Leita í fréttum mbl.is

Helgi Jónatansson látinn

Helgi JónatanssonHelgi Jónatansson lést 27. janúar sl. Helgi var jarđsunginn frá Kópavogskirkju 16. febrúar sl. Félagar hans úr Skákfélagi Reykjanesbćjar, Björgvin Jónsson og Sigurđur H. Jónsson, rituđu um hann minningargrein sem birtist í Morgunblađinu ţann sama dag.

Síđasta kappskák Helga var gegn alţjóđlega meistaranum Arnar E. Gunnarssyni í fyrra hluta Íslandsmóts skákfélaga í október sl. Hún endađi međ glćsilegum sigri Helga og má nálgast hér.

Kveđja frá Skákfélagi Reykjanesbćjar

Í dag kveđjum viđ félagar í Skákfélagi Reykjanesbćjar liđsfélaga okkar og góđan vin, Helga E. Jónatansson, er varđ bráđkvaddur ţann 27. janúar síđastliđinn. Helgi gekk til liđs viđ Skákfélag Reykjanesbćjar fyrir nćr 40 árum og hefur frá ţeim tíma átt fast sćti í skákliđi félagsins. Međan hann bjó í Reykjanesbć var hann auk ţess mjög virkur í starfi félagsins, m.a. formađur ţess um skeiđ. Á ţeim tíma var og algengt ađ teflt vćri í hópi okkar skákfélaganna á heimili Helga á Vatnsnesveginum og síđar ađ Háseylu í Innri-Njarđvík á föstudags- eđa laugardagskvöldum, enda var Helgi höfđingi heim ađ sćkja. Helgi á ađ baki fjölda sigra á innanfélagsmótum hjá Skákfélagi Reykjanesbćjar, t.a.m. varđ hann á árabilinu 1977-1982 fjórum sinnum skákmeistari Keflavíkur. Eftir ađ Helgi flutti á höfuđborgarsvćđiđ um 1990 kom af sjálfu sér ađ dró úr ţátttöku hans í starfi félagsins, en hann hélt ţó engu ađ síđur áfram ađ tefla fyrir ţess hönd, s.s. í liđakeppnum. Í Deildakeppninni, Íslandsmóti skákfélaga, hefur Helgi í gegnum tíđina reynst öflugur liđsmađur og er skemmst ađ minnast árangurs hans í fyrri hlutanum af yfirstandandi keppni, sem tefldur var í október sl., ţar sem Helgi náđi bestum úrslitum liđsmanna, en liđiđ teflir nú í efstu deild. Ţótt Helgi hefđi fyrir fáum árum kennt sér einhvers hjarta- eđa kransćđameins var ekki annađ ađ merkja en hann vćri kominn í sitt gamla form, bćđi líkamlega og skáklega. Helgi var ávallt mannblendinn, léttur og hress og sagđi skemmtilega frá hlutum. Viđ félagar hans úr Skákfélagi Reykjanesbćjar ţökkum honum nú á kveđjustund fyrir ánćgjulegar samverustundir og stuđning gegnum árin, viđ okkur og félagiđ. 

Viđ sendum börnum Helga, Lindu Björgu og Einari og barnabörnum, okkar innilegustu samúđarkveđjur.

Fh. félaga í Skákfélagi Reykjanesbćjar, 

Björgvin Jónsson

og Sigurđur H. Jónsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 26
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 8766095

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband