Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Hjörvar Steinn Grétarsson og Nigel Short mćtast í MótX-einvíginu í Kópavogi

MótX gefur grunnskólum Kópavogs 100 taflsett.


1Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, og Nigel Short, sem teflt hefur um heimsmeistaratitilinn, mun mćtast í MótX-einvíginu í Kópavogi í maí 2016. Skákfélagiđ Hrókurinn skipuleggur viđburđinn og af ţessu tilefni fćrđi MótX grunnskólum Kópavogs 100 taflsett ađ gjöf viđ athöfn í Salaskóla á ţriđjudag. Ármann Kr. Ólafsson bćjarstjóri veitti taflsettunum viđtöku og síđan tefldi Hjörvar Steinn fjöltefli viđ nemendur Salaskóla.
 
3 Hjörvar Steinn í SalaskólaHafsteinn Karlsson skólastjóri bauđ gesti og nemendur velkomna viđ athöfnina í Salaskóla, en ţar hefur skáklífiđ vaxiđ og dafnađ frá stofnun skólans áriđ 2003. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins flutti ávarp  og sagđi ađ skáklífiđ í Kópavogi vćri nú í miklum blóma. Á ţriđja hundrađ börn tóku á dögunum ţátt í sveitakeppni grunnskólanna í Kópavogi og skákdeild Breiđabliks starfar af miklum ţrótti. Hann sagđi mikiđ fagnađarefni ađ MótX skyldi veita Hjörvari Steini tćkifćri til ađ tefla viđ gođsögnina Nigel Short, en ţeir Hjörvar munu tefla sex atskákir og verđur samhliđa efnt til mikillar skákhátíđar í skólum Kópavogs.
 
7Fulltrúar MótX hf. viđ athöfnina voru ţeir Vignir Steinţór Halldórsson stjórnarformađur, Svanur Karl Grétarsson framkvćmdastjóri og Viggó Einar Hilmarsson fjármálastjóri. Ármann bćjarstjóri ţakkađi MótX fyrir rausnarlega gjöf til skólanna, og sagđi mikiđ fagnađarefni ađ einvígi Hjörvars og Shorts fćri fram í Kópavogi, enda mikil skákvakning međal ungu kynslóđarinnar í bćnum.
 
5  Nigel ShortNigel Short (f. 1965) varđ stórmeistari 19 ára ađ aldri og hefur náđ ţriđja sćti á stigalista skákmanna í heiminum. Áriđ 1993 varđ hann fyrsti Englendingurinn til ađ tefla um heimsmeistaratitilinn. Hann beiđ lćgri hlut fyrir Gary Kasparov í einvígi, en hefur allar götur síđan veriđ međal ţeirra bestu. Hann nýtur mikillar virđingar í skákheiminum og er mjög vinsćll greinahöfundur, enda hefur hann heimsótt 108 lönd og er hvarvetna mikill aufúsugestur.
 
2Hjörvar Steinn Grétarsson fćddist áriđ sem Short tefldi um heimsmeistaratitilinn -- 1993 -- og vakti kornungur athygli fyrir mikla hćfileika. Hann varđ stórmeistari 2013 og á nýafstöđnu Evrópumóti landsliđa í Laugardalshöll náđi hann bestum árangri íslensku landsliđsmannanna. Hjörvar tapađi ekki skák á mótinu og árangur hans jafngilti 2670 skákstigum.
 
Í tengslum viđ MótX-einvígi Hjörvars Steins og Nigel Shorts verđur efnt til ýmissa viđburđa á vormánuđum, svo Kópavogur mun iđa af skáklífi.

Jólapakkamót Hugins fer fram á laugardaginn

Jólapakkaskákmót Hugins verđur haldiđ laugardaginn 19. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 18. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum:

  • Flokki fćddra 2000-2002
  • Flokki fćddra 2003-2004
  • Flokki fćddra 2005-2006
  • Flokki fćddra 2007-2008
  • Flokki fćddra 2009 síđar
  • Peđaskák fyrir ţau yngstu

Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.

Í verđlaun verđa međal annars bćkur, mynddiskar, pússluspil, skáknámskeiđ, töfl og fleira. Í lokinn verđur happdrćtti ţar sem m.a. verđur dreginn út Bluetooth hátalari frá Heimilistćkjum. Allir ţátttakendur fá svo viđ brottför góđgćti frá Góu og Andrésblađ.

Skráning á mótiđ fer fram á Skák.is (kassinn efst) og á Skákhuganum.


Risaskákmót í Breiđabliksstúkunni.

IMG 1509
Sveitakeppni Kópavogs í skák milli grunnskólanna í Kópavogi er nú lokiđ. Alls kepptu um 250 börn á ţessu móti.

Keppendur komu frá eftirtöldum skólum: Álfhólsskóla, Hörđuvallaskóla, Salaskóla, Smáraskóla og Vatnsendaskóla.

Geysilegur áhugi er á skákiđkun í ţessum grunnskólum og hafa nemendur úr ţeim náđ margir eftirtektarverđum árangri.

Mótiđ hefur jafnan veriđ á vormisseri en vegna ţess mikla álags sem hefur skapast viđ lok vetrarstafs ţar sem allar íţróttagreinar eru ađ summera upp árangur vetrarins međ mótum hverja helgi. Ţá tóku skákkennarar í Kópavogi ţessa ákvörđun ađ fćra mótiđ á haustmisseri. 

Mótsstjóri var Halldór Grétar Einarsson.

Mótinu var skipt upp í 4 aldurshólf.

Úrslit yngsti flokkur  1.-2. bekkur

  1. Hörđuvallaskóli a liđ ..15 v
  2. Vatnsendaskóli a liđ .. 14 v
  3. Álfhólsskóli a liđ  ..12,5 v

Sjá nánar: http://www.chess-results.com/tnr199347.aspx?lan=1

Mynd af borđaverđlaunum:

IMG 1486


Úrslit 3.-4 bekkur. 

  1. Salaskóli b liđ ..14v
  2. Salaskóli a liđ  ..14v
  3. Smáraskóli a liđ ..14v.

Sjá nánar: http://www.chess-results.com/tnr197274.aspx?lan=1

IMG 1427

 

Úrslit 5.-7. bekkur.  Efstu 3

  1. Hörđuvallaskóli a liđ ..22,5 v
  2. Álfhólsskóli a liđ  ..20,5 v
  3. Salaskóli b liđ  ..15,5 v.

Sjá nánar: http://www.chess-results.com/tnr198334.aspx?lan=1

IMG 1541

 

Úrslit 8.-10. bekkur. 

  1. Álfhólsskóli a liđ  ..23 v
  2. Salaskóli a liđ  ..21,5 v
  3. Smáraskóli a liđ  ..18 v

Sjá nánar: http://www.chess-results.com/tnr199327.aspx?lan=1

IMG 1629

 

 


Björn hrađskákmeistari Garđabćjar

Vignir, Björn og Gunnar FreyrFjölmennt Hrađskákmót Garđabćjar fór fram í gćr mánudaginn 14 desember. en alls tóku ţátt 32 keppendur sem er metţátttaka og húsfyllir. Mótiđ var jafnframt 35 ára afmćlismót félagsins.

Margir ţéttir hrađskákmenn mćttu til leiks en enginn ţéttari en Garđbćingurinn og alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson sem vann alla sína andstćđinga 9 ađ tölu. hinn 12 ára Vignir Vatnar Stefánsson varđ í 2 sćti en í 3 sćti varđ hinn margreyndi víkingur Gunnar Freyr Rúnarsson en hann vann mótiđ í fyrra.

Sjá má myndir frá mótinu í myndaalbúmi í fćrslunni á undan.

Myndaalbúm á Facebook.


Riddarinn - Hinir sigursćlu undanfariđ - Jólaskákmótiđ 2015

RIDDARINN- JÓLAMÓT -ese

Ţađ er fastur punktur í tilverunni hjá mörgum skákáráttuöldungum ađ storka örlögunum Í baráttunni um  efsta eđa neđsta sćtiđ á vikulegum mótum í hópi Riddara reitađa borđsins í Hafnarfirđi og fá ţannig útrás fyrir áunna skákáráttustreituröskun. Ţar er ávallt teflt á miđvikudögum allan ársins hring í Vonarhöfn einum af fundarsölum safnađarheimilis Hafnarfjarđarkirkju ţar sem lengi er von á einum.  

SIGURSĆLIR RIDDARAR -ESE

Ađ undanförnu hafa ţeir Ingimar Halldórsson, Jón Ţ. Ţór,  Gunnar Kr. Gunnarsson og Guđfinnur R. Kjartansson veriđ einna sigursćlastir og unniđ mótin suđur ţar nokkuđ örugglega  til skiptis.  Björn Víkingur Ţórđarson sá aldni höfđingi er ţó jafnan drjúgur ađ velgja ţeim og öđrum undir uggum sem stundum hefur riđiđ baggamuninn og ráđiđ úrslitum ađ öđrum skákskörfum eins og Sigurđi E. Kristjánssyni,  Össurri Kristinssyni, Páli G. Jónssyni, Kristjáni Stefánssyni og Friđbirni K. Hólm ólöstuđum sem átt hafa sína góđu spretti ásamt fleirum.  

Á miđvikdaginn kemur ţann 16. desember fer ţar fram hiđ árlega Jólaskákmót klúbbsins. Keppt verđur um veglega jólapakka og annan góđan glađning mönnum til yndisauka. Einnig detta einhverjir í lukkupott ţótt illa hafi gengiđ viđ ađ máta mann og annan - ef heppnin er međ í för.

Tefldar verđa 11 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma.  Mótiđ sem hefst kl. 13 eins og venjulega er öllum opiđ til hátíđabrigđa. Engin aldursmörk ađ ţessu sinni – bara einbćtts sigurvilja og góđrar skákgetu krafist.

www.riddarinn.net


Jólahrađskákmót Ása fer fram í dag

Ćsir í Ásgarđi tefla sitt jólahrađskákmót á morgun ţriđjudag í Stangarhyl 4. Mótiđ hefst kl 13.00 Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mín umh. Allir eldri skákmenn velkomnir, karlar 60+ og konur 50+. Bragi Halldórsson sigrađi á ţessu móti síđast.

Ţetta verđur síđasti skákviđburđur ársins hjá okkur.Á nýju ári byrjum viđ ađ tefla aftur ţriđjudaginn 5 janúar.

Stjórn Ása.


Atskákmót Skákklúbbs Icelandair - Íslandsmótiđ í atskák

Atskákmót Skákklúbbs Icelandair – Íslandsmótiđ í atskák fer fram sunnudaginn 27. desember á Hótel Natura (áđur Hótel Loftleiđir) og hefst kl. 13. 

Tefldar eru 9 umferđir eftir svissneska kerfinu međ 15 mínútna umhugsunartíma. Teflt verđur í einum flokki.

Ţátttökugjald: 3.000 og 2.000 fyrir 12 og yngri. Stórmeistarar og alţjóđlegir meistarar fá frítt í mótiđ en FM-meistararar greiđa 1.500 kr.

Verđlaunin fyrir efstu ţrjú sćtin í mótinu eru:

  1. 100.000 kr.
  2.  50.000 kr.
  3.  25.000 kr.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir efsta keppandann í fjórum undirflokkum.

Efsti keppandinn í hverjum flokki fćr farmiđa fyrir tvo til Evrópu međ Icelandair (skattar ekki innifaldir)

  • 2300-yfir
  • 2000-2299
  • 1700-1999
  • 0-1699

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir:

  • Óvćntasta sigurinn: 40.000 inneign hjá Flugfélaginu fyrir óvćntasta sigurinn samkvćmt stigamun.
  • Efsta unglinginn fćddan 2000 eđa síđar sem fćr 40.000 kr inneign hjá Flugfélagi Íslands.

Miđađ verđur viđ atskákstig FIDE stig 1. des -> annars FIDE stig -> annars íslensk stig 1. des svo  -> svo frammistöđu á síđasta atskákmóti ef fyrir hendi annars 1.500 stig.

Verđa tveir eđa fleiri jafnir í verđlaunaflokkum gildir stigaútreikningur. Sama gildir um Íslandsmeistaratitilinn.

Skráning fer fram í gula kassanum efst Skák.is og stendur til 15:00 ţann 26. desember og hér er hćgt ađ sjá ţegar skráđa keppendur.

 


Stefán Gíslason skákmeistari Vestmannaeyja 2015

Nú er nýloknu Skákţingi Vestmannaeyja 2015.

Hinn gamalkunni skákmađur, Stefán Gíslason sigrađi og er ţví Skákmeistari Vestmannaeyja 2015. Stefán hefur lengi teflt međ félaginu og tekiđ ţátt í flestum mótum ţess síđustu áratugi, en ţetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur hinn eftirsótta titil. Stefán hlaut 4 vinninga af 5 mögulegum og varđ einn efstur á skákţinginu.

Keppendur á Skákţinginu ađ ţessu sinni voru 6, en auk Stefáns tóku ţátt ţeir Sigurjón Ţorkelsson, Ţórarinn I. Ólafsson, Arnar Sigurmundsson, Einar B. Guđlaugsson og Gísli Einarsson, en flestir ţessir eru gamalkunnir skákmenn í félaginu.

Í 2-3 sćti urđu ţeir Sigurjón og Einar, jafnir međ 3,5 vinninga.

Stefán er vel ađ titlinum kominn, enda vel ađ sér í skákfrćđunum, en ţađ er kannski hin eđlislćga hógvćrđ Stefáns sem veldur ţví ađ hann hefur ekki unniđ ţennan titil fyrir löngu síđan. Um ćvi og störf Stefáns má lesa hér!


Jólahrađskákmót Ása fer fram á morgun

Ćsir í Ásgarđi tefla sitt jólahrađskákmót á morgun ţriđjudag í Stangarhyl 4. Mótiđ hefst kl 13.00 Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mín umh. Allir eldri skákmenn velkomnir, karlar 60+ og konur 50+. Bragi Halldórsson sigrađi á ţessu móti síđast.

Ţetta verđur síđasti skákviđburđur ársins hjá okkur.Á nýju ári byrjum viđ ađ tefla aftur ţriđjudaginn 5 janúar.

Stjórn Ása.


Mikil stemning suđur međ sjó!

skásta

Kátt var á hjalla og mikil stemning ţegar fjórđa Jólamót Krakkaskákar og Samsuđ fór fram í Holtaskóla í Keflavík í gćr. Glćsilegt ţátttökumet var slegiđ ţegar 49 krakkar á grunnskólaaldri mćttu til leiks. Telft var í yngri flokki (1.-5. bekkur) og eldri flokki (6.- 10. bekkur) ásamt ţví ađ ţeir allra yngstu og óreyndustu gátu valiđ ađ tefla peđaskák.

Mikil kennsla er nú í grunnskólum Suđurnesja og markar mótiđ ákveđinn hápunkt á haustönninni. Siguringi Sigurjónsson kennir skák í Njarđvíkurskóla, Holtaskóla Keflavík, Grunnskóla Grindavíkur, Hópskóla Grindavík, Sandgerđisskóla og Gerđaskóla Garđi. Alls telja nemendur Siguringa allt ađ fjögur hundruđ. Sannarlega glćsileg uppbygging í gangi suđur međ sjó.

 

Í yngri og eldri flokki voru tefldar níu umferđir međ átta mínútna umhugsunartíma. Stelpur og strákar tefldu saman í flokki en sér verđlaun fyrir hvort kyn. Í peđaskákinni voru níu keppendur og tefldu allir viđ alla. Í yngri flokki var Sólon Siguringason í miklum sérflokki enda međ töluvert meiri keppnisreynslu en ađrir keppendur. Efst stúlkna og í öđru sćti í mótinu varđ Birta Eiríksdóttir. Birta er í vöskum stelpnahópi frá Grindavík sem stundar skákina af miklu kappi hjá Siguringa. Afraksturinn er farinn ađ skila sér og í haust varđ Birta Íslandsmeistari stúlkna 8ára og yngri. Má búast viđ Grindvíkingum sterkum á Íslandsmóti barnaskólasveita fyrir fyrsta til ţriđja bekk sem fram fer í mars.

Rétt eins og í yngri flokki vannst eldri flokkurinn međ fullu húsi. Ólafur Ţór sýndi mikiđ öryggi og vann allar sínar skákir. Efst stúlkna varđ Nadía sem hefđi hćglega getađ fengiđ fleiri vinninga og sýndi góđa takta. Í peđaskákinni vann ung snót ađ nafni Emilía og er frá Grindavík glćsilegan sigur og tapađi bara einni skák en vann sjö.

Úrslit:

Yngri flokkur strákar:

  1. Sólon Siguringason. Níu vinningar af níu!
  2. Flóvent Rigve Adhikari.
  3. Hjörtur Jónas Klemensson.

Yngri flokkur stelpur:

  1. Birta Eiríksdóttir. Átta vinningar af níu.
  2. Ólöf Bergvinsdóttir.
  3. Svanhildur Róbertsdóttir.

 Eldri flokkur strákar:

  1. Ólafur Ţór. Níu vinningar af níu!
  2. Björn Kristinn.
  3. Kjartan Óli.

Eldri flokkur stúlkur:

  1. Nadía. Fimm vinningar af níu.
  2. Hekla.
  3. Arnhildur.

 Ađ móti loknu voru dregnir fjölmargir vinningar út í veglegu happadrćtti. Til ađ mynda voru dregin út 15 taflsett og fjögur lambalćri. Vinninga gáfu Skáksamband Íslands og Nettó. Mótsstjóri var Siguringi Sigurjónsson og skákstjórar Stefán Bergsson, Agnar Olsen og Jon Olav Fivelstad. Jon Olav lauk nýlega skákstjóranámskeiđi og hefur nú bćst í góđan hóp skákstjóra.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765255

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband