Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

Magnús vann Lundúnarmótiđ og Grand Prix-mótaröđunina

Carlsen tekur viđ sigurlaununum
Magnus Carlsen (2834) endađi London Chess Classic-mótiđ á eftirminnilega hátt. Hann vann Grischuk (2747) í lokaumferđinni og náđi ţar međ Giri (2784) og Vachier-Lagrave (2773) ađ vinningum.

Í ljós ţess ađ hann var efstur eftir stigaútreikning naut hann ţeirra forréttinda ađ hinir tveir tefldu saman um hvor mćtti Carlsen. MVL vann ţar Giri í hörkueinvígi 2-1 ţar sem Giri vann fyrstu skákina.

Carlsen vann MVL svo í úrslitaeinvíg 1˝-˝. Ekki nóg ađ sigurinn tryggđi hinum sigur á mótinu heldur einnig í mótaröđunni (Grand Chess Tour). Sigur í aukakeppninni hefđi einnig tryggt Giri og MVL sigur á mótaröđinni. MVL var óheppnastur allra en hann datt niđur í fjórđa sćti.

Áriđ í ár hefur veriđ sagt slćmt fyrir heimsmeistarann. Ţetta hlýtur sannarlega ađ teljast góđ sárabót!

Mótiđ nú ţótt almennt frekar litluast. 78% allra skáka mótsins enduđu međ jaftenfli og voru ţar Caruana og Adams fremstir í flokki - gerđu jafntefli í öllum sínum skákum. Hin hundleiđinlega Berlínarvörn var tefld í 29% skákanna.

 


Jóhann Ragnarsson sigurvegari Skákţings Garđabćjar

Nú er skákţingi Garđabćjar lokiđ og Skákmeistari Garđabćjar 2015 er Jóhann H Ragnarsson TG međ 6 vinninga af 7 mögulegum.

Í öđrum verđlaunasćtum urđu. Jón Árni Halldórsson í 2 sćti. og í 3-8 sćti. (verđlaunum skipt eftir Hort kerfi) voru ţeir Jón Úlfljótsson, Ólafur Hlynur Guđmarsson, Gauti Páll Jónsson, Sigurjón Haraldsson, Loftur Baldvinsson og Jón Trausti Harđarson.

Aukaverđlaunahafi fyrir bestan árangur á bćđi U2000 móti TR og Skákţingi Garđabćjar var Tjörvi Schiöth. međ 5,5 + 4 eđa alls 9,5 vinninga samtals.

Í B flokki varđ efstur Jón Ţór Lemery međ 6,5 vinning, Ţorsteinn Magnússon varđ í 2 sćti međ 6 vinninga og Björn Magnússon í 3 sćti međ 5 vinninga. Reyndar er einni skák ólokiđ í B flokki en úrslit hennar hafa ekki áhrif á efstu sćtin. (skákin verđur tefld á mánudag.

Verđlaunaafhending verđur ađ loknu hrađskákmóti Garđabćjar sem haldiđ verđur í kvöld mánudaginn 14. desember kl. 20 í Betrunarhúsinu Garđatorgi 1. 2 hćđ.

Lokastađan á Chess-Results.


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins sem frestađ var 7. desember sl. vegna óveđurs verđur mánudaginn14. desember nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Ţetta er síđasta skákkvöld ársins hjá Huginn en nćst verđur atkvöld mánudaginn 4. janúar 2016.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Ţröstur Íslandsmeistari í hrađskák eftir sigur á Friđriksmóti Landsbankans

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0108

Ţröstur Ţórhallsson sigrađi á Friđriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hrađskák sem fram fór í gćr í Landabankanum, Austurstrćti. Ţröstur, sem var í forystu allt mótiđ, hlaut 9˝ vinning í 11 skákum. Stefán Kristjánsson varđ annar en hann hlaut einnig  9˝ vinning en var á lćgri á stigum.

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0105

Jóhann afhendir verđlaunin sín til baka.

Jóhann Hjartarson varđ ţriđji međ 9 vinninga. Jóhann, sem er bankaráđsmađur í Landsbankanum gaf peningaverđlaun sín, 50.000 kr., til bókakaupa fyrir Skákskóla Íslands. Afar ţakkarvert framtak hjá Jóhanni. Björn Ţorfinnsson og Helgi Ólafsson urđu í 4.-5. sćti međ 8 vinninga.

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0029

Ţađ var mikil stemming í Landsbankanum ţegar 83 hófu taflmennsku og ţar á međal sex stórmeistarar. Mótiđ hófst međ ţví ađ Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, fćrđi Ólafi Ásgrímssyni, afmćlisgjöf frá sambandinu í tilefni 70 ára afmćli Ólafs.

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0011

Ólafur sjálfur lék svo fyrsta leikinn fyrir Friđrik Ólafsson sjálfan gegn Friđgeiri Hólm.

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0016

Ţröstur var í miklum ham á mótinu. Hann vann fyrstu sjö skákirnar, gerđi jafntefli viđ Stefán í áttundu umferđ og vann svo tvćr nćstu. Tap gegn Helga Ólafsson í lokaumferđinni kom ekki ađ sök. Fjórđi Íslandsmeistaratitill Ţrastar en hann hampađi einnig titlinum 1987, 1997 og 1998. 18 ára biđ á enda!

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0037

 

Árangur Stefáns var einnig frábćr á mótinu. 

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0048

Eins og venjulega voru ýmiss aukaverđlaun veitt. Aukaverđlaunahafar voru sem hér segir: 

  • 2001-2200: Hrafn Loftsson
  • Undir 2000: Gauti Páll Jónsson
  • Öldungaverđlaun: Jón Ţorvaldsson
  • Kvennaverđlaun: Veronika Steinunn Magnúsdóttir
  • Drengjaverđlaun: Vignir Vatnar Stefánsson
  • Stúlknaverđlaun: Freyja Birkisdóttir
  • Útdreginn heppinn keppandi: Arnaldur Loftsson

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0101

Ţađ er Bergsteinn Einarsson, starfsmađur bankans, sem afhendi verđlaun ađ loknu móti. Skákstjórar voru Páll Sigurđsson og Ólafur S. Ásgrímsson.

Friđriksmótiđ 2015 LB   12 des 2015   0053 

Skáksambandiđ ţakkar Landsbankanum og hina frábćra starfsliđi bankans fyrir afar ánćgjuríkt og skemmtilegt samstarf viđ mótshaldiđ en ţetta er tólfta skipti sem ţetta vinćla mót fer fram. 

Mótstöflu á finna á Chess-Results.

Myndaalbúm (Andri Marinó Karlsson)


Vignir Vatnar öruggur sigurvegari Jólamóts Breiđabliks

Jólamót Skákdeildar Breiđabliks fór fram á föstudag. 18 galvaskir strákar mćttu til leiks.

Lokastađan: 

  1. Vignir Vatnar 9/9
  2. Stephan Briem 8/9
  3. Birkir Ísak 6,5/9
  4. Hjörtur Kristjánsson 5,5/9
  5. Nikulás Ýmir 5/9
  6. Ólafur Örn 5/9
  7. Anton Logi 5/9
  8. Halldór Atli 4,5/9
  9. Ísak Orri 4,5/9
  10. Gunnar Erik 4,5/9
  11. Óskar Víkingur 4/7
  12. Heimir Páll 4/9
  13. Stefán Orri 3,5/7
  14. Steinţór Örn 3/9
  15. Snorri Sveinn 3/5
  16. Tómas Möller 3/9
  17. Reynir Thelmuson 2/9
  18. Sturla Ţór 1/9

 

Sömuleiđis voru veitt verđlaun fyrir framfarir og mćtingu ţar fengu Stephan Briem og Hjörtur Kristjánsson viđurkenningar.


Tómas Veigar hrađskákmeistari Hugins norđur 2015

Palli og félagar
Tómas Veigar Sigurđarson
vann öruggan sigur á hrađskákmóti Hugins sem fram fór á Laugum í gćrkvöldi. Tómas var í miklu stuđi í kvöld og vann allar sínar skákir 14 ađ tölu. Sigurđur Daníelsson varđ annar međ 12 vinninga og Rúnar Ísleifsson ţriđji međ 9 vinninga. Stefán Bogi Ađalsteinsson vann flokk U-16 ára. Tefld var tvöföld umferđ.

Mótstafla á Chess-Results.

 


Skákţáttur Morgunblađsins: "Skákvélarnar" og innsćiđ

Short, Jón L. og Helgi ÓlEvrópumótiđ í Laugardalshöll var svo stórt í sniđum, og margir frábćrir skákmenn og konur sátu ađ tafli, ađ nokkurn tíma tekur ađ sökkva sér ofan í helstu niđurstöđur mótins. Jákvćđ er útkoma nýrrar reglu sem leggur blátt bann viđ jafnteflisbođum fyrir 40. Ţó ađ viđureign Rússa og Ungverja í síđustu umferđ í opna flokknum hafi lyktađ af gamaldags „pakkasamningi“ ađ hćtti sovéskra ólympíusveita, en öllum skákum ţeirrar viđureignar lauk skyndilega međ jafntefli eftir einkennilega litla baráttu, ţá var yfirleitt barist til síđasta manns í svo til hverri einustu skák.


Fyrir mótiđ voru međlimir íslenska gullaldarliđsins hóflega bjartsýnir á árangur; flestir reiknuđu ţó međ ađ ćfingaleysi segđi til sín undir einhverjum kringumstćđum. Sú varđ raunin en í ţeim efnum voru liđsmenn ekki einir á báti. Ivan Sokolov, sem tefldi fyrir Holland, tapađi ţrem skákum og var „settur út á stétt“. „Ég er orđinn „skáktúristi“ sagđi hann ţar sem hann gekk um sali Laugardalshallar. Ivan náđi bestum árangri allra á EM í Varsjá fyrir tveim árum en hann hefur lítiđ teflt á ţessu ári og kvađst vera ćfingalaus. Auk ţess vantađi einhvern lífsháska í taflmennskuna, vildi hann meina.

Ţađ rann upp fyrir mönnum á međan á Evrópumótinu stóđ ađ öll vinnubrögđ hafa gerbreyst frá ţví sem áđur var, hvort heldur sem er viđ undirbúning eđa yfirferđ; eftir hverja viđureign er vinnureglan orđin sú ađ spyrja „vélarnar“ hvort ţessi eđa hinn leikurinn hafi veriđ réttur eđa rangur. Jón L. Árnason fórnađi manni í 20. leik í viđureign viđ Litháen og hafđi orđ á ţví ţegar skákinni lauk ađ hann kćrđi sig kannski ekkert um álit „vélanna“. Einmitt ţess vegna var freistandi ađ spyrja sílikon-vininn „Houdini“ hvort fórn, sem var fremur byggđ á innsći en nákvćmum útreikningum, hefđi stađist:

EM 2015; 7. umferđ:

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Re7 6. 0-0 Rbc6 7. Rxc6 Rxc6 8. Rc3 Be7 9. f4 d6 10. b3 Bf6 11. Bb2 Bd4 12. Kh1 0-0 13. Dd2 Da5 14. a3 Bd7 15. Hf3 Hac8 16. Hh3 Hfd8 17. Hf1 Be8 18. b4 Dc7 19. Be2 Bf6

Svartur hefđi sennilega betur leikiđ drottningunni til e7 en biskupleikurinn gefur kost á fórn sem freistađi Jóns.

G75V0AB020. Rd5!

Mannsfórn sem stenst fullkomlega, er niđurstađa „Houdini“. Svartur á erfitt međ ađ verjast m.a. vegna ţess ađ liđsaflinn svarts liggur nćr allur á drottningarvćngnum.

20.... exd5 21. Bxf6 gxf6 22. Hg3+?!

Ţessi leikur var ekki „samţykktur“. Eftir 22. exd5 Re7 eđa – Rb8 kemur 23. f5 og vinnur ţar sem drottning er á leiđ til h6.

22.... Kf8 23. exd5 Rb8?

Betri vörn var 23.... Re7.

24. Bd3 Dc3 25. De2 f5 26. Dh5 Dh8 27. He1

Og hér vill „Houdini leika 27. Dh6+ Ke7 28. Bxf5 međ vinningsstöđu.

27.... h6! 28. Dh4 f6 29. Bxf5 Bf7 30. Bxc8 Hxc8 31. Dg4 Hxc2 32. Df5 Hc7 33. Hge3 h5 34. h4 Dh6 35. Hg3 Rd7

Ţó ađ stađan sé erfiđ hefur svartur náđ ađ byggja upp varnir. Jón sá sig knúinn til ađ hrista upp í stöđunni.

G65V0AAS36. He6! Bxe6?

Eina vörnin var fólgin í 36..... Hc4!

37. dxe6 Ke7 38. exd7 Hxd7 39. De4+ Kd8 40. Hg8+ Kc7 41. Dc4+ Kb6 42. a4!

Snotur lokaleikur. Ţađ er enn minna skjól á drottningarvćngnum og mátiđ blasir viđ eftir 42.... Ka7 43. Dd4+ b6 44. De4 Hb7 45. De8!

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)

Skákţćttir Morgunblađins birtast á Skák.is viku síđar en í sjálfu blađinu. Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. nóvember

Skákţćttir Morgunblađsins


Toyota styđur starf Hróksins međal eldri borgara á Íslandi og barna á Grćnlandi


Hrókurinn og Toyota hafa gengiđ til samstarfs í ţví skyni ađ efla skáklíf međal eldri borgara, auk ţess sem Toyota mun styđja starf Hróksins  í ţágu barna á Grćnlandi áriđ 2016.
 
Frá félagsheimili aldrađra Vesturgötu 7Verkefninu var hleypt af stokkunum mánudaginn 7. desember ţegar Hrókurinn heimsótti félagsmiđstöđ eldri borgara Vesturgötu 7 ţar sem Hrafn Jökulsson tefldi viđ gesti og var ţar glatt á hjalla. Á miđvikudag lá leiđin svo í hjúkrunarheimiliđ Mörk sem fékk nokkur taflsett ađ gjöf frá Toyota og Hróknum auk ţess sem Hrafn tefldi viđ heimafólk. Fleiri heimsóknir eru fyrirhugađar á nćstu vikum, og verđur séđ til ţess ađ hvergi skorti taflsett, auk ţess sem efnt verđur til námskeiđa og skákviđburđa.
 

Kátur kappi í KulusukŢá mun Toyota verđa međal bakhjarla skákhátíđar í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, en Hrókurinn hefur síđan 2003 unniđ ţrotlaust ađ útbreiđslu ţjóđaríţróttar Íslendinga međal okkar nćstu nágranna, og alls fariđ um 50 ferđir til Grćnlands.
 
Hrókurinn metur mikils stuđning Toyota, en fyrirtćkiđ hefur á liđnum árum stutt ötullega viđ skáklíf eldri borgara á Íslandi og árlega stađiđ ađ stórmóti fyrir eldri kempur.

 


Hrađskákmót Hugins norđan heiđa fer fram í kvöld

Laugardagskvöldiđ 12. desember kl 20:00 fer fram okkar árlega hrađskákmót. Mótiđ fer fram í Seiglu (áđur Litlulaugaskóli) í Reykjadal. Tefldar verđa skákir međ 5 mín umhugsunartíma á mann og allir viđ alla. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga hjá FIDE.

Keppt verđur í einum flokki en verđlaun veitt í fullorđinsflokki og U-16 ára til ţriggja efstu í hvorum flokki.

Ţátttökugjald er krónur 500 á alla keppendur.

Smári Sigurđsson vann mótiđ í fyrra, en hann hefur oftast allra unniđ ţetta mót í gegnum tíđina.

Vonast er eftir góđri ţátttöku í mótinu og eru áhugasamir beđnir um ađ skrá sig til leiks međ ţví hringja í Hermann, jafnvel ţótt hann sé staddur í fjósinu, í síma 4643187 eđa 8213187.

 


Firnasterkt Friđriksmót Landsbankans í skák fer fram á morgun

Fridriksmotid-2014
Friđriksmót Landsbankans – Íslandsmótiđ í hrađskák – fer fram laugardaginn 12. desember  í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11. Ţetta er tólfta áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30 og eru áhorfendur sérstaklega bođnir velkomnir til ađ fylgjast međ skákmeisturunum ađ tafli.

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt og efsti keppandi mótsins fćr titilinn Íslandsmeistari í hrađskák. Um 100 keppendur taka ţátt. Ţar á međal eru okkar sterkustu skákmenn, skákkonur og efnilegustu skákungmenni landsins.

Međal skráđa keppenda á mótinu eru stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Stefán Kristjánsson og Ţröstur Ţórhallsson og landsliđsliđskonurnar Lenka Ptácníková og Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

Tefldar eru 11 umferđir og er einni skák hverrar umferđar varpađ upp á risaskjá í útibúinu auk ţess sem bođiđ verđur upp á kaffi og smákökur.

Keppendalistinn á Chess-Results


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8765548

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband