Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2015

U-2000 mótinu lokiđ: Haraldur öruggur sigurvegari

u2000-mót

U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur lauk í gćrkveld ţegar sjöunda og síđasta umferđin fór fram í húsnćđi félagsins, Faxafeni 12. Haraldur Baldursson hafđi fyrir umferđina ţegar tryggt sér sigur og var međ fullt hús vinninga ţegar hinar ţöglu tímavélar voru settar í gang. Baráttan um annađ og ţriđja sćtiđ var hinsvegar hörđ og höfđu nokkrir keppendur möguleika á ađ smella sér í verđlaunasćti.

Ţađ var Tjörvi Shciöth sem fékk ţađ verkefni ađ eiga viđ sigurvegara mótsins og stýrđi hann hvítu mönnunum gegn svörtum her Haraldar. Strax var ljóst ađ hvorugur keppenda ćtlađi sér ađ eiga náđuga stund í lokaumferđinni međ jafnteflisbođ í huga. Snemma skákar myndađist mikil spenna í stöđunni sem spratt upp úr hinu beitta Najdorf afbrigđi Sikileyjarvarnar ţar sem Tjörvi blés til kröftugrar sóknar. Úr varđ ađ hvítur náđi mátsókn en svartur hafđi ekki hrókfćrt og hröklađist svarti kóngurinn ţví undan stanslausum ágangi hvítu mannanna. Ţrátt fyrir smá krókaleiđir hvíts ţegar mát lá í loftinu var stađsetning svarta kóngsins slćm og Haraldur varđ ađ játa sig sigrađan í fyrsta sinn í mótinu. Góđur sigur sem tryggđi Tjörva verđskuldađ silfur, en hann hlaut 5,5 vinning, hálfum vinningi minna en Haraldur sem međ sigrinum í mótinu tryggđi sér, auk verđlaunafés, ţátttökurétt í nćstkomandi WOW-air móti félagsins.
 
Bronsiđ hlaut enginn annar en jaxlinn Friđgeir Hólm sem hlaut 5 vinninga og tefldi oft hressilega í mótinu eins og honum einum er lagiđ. Friđgeir gerđi jafntefli viđ Gauta Pál Jónsson í lokaumferđinni ţar sem sá síđarnefndi reyndi mikiđ ađ kreista fram sigur í drottningarendatafli. Gauti hafđi tök á ađ vekja upp ađra drottningu og vera ţannig međ tvćr dömur gegn einni dömu Friđgeirs en sá á síđarnefndi átti ţó alltaf örugga ţráskák og skiptur hlutur varđ ţví niđurstađan.
 
Af öđrum úrslitum umferđarinnar má nefna mjög gott jafntefli hins unga Halldórs Atla Kristjánsson gegn Birni Hólm Birkissyni hvar lokastađan var öll Halldóri í hag. Ţá lagđi Arnaldur Bjarnason Ingvar Egil Vignisson nokkuđ örugglega en Arnaldur átti gott mót og flýgur inn á nćsta stigalista Fide. Síđast en ekki síst tefldi hinn ungi Stephan Briem afar góđa skák gegn reynsluboltanum Sigurjóni Haraldssyni og hafđi síst lakari stöđu lengi vel. Reynslan sagđi ţó ađ lokum til sín og eftir langa og stranga endataflsbaráttu hafđi Sigurjón betur.

Tjörvi kom í veg fyrir ađ Haraldur lyki móti međ fullu húsi.

Vel heppnuđu og endurvöktu U-2000 móti er ţví lokiđ en ljóst er ađ mótafyrirkomulagiđ býđur upp á skemmtilega blöndu af ungum og efnilegum skákmönnum ásamt ţeim sem eldri eru og reyndari. Eftirtektarvert var hversu skemmtilegur og fjörugur stór hluti skákanna var og styttri jafntefli sáust varla, ţađ var barist fram í rauđan dauđan. Enn og aftur sást berlega hversu mikill efniviđur er til stađar í skákinni ţessi misserin og mikiđ er um unga skákmenn sem eru í hrađri framför. Ţađ er ekki sjálfgefiđ ađ ţeir reynslumeiri leggi í hina ungu kynslóđ ţví mörg stig eru í húfi. Ţó er hluti skákmanna ávallt reiđubúinn ađ setjast gegnt ţeim yngri og veita ţeim međ ţví tćkifćri til ađ öđlast enn meiri reynslu og jafnvel stíga lítiđ eitt upp stigalistann međ góđum sigrum.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar keppendum fyrir ţátttökuna og óskar verđlaunahöfum til hamingju. Viđ vonumst til ađ sjá sem flesta ađ ári.




Gabriel Sargassian tekur ţátt í Reykjavíkurskákmótinu

Sargissian
Reykjavíkurskákmótiđ 2016 fer fram dagana 8.-16. mars nk. Skráning er í fullum gangi og nú, ţegar um ţrír mánuđir eru í mót, er 91 keppandi skráđur til leiks. Enn eru fáir stórmeistarar skráđir til leiks en ţađ mun breytast hratt á nćstum vikum. Í dag bćttist í keppendahópinn armenski ofurstórmesitarinn, Gabriel Sargassian (2702). 

Sargassian sem er ţrefaldur ólympíumeistari međ Armeníu hefur góđar minningar frá Íslandi. Hann hefur teflt hér tvívegis. Hann tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 2006 ţar sem hann var einn sigurvegara mótsins - fyrir ofan sjálfan Magnus Carlsen.

Sargassian tefldi á EM landsliđa í Laugardalshöll ţar sem Armenar urđu í öđru sćti. Ţar fór Sargassian mikinn og hlaut borđaverđlaun á öđru borđi en árangur hans samsvarađi 2808 skákstigum. Hann var ađeins annar tveggja skákmanna sem unnu skák gegn Rússum á EM en ţar vann hann Grischuk.

Mun Sargassian enn einu sinni slá í gegn í Reykjavík í mars nćstkomandi?

 


Hrađskákmót Hugins norđan heiđa fer fram á laugardagskvöld

Laugardagskvöldiđ 12. desember kl 20:00 fer fram okkar árlega hrađskákmót. Mótiđ fer fram í Seiglu (áđur Litlulaugaskóli) í Reykjadal. Tefldar verđa skákir međ 5 mín umhugsunartíma á mann og allir viđ alla. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga hjá FIDE.

Keppt verđur í einum flokki en verđlaun veitt í fullorđinsflokki og U-16 ára til ţriggja efstu í hvorum flokki.

Ţátttökugjald er krónur 500 á alla keppendur.

Smári Sigurđsson vann mótiđ í fyrra, en hann hefur oftast allra unniđ ţetta mót í gegnum tíđina.

Vonast er eftir góđri ţátttöku í mótinu og eru áhugasamir beđnir um ađ skrá sig til leiks međ ţví hringja í Hermann, jafnvel ţótt hann sé staddur í fjósinu, í síma 4643187 eđa 8213187.

 


Jóhann skákmeistari Garđabćjar

Sjöunda umferđ skákţings Garđabćjar fór fram í gćrkvöldi eđa hluti hennar. Sigurjón Haraldsson og Jón Úlfljótsson gerđu jafntefli sem ţýđir ađ Jóhann Ragnarsson er Skákmeistari Taflfélags Garđabćjar 2015. Hins vegar liggja úrslitin í mótinu ekki fyrir ađ öđru leiti ţví frestađar skákir verđa tefldar á kvöld, morgun og föstudag. Nćst verđur gefin upp stađa ţegar fimmtudagsumferđinni er lokiđ.

Tjörvi Schiöth nýr liđsmađur TG vann Ingvar Egil örugglega, Aron Mai samdi jafntefli viđ Dag Kjartans í kolunnini stöđu, Sveinn Gauti vann Hjálmar og Bjarnsteinn og Alec gerđu jafntefli eftir ađ Bjarnsteinn lék af sér peđi í miđtaflinu.

Í B flokki gerđu ţeir Jón ţór Lemery og Björn Magnússon jafntefli ţar sem stađan var mun betri á Björn. Ţorsteinn Magnúson fékk ókeypis vinning og ţví liggur stađan fyrir hjá 3 efstu. en Jón Lemery er sigurvegari B flokks 2015 međ 6,5 vinning af 7, Ţorsteinn Magnússon varđ annar međ 6 vinninga og Björn Magnússon í ţriđja sćti međ 5 vinninga. Ađrir geta ekki náđ ţeim.

Frestađar skákir verđa tefldar:

A flokkur
Ólafur Hlynur - Jóhann miđvikudag kl. 13:30
Jón Trausti - Jón Árni fimmtudag kl. 19:30
Loftur - Birkir Karl fimmtudag kl. 19.30
Kjartan Másson - Gauti Páll föstudag kl. 19:30

B flokkur.
Sigurđur Gunnar - Sigurţór Miđvikudag kl. 19:30
Sindri Snćr - Björgvin (miđvikudag, sunnudag eđa mánudag).


Jólamót Víkingaklúbbsins fer fram í dag

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 9. desember.  Telfdar verđa 5. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótiđ hefst mótiđ kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Allir fá verđlaun, auk ţess sem veitt verđa auakverđlaun í hverjum aldursflokki. Yfirskákstjóri verđur hinn reynslumikli Stefán Bergsson. 

Keppt verđur nokkrum aldursflokkum á mótinu.  

A flokkur keppendur fćddir 2000-2004 (6-10 bekkur).
B flokkur keppendur fćddir 2005-2006 
C flokkur 2007-2008 
D flokkur 2009
E flokkur peđaskák (2010 og yngri)

Barna og unglingaćfingar voru vikulega í vetur, en nćsta ćfing eftir jólafríđ verđur miđvikudaginn 13. janúar og verđa ćfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn)

Skráningu lýkur miđvikudaginn 9 des kl 12.00.  NAUĐSYNLEGT ER AĐ SKRÁ SIG TIL AĐ TRYGGJA ŢÁTTTÖKU.  Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).

Í fyrra sigrađi Vignir Vatnar Stefánsson eldri flokk, en Alexander Bjarnţórsson sigrađi í yngri flokki.

Úrslit jólamótsins 2014 hér:
Úrslit jólamótsins 2013 hér:
Úrslit jólamótsins 2012 hér:


Kćfingamát og kökuát í Laugarlćkjarskóla

OrnLeo-fjoltefliDes2015_6_Small
Á skákćfingu Laugalćkjarskóla á dögunum var sannarlega tilefni til ađ gera sér dagamun. Keppnissveitin í opnum flokki hafđi nýveriđ tryggt sér sigur í eldri flokki á jólamóti grunnskóla í Reykjavík og stúlknasveitin varđ í öđru sćti í sínum flokki á sama móti. Ţá fögnuđum viđ ţví einnig ađ fyrrverandi nemandi skólans, Örn Leó Jóhannsson varđ á dögunum Íslandsmeistari 22 ára og yngri og fékk ađ launum sćti í landsliđsflokki Íslandsmóts fullorđinna í vor.   

Krakkarnir og Dađi Ómarsson ţjálfari buđu ţví Erni Leó ađ koma í heimsókn og tefla viđ ţau fjöltefli og ţiggja kökur.  Rifjađ var upp ađ bćđi Dađi og Örn áttu sćti í mjög sigursćlum skáksveitum á vegum skólans á  sínum tíma, en ţeir bentu einnig á ađ ţeir voru ekki alltaf fyrsta borđs menn. Ţá fékk Örn Leó einnig leiđsögn í byrjunum frá Dađa viđ nokkur tćkifćri.

Hin skemmtilegasta stund í alla stađi. Ţess má geta ađ Örn Leó vann allar sínar skákir nema ţrjár. Brćđurnir Alexander Mai og Aron Ţór Mai náđu góđum jafnteflum og ţađ gerđi einnig ţjálfarinn Dađi Ómarsson.

Hin skemmtilegasta stund sem verđur endurtekin um leiđ og tilefni gefast.  

Myndskreytta frásögn má finna á vef Laugarlćkjarskóla


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ er komiđ út. Uppistađan í ţví er Evrópumót landsliđa auk ţess sem fariđ yfir ţau Íslandsmót sem fram hafa fariđ síđan síđasta fréttabréf kom út í júlí sl.

Međal efnis í blađinu:

  • EM landsliđa - stćrsta verkefni íslenskrar skákhreyfingar í 43 ár: Rússar, komu, sáu og sigruđu
  • EM í opnum flokki: Besti árangur Íslands í 23 ár!
  • Góđur árangur kvennaliđsins - Guđlaug međ áfanga
  • Forsćtiráđherra fćrt skákborđ ađ gjöf
  • Ţakkir til stuđningsađila
  • Útgáfa fréttabréfs SÍ
  • Friđriksmót Landsbankans fer fram 12. desember
  • Örn Leó unglingameistari Íslands
  • Björgvin Íslandsmeistari eldri skákmanna
  • Tíu nýir Íslandsmeistarar
  • TR Íslandsmeistari unglingasveita
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2016 - í bođi GAMMA - 73 keppendur skráđir til leiks
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til vinstri).


Ein vinningsskák á dag í London - Gummi mćtir frú Giri í dag

Taflmennskan á London Chess Classic hefur ekki ţótt skemmtilegt og fram hefur komiđ töluverđ gagnrýni á Elítu-mótin ţar sem sömu skákmennirnir tefla sí og ć gegn hverjum öđrum og lítil áhćtta tekin í skákunum. Gekk ţađ lengst í ţriđju umferđ mótsins ţegar Berlínarvörn var beitt í fjórum skákum af fimm. Öllum ţeim skákum lauk međ jafntefli. 

Á Facebook lét einn skákáhugamanna hafa eftir sér:

I´m having exactly the same feeling. Events like Berlin, Reykjavik, or Qatar, where top players face ordinary GMs and IMs and where a kind of unexpected rivalry might occur, are a dozen times more interesting to watch than the closed elite ones, except maybe Wijk aan Zee. To be honest, I don't see much sense in both GP series, be it organized by FIDE or by Kasparov.

Í 4. umferđ sem fram fór í gćr vann Nakamura (2793) Anand (2796) en öđrum skakum lauk međ jafntefli. Alls hafa 3 skákir af 20 endađ međ hreinum úrslitum.

Nakamura, Vachier-Lagrave (2773) og Giri (27849 eru efstir rmeđ 2˝ vinning. Heimsmeistarinn, Carlsen (2834) er í 4.-8. sćti međ 2 vinninga. 

Fimmta umferđ fer fram í dag. Ţá teflir Carlsen viđ Aronian (2788). Heimsmeistarinn á harma ađ hefna gegn Armenum frá ţví á EM landsliđa í Reykjavík í nóvember sl. ţegar hann steinlá.

Guđmundur Kjartansson (2477) sem teflir í FIDE Open hefur 3˝ vinning eftir 5 umferđir. Hann teflir viđ georgísku skákkonuna Sopiko Guramishvili (2368), eiginkonu Anish Giri.

Ofurstórmeistararnir hefja taflmennsku kl. 16:00 en skák Gumma hefst kl. 16:30. 

 


Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák fer fram á laugardag

EFSTU MENN OG ţorsteinn ţorsteinsson útibússtjóri LI 13.12.2014 16 56 10
Friđriksmót Landsbankans - Íslandsmótiđ í hrađskák - fer fram í útibúi Landsbankans viđ Austurstrćti 11 laugardaginn 12. desember nk. Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30.

Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt og efsti keppandi mótsins fćr titilinn Íslandsmeistari í hrađskák. Tímamörkin eru 5+2 og tefldar eru ellefu umferđir.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst) og eru örfá sćti enn laus í mótiđ. 

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Ţetta er tólfta áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki.

Verđlaun fyrir efstu sćti eru eftirfarandi:

1. 100.000 kr.
2.  60.000 kr.
3.  50.000 kr.
4.  30.000 kr.
5.  20.000 kr.

Séu tveir eđa fleiri jafnir í efsta sćtinu verđur stigaútreikningur látinn ráđa Íslandsmeistaratitlinum. Verđlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu.

Aukaverđlaun

  • Efsti mađur međ 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti strákur 16 ára og yngri (1999 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsta stúlka 16 ára og yngri (1999 eđa síđar): 10.000 kr.
  • Efsti eldri skákamađur (1955 eđa fyrr): 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ alţjóđleg skákstig 1. desember sl.(íslensk skákstig hafi keppendur ekki alţjóđleg stig). Stigaútreikningur rćđur séu menn jafnir og efstir.
Hver keppandi getur ađeins unnin ein aukaverđlaun og eru aukaverđlaunin valin í ţeirri röđ sem fram kemur ađ ofan.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. 

Fyrri sigurvegarar

  • 2014 - Héđinn Steingrímsson 
  • 2013 – Helgi Ólafsson
  • 2012 - Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson
  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Lokaumferđ Skákţings Garđabćjar frestađ til morguns

ATH. 7. umferđ Skákţings Garđabćjar er frestađ til kl. 19.30 á morgun ţriđjudag vegna mjög slćmrar veđurspár og tilkynninga frá almannavörnum.

Ath. ljóst er ađ umferđin fer ekki öll fram á sama tíma og ljóst ađ viđ ţurfum ađ finna ađra tíma fyrir einhverjar viđureignir. td. á efsta borđi fer sú viđureign fram kl. 13.30 á miđvikudag. Birkir Karl mun fresta til miđvikudags einnig gegn Lofti (líklega teflt samhliđa U2000 mótinu) og amk. 1 skák verđur frestađ í B flokki milli Sigurţórs og Sigurđar.

Taflfélag Garđabćjar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 6
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 8766235

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband