Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2015

Skákdagurinn framundan

Friđrik ÓlafssonSkákdagurinn verđur haldinn hátíđlegur um land allt mánudaginn 26. janúar. Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og ţjóđhetja á ţá stórafmćli, en hann stendur á áttrćđu. Feril Friđriks ţekkja flestir. Hann varđ Íslandsmeistari 1952 ţá sautján ára gamall, tefldi frćgt einvígi viđ Bent Larsen 1956 og var nćstu árin međal allra bestu skákmanna heims. Friđrik gegndi embćtti forseta FIDE 1978-1982 og átti farsćlan feril sem skrifstofustjóri Alţingis um árabil.

Taflborđin verđa tekin upp í skólum, taflfélögum,Friđrikskóngrirnn -  Gunnararnir 3  11.1.2015 16-15-012 fyrirtćkum og víđar á Skákdaginn og munu landsmenn ţannig heiđra afmćlisbarniđ í verki. Ţegar eru allmargir viđburđir fyrirhugađir. Eldri skákmenn í Reykjavík munu halda áfram baráttunni um Friđrikskónginn ţar sem Gunnar Gunnarsson hefur titil ađ verja. Gunnarar hafa reyndar unniđ Friđrikskónginn síđustu ţrjú ár! Tafliđ hefst 19:30 og er teflt um Friđrikskónginn í skákherberginu í KR-heimilinu.

Friđrik leikur fyrsta leikinnFriđrik hefur veriđ félagi í Taflfélagi Reykjavíkur allan sinn feril. Taflfélagsmenn munu heiđra ţennan helsta félaga sinn međ Frikkanum 2015, en um ţann titil verđur teflt á nćsta skemmtikvöldi Taflfélagsins sem verđur haldiđ föstudagskvöldiđ 30. janúar.  Tefldar verđa stöđur upp úr skákum Friđriks. Auk ţess er Skákţing Reykjavíkur sem nú er í gangi honum til heiđurs.

Vinaskákfélagiđ og Skákfélagiđ Hrókurinn standa fyrir Friđriksmóti í Vin á mánudaginn.

Skákfélagiđ Huginn mun ađ kvöldi Skákdagsins standa fyrir hrađkvöldi í félagsađstöđu sinni í Mjóddinni.

Lágafellsskóli í Mosfellsbć er mikill skákskóli. Ţar sinnir Ingibjörg Rósa Ívarsdóttir Skáksund á Reykjanesikennari viđ skólann skákkennslu í fullu starfi. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari mun tefla fjöltefli í skólanum morguninn eftir Skákdaginn. Fjöltefli verđa einnig haldin í Kerhólsskóla, Hvolsskóla Hvolsvelli og víđar.

Taflfélögin út á landi láta ekki sitt eftir liggja og verđur Hugin međ opiđ hús um kvöldiđ á Húsavík og Skákfélag Akureyrar higgur á skákmót í verslunarmiđstöđinni Glérártorgi. Ţá hefur heyrst af skákviđburđum á Blönduósi og Patreksfirđi.

Skáksundlaugarsett verđa vígđ víđa um land, m.a. á Ólafsvík, Ólafsfirđi og Seltjarnarnesi.

Frekar upplýsingar um Skákdaginn er ađ vćnta í vikunni og má senda upplýsingar um viđburđi á stefan@skakakademia eđa gunnar@skaksamband.is.

               


Dagur og Dagur í forystu á Skákţingi Reykjavíkur

Margar spennandi viđureignir voru í 5.umferđ Skákţings Reykjavíkur sem tefld var síđastliđinn sunnudag. Hart var barist á toppnum sem fyrr og urđu tveir titilhafar ađ játa sig sigrađa.

Á 1.borđi mćttust alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) og FIDE meistarinn Guđmundur Gíslason (2315) í hörkuskák. Í ţessari orrustu um toppsćtiđ mćttust stálin stinn og varđ eitthvađ undan ađ láta. Svo fór ađ lokum ađ Ísfirđingurinn knái, Gummi Gísla, lagđi niđur vopn eftir harđa rimmu og nokkra vel útfćrđa leiki Dags. Afar mikilvćgur og sterkur sigur hjá Degi í toppbaráttunni.

Á 2.borđi mćttust TR-ingurinn síungi Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2245) og Rimaskólaundriđ Dagur Ragnarsson (2059). Báđir höfđu ţeir náđ góđum úrslitum fyrr í mótinu og báđir voru ţeir taplausir fyrir ţessa viđureign. Eftir heiđarlegan bardaga var ţađ Dagur sem vann skákina og trónir hann nú á toppnum ásamt nafna sínum Degi Arngrímssyni. Í ţessu samhengi er athyglivert ađ rifja upp ţungbćra kennslustund Dags Ragnarssonar á Evrópumóti ungmenna í Batumi í Georgíu síđastliđiđ haust ţar sem hann varđ ađ gera sér ađ góđu ađ skilja 122 skákstig eftir í Batumi. Slík reynsla hefur bugađ margan skákmanninn, en Dagur er međ höfuđiđ skrúfađ rétt á og hefur honum tekist ađ vinna međ ţessa erfiđu reynslu á uppbyggilegan hátt. Afraksturinn er augljós nú eftir fimm skákir í Skákţinginu ţví piltur hefur 41/2 vinning sem skipar honum á bekk međ efsta manni mótsins og skilar honum 72 skákstigum.

Á 3.borđi börđust Suđurnesjatrölliđ Jóhann Ingvason (2126) og Grafarvogsstjarnan Oliver Aron Jóhannesson (2170). Margir reiknuđu vafalítiđ međ sigri Olivers í ljósi hraustlegrar framgöngu hans í mótinu til ţessa, en Jóhann er sýnd veiđi en ekki gefin. Auk ţess berast nú ţćr fregnir úr undirheimunum ađ Jóhann sé í stífum ćfingum hjá ónefndum stórmeistara. Svo virđist sem ţćr ćfingar séu ađ skila sér ţví Jóhann gerđi jafntefli viđ Oliver og hefur ţví nćlt sér í 11/2vinning í síđustu tveimur skákum gegn tveimur ungum og afar efnilegum skákmönnum.

Á 4.borđi stýrđi sonur Suđurnesjatröllsins, Örn Leó Jóhannsson (2048), hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2492). Ţađ er ljóst ađ ţrátt fyrir örlítiđ hikst í stórmeistaravélinni í 3.umferđ ađ ţá mćtir Stefán einkar vel undirbúinn til leiks í Skákţingiđ. Á kaffistofunni veltu menn ţví fyrir sér hvort Stefán vćri ađ beita heimabrugguđum launráđum í ţessari skák gegn Erni Leó. Ekki verđur úr ţví skoriđ hér en hitt er ljóst ađ Stefán vann skákina eftir nokkrar sviptingar. Er Stefán sterklega grunađur um ađ hafa fínpússađ byrjanir sínar áđur en Skákţingiđ hófst.

Fullyrđa má ađ Akademíuforinginn Stefán Bergsson (2085) hafi fariđ eilítiđ ađra leiđ en stórmeistarinn í sínum byrjanaundirbúningi fyrir Skákţingiđ. Erfitt er ađ finna orđ til ađ lýsa ţví nánar en ljóst er ađ orđiđ fínpússning vćri nokkuđ villandi í ţví samhengi. Stefán stýrđi svörtu mönnunum gegn stjórnarmanni Taflfélags Reykjavíkur, Ţóri Benediktssyni (1895). Ţórir lék 1.e4 og Stefán svarađi međ 1...f5. Var ţađ mál manna á kaffistofunni ađ 1...f5 vćri ađ öllum líkindum versti mögulegi svarleikur svarts gegn 1.e4. Enda fór ţađ svo ađ Ţórir vann skákina.

Óvćnt úrslit voru framleidd á 6.borđi hvar Bjarni Sćmundsson (1895) stýrđi svörtu mönnunum til sigurs gegn alţjóđlega meistaranum Sćvari Bjarnasyni (2114). Bjarni á ţađ til ađ ganga berserksgang á skákborđinu og er besta dćmiđ um ţađ er hann lagđi titilhafana Róbert Lagerman (2320) og Dag Arngrímsson (2367) ađ velli í Reykjavíkurskákmótinu áriđ 2011, líkt og skákáhugamönnum er vafalítiđ enn í fersku minni. Sćvar fékk nú ađ finna fyrir vélabrögđum Bjarna sem er til alls líklegur í ţessum ham.

Af öđrum úrslitum bar hćst ađ skákţjálfarinn dagfarsprúđi Björn Ţorfinnsson (2373) lagđi kollega sinn, skákţjálfarann Loft Baldvinsson (1987), ađ velli á rétt rúmum klukkutíma. Staunton-sérfrćđingurinn Jón Viktor Gunnarsson (2433) vann landsliđskonuna geđţekku Hallgerđu Helgu Ţorsteinsdóttur (1992) og byrjanaprófessorinn Dađi Ómarsson (2256) er aftur kominn á beinu brautina eftir sigur á Dawid Kolka (1829).

Línur eru teknar ađ skýrast í Skákţinginu. Dagur Arngrímsson og Dagur Ragnarsson leiđa mótiđ međ 41/2 vinning en í humátt á eftir ţeim međ 4 vinninga koma Guđmundur Gíslason, Oliver Aron Jóhannesson, Stefán Kristjánsson, Jón Trausti Harđarson, Jón Viktor Gunnarsson, Bjarni Sćmundsson og Ţórir Benediktsson. Ađrir hafa minna.

Í 6.umferđ verđur risaslagur á 1.borđi hvar Stefán Kristjánsson hefur hvítt gegn Degi Arngrímssyni. Á 2.borđi er ekki síđri bardagi ţar sem Dagur Ragnarsson hefur hvítt gegn Jóni Viktori Gunnarssyni. Athygliverđ rimma er jafnframt á 4.borđi en ţar mćtast Rimaskólabrćđurnir Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson í baráttu um Grafarvogskrúnuna. Ţađ mun eitthvađ ganga á í skáksal Taflfélags Reykjavíkur ţegar 6.umferđ verđur tefld og mörgum spurningum ósvarađ ţar til ţá. Munu nafnarnir halda toppsćtinu eđa er Dagur ađ kveldi kominn? Mun nýr Dagur upp rísa? Hvađa afbrigđi verđur fínpússađ á eldhúsborđi stórmeistarans fyrir umferđina? Verđur Grafarvogur samur eftir slag Olivers og Jóns Trausta? Hvađ leikur Akademíuforinginn í 1.leik?

Ekki missa af fjörinu. Klukkur verđa rćstar á slaginu 19:30 á miđvikudagskvöldiđ nćstkomandi.


Norđurorkumótiđ - Skákţing Akureyrar 2015 hófst í gćr

Norđurorkumótiđ, Skákţing Akureyrar 2015 hófst í gćr međ 10 skákum. Hart var barist á öllum borđum og engin skák endađi međ jafntefli. 21 keppandi er skráđur til leiks. Ţar á međal eru margir reyndir kappar, ungir og efnilegir drengir og kempur sem hafa ekki teflt kappskák á Akureyri í langan tíma. Ungu, óreyndu drengirnir stóđu sig vel en máttu sín lítils gegn reynsluboltunum. Ţeirra tími mun koma.

Á fyrsta borđi áttust viđ Sveinbjörn Sigurđsson og Áskell Örn Kárason. Skákinni lauk eftir 38 leiki ţegar Sveinbjörn féll međ erfiđa stöđu.

Á öđru borđi vann Ólafur Kristjánsson glćsilegan sigur á Kristjáni Hallberg í ađeins 19 leikjum. Tvímćlalaust glćsilegasta skák kvöldsins.

Á ţriđja borđi mćttust Ulker Gasanova og Jón Kristinn Ţorgeirsson. Langt er síđan Ulker hefur teflt á skákmótum á heimavelli og gaf hún ungstirninu ekkert eftir. Jón tók ţađ til bragđs ađ skipta upp í seinnihluta miđtaflsins og Ulker sat uppi međ erfiđa stöđu og lék af sér. Hún gafst upp eftir 35 leiki.

Á fjórđa borđi áttust viđ Smári Ólafsson og Logi Jónsson. Smári tefldi djarft og fórnađi tveimur peđum fyrir frumkvćđiđ. Seinni peđsfórnin var vafasöm. Í kjölfariđ lék Smári illa af sér og Logi náđi ađ króa drottningu Smára inni. Smári gafst ţá upp.

Á fimmta borđi mćtti Hreinn Hrafnsson ungstirninu Símoni Ţórhallssyni. Símon saumađi jafnt og ţétt ađ hreini og vann hann í vel tefldri skák í 26 leikjum.

Á sjötta borđi mćtti Haraldur Haraldsson Eymundi Eymundssyni sem ekki hefur teflt mikiđ ađ undanförnu. Eymundur fékk ţrönga stöđu og vann Haraldur nokkuđ örugglega. Eymundur gafst upp eftir 34 leiki eftir ađ hafa leikiđ af sér skiptamun í erfiđri stöđu.

Á sjöunda borđi mćttust Haki Jóhannesson og Sigurđur Eiríksson. Haki hefur í mörg ár haft hćgt um sig í kappskákum í heimabćnum. Ţetta var spennandi skák ţar sem Sigurđur reyndi ađ herja á hálfopna a-línu en Haki lagđi undir sig opna c-línu. Opna línan reyndist happadrýgri og Haki bćtti stöđu sína jafnt og ţétt uns Sigurđur ţurfti ađ gefa drottningu sína fyrir riddara og hrók. Ţćr bćtur reyndust ekki nćgar ţrátt fyrir kröftuga taflmennsku svarts og Haki hafđi ađ lokum sigur eftir laglegan lokahnykk í 50. leik.

Á áttunda borđi stóđ hinn reynslulitli Benedikt Stefánsson vel í sveitunga sínum úr Hörgárdalnum, Hjörleifi Halldórssyni. Svo fór ađ lokum ađ reynslan lagđi ćskuna af velli í endatafli eftir 36 leiki.

Á níunda borđi var hinn ungi Oliver Ísak Ólafsson óheppinn ađ ná ekki ađ halda heldur verra hróksendatafli gegn Jakobi Sćvari Sigurđssyni. Jakob nýtti reynslu sína og vann í 45 leikjum.

Á tíunda og neđsta borđi tefldi Gabríel Freyr Björnsson sína fyrstu kappskák gegn kennara sínum, Andra Frey Björgvinssyni. Gabríel átti erfitt uppdráttar og mátti játa sig sigrađan eftir 35 leiki.

Karl Egill Steingrímsson sat yfir í fyrstu umferđ.


Janúarmót Hugins: Hjörleifur sigrađi í vestur

Vestur-riđli lauk í nýlega (ađ mestu) međ sigri Hjörleifs Halldórssonar (1920) frá Akureyri. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga og er hálfum á undan nćsta manni.

Vestanmenn eru afar seinţreyttir til vandrćđa ef marka má mótstöfluna, enda gerđu fjórir efstu jafntefli í öllum innbyrđis skákunum! Í heildina gerđu vestanmenn jafntefli í níu skákum, en ađeins tveim lauk međ jafntefli fyrir austan.

Sagt er ađ vestanmenn séu međ ţessu ađ undirbúa sig fyrir samningaviđrćđur viđ Evrópusambandiđ, en allir sem einn eru miklir áhugamenn um inngöngu. [Gćti veriđ ósatt – #KvPalli]

Tefldar voru ţrjár skákir úr 6. umferđ og ein úr 7. (Jakob og Jakub)  og urđu úrslit eftirfarandi:

 

Sigurbjörn Ásmundsson og Hjörleifur HalldórssonSigurbjörn Ásmundsson og Hjörleifur Halldórsson

Lokastađan í vestur er ţví ţannig:

1. Hjörleifur Halldórsson 5,5 vinningar af 7
2. Jakob Sćvar Sigurđsson 5
3. Hermann Ađalsteinsson 4,5
4. Rúnar Ísleifsson 4
5. Sigurbjörn Ásmundsson 4
6. Ármann Olgeirsson 2,5
7. Jón Ađalsteinn Hermannsson 1
8. Jakub Piotr Statkiewicz 0,5

Ţess ber ađ geta ađ Ármann Olgeirsson og Jón Ađalsteinn Hermannsson eiga inni frestađa skák, en hún hefur engin áhrif á röđ keppenda.

Allar skákir mótsins eru ađgengilegar á síđunni og er bent á tenglana ađ neđan.

Austur

Ţegar hefur veriđ greint frá ţví ađ Tómas Veigar Sigurđarson sigrađi í austur riđli. Nú er öllum skákum riđilsins lokiđ og ţví hćgt ađ birta lokaniđurstöđuna, en síđasta skák riđilsins var tefld s.l. miđvikudag og lauk međ sigri Ćvars ákasonar (1433) í skák gegn Sighvati Karlssyni (1298).

Lokastađan í austur:

1. Tómas Veigar Sigurđarson 6,5
2. Sigurđur Gunnar Daníelsson 6
3. Smári Sigurđsson 5
4. Hlynur Snćr Viđarsson 4
5. Ćvar Ákason 2
6. Sighvatur Karlsson 2
7. Heimir Bessason 1,5
8. Guđmundur Hólmgeirsson 1

Úrslitakeppnin

Ţegar ţetta liggur allt fyrir er hćgt ađ birta hverjir koma til međ ađ tefla til úrslita. Úrslitakeppnin fer ţannig fram ađ tefldar verđa tvćr skákir um endanleg sćti – efstu menn úr hvorum riđli tefla ţannig um 1.-2. sćtiđ, nćst efstu um 3.-4. o.s.frv..

Ţá verđur jafnframt keppst um hvort liđiđ fćr fleiri vinninga og er heiđurinn í verđlaun. Úrslitakeppnin fer fram um nćstu helgi og verđur nánar auglýst fljótlega.

Sjá nánar á Skákhuganum.


Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur efstur - ekur frá Ísafirđi til ađ tefla á skákţinginu

Guđmundur GíslasonGuđmundur Gíslason er efstur ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur og hefur unniđ allar skákir sínar. Í 2.-5. sćti koma svo Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Ţorvarđur Ólafsson og Dagur Arngrímsson međ 3 ˝ vinning.

Talsvert hefur veriđ um óvćnt úrslit á skákţinginu sem er vel skipađ. Guđmundur lćtur sig ekki muna um ađ aka eđa fljúga á milli Ísafjarđar og Reykjavíkur til ađ tefla skákir sínar og hann vann Sćvar Bjarnason á miđvikudagskvöldiđ og teflir viđ Dag Arngrímsson í fimmtu umferđ. Hann er einnig međ á Gestamóti Hugins ţar sem 68 skákmenn taka ţátt en ţar er teflt á fimmtudagskvöldum í Stúkunni á Kópavogsvelli. 

Ivantsjúk efstur í Wijk aan Zee

Fyrsta verkefni heimsmeistarans Magnúsar Carlsen eftir ađ hann varđi titil sinn á dögunum í Sochi viđ Svartahaf er ađ tefla á stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Magnús var ekki međ í fyrra en í ársbyrjun 2013 vann hann mótiđ međ fáheyrđum yfirburđum, hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum og jafnađi besta árangur Garrís Kasparovs frá 1999. Viđ komuna til Wijk hafđi Magnús orđ á ţví ađ ţađ vćri eins og ađ koma heim til sín; hann tefldi ţarna fyrst 13 ára gamall í C-flokki áriđ 2004 og vann međ glćsibrag, hlaut 10 ˝ vinninga af 13. Frá 2007 hefur hann teflt í A-flokknum sjö sinnum, deildi sigrinum međ Aronjan áriđ 2008 og vann mótin enn árin 2010 og 2013. Taflmennska hans í fyrstu ţrem umferđunum var daufleg en svo hrökk hann í gang, vann heimamanninn Van Wely, sem í umferđinni á undan gerđi sig ađ athlćgi sakir ömurlegrar međhöndlunar gjörunnins endtafls í skák viđ Pólverjann Wojtaszek sem hefur unniđ bćđi Carlsen og Caruana. En stađa efstu manna er ţessi: 1. Ivantsjúk 4 v. (af 5) 2-3. Ding, Wojtazek 3 ˝ v. 4. – 7. Carlsen, Giri, So og Caruana 3 v . 

Anish Giri er í dag fremsti skákmađur Hollendinga og hann ćtlar sér stóra hluti, vann sigur á Georgíumanninum Jobava á fimmtudaginn:

Wijk aan Zee; 5. umferđ:

Anish Giri – Baadur Jobava

Kóngsindversk vörn

1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. d4 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4

Afbrigđi sem dregur nafn sitt af byssusting. Hvítur gengur beint til verks og reynir ađ ryđjast inn drottningarmegin.

9. ... Rh5 10. He1 Rf4 11. Bf1 f5 12. a4 h6 13. Rd2 g5 14. Ha3 g4 15. a5 h5 16. c5 h4 17. Rc4 Reg6 18. cxd6 cxd6 19. Rb5 Hf6 20. g3 hxg3 21. hxg3 a6 22. Rc3 Rh4!

Georgíumađurinn er ţekktur fyrir mikla hugmyndaauđgi. Ţađ er stórhćttulegt ađ ţiggja manninn, t.d. 23. gxh4 Hh6! o.s.frv. eđa 23. gxf4 Rf3+! og vinnur.

23. Re2!

Best. Giri lćtur skiptamun af hendi fyrir gott spil.

23. ... Rf3+ 24. Hxf3 Rxe2 25. Bxe2 gxf3 26. Bxf3 Bh6 27. Rb6 Hb8 28. Kg2 Bxc1 29. Dxc1 f4 30. Hh1 Hg6 31. Hh5 Df8 32. Dh1 Df6 33. Dh2!?

Hafi ţessi rólegi leikur sem bćtir stöđu hvíts nánast ekki neitt veriđ byggđur á ţeirri vissu ađ svartur myndi vilja losa um mennina á drottningarvćng gengur hann fullkomlega upp. Jobava átti um 5 mínútur til ađ ná tímamörkunum viđ 40. leik.

G3BTHEF333. ... Bg4??

Gengur í gildruna.

34. Bxg4 Hxg4 35. Dh3! Dg6

Eđa 35. ... f3+ 36. Kh2 Dg7 37. Rd7! og vinnur.

36. Kf3!

– og Jobava sá sína sćng uppreidda og gaf skákina, 36. ... fxg3 37. Dxg4 Dxg4+ 38. Kxg4 gxf2 strandar á 39. Hg5+ og 40. Hf5 sem vinnur..

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Kapptefliđ um Friđrikskónginn - annađ mótiđ í kvöld

Att kappi um FriđriksKónginn 2015 18.1.2015 22-42-58Fyrsta mótiđ af fjórum í Kappteflinu um Skákkóng Friđriks Ólafssonar var teflt í KR-heimilinu sl. mánudag og lauk međ sigri KRISTJÁNS STEFÁNSSONAR.

Segja má ađ sigur hans hafi komiđ öllum á óvart nema honum sjálfum, var ţó ekki viđ neina aukvisa ađ etja. Kristján er reyndar stórmeistarabani eftir ađ hafa lagt Danielssen á Grćnlandi, auk ţess ađ hafa gert jafntefli viđ Bent Larsen á sinni tíđ í fjöltefli á Bárugötunni verandi međ unniđ tafl.

Ţrjú bestu mót hvers keppanda telja til stiga og vinnings.

Gallerý Skák og Skákdeild KR standa saman ađ mótshaldinu. Mótaröđin heldur áfram í kvöld og tafliđ hefst kl. 19.30. Telfdar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Muniđ ađ mćta. Kaffi og kruđerí međan á tafli stendur.

Nánari úrslit mótsins fyrir viku hér ađ neđan:

MÓTSTAFLA - ENGINN SÁ VIĐ KRISTJÁN -  12.1.2015 23-59-027 12.1.2015 23-59-26.2015 23-59-027


Carlsen efstur eftir fimmtu sigurskákina í röđ! - So yfirspilađi Ivanchuk

Magnus Carlsen (2862) vann sína fimmtu skák í röđ ţegar hann vann öruggan sigur á Hou Yifan (2673) í áttundu umferđ Tata Steel-mótins í dag. Carlsen er efsur međ 6 vinninga Wesley (2762) er kominn í 2.-4. sćti eftir ađ hafa yfirspilađ Ivanchuk (2715) í dag. Maxime Vachier-Lagrave (2757) og Ding Liren (2732) eru einnig í 2.-4. sćti eftir sigra í dag.

Stađa efstu manna:

  • 1. Carlsen (2862) 6 v.
  • 2.-4. Wesley So (2762), Maxime Vachier-Lagrave (2757) og Ding Liren (2732) 5˝ v.
  • 5. Ivanchuk (2715) 5
  • 6.-7. Radjabov (2731) og Caruana (2828) 4˝

Frídagur er á morgun. Níunda umferđ fer fram á ţriđjudag. 

Í b-flokki eru Íslandsvinirnir Erwin L´Ami (2613) og Wei Yi (2675) langefstir međ 6˝ vinning.

Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.

 


Mamedyarov tekur ţátt í Reykjavíkurskákmótinu

Shakhriyar Mamedyarov

Einn sterkasti skákmađur heims, Shakhriyar Mamedyarov (2759), tekur ţátt í Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer 10.-18. mars nk. Mamedyarov sem er frá Aserbaídsjan er nr. 12 í heiminum í dag. Fáir skákmenn í heiminum ţykja tefla jafn skemmilega en Aserinn brosmildi. 

Hćst hefur Mamedyimarov fariđ í fjórđa sćti heimslistans er ţađ var áriđ 2007. Hćst fór hann í 2775 skákstig en ţađ var í ágúst í fyrra.

Mamedyarov er lykilmađur í aserka landsliđinu sem vann sigur á EM landsliđa 2007 og 2011. 


Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur varđ í 2.- 4. sćti í Hastings

Gummi Kja í HastingsÍslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson varđ í 2.-4. sćti á áramótaskákmótinu í Hastings sem lauk 6. janúar. Guđmundur var ađeins hársbreidd frá ţví ađ ná lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Hastings-mótiđ er elsta alţjóđlega mótiđ og hefur ađeins falliđ niđur á tímum heimsstyrjaldanna. Ţađ var haldiđ í fyrsta sinn áriđ 1895.

Of langt mál fćri í ađ telja upp alla ţá meistara sem teflt hafa í Hastings en fyrirkomulag mótsins hefur tekiđ ýmsum breytingum í tímans rás. Hin síđari ár hefur ţađ fariđ fram í opnum flokki. Í ár dró ţađ til sín 88 skákmenn og sigurvegari varđ Kínverjinn Jun Zhao, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum. Í 2.-4. sćti urđu Guđmundur Kjartansson, Pólverjinn Alexander Mista og Alexandr Fier frá Brasilíu, allir međ 7 vinninga. Árangur Guđmundar reiknast upp á 2583 elo-stig. Hann var nýkominn úr Suđur-Ameríkuferđ ásamt Hannesi Hlífari Stefánssyni ţar sem ţeir tefldu međ góđum árangri á nokkrum alţjóđlegum mótum og stigatalan er ađ taka kipp upp á viđ og verđur hann međ í kringum 2500 elo-stig á nćsta stigalista.

Greinarhöfundur renndi yfir skákir Guđmundar frá Hastings og ţar ber af sigurskák hans í lokaumferđ mótsins:

Hastings 2014-2015; 9. umferđ:

Mark Hebden – Guđmundur Kjartansson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Bg5 h6 5. Bxf6 Dxf6 6. Rc3 c6 7. Db3 De7

Athyglisverđur leikur og sjaldséđur en mćlt er međ 7. ... a5 međ hugmyndinni 8. ... a4.

8. a3 Rd7 9. Hd1 g5!? 10. e4?!

Hvítur bregst hart viđ en traustara var 10. e3. Hćtt er viđ ađ kraftar svartreita biskupsins leysist úr lćđingi viđ ţennan leik.

11. Be2 g4! 12. Rd2 e5!

Stöđumynd 2015-01-10-2Snarplega teflt. Svartur hefur náđ ađ hrifsa til sín frumkvćđiđ.

13. cxd5 exd4 14. dxc6 bxc6 15. Ra4 Re5 16. O-O O-O 17. Rc4 Be6 18. Dc2 Rxc4 19. Bxc4 Bxc4 20. Dxc4 Dxe4 21. Hd3?

Ţó svartur hafi unniđ peđ hefur hvítur nokkrar bćtur og hefđi gert best í ţví ađ skorđa d4-peđiđ međ riddara, 21. Rc5 og – Rd3 viđ tćkifćri var betra.

21. ... Dg6 22. Rc5 Had8 23. Hfd1 Hfe8 24. H3d2 h5!

Svartur getur ekki bćtt vígstöđu sína á betri hátt, í peđunum á kóngsvćng leynist dulinn kraftur.

25. He2 h4 26. Dd3 Dxd3

Einnig kom til greina ađ leika 26. ... Hxe2 27. Dxe2 h3. Guđmundur taldi möguleika sína ekki síđri án drottninganna.

27. Hxe8+ Hxe8 28. Rxd3 He2 29. Kf1 Hc2 30. Ke1?

Ţar fór sú von. Hann gat haldiđ í horfinu međ 30. Rb4!

30. ... c5! 31. Hd2 Hxd2 32. Kxd2 c4 33. Rb4 d3 34. Rc6 Bxb2 35. a4 

Hvítur vonast til ađ leika 36. Ra5 og sćkja ađ c4 peđinu. Í svona stöđum ţarf oft einn veikleika til viđbótar.

Stöđumynd 2015-01-10-135. ... h3! 36. g3 a6 37. Re7+ Kf8 38. Rc6 f6 39. Ra5 Bd4 40. Rxc4 Bxf2 41. Re3 Bxe3+!

- og Hebden gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 42. Kxe3 f5! 43. Kxd3 f4! og svart peđ kemst upp borđ.

 

Góđ ţátttaka á Skákţingi Reykjavíkur

Á vel skipuđu Skákţingi Reykjavíkur ţar sem 68 skákmenn eru skráđir til leiks hafa nokkrir valinkunnir meistarar unniđ skákir sínar í fyrstu tveim umferđunum: Stefán Kristjánsson, Jón Viktor Gunnarsson, Dagur Arngrímsson, Björn Ţorfinnsson, Guđmundur Gíslason og nokkrir til viđbótar. 

Á fimmtudaginn hófst svo Gestamót Hugins og Breiđabliks í Stúkunni á Breiđabliksvelli. Keppendalistinn liggur enn ekki fyrir en mótiđ mun vera vel skipađ. Meira um ţađ síđar.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. janúar 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Carlsen kemur til baka vann Caruana - Ivanchuk enn efstur - heimsmeistarar mćtast

Sjöunda umferđ Tata Steel-mótsins hófst kl. 12:30 í Sjávarvík (Wijk aan Zee). Í sjöttu umferđ í gćr bar ţađ helst til tíđinda ađ Carlsen (2862) vann Caruana (2820) í uppgjöri tveggja stigahćstu skakmanna heims. Eftir slaka byrjun er Carlsen nú kominn í 2-4. sćti međ 4 vinninga eftir 3 sigurskákir í röđ. 

Stađa efstu manna:

  • 1. Ivanchuk (2715) 4˝ v.
  • 2.-4. Wojtaszek (2744), Carlsen (2862) og Wesley So (2762) 4 v.
  • 5.-7. Maxime Vachier-Lagrave (2757), Ding Liren (2732) og Giri (2784) 3˝ v.

Í umferđ dagsins er uppgjör heimsmeistaranna en Carlsen teflir viđ Hou Yifan (2673) heimsmeistara kvenna.

Í b-flokki eru Íslandsvinirnir Erwin L´Ami (2613) og Wei Yi (2675) efstir međ 4˝ vinning.

Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765508

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband