Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2015

Laugardagsćfingar T.R. komnar á fullt

vorhatid14__5_Barna- og unglingaćfingar Taflfélags Reykjavíkur hófust um síđastliđna helgi en á sama tíma fór fram Íslandsmót barna tíu ára og yngri ţar sem margir fastagesta ćfinganna voru međal ţátttakenda. Laugardagsćfingarnar halda áfram í dag og verđur ţá kynnt til leiks örlítiđ breytt fyrirkomulag byrjendaćfinganna sem hafa mćlst mjög vel fyrir.  Međ breytingunni er vonast til ađ betur verđi komiđ til móts viđ ólíkar ţarfir krakkanna sem eru komin mislangt á allra fyrstu stigum skáklistarinnar.

Breytingin felst í ţví ađ kl. 11-11.40 verđur áherslan á ţau börn sem eru ađ stíga sín allra fyrstu skref, ţ.e. fariđ verđur yfir mannganginn, virđi mannanna og grundvallarreglur skákarinnar.  Kl. 11.45-12.25 verđur áherslan síđan á ţau börn sem eru komin örlítiđ lengra, ţ.e. fariđ verđur yfir hvernig hentug uppstilling mannanna er í byrjun tafls, hvernig skal máta, hvernig skal nota skákklukku og hvernig framkomu skal sýna viđ skákborđiđ.

Skákćfingarnar fara fram alla laugardaga yfir vetrartímann í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 (gengiđ inn ađ norđanverđu).  Ókeypis er á ćfingarnar sem eru opnar öllum börnum (fćddum 2002 og síđar) en félagsmenn fá ítarlegri kennslu sbr. dagskrá hér ađ neđan.  Ekki ţarf ađ skrá börnin fyrirfram á ćfingarnar.  Á vef T.R. er ađ finna nánari upplýsingar um ćfingarnar og fylgja hér ađ neđan nokkrir tenglar sem gott er ađ líta á.

 

Dagskrá veturinn 2014-2015

  • 11.00-11.40 Byrjendaflokkur  I
  • 11.45-12.25 Byrjendaflokkur II
  • 12.30-13.45 Skákćfing stúlkna/kvenna
  • 14.00-15.15 Skákćfing fyrir börn fćdd 2002 og síđar (opnar ćfingar)
  • 15.15-16.00 Félagsćfing fyrir börn fćdd 2002 og síđar

Tveir stigahćstu skákmenn heims tefla saman í dag - Ivanchuk efstur - Pólverji slćr í gegn

Sjötta umferđ Tata Steel-mótsins hófst nú kl. 12:30 í Sjávarvík (Wijk aan Zee). Ţar mćtast tveir stigahćstu skákmenn heims Caruana (2820) og Carlsen (2862) og stýrir Ítalinn hvítu mönnunum. Ivanchuk (2715) hefur fariđ mikinn og er efstur međ 4 vinninga. Mesta athygli hefur hins vegar vakiđ frammistađa Pólverjans Wojtaszek (2744) sem hefur lagt ađ velli bćđi Carlsen og Caruana. Pólverjinn var međal ađstođarmanna Anand í heimsmeistaraeinvíginu gegn Carlsen. 

Stađa efstu manna:

  • 1. Ivanchuk (2715) 4 v.
  • 2.-3. Wojtaszek (2744) og Ding Liren (2732) 3˝ v.
  • 4.-7. Caruana (2820), Wesley So (2762), Carlsen (2862) og Giri (2784) 3 v.

Pólverjinn mćtir Hou Yifan (26739 og Ivanchuk teflir viđ Krótann Ivan Saric (2666) sem vann b-flokkinn í fyrra.

Í b-flokki eru Íslandsvinirnir Erwin L´Ami (2613), Wei Yi (26759 og David Navara (2769) efstir međ 3˝ vinning. L´Ami og Navara eru međal keppenda á nćsta Reykjavíkurskákmóti. 

Góđar útsendingar eru frá skákstađ í umsjón Yasser Seirawan.

 


Nóa Siríus mótiđ: Fjórir efstir međ fullt hús - Unga kynslóđin stelur senunni

Önnur umferđ Nóa Síríusmótsins – Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđabliks var tefld í gćr, fimmtudag.

Talsvert var af óvćntum úrslitum í umferđinni og ber ţar hćst sigur Dags Ragnarssonar (2059) í viđureign viđ WGM Lenku Ptácníková (2270) og sigur Hrafns Loftssonar (2165) gegn IM Björgvin Jónssyni (2353)

Noa_Siriusmot_2015_2umf_01Fjórir eru nú efstir međ fullt hús: GM Ţröstur Ţórhallson (2433), IM Jón Viktor Gunnarsson(2433), Hrafn Loftsson (2165) og Dagur Ragnarsson (2059).

Guđmundur Stefán Gíslason (2315) ogÖgmundur Kristinsson (2062) eiga inni frestađa skák og geta bćst viđ hóp efstu manna.

En ţađ voru liđsmenn ungu kynslóđarinnar sem stal senunni í umferđinni ţví fjölmargir úr ţeirra hópi náđu hagstćđum úrslitum sem kannski mćtti lýsa sem óvćntum:

Dagur Ragnarsson (2059) – Lenka Ptácníková (2270) 1 – 0
IM Karl Ţorsteinsson (2456) – Óliver Aron Jóhannesson (2170) 1/2 – 1/2
Sverrir Örn Björnsson (2117) – Gauti Páll Jónsson (1871) 1/2 – 1/
Örn Leó Jóhannsson (2048) – Halldór Grétar Einarsson (2187) 1/2 – 1/2
Magnús Teitsson (2205) – Dagur Andri Friđgeirsson (1849) 1/2 – 1/2

Pörun 3. umferđar verđur birt á laugardaginn, 17. janúar, kl. 17!

gestamotid_2_umf_stada


Jón Arnljótsson atskákmeistari Skákfélags Sauđárkróks

Jón ArnljótssonÁtta skákmenn skráđu sig til leiks í atskákmeistaramót Skákfélags Sauđárkróks 2015. Mótiđ varđ ţví 7 umferđir og fór fyrri hlutinn fram ţann 7. janúar (umf. 1-3), en síđari hlutinn fór fram í gćr, ţann 14. janúar (umf. 4-7). Sigurganga Jóns Arnljótssonar virtist óstöđvandi og var hann búinn ađ leggja alla sína andstćđinga fyrir lokaumferđina, en ţá tefldi hann viđ Ţór Hjaltalín.

Eftir ćsispennandi endatafl og tímahrak ákváđu ţeir ađ skipta međ sér jöfnum hlut og endađi Jón međ 6˝ vinning. Birkir Már Magnússon tefldi af miklu öryggi og tapađi ađeins fyrir Jóni og náđi öđru sćti međ 6 vinninga. Ţór Hjaltalín varđ svo ţriđji međ 5˝ vinning. Ţađ setti nokkurt strik í reikninginn ađ tveir skákmenn forfölluđust í síđari hlutanum. Nćstu tveir miđvikudagar verđa hefđbundnir ćfingadagar ţar sem tefldar verđa 15.mín. skákir.


Nýtt Fréttabréf SÍ

Nýtt Fréttabréf SÍ kom út í fyrradag. Međal efnis í Fréttabréfinu er:

  • Ingvar ţór og Einar Hjalti landsliđsţjálfarar
  • Óskar Víkingur Íslandsmeistari barna
  • Guđmundur hársbreidd frá stórmeistaraáfanga - tvisvar!
  • Héđinn sigurvegari Friđriksmóts Landsbankans
  • Héđinn Íslandsmeistari í atskák
  • Davíđ Kjartansson Íslandsmeistari í netskák
  • Skákdagurinn nálgast
  • Mjög vel heppnađ FIDE-ţjálfara námskeiđ
  • Magnús Pálmi sigrađi á Vetrarmóti öđlinga
  • Ţađ teflt um land allt á alls konar mótum!
  • Reykjavíkurskákmótiđ 2015 - Nýjustu skráningar
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.


Hćgt er ađ skrá sig fyrir Fréttabréfinu sem kemur ađ jafnađi út tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina ofarlega á vinstri hluta Skák.is.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Guđmundur Gíslason efstur á Skákţingi Reykjavíkur

Guđmundur GíslasonFIDE-meistarinn Guđmundur Gíslason (2315) er einn efstur međ fullt hús ađ lokinni fjórđu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í kvöld. Guđmundur hafđi betur gegn Sćvari Bjarnasyni (2114). Ekki var jafn mikiđ um óvćnt úrslit og í ţriđju umferđ ţó ţau vćru til stađar. Ólafur Gísli Jónsson (1871) gerđi jafntefli viđ Björn Ţorfinnsson (2373) ţrátt fyrir 500 skákstigamun.

Međal annarra óvćntra úrslit má nefna ađ Aron Ţór Mai (1262) vann John Ontiveros (1810) ţrátt fyrir mikinn stigamun, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli viđ Omar Salama (2282) og Stefán Bergsson (2085) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi Kristján Örn Elíasson (1831) ađ velli.

Fjórir skákmenn hafa 3˝ vinning en ţađ eru Dagur Ragnarsson (2059), Oliver Aron Jóhannesson (2170), Ţorvarđur F. Ólafsson (2245) og Dagur Arngrímsson (2368). 

Stöđuna má finna á Chess-Results

Fimmta umferđ fer fram á sunnudaginn. Ţá mćtast međal annars Dagur Arngrímsson og Guđmundur, Ţorvarđur og Dagur Ragnarsson og Johann Ingvason og Oliver. 


Ingvar Ţór og Einar Hjalti landsliđsţjálfarar á EM landsliđa

Ingvar og Einar Hjalti
Ingvar Ţór Jóhannesson
og Einar Hjalti Jensson hafa veriđ ráđnir landsliđsţjálfarar íslensku landsliđsanna á Evrópumóti landsliđa sem fram fer í Laugardalshöll 13.-22. nóvember nk. Ingvar Ţór verđur landsliđseinvaldur a-liđsins í opnum flokki en Einar Hjalti verđur landsliđseinvaldur kvennaliđsins. Guđlaug Ţorsteinsdóttir verđur Einari Hjalta til ađstođar og honum innan handar.

SÍ býđur ţau velkomin til starfa!


Kosiđ um bréfskák ársins 2014

Nú stendur yfir val á bréfskák ársins í fjórđa sinn. Valiđ stendur á milli tíu skáka sem lauk 2014. Fimm efstu skákirnar komast í úrslit keppninnar. 

Kosningunni, sem fer fram á Skákhorninu lýkur á sunnudagskvöld. 

Ţađ eru margar meistaralega tefldar skákir í bréfskákinni, en yfirleitt vekja ţćr litla og jafnvel enga athygli hjá öđrum en ţeim sem tefla ţćr. Ţetta er ţví kjöriđ tćkifćri til ađ kynna sér taflmennskuna hjá íslenskum bréfskákmönnum um ţessar mundir. 

Árangur íslenskra bréfskákmanna var prýđilegur á síđasta ári og enn fjölgar í hópi bréfskákmanna og stigin fara hćkkandi. Íslenska landsliđiđ keppir nú í úrslitum Evrópumótsins og hefur sýnt ađ ţađ á fullt erindi ţangađ. Dađi Örn Jónsson keppir í úrslitum Evrópumóts einstaklinga og nú ţegar dregur ađ lokum mótsins er hann í baráttu um sigur á mótinu. Ţá tryggđi Eggert Ísólfsson sér nýlega áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Ţrjár landskeppnir eru í gangi, gegn Ástralíu, Skotlandi og Bandaríkjunum og er íslenska liđiđ međ góđa forystu í ţeim öllum. Góđur árangur náđist einnig í fjölda annarra móta. 

Ţađ er ţví óhćtt ađ segja ađ síđasta ár hafi veriđ líflegt í bréfskákinni eins og skákirnar í keppninni um bréfskák ársins 2014 bera međ sér. 

Kosning um bréfskák ársins 2014.Velja má allt ađ fimm skákir.


Björgvin og Ingimar efstir í Stangarhyl

Ingimar ađ tafliÍ gćr tefldu Ćsir sinn fyrsta hefđbundna skákdag á ţessu nýja ári. Ţađ var vel mćtt eins og venjulega, ţrjá tíu og tveir tefldu. Ţađ var ánćgjulegt ađ sjá ný andlit ganga í salinn og viđ bjóđum alla nýja skákfélaga hjartanlega velkomna.

Nú líđur ađ skákviku okkar Íslendinga ţađ er síđasta vikan í janúar ţegar Friđrik Ólafsson  okkar fyrsti stórmeistari á afmćli, hann verđur 80 ára 26 janúar. Viđ teflum honum til heiđurs alla ţá viku.

Toyotaskákmót eldri borgara verđur haldiđ föstudaginn 30 janúar. Ţá bíđur Toyota á Íslandi okkur til skákveislu í sýningarsal sínum. Ţetta verđur áttunda Toyotaskákmótiđ  og Toyota gefur öll verđlaun.

Í gćr voru ţeir Björgvin Víglundsson og Ingimar Halldórsson sterkastir. Ţeir skildu ađ lokum jafnir međ 8˝ vinning.

Fast á eftir ţeim kom svo Guđfinnur R Kjartansson međ 7˝ vinning. 

Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE.

ĆSIR - MÓTSTAFLA 13. JAN.  13.1.2015 22-23-39

 

 

 

 


Ivanchuk byrjar međ látum í Sjávarvík

Úkraínumađurinn óútreiknanlegi Vassily Ivanchuk (2715) byrjar best allra á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík (Wijk aan Zee). Eftir fjórar umferđir hefur Ivanchuk 3,5 vinning og hefur hálfs vinnings forskot á Caruana (2820) og Ding Liren (2732). Carlsen (2862) hefur 50% vinningshlutfall en hann tapađi óvćnt fyrir Wojtaszek (2744) í gćr. 

Frídagur er á morgun.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.6.): 14
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8766355

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband