Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Katar-mótiđ byrjađi í dag - Carlsen međ jafntefli

Carlsen í Katar

Qatar Masters Open hófst í dag í Doha í Katar. Um er ađ rćđa sterkasta opna skákmót sögunnar ţar sem Magnus Carlsen (2834), Vladimir Kramnik (2796), Anish Giri (2784), Wesley So (2775) og Sergey Karjakin (2766) eru međal keppenda. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá ţessu sterku skákmenn tefla á opnu móti en elítu-mótin hafa ekki ţótt par skemmtilegt undanfariđ og kallađ hefur veriđ aukinni ţátttöku sterkra skákmanna á opnum mótum.

Magnus Carlsen varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli viđ georgísku landsliđskonuna Nino Batsiashvili (2498). Ţađ vakti einnig athygli ađ Wei Yi (2730) mátti sćtta sig viđ gegn Indverjanum Shardul Gagare (2470). 

Enginn Íslendingur tekur ţátt en međal skákstjóra er enginn annar en Omar Salama.

Önnur umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 12. 

 


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út fyrir helgi. 

Međal efnis í blađinu:

  • Ţröstur Íslandsmeistari í hrađskák eftir sigur á Friđriksmóti Landsbankans
  • Atskákmeistari Skákklúbbs Icelandair - Íslandsmótiđ í atskák
  • Dađi Örn Jónsson Evrópumeistari í bréfskák
  • IO-námskeiđ haldiđ í fyrsta sinn á Íslandi
  • Jóhann skákmeistari Garđabćjar
  • Haraldur sigurvegari U-2000 móts TR
  • Róbert Luu sigurvegari á 3. móti Bikarsyrpu TR
  • Ólafur B. skákmeistari Víkingaklúbbsins
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2016 - í bođi GAMMA - 117 keppendur skráđir til leiks
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til vinstri).


Skákţáttur Morgunblađsins: Ţungi skákkrúnunnar

nakamura-carlsen-tarjei
Tveim árum eftir sigurinn mikla í Chennai á Indlandi virđast hveitibrauđsdagar Magnúsar Carlsen sem heimsmeistari vera á enda. Í ţví sambandi líta menn ekki ađeins til frammistöđu hans á Evrópumótinu í Reykjavík á dögunum, heldur einnig til nokkurra skákmóta sem hann hefur tekiđ ţátt í undanfarna mánuđi. Ţar hefur hvergi örlađ á ţeim yfirburđum sem hann hafđi áđur. Heimsmeistari í kreppu hefur áđur veriđ til umfjöllunar í skákdálkunum. Spasskí talađi stundum um „ţunga keisarans krúnu “ sem hann var alveg ađ sligast undan.

Á hinu árlega stórmóti „London classsic“ eru keppendur í efsta flokki tíu talsins og eftir sjöttu umferđ sem fram fór sl. fimmtudag hafđi Magnús gert jafntefli í öllum skákum sínum. Ţetta ćtlar ađ verđa eitt daufasta stórmót sem sögur fara af en rösklega 83% skákanna hefur lokiđ međ jafntefli. Vinsćlasta byrjunin, Berlínar-vörn, hefur komiđ upp í ellefu viđureignum og öllum hefur lokiđ međ jafntefli. Í ţeirri byrjun fljúga drottningarnar yfirleitt „í kassann“ í 8. leik og viđ taka margvíslegar tilfćringar en jafnteflisdauđinn er samt alltaf nálćgur.

Ţegar ţrjár umferđir voru eftir af mótinu var stađan ţessi:

1. – 4. Giri, Nakamura, Vachier-Lagrave og Grischuk 3 ˝ v.(af 6) 5. – 8. Carlsen, Adams, Aronjan og Caruana 3 v. 9. Anand 2 ˝ v. 10. Topalov 1 ˝ v.

Ţetta mót og önnur međ svipađa samsetningu gefa ţrátt fyrir allt vísbendingu um ţađ hver sé líklegastur til ađ tefla um heimsmeistaratitilinn í náinni framtíđ. En ţađ vantar skákmann á borđ viđ Kínverjann unga, Wei Yi, til ađ skerpa myndina. Nakamura og Giri ţykja líklegir kandídatar en sá síđarnefndi hóf mótiđ međ ţví ađ sigra Venselin Topalov. Búlgarinn hafđi áreiđanlega tekiđ fórn Giri međ í reikninginn ţegar hann seildist eftir peđi á a7, en annađhvort vanmat hann drottningarleik Giri, sem kom í kjölfariđ, eđa gjörsamlega yfirsást hann:

„London classic“ 2015; 1. umferđ:

Venselin Topalov – Anish Giri

Grünfelds-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 c6 4. Bg2 d5 5. Da4 Rfd7 6. cxd5 Rb6 7. Dd1 cxd5 8. Rc3 Rc6 9. e3 Bg7 10. Rge2 O-O 11. O-O He8 12. b3 e5 13. dxe5 Rxe5 14. h3

Varfćrnislegur leikur sem leyfir 14. ... Bf5. Einnig kom til greina 14. Rd4 og svara 14. ... Bg4 međ 15. Dd2.

14. ... Bf5 15. Rd4 Bd3 16. He1 Ba6 17. Dd2 Rd3 18. Hd1 Bxd4!? 19. exd4 Df6 20. a4!

Lćtur peđiđ af hendi. Eftir 20. Bf1 getur svartur leikiđ 20. ... Df3 međ hugmyndinni 21. Bxd3 Bxd3 22. Dxd3 He1+! og vinnur.

20. ... Dxd4 21. a5 Rd7 22. Ha4 De5 23. Rxd5 Rxc1?!

Ţađ var ástćđulaust ađ skipta upp á ţessum sterka riddara. Eftir 23. ... R7c5 er svarta stađan betri.

24. Hxc1 Rf6 25. Rc7 Had8 26. Df4 g5 27. Db4!?

Bćđi hér og í 25. leik gat Topalov stofnađ til uppskipta og teflt til vinnings án ţess ađ taka mikla áhćttu. En ţađ er ekki stíll hans.

27. ... Db2 28. Haa1 He2 29. Dc5 h6 30. Rxa6 bxa6 31. Hab1 Dd2 32. Bf3 Re4! 33. Dxa7?

Tapleikurinn. Nú varđ hann ađ skipta upp og leika 33. Bxe4.

GH6V1FUO33. ... Rxf2! 34. Bxe2 Rxh3+ 35. Kf1

Ekki 35. Kg2 Dxe2+ 36. Kxh3 Dh5+ og 37. ... Hd2+ međ mátsókn.

35. ... Dd5!

Hér er hugmyndin komin fram.

36. Bh5 Dh1+ 37. Ke2 Dg2+ 38. Ke1 He8+ 39. Kd1 Rf2+ 40. Kc2 Re4+

- og hvítur gafst upp. Mátiđ blasir viđ, 41. Kd3 Dd2+ 42. Kc4 Hc8+ 43. Dc5 Hxc5 mát.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)

Skákţćttir Morgunblađins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


Jólakapp og happ KR

Jóla skák kort  KR 2015 -ese
Eins og vera ber efnir Skákdeild KR til síns árlega Jólaskákmóts á mánudaginn kemur - 21. desember -  í Félagsmiđstöđinni í Frostaskjóli kl. 19.30. Tefldar verđa 13 umferđir međ 7 mín. uht. á skákina ađ hefđbundnum siđ. Veglegir jólapakkar fyrir sigursćla og vinningahappdrćtti, malt og appelsín og ýmis jólaglađningur fyrir ađra.

Taflmótin í Vesturbćnum ţar sem öflugir skákmenn í vígahug  mćta til skemmta sér og skáka öđrum fara nú fram tvisvar í viku.  Ţađ er öll mánudagskvöld kl. 19.30-22.30, eins og veriđ hefur, og líka á laugardögum kl. 10-12.30  en ţá eru haldin ţar Árdegismót fyrir árrisula ástríđuskákmenn. Upplagt tćkifćri fyrir alla ţá sem skákáráttustreituröskun eru haldnir til ađ slaka á klónni fyrir helgina.    

Allir sem taflmanni geta valdiđ eru hvattir til ađ mćta, sýna snilli sína og láta ljós sitt skína. Engin veit sína skákina fyrr en öll er.  


Jólapakkamót Hugins fer fram á morgun í Ráđhúsinu

jolapakkamot (20 of 137)Jólapakkaskákmót Hugins verđur haldiđ laugardaginn 19. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 18. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum:

  • Flokki fćddra 2000-2002
  • Flokki fćddra 2003-2004
  • Flokki fćddra 2005-2006
  • Flokki fćddra 2007-2008
  • Flokki fćddra 2009 síđar
  • Peđaskák fyrir ţau yngstu

Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Í verđlaun verđa međal annars bćkur, mynddiskar, pússluspil, skáknámskeiđ, töfl og fleira. Í lokinn verđur happdrćtti ţar sem m.a. verđur dreginn út Bluetooth hátalari frá Heimilistćkjum. Allir ţátttakendur fá svo viđ brottför góđgćti frá Góu og Andrésblađ.

Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (kassinn efst) og á Skákhuganum.


Gunni Gunn vann jólamót Riddarans

GUNNAR KR. GUNNARSSON (82) á sigurbraut - ESE-001Hinn aldni meistari Gunnar Kr. Gunnarsson (82), sem hefur marga fjöruna sopiđ, gat leyft sér ađ brosa breitt, ađ loknu Jólaskákmóti  Riddarans sem fram fór međ hátíđlegum brag í Vonarhöfn nú í vikunni. Ţó kyrrđ og friđur ađventunar svifi yfir vötnunum ríkti hatrömm skálmöld á skákborđunum. Ţar var ekki nein lognmolla heldur logađi allt í skörpum heiftarlegum átökum svo viđ lá ađ upp úr syđi milli manna.  Gunnar hafđi ţegar tryggt sér yfirburđasigur fyrir lokaskákina sem hann gaf Kristjáni Stefánssyni í jólagjöf. smile

Áhćttusćkni sumra mátti sín lítiđ gegn gömlum reynsluboltum sem beittu rólegri stöđuuppbyggingu blandađri  yfirvegađri áhćttufćlni og breyttu vörn í sókn á einu augabragđi.

Mótiđ var öllum opiđ og hinir gömlu skákmerđir sem ţreyta ţar tafl vikulega höfđu mikla ánćgju af ţátttöku hinna upprennandi meistara Gauta Páls og Vignis Vatnars sem tefldu í hópi margra ţeirra í Gallerý Skák enn yngri ađ aldri á árum áđur.

Nýársmót Riddarans, fer fram 30. desember nk og hefst ađ venju kl. 13. Allir velkomnir óháđ aldri og félagsađild. Ekki verđur teflt á Ţorláksmessu enda ţótt miđvikudagur sé.

RIDDARINN - JÓLAMÓT 2015 - Úrslit međ vettvangsmyndum

 

 

 


IO (International Organizer) - námskeiđ haldiđ hérlendis 8. og 9. janúar

IO-námskeiđ (International Organizer) verđur haldiđ í fyrsta sinn hérlendis dagana 8. og 9. janúar nk.

Ţetta er fyrsta slíka námskeiđ sem haldiđ er hérlendis. Ađ sćkja slíkt námskeiđ er nauđsynlegt fyrir ţá sem vija fá IO-gráđu. Til ađ fá IO-gráđu ţurfa menn ađ auki ţrjá IO-áfanga fyrir mótahald.

Međal efnis sem fariđ er yfir á námskeiđinu eru almennar mótsreglur, mótsreglur FIDE, stjórnun og kynning móta.

Ţátttökugjöld eru kr. 4.900. Innilfaliđ í ţví eru öll námskeiđsgögn og veitingar.

Leiđbeinandi verđur Gunnar Björnsson og honum til ađstođar er Róbert Lagerman. Báđir hafa ţeir veriđ útnefndir IO frá FIDE.

Nánari upplýsingar á heimasíđu FIDE.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).


Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúar

Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bćtast viđ eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram tvisvar í viku, á miđvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Bođiđ er upp á tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 2-6. Keppandi skal leggja inn skriflega beiđni um yfirsetu til skákstjóra í síđasta lagi viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Dagskrá:

1. umferđ sunnudag 3. janúar kl. 14
2. umferđ miđvikudag 6. janúar kl. 19.30
3. umferđ sunnudag 10. janúar kl. 14.00
4. umferđ miđvikudag 13. janúar kl. 19.30
5. umferđ sunnudag 17. janúar kl. 14.00
6. umferđ miđvikudag 20. janúar kl. 19.30
7. umferđ sunnudag 24. janúar kl. 14
8. umferđ miđvikudag 27. janúar kl. 19.30
9. umferđ sunnudag 31. janúar kl. 14

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 120.000
  • 2. sćti kr. 60.000
  • 3. sćti kr. 30.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum – bókaverđlaun
  • Besti árangur undir 1400 skákstigum – bókaverđlaun
  • Besti árangur undir 1200 skákstigum – bókaverđlaun
  • Besti árangur stigalausra – bókaverđlaun

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna – annars íslensk stig.

Ţátttökugjöld:

kr. 5.000 fyrir 16 ára og eldri
kr. 2.500 fyrir 15 ára og yngri

Skráningarform

Skráđir keppendur

Keppt er um titilinn “Skákmeistari Reykjavíkur 2016” og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.

Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort útreikningur), en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti. Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


Úrslit Jólamóts Víkingaklúbbsins

Jólamót VíkingaklúbbsinsJólamót Víkingaklúbbsins fór fram miđvikudaginn 9. desember í Víkinni.  Alls tóku 41 keppandi ţátt, en keppt var í ţrem flokkum.  Upphaflega áttu aldursflokkarnir ađ vera fjórir međ peđaskák, en ţar sem skákstjórarnir voru bara tveir á endanum, ţá var bara keppt í tveim flokkum, en hver aldursflokkur fengi verđlaun sérstaklega.  
Í eldri flokki voru tefldar 5. umferđir međ 7. mínútna, en í yngri flokki voru telfdar 4. umferđir međ sömu tímamörukum.

Í eldri flokki sigrađi Alexandir Mai međ 5 vinninga af 5 mögulegum.  Nćstur kom bróđir hans Aron Mai međ 4.5 vinninga.  Róbert Luu náđi ţriđja sćti međ 4.5 vinninga en var lćgri á stigum en Aron Mai.  Efstur Víkinga varđ Jón Hreiđar međ 3. vinninga.  Gabríel Sćr varđ efstur í aldursflokknum 2006 og Adam Ómarsson varđ efstur í aldursflokknum 2007, en hann fékk skráđ röng úrslit í fyrstu umferđ, sem nú er búiđ ađ leiđrétta (átti ađ fá hálfan vinning fyrir "bye" í fyrstu umferđ en fékk ekki).

Í yngri flokki sigrađi hinn bráđefnilegi Bjartur Ţórsson (fćddur 2009) eftir hörku baráttu viđ jafnaldra sinn Einar Brynjarsson.  Báđir ţessi piltar eru bráđefnilegir og undirritađur var vitni ađ innbyrgđis skák ţeirra, ţar sem stađan var nokkuđ tvísýn og var Einar kominn međ yfirhödnina, en lék sig svo óvćnt í mát.  Í ţriđja sćti varđ J'on Sigurđur efnilegur nemandi úr Ingunnarskóla.  Í fjórđa til fimmta sćti urđur Bergţóra Helga og Jóna María og varđ Bergţóra hćrri á stigum (vann innbyrgđis viđureign).  


Skákstjórar voru Stefán Bergsson í eldri flokki og Gunnar Fr. og Sigurđur Ingason í yngri flokki.  Lenka Ptacnikova stjórnađi peđaskákinni.  

Eins og áđur sagđi urđu smá breytingar á flokkunum og eiga ţví nokkrir enn eftir ađ fá verđlaun fyrir besta árangur (árgangaverđlaun).
Barnaćfingar Víkingaklúbbsins eru nú komnar í jólafrí, en hefjast aftur 7. janúar og verđa vikulega fram á vor. M.a er stefnt ađ tveim stórum barnamótum eins og ţessu ári ţs, páskamótiđ og vormótiđ.

Eldri flokkur úrslit:

1. Alexander Mai 5v. af 5
2. Aron Mai 4. 5. v
3. Robert Luu 4.5. v
4. Gylfi Már 4.v
5. Alexander Már 4.v
6. Adam Omarsson 3.5.v
7. Gabríel Sćr 3.0.v
8. Ísak Orri 3.v
9. Guđni Viđar 3.v
10. Benidikt Ţórisson 3.v
11. Ţorsteinn Már 3.v
12. Jón Hreiđar 3.v
13. Baldur  3.v

Ađrir minna, en alls tóku 28 ţátt í eldri flokki.


Yngri flokkur úrslit:

1. Bjartur Ţórisson 4. v af 4
2. Einar Brynjarsson 3.v
3. Jón Sigurđur 2.5.v
4. Bergţóra Helga 2. v
5. Jóna María 2. v
6. Ragna Rúnarsdóttir 1.5  v.
7. Hrafnkell 1. v.
8. Guđjón Sćvarsson 1.0 v
9. Ţorbergur
10. Ţórđur 
 
 

Peđaskák úrslit:
 
1. Jósef Omarsson (2011) 4.0 v 
2. Vilborg 2. v 
3. Nicol Dís (2012)  0. v 
 
 
Aukaverđlaun:
 
 
Besti Víkingurin eldri:  Jón Hreiđar Rúnarsson
Stúlknaverđlaun:  Bergţóra Helga Gunnarsdóttir
Besti Víkingurinn yngri:  Einar Brynjarsson
Bestur 2001: Aron Ţór Mai
Bestur 2003: Alexander Ţór Mai
Bestur 2005:  Róbert Luu
Bestur 2006:  Gabríel Sćr Bjarnţórsson
Bestur 2007: Adam Ómarsson
Bestur 2008: Bergţóra Helga Gunnarsdóttir
Bestur 2009: Bjartur Ţórisson
Peđaskák 2010 eđa síđar:  Jósef Omarsson (2011)
 

Björgvin sigrađi á Jólahrađskákmóti Ása

Ćsir tefldu sitt jólahrađskákmót  í gćr. Tuttugu og fimm eldri skákkappar mćttu til leiks í Ásgarđ og tefldu ellefu umferđir. Ţađ var einhver orđhagur í ţessum klúbbi sem sagđi einu sinni. "Á góđum degi geta flestir unniđ alla". Ekki veit ég ţađ en oftast eru ţađ nú sömu menn sem rađa sér í toppinn. Ţannig var ţađ í gćr. Björgvin Víglundsson gerđ sér lítđ fyrir og vann alla sína andstćđinga og fékk 11 vinninga.

Ţór Valtýsson varđ í öđru sćti međ 9 vinninga. Guđfinnur R Kjaransson varđ svo ţriđji međ 8˝ vinning. Nú fer ţessi klúbbur í jólafrí og byrjar aftur ađ tefla ţriđjudaginn 5 jan 2016. Riddarar tefla í dag miđvikudag og líka miđvikudaginn 30. desember. 

Ég hvet skákţyrsta Ása til ţess ađ heimsćkja ţá í Hafnarfjörđinn. 

Sjáum nánari úrslit í töflu og myndum frá ESE

Ćsir 2015-12-15


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband