sigurđur Freyr Jónatansson, 2v
  15. Sindri Snćr Kristófersson, 2v
  16. Björgvin Kristbergsson, 0v

EM: Hannes međ jafntefli í annarri umferđ

Hannes Hlífar Stefánsson (2573) gerđi jafntefli í gćr viđ úkraínska stórmeistarann Alexander Moiseenko (2695) en Guđmundur Kjartansson (2484) tapađi fyrir tyrkneska stórmeistaranum Dragan Solak (2607). Ţriđja umferđ hefst nú kl. 13 í dag.

Ţá teflir Hannes viđ armenska stórmeistarann Hrant Melkumyan (26739 sem verđur međal keppenda á Reykjavíkurskákmótinu og Guđmundur teflir viđ Ísraelsmanninn Michael Hasidovsky (2173).

Ţađ er hćgt ađ fylgjast međ ţeim félögum í beinni útsendingu.

Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 116.


Gagginn - Skemmtikvöld TR fer fram á morgun

gagginn_2015

Gagginn 2015 fer fram nćstkomandi föstudagskvöld (27. feb) á sjötta skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur í vetur.  Mótiđ hefst 20.00 Gagginn er sveitakeppni fyrrverandi nemenda í grunnskólum landsins.  Fjórir skákmenn eru í hverju liđi og ţurfa liđsmenn hvers skóla ađ hafa stundađ ţar nám á einhverjum tímapunkti allavegana einn vetur og helst ađ hafa náđ prófum á sćmilega vinundandi hátt. Gömul bekkjarmynd eđa prófskírteini sem sannar skólasókn ćskileg, en ţó ekki nauđsyn.

 

Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi.

  1. Liđakeppni, fjórir keppendur í hverri sveit og skal ţeim styrkleikarađađ.  (Skákstig, ekki árangur á samrćmdu prófunum).  Heimilt er ađ hafa 2 varamenn í hverju liđi.
  2. Fjöldi umferđa og fyrirkomulag fer eftir fjölda sveita.  Stefnt er ađ ţví ađ hafa sirkađ 12 umferđir.
  3. Tímamörk eru alţjóđlegu hrađskáktímamörkin  3 mín + 2 sek á leik
  4. Nái menn ekki í sveit, ţá er heimilt ađ hafa einn lánsmann í liđinu en sá verđur ađ hafa lokiđ grunnskólaprófi en má ekki hafa meira en ca. 2100 elo stig.  Liđ sem notar lánsmann getur unniđ til verđlauna en ekki heiđursnafnbótina Gagginn 2015
  5. Ţađ liđ sem sigrar Gaggann 2015 fćr eitt sćti í úrslitum um Skemmtikvöldakónginn 2015.  Ţađ er í höndum viđkomandi liđs ađ velja keppenda í ţá rimmu.  Geti liđsmenn ekki komiđ sér saman um hverjum hlotnist sá heiđur verđur árangur á samrćmdu prófunum látinn gilda.
  6. Gerđ verđa hlé á taflmennskunni til Billjardbarsferđa eftir ţörfum og óskum skákmanna.
  7. Verđlaun:  1. Verđlaun – 8000 kr. úttekt á Billanum  2. Verđlaun – 5000 kr. úttekt á Billanum 3. Verđlaun.  – 2000 kr. úttekt á Billanum.
  8. Sérverđlaun upp á 5000 kr. úttekt á Billanum verđa veitt ţví liđi sem mćtir í flottasta liđsbúningnum.
  9. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins líkt og í grunnskólum.
  10. 2000 kr. ţátttökugjald á sveit.
  11. Sigursveitin hlítur nafnbótina Gagginn 2015

Skráning fer fram á stađnum og menn beđnir um ađ mćta tímanlega.


Vignir Vatnar og Svava Unglingameistarar Reykjavíkur!

bus_2015-87
Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur
 fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 22. febrúar. Mótiđ var opiđ fyrir börn á grunnskólaaldri.

Ţrenn verđlaun voru veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu, ţrenn verđlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverđlaun í hvorum flokki fyrir sig (fćdd 1999-2001, 2002-2003, 2004-2005 og 2006 og síđar). Ţau sem eru búsett í Reykjavík eđa eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2015 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2015. Tefldar voru 7 umferđir međ 15 mín. umhugsunartíma á skák í opna flokknum og í stúlknaflokki tefldu ţćr allar viđ alla 6 umferđir. 

Ţátttakendur voru 43 og var mótiđ vel skipađ. Mörg af efnilegustu börnum og unglingum landsins voru međ á mótinu.  Skemmtilegur gestur bćttist viđ á mótinu en ţađ var John G Ludwig frá Bandaríkjunum, sem er međ 2205 Elo stig!  Hann tók snemma forystuna í opna flokknum, tefldi á 1. borđi allt mótiđ og vann allar sjö skákirnar og ţar međ mótiđ! 

Baráttan um unglingameistaratitilinn var gríđarlega jöfn og skemmtileg. Fyrir lokaumferđina var John G Ludwig efstur međ fullt hús, en nćstir honum komu Vignir Vatnar og Bárđur Örn međ 5 vinninga.  Vignir mćtti Birni Hólm í seinustu umferđ, međan Bárđur Örn fékk ţađ erfiđa verkefni ađ reyna ađ marka á Bandaríska meistarann.  Björn Hólm gerđi sér lítiđ fyrir og vann Vigni og náđi honum ţar međ ađ vinningum.  Allt var ţví undir í viđureign Bárđar og John G.  Ludwig.  Skákin var í járnum nćr allan tímann og lentu báđir keppendur í ćvintýranlegu tímahraki í lokin. Taflmenn flugu í allar áttir ţegar báđir keppendur áttu einungis örfáar sekúndur eftir á klukkunni.  Svo fór ađ lokum ađ Bárđur féll á tíma ţegar John átti eftir eina sekúndu eftir!  Bárđur var ţví einungis einni sekúndu frá ţví ađ vinna titilinn. 

Hinn viđkunnalegi John G Ludwig sigrađi ţví á mótinu međ fullu húsi en sex keppendur komu honum nćstir međ fimm vinninga,  ţeir Vignir Vatnar Stefánsson, Bárđur Örn Birkisson, Björn Hólm Birkisson, Óskar Víkingur Davíđsson, Dawid Kolka og Mykhaylo Kravchuk. Stig réđu úrslitum og varđ Vignir Vatnar í 2. sćti og Bárđur Örn Birkisson í 3. sćti. Ţađ varđ ţví Vignir Vatnar Stefánsson sem varđ Unglingameistari Reykjavíkur 2015, en hann hefur nú unniđ titilinn ţrjú ár í röđ!  Ţađ hefur ekki gerst síđan stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson sigrađi 1990-1992.  Vignir Vatnar á enn eftir nokkur ár í ţessum flokki og verđur spennandi ađ sjá hvort honum tekst ađ bćta metiđ.  Ţađ er ţó ljóst ađ margir efnilegir skákmenn munu gera harđa atlögu ađ titlinum á nćstu árum líkt og raunin var í ár. 

bus_2015-62

Í Stúlknameistaramótinu tóku 7 stelpur ţátt og tefldu ţćr allar viđ alla. Tvćr stúlkur komu hnífjafnar í mark, ţćr Ylfa Ýr Welding og Svava Ţorsteinsdóttir. Spennan leyndi sér ekki er ţćr hófu ađ tefla tvćr einvígisskákir um titillinn. Svava vann fyrri skákina og Ylfa Ýr lagđi allt unir í seinni skákinni.  Eftir mikla baráttu vann ţó Svava einnig seinni skákina. Hún sigrađi ţví mótiđ og varđ Stúlknameistari Reykjavíkur 2015. Í 3. sćti varđ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir. Stelpurnar sem tóku ţátt eiga framtíđina fyrir sér, enda ţćr yngstu einungis 7 ára gamlar! 

Báđir titilarnir, Unglingameistari Reykjavíkur 2015 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2015 fóru eins og í fyrra til Taflfélags Reykjavíkur. 

Flestir keppendur mótsins komu frá Taflfélagi Reykjavíkur eđa 22. Keppendur frá Hugin voru 8, 2 frá Skákdeild Breiđabliks, 1 frá Víkingaklúbbnum, 1 frá Fjölni og 9 keppendur voru utan félaga.

Heildarúrslit er ađ finna hér

Veitt voru aldursflokkaverđlaun bćđi í opnum flokki og stúlknaflokki.

Aldursflokkaverđlaun opinn flokkur:

 Fćddir 1999-2001: Bárđur Örn Birkisson

Fćddir 2002-2003: Vignir Vatnar Stefánsson

Fćddir 2004-2005: Óskar Víkingur Davíđsson

Fćddir 2006 og síđar: Adam Salama, Stefán Orri Davíđsson

Aldursflokkaverđlaun stúlknaflokkur:

 Fćddar 1999-2001: Svava Ţorsteinsdóttir

Fćddar 2002-2003: engin stúlka í ţessum aldurshópi tók ţátt

Fćddar 2004-2005: Ylfa Ýr Welding

Fćddar 2006 og síđar: Elsa Kristín Arnaldardóttir. 

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á međan mótinu stóđ.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum keppendum fyrir ţátttökuna og óskar ţeim Vigni Vatnar og Svövu til hamingju međ titlana!


Skákir Skákţings Reykjavíkur

Skákir Skákţings Reykjavíkur eru nú ađgengilegar en ţađ var Gauti Páll Jónsson sem sá um innsláttinn.  Skákţinginu lauk sem kunnugt er međ sigri alţjóđlega meistarans Jóns Viktors Gunnarssonar.


Ćsir í Ásgarđi: Björgvin efstur - Bragi nćstur

 ĆSIR Í ÁSGARĐI - 23.02.15 - EFSTU MENNGóđur hópur skákhyggjumanna var saman komin í Stangarhyl í gćr til ađ beita gerhygli sinni og sköpunargáfu á 64 hvítum reitum og svörtum. Í ţeirra hópi nokkrir gamalkunnir landsliđsflokksmenn auk allmargra sókndjarfra ástríđu- og kaffihúsaskákmanna, haldnir skákáráttustreituröskun og alvanir rústabjörgun er ţví er ađ skipta. Enda var taflmennskan óvenju lífleg og ekki ađ sjá ađ sköpunargleđi hinna öldnu seggja sé á neinu undanhaldi nema síđur sé. Engrar skákkvíđahugröskunar varđ vart og ţví síđur valkvíđa enda ţótt fjöldi valkvćđra misgóđra leikarađa vćri í bođi. Ekki verra ađ hafa smáfélagskap milli skáka - einkum ţegar illa gengur.  

GLATT Á HJALLA Í ÁSGARĐIBjörgvin OG Bragi urđu jafnir ađ vinningum ađ ţessu sinni. Sá fyrrnefndi fór taplaus í gegn um mótiđ sem hann vann á stigum. Hinn aldni meistari Páll G.

Jónsson (<82) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi Braga Halldórsson af velli í snaggaralegri skák en sá gamli er međ ţennan eftirsótta X-faktor, sem oft ríđur baggamuninn jafnt á skákborđinu sem annars stađar.  

FINNUR KR. FINNSSON ÁTTRĆĐURVinningsskákir dagsins voru tileinkađar hinum síunga og ötula forystumanni klúbbsins, Finni Kr. Finnssyni, sem tók sér frí frá skákstjórastörfum til ađ fagna 80 ára afmćli sínum í fađmi fjölskyldunnar. Heill honum áttrćđum og enn eldri. 

Nánari úrslit má sjá á hinni myndskreyttu mótatöflu hér ađ neđan ef hún prentast sćmilega. /E

Collages6


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í fyrradag. Međal efnis er:

  • Dagur Ragnarsson Norđurlandameistari í skólaskák - tvenn silfurverđlaun
  • Björn Ţorfinnsson međ stórmeistaraáfanga
  • Reykjavíkurskákmót í 50 ár - bók eftir Helga Ólafsson
  • Styttist í Reykjavíkurskákmót - Afmćlismót Friđriks Ólafssonar
  • EM einstaklinga 
  • Actavis skákmeistari vinnustađa
  • Rimaskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita
  • Jóhann Arnar sigrađi sigurvegari ţriđju Bikarsyrpu TR
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Nýjustu skráningar
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Skákdeild Fjölnis stendur fyrir Sturlubúđum  7.-8. mars í Vatnaskógi

Sturlubudir2015hnapp

Áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri sem ćfa skák reglulega er bođiđ ađ taka ţátt í skákbúđum í Vatnaskógi helgina 7.–8. mars nk.

Ţađ er skákdeild Fjölnis í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands sem stendur fyrir skákbúđunum í fjórđa sinn. Fyrri ţrjú  námskeiđin heppnuđust mjög vel bćđi hvađ varđar árangur og ánćgju. Kennarar verđa ţau Helgi Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Stefán Bergsson og Björn Ívar Karlsson. Í Vatnaskógi er frábćr ađstađa fyrir starfsemi skákbúđanna, vistlegur svefnskáli sem rúmar alla undir einu ţaki, íţróttahús, tómstundaađstađa og góđur matur í matar-og kaffihléum. Ađeins er reiknađ međ 40 ţátttakendum og ţví rétt ađ áhugasamir skákkrakkar skrái sig sem fyrst á skrifstofu Skáksambands Íslands s. 568 9141 eđa í tölvupósti á netfangiđ skaksamband@skáksamband.is. til ađ missa ekki af ţessum einstćđa viđburđi. Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og fararstjóri svarar upplýsingum í síma 664 8320.

IMG_3529

Verđ á hvern ţátttakanda er 7500 kr fyrir ţessa tvo daga. Innifaliđ í gjaldinu er allur matur, kennsla, skálaleiga, ţátttaka í Góu páskaeggjaskákmótinu og viđurkenningar. Rútuferđ fram og til baka kostar 2500 kr til viđbótar. Kostnađur ţví alls 10.000 kr. Í síđustu skákbúđum sem haldnar voru ađ Úlfljótsvatni í febrúar 2014 greiddu nokkur skákfélög hluta gjaldsins fyrir sína félaga.

Sturlubúđir eru kenndar viđ Sturlu Pétursson skákfrömuđ sem ţjálfađi unga og efnilega skákkrakka um og eftir miđja síđustu öld og er alnafni hans styrktarađili Fjölnis viđ framkvćmd skákbúđanna. Lagt er af stađ frá BSÍ / N1 kl. 10 á laugardagsmorgni og komiđ til baka kl. 15:45 á sunnudegi.

 


Hannes og Guđmundur unnu í fyrstu umferđ á EM einstaklinga

EM einstaklinga hófst í gćr í Jerúsalem í Ísrael. Hannes Hlífar Stefánsson (2573) og Guđmundur Kjartansson (2484) unnu báđir fremur stigalága heimamenn (1721-1962). Róđurinn verđur mun erfiđađri í dag en ţá teflir Hannes viđ úkraínska stórmeistarann Alexander Moiseenko (2695) en Guđmundur viđ tyrkneska stórmeistarann Dragan Solak (2607).

Umferđin hefst kl. 13 og verđur hćgt ađ fylgjast međ ţeim félögum í beinni útsendingu.

Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 113 (!!) stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 116.


Skákhátíđin í Rimaskóla nćsta laugardag er fyrir alla grunnskólanemendur

Rimaskóli-utanverđurSkákhátíđin í Rimaskóla n.k. laugardag er ćtluđ öllum grunnskólanemendum landsins en ekki bara nemendum í Rimaskóla eins og hćgt var ađ lesa úr frétt um hátíđina á skak.is í gćr. Rótarýklúbbur Grafravogs í samstarfi viđ Skákdeild Fjölnis efnir til ţessarar skákhátíđar í Rimaskóla nćsta laugardag, 28. febrúar frá kl. 13:00 – 15:15. Hátíđin hefst međ skákmóti ţar sem verđmćti vinninga er 50.000 kr, allt gjafabréf í Kringlunni  Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Í lok mótsins verđur bođiđ upp á pítsur og safa og allir ţátttakendur sem ljúka skákmótinu fá ókeypis bíómiđa

Skráning er á mótsstađ og ţátttakendur beđnir um ađ mćta tímanlega til skráningar. Stórrmeistarinn Jón L. Árnason leikur fyrsta leikinn og skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og Páll Sigurđsson formađur Taflfélags Garđabćjar.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband