Leita í fréttum mbl.is

Mikil stemning suđur međ sjó!

skásta

Kátt var á hjalla og mikil stemning ţegar fjórđa Jólamót Krakkaskákar og Samsuđ fór fram í Holtaskóla í Keflavík í gćr. Glćsilegt ţátttökumet var slegiđ ţegar 49 krakkar á grunnskólaaldri mćttu til leiks. Telft var í yngri flokki (1.-5. bekkur) og eldri flokki (6.- 10. bekkur) ásamt ţví ađ ţeir allra yngstu og óreyndustu gátu valiđ ađ tefla peđaskák.

Mikil kennsla er nú í grunnskólum Suđurnesja og markar mótiđ ákveđinn hápunkt á haustönninni. Siguringi Sigurjónsson kennir skák í Njarđvíkurskóla, Holtaskóla Keflavík, Grunnskóla Grindavíkur, Hópskóla Grindavík, Sandgerđisskóla og Gerđaskóla Garđi. Alls telja nemendur Siguringa allt ađ fjögur hundruđ. Sannarlega glćsileg uppbygging í gangi suđur međ sjó.

 

Í yngri og eldri flokki voru tefldar níu umferđir međ átta mínútna umhugsunartíma. Stelpur og strákar tefldu saman í flokki en sér verđlaun fyrir hvort kyn. Í peđaskákinni voru níu keppendur og tefldu allir viđ alla. Í yngri flokki var Sólon Siguringason í miklum sérflokki enda međ töluvert meiri keppnisreynslu en ađrir keppendur. Efst stúlkna og í öđru sćti í mótinu varđ Birta Eiríksdóttir. Birta er í vöskum stelpnahópi frá Grindavík sem stundar skákina af miklu kappi hjá Siguringa. Afraksturinn er farinn ađ skila sér og í haust varđ Birta Íslandsmeistari stúlkna 8ára og yngri. Má búast viđ Grindvíkingum sterkum á Íslandsmóti barnaskólasveita fyrir fyrsta til ţriđja bekk sem fram fer í mars.

Rétt eins og í yngri flokki vannst eldri flokkurinn međ fullu húsi. Ólafur Ţór sýndi mikiđ öryggi og vann allar sínar skákir. Efst stúlkna varđ Nadía sem hefđi hćglega getađ fengiđ fleiri vinninga og sýndi góđa takta. Í peđaskákinni vann ung snót ađ nafni Emilía og er frá Grindavík glćsilegan sigur og tapađi bara einni skák en vann sjö.

Úrslit:

Yngri flokkur strákar:

  1. Sólon Siguringason. Níu vinningar af níu!
  2. Flóvent Rigve Adhikari.
  3. Hjörtur Jónas Klemensson.

Yngri flokkur stelpur:

  1. Birta Eiríksdóttir. Átta vinningar af níu.
  2. Ólöf Bergvinsdóttir.
  3. Svanhildur Róbertsdóttir.

 Eldri flokkur strákar:

  1. Ólafur Ţór. Níu vinningar af níu!
  2. Björn Kristinn.
  3. Kjartan Óli.

Eldri flokkur stúlkur:

  1. Nadía. Fimm vinningar af níu.
  2. Hekla.
  3. Arnhildur.

 Ađ móti loknu voru dregnir fjölmargir vinningar út í veglegu happadrćtti. Til ađ mynda voru dregin út 15 taflsett og fjögur lambalćri. Vinninga gáfu Skáksamband Íslands og Nettó. Mótsstjóri var Siguringi Sigurjónsson og skákstjórar Stefán Bergsson, Agnar Olsen og Jon Olav Fivelstad. Jon Olav lauk nýlega skákstjóranámskeiđi og hefur nú bćst í góđan hóp skákstjóra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8765752

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband